Morgunblaðið - 03.04.2006, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. APRÍL 2006 29
Atvinnuauglýsingar
Verkstæðismenn
Loftorka óskar eftir verkstæðismönnum
á verkstæði sitt. Heimkeyrsla og matur í
hádeginu. Upplýsingar í síma 565 0877.
Loftorka Reykjavík ehf.,
Miðhrauni 10,
210 Garðabæ,
sími 565 0876.
Loftorka hefur síðan 1962 verið í verktakastarfssemi og
unnið í jarðvinnu og malbikun.
Brosandi fólk óskast
Veitingastaðinn Á næstu grösum Laugavegi
bráðvantar manneskju við þjónustu í sal, af-
greiðslu og aðstoð í eldhús. Þarf að geta hafið
störf strax.
Hafið samband við Dóru í síma 552 8410
eða 892 5320.
Raðauglýsingar
Fundir/Mannfagnaðir
Hollvinir Grensásdeildar
Stofnfundur
Stofnfundur samtakanna Hollvinir Grensás-
deildar verður haldinn míðvikudaginn 5. apríl
nk. í safnaðarheimili Grensáskirkju og hefst
kl. 20.00.
Dagskrá
1. Kosning fundarstjóra.
2. Kynning á samtökunum og markmiði þeirra.
3. Kynning á starfsemi Grensásdeildar.
4. Almennar umræður um stofnun samtak-
anna.
5. Samþykkt laga samtakanna.
6. Árgjald.
7. Kosning stjórnar, varamanna og skoðun-
armanna reikninga.
8. Önnur mál.
Allir sem notið hafa Grensásdeildar sem og
aðstandendur þeirra og aðrir velunnarar deild-
arinnar eru hvattir til að koma á fundinn.
Undirbúningshópurinn
Nauðungarsala
Uppboð
Uppboð á eftirfarandi eignum munu byrja á skrifstofu em-
bættisins í Stillholti 16-18, Akranesi, sem hér segir:
Háholt 22, fnr. 210-1514, Akranesi, þingl. eig. Árni Tómasson, gerðar-
beiðendur Íbúðalánasjóður og Landsbanki Íslands hf., aðalstöðv.,
fimmtudaginn 6. apríl 2006 kl. 14.00.
Máni AK-73, skskr.nr. 6824, þingl. eig. Hörður Jónsson ehf., gerðar-
beiðandi sýslumaðurinn í Borgarnesi, fimmtudaginn 6. apríl 2006
kl. 14.00.
Presthúsabraut 25, fnr. 210-0148, Akranesi, þingl. eig. Bjarni Þórðar-
son, gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf. og Lífeyrissjóður sjómanna,
fimmtudaginn 6. apríl 2006 kl. 14.00.
Tindaflöt 1, mhl. 01-0103, fnr. 225-9891, Akranesi, þingl. eig. Bryndís
Guðmundsdóttir, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður verslunarmanna,
fimmtudaginn 6. apríl 2006 kl. 14.00.
Sýslumaðurinn á Akranesi,
31. mars 2006.
Esther Hermannsdóttir, ftr.
Félagslíf
MÍMIR 6006040319 III
HEKLA 6006040319 IV/V
GIMLI 6006040319 I
I.O.O.F. 19 186437 Þb.
I.O.O.F. 10 186438
Raðauglýsingar
augl@mbl.is
Þessir bekkir heimsóttu Morgunblaðið í tengslum
við verkefnið Dagblöð í skólum. Dagblöð í skólum
er samstarfsverkefni á vegum Menntasviðs
Reykjavíkur sem Morgunblaðið tekur þátt í á
hverju ári. Að lokinni verkefnaviku þar sem nem-
endur vinna með dagblöð á margvíslegan hátt í
skólanum koma þeir í kynnisheimsókn á Morg-
unblaðið og fylgjast með því hvernig nútíma dag-
blað er búið til. Nánari upplýsingar umverkefnið
gefur Auður í netfangi audur@dagblod.is - Kærar
þakkir fyrir komuna, krakkar! Morgunblaðið.
7. bekkur D í Lækjarskóla.
Morgunblaðið/Ásdís
7. bekkur G.S. í Lækjarskóla.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
7. bekkur H.J. í Lækjarskóla.
FRAMSÓKNARFÉLAG Grindavíkur var með lokað prófkjör hjá félagsmönnum vegna
komandi bæjarstjórnarkosninga. Á annað hundrað manns fengu senda atkvæðaseðla og
var þátttaka um 90%.
