Morgunblaðið - 03.04.2006, Side 28
28 MÁNUDAGUR 3. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Atvinnuhúsnæði
SMÁHEILDSALA / LEIGU-
HÚSNÆÐI
Til leigu nýinnréttuð jarðhæð við
Dugguvog. Fyrsta flokks skrif-
stofu aðstaða. Vörulager/
vörumóttökudyr. Upplýsingar í
síma 896 9629.
Skrifstofuhúsnæði óskast.
Snyrtilegt skrifstofuhúsnæði 40-
80 fm óskast á Reykjavíkursvæð-
inu. Æskileg staðsetning, Múlar,
Skeifan, Mörkin. Uppl. í síma
517 5557.
Sumarhús
Rotþrær
Framleiðum rotþrær 2300-25000
lítra
Öll fráveiturör og tengistykki í
grunninn
Sérborðuð siturrör og tengistikki
í siturlögnina
Heildarlausn á hagstæðu verði
Borgarplast, Seltjarnarnesi,
s: 561 2211
Borgarplast, Borgarnesi,
s:437 1370
Heimasíða:
www.borgarplast.is
Námskeið
www.enskunam.is
Enskuskóli Enskunám í Englandi
13-17 ára 18 ára og eldri 40 ára
og eldri Uppl.og skráning frá 17-
21 í síma 862-6825 og
jona.maria@simnet.is
Til sölu
Vinnuskúr til sölu. Mjög góður
vinnuskúr sem skiptis í kaffist.,
WC og geymslu. Til sýnis að Eik-
arási 10 GB. Verð ca. 600Þ, eða
tilboð. Uppl. í s: 897 5598/587
7098.
Kanadísk sumarhús
úr furu, sedrus eða douglas furu,
grindarhús og bjálkahús.
Spónasalan ehf.,
Smiðjuvegi 40, gul gata,
s. 567 5550.
Burstabæir. Burstabæirnir
komnir aftur. Kíktu á heimasíðu
hugmót.is/lara/ sími 899 9667.
60 fm bústaður til sölu með
geymslu, fokheldur eða lengra
kominn (í smíðum). Með 30 m²
pöllum. Getum einnig boðið lóðir
undir sumarhús. Gott verð. Upp-
lýsingar í síma 893 4180 og 893
1712.
Þjónusta
Móðuhreinsun glerja!
Er kominn móða eða raki milli
glerja?
Móðuhreinsun Ó.Þ.,
s. 897 9809 og 587 5232.
Hitaveitur/vatnsveitur
Þýskir rennslismælar fyrir heitt
og kalt vatn.
Boltís sf.,
s. 567 1130 og 893 6270.
Viðgerðir
PÍPULAGNIR Tökum að okkur
viðgerðir, breytingar og nýlagn-
ir. Setjum upp varmaskipta.
Löggiltur pípulagnameistari.
Rörverk ehf. sími: 894 0938.
PÍPULAGNIR Tökum að okkur
viðgerðir, breytingar og nýlagn-
ir. Setjum upp varmaskipta.
Löggiltur pípulagnameistari.
Rörverk ehf. sími: 894 0938.
Innrömmun
Innrömmun - Gallerí Míró Málverk
og listaverkaeftirprentanir. Speglar
í úrvali, einnig smíðaðir eftir máli.
Alhliða innrömmun. Gott úrval af
rammaefni. Vönduð þjónusta, byggð
á reynslu og góðum tækjakosti.
Innrömmun Míró, Framtíðarhús-
inu, Faxafeni 10, s. 581 4370,
www.miro.is, miro@miro.is
Ýmislegt
Tilboð
Öll dömustÍgvél á kr. 2.500.
Margar gerðir, margir litir.
Misty skór, Laugavegi 178,
sími 551 2070.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
Mjúkur og sætur í BC skálum kr.
1.995, buxur í stíl kr. 995.
Voða þægilegur, má taka hlýra
af í BC skálum kr. 1.995, buxur í
stíl kr. 995.
Falleg blúnda með fyllingu í BC
skálum kr. 1.995, buxur í stíl kr.
995.
Misty, Laugavegi 178,
sími 551 3366.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf
Hárspangir frá kr. 290.
Einnig mikið úrval af fermingar-
hárskrauti.
Skarthúsið, Laugavegi 12,
sími 562 2466.
Army húfur aðeins kr. 1.690.
Langar hálsfestar frá kr. 990.
Síðir bolir kr. 1.990.
Mikið úrval af fermingarhár-
skrauti og hárspöngum.
Skarthúsið, Laugavegi 12,
sími 562 2466.
Ökukennsla
Ökukennsla Reykjavíkur ehf.
Ökukennsla akstursmat.
Ævar Friðriksson
Toyota Avensis '02,
863 7493/557 2493.
Gylfi Guðjónsson
Subaru Impreza,
696 0042/566 6442.
Gylfi K. Sigurðsson
Suzuki Grand Vitara,
892 0002/568 9898.
Snorri Bjarnason
BMW 116i, bifhjól,
892 1451/557 4975.
Sverrir Björnsson
Volkswagen Passat, '05
892 4449/557 2940.
Vagn Gunnarsson
Mersedes Benz,
894 5200/565 2877.