Listi framsóknarmanna við kosningarnar í vor er þannig skipaður:
1. Hallgrímur Bogason bæjarfulltrúi
2. Petrína Baldursdóttir leikskólastjóri
3. Gunnar Már Gunnarsson skrifstofumaður
4. Dagbjartur Willardsson bæjarfulltrúi
5. Pétur Breiðfjörð Reynisson rafvirki og sjúkraflutningamaður
6. Jón Fannar Guðmundsson þjónustufulltrúi
7. Dóra Birna Jónsdóttir starfsmaður Íslandspósts
8. Unnar Magnússon vélsmiður
9. Sigríður Þórðardóttir verslunarmaður
10. Vilhjálmur J. Lárusson bifreiðastjóri
11. Kristín Þorsteinsdóttir afgreiðslukona
12. Bryndís Gunnlaugsdóttir nemi í lögfræði í Háskóla Reykjav.
13. Einar Lárusson þróun og eftirlit hjá Þorbirni Fiskanesi hf.
14. Bjarni Andrésson fyrrverandi bæjarfulltrúi
Listi Framsóknarfélags
Grindavíkur
HEIMILI og skóli – landssamtök
foreldra hafa skrifað undir sam-
starfssamninga við Sparisjóðina á
Íslandi, Eymundsson og VÍS, en í
þeim felst að fyrirtækin skuldbinda
sig til að styðja við starfsemi sam-
takanna næstu þrjú ár. Með samn-
ingnum lýsa fyrirtækin þrjú, VÍS,
Sparisjóðirnir og Eymundsson, því
yfir að þau vilji eiga samstarf við
samtökin um að efla foreldra-
fræðslu og forvarnir í skólum og á
heimilum með þátttöku í ýmsum
fræðslu- og forvarnarverkefnum á
vegum samtakanna. Þannig gefi
fyrirtækin skýr skilaboð til sam-
félagsins um að þau láti sig varða
hagsmuni foreldra og barna í land-
inu og eigi þannig samleið með
samtökunum.
Heimili og skóli hafa það að meg-
inmarkmiði að efla foreldra og fjöl-
skyldur í uppeldishlutverki sínu,
veita þeim stuðning og hvatningu
til virkrar þátttöku í skóla-
samfélaginu og vera málsvari
þeirra gagnvart stjórnvöldum í
málefnum er varða skólasam-
félagið.
Að sögn forsvarsmanna Heimila
og skóla gerir stuðningur fyr-
irtækjanna samtökunum kleift að
sinna enn betur því hlutverki sínu
að miðla upplýsingum um gildi for-
eldrasamstarfs og stuðla að upp-
byggingu öflugs samstarfs foreldra
og skóla á landsvísu.
Heimili og skóli
fá nýja bakhjarla
STJÓRN Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs í Reykjavík vill að
orkuöflun á vegum Orkuveitu
Reykjavíkur í þágu álversuppbygg-
ingar og annarrar stóriðju verði
skoðuð með heildstæðum hætti.
Bókun þess efnis hafi verið sam-
þykkt á fundi OR 1. júní 2005 og að
ekki verði séð að forsendur hennar
hafi breyst.
Í yfirlýsingu frá stjórn VG segir
að eðlilegt hljóti að teljast að
stefnumarkandi ákvarðanir um
orkuöflun til stóriðju verði skoð-
aðar á vettvangi eigenda Orkuveit-
unnar, þ.e. borgarstjórnar Reykja-
víkur og flokkanna sem að
meirihlutanum standi. Slík umræða
hafi ekki farið fram. Þá er í yfirlýs-
ingunni ítrekuð áhersla á að OR
verði áfram í eigu almennings og
varað við því að henni sé beitt í póli-
tísku skyni til að „halda enn áfram
aðgerðum í þágu einhæfra lausna í
atvinnumálum sem ógna náttúru,
loftslagi og fjölbreyttu atvinnulífi í
þessu landi.“
Orkuöflun verði
skoðuð heildstætt
HIN árlega BANFF kvikmyndahátíð
Íslenska alpaklúbbsins hefst í
Smárabíói í kvöld, mánudaginn 3.
apríl, kl. 20. Á hátíðinni gefur að líta
myndir um fjallamennsku í Himala-
ya og Ölpunum, fjallahjólreiðar í
Bandaríkjunum, kajakróður í Skot-
landi, klettaklifur og fleira. Sýndar
verða alls 12 myndir, þar af fimm í
kvöld og sjö annað kvöld, þriðju-
dagskvöld. Myndirnar eru stuttar
sem langar, rólegar sem æsispenn-
andi og allt þar á milli. Að þessu
sinni er í aðalhlutverkum fólk af
báðum kynjum, ungir jafnt sem
aldnir. Alþjóðlega BANFF kvik-
myndahátíðin sækir nafn sitt til sam-
nefnds þjóðgarðs í Kanada og eru ár
hvert sýndar kvikmyndir sem valdar
úr þúsundum innsendra mynda. All-
ir eru velkomnir bæði sýning-
arkvöldin. Aðgangseyrir er 950 kr.
en 700 fyrir félagsmenn í ÍSALP.
Fjallaklifur og
ævintýrasport