Glæsileg kennslubifreið,
Subaru Impreza 2004, 4 wd.
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
símar 696 0042 og 566 6442.
Mótorhjól
Yamaha Virago XV1100cc. Til
sölu glæsilegt og vel með farið
bifhjól árg. 1999. Upplýsingar í
síma 869 2487 Guðmundur.
Skemmtileg og hagnýt kaup
(gjöf). Peugeot Speed fight 2.
Vökvakældur mótor, auðvelt í um-
ferð og akstri. Eyðsla 3-4 lítrar á
hundraðið. Verð 179 þús. (ný á
279 þús.) Uppl. í s. 898 8577 og
551 7678.
Bílar aukahlutir
Til sölu plasthús á jap. pallbíl
Festingar fylgja. Verð 68 þús.
(nýtt 220 þús.) Upplýsingar í síma
898 8577 og 551 7678.
Þjónustuauglýsingar 5691100
Smáauglýsingar
sími 569 1100
FRÉTTIR
„AÐ MÍNU mati er langsótt að sú aðstaða sem
fyrir er verði í heild sinni flutt burt, enda er í
raun um algjöra lágmarksaðstöðu að ræða fyr-
ir svæðið. Aftur á móti er ekkert því til fyr-
irstöðu að frekari uppbygging á þjónustu fari
fram á öðrum svæðum fjær laugasvæðinu og
þess vegna alla leið niður í byggð,“ segir Páll
Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferða-
félags Íslands, þegar blaðamaður leitaði við-
bragða hjá honum við hugmynd Karls Ingólfs-
sonar, rekstrarstjóra ferðaskrifstofunnar
Ultima Thule, um að flytja núverandi aðstöðu í
Landmannalaugum norður fyrir Norðurbarm,
en sem kunnugt er rekur Ferðafélag Íslands
gistiskála í Landmannalaugum ásamt hrein-
lætishúsi.
Að sögn Páls ganga hugmyndir félagsins út
á að byggja upp gestastofu við Land-
mannalaugar og bæta enn frekar aðstöðuna
fyrir ferðamenn með það í huga að hægt verði
að stýra umferðinni þar enn betur og vernda
svæðið enn frekar, en þess má geta að árlega
leggja rúmlega hundrað þúsund ferðamenn
leið sína á svæðið. Bendir hann á að það verði
þó ekki gert nema í samvinnu við sveitarfélag-
ið í Rangárþingi ytra og Umhverfisstofnun og
vinna þurfi deiliskipulag á svæðinu.
„Við fögnum því auðvitað að ferðaþjónustan
í heild láti sig þessi mál meira varða og geri til-
kall til þessara svæða sem hafa verið í um-
ræðunni sem og til hálendisins, því ferðaþjón-
ustan á auðvitað mikilla hagsmuna að gæta,“
segir Páll og tekur fram að markmið félagsins
miði að sjálfsögðu að góðu nábýli við náttúr-
una. Aðspurður segist Páll ekki sammála því
mati Karls að núverandi mannvirki við Land-
mannalaugar þrengi að upplifun ferðafólks á
svæðinu og bendir máli sínu til stuðnings á
þann mikla fjölda gesta sem leggur leið sína á
svæðið ár hvert.
Strandar á fjármagni
Þegar leitað var viðbragða Árna Bragason-
ar, forstöðumanns náttúruverndar- og útivist-
arsviðs hjá Umhverfisstofnun, sagðist hann
hins vegar sammála Karli. „Það geta samtímis
verið nokkur þúsund manns í Landmanna-
laugum. Allir eru á þessum eina bletti og þarna
eru menn mjög nálægt því sem verið er að
skoða. Þannig að það myndi örugglega vera til
bóta að færa þetta fjær,“ segir Árni og bendir
á að það strandi hins vegar á fjármagni. Tekur
hann þó líka fram að ákvörðun um flutning
mannvirkja af svæðinu þurfi að taka í sam-
vinnu Umhverfisstofnunar, viðkomandi sveit-
arfélaga og hagsmunaaðila. Bendir hann á að
starfandi sé ráðgjafarnefnd fyrir friðlandið
sem fundi reglulega. „Ég geri ráð fyrir að
þetta verði til umræðu hjá ráðgjafarnefndinni
á næstu fundum.“
Aðspurður segir Árni umræðuna um mann-
virkin við Landmannalaugar ekki nýja af nál-
inni. Bendir hann á að ákveðin hugmyndafræði
liggi að baki öllu skipulagi í Landmannalaug-
um eins og það er nú, en sú hugmyndafræði
var unnin í samstarfi sveitarfélaganna á svæð-
inu og Náttúruverndarráðs fyrir allmörgum
árum síðan. „Eitt af því sem þessir aðilar hafa
rætt er hvort flytja eigi aðstöðuna út að Sól-
vangi, en þar var áður aðstaða. Auk þess hefur
verið rætt um að færa alla hestaumferð úr
Landmannalaugum yfir í Landmannahelli til
að dreifa álaginu.“
Hugmyndir um breytingar á núverandi aðstöðu í Landmannalaugum
Skiptar skoðanir um ágæti þess að flytja aðstöðuna
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is