Morgunblaðið - 08.04.2006, Side 16

Morgunblaðið - 08.04.2006, Side 16
16 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Framtalsaðstoð Annast framtalsaðstoð fyrir einstaklinga með og án reksturs. Annast einnig frestbeiðnir. Pantið tímanlega í síma 511 2828 eða með tölvupósti bergur@vortex.is Skattaþjónustan ehf. Bergur Guðnason hdl. Suðurveri v/Stigahlíð BAUGUR Group hefur keypt tæp- lega 10% hlut í verslunarkeðjunni House of Fraser og samkvæmt frétt breska blaðsins The Guardian hefur Baugur greitt 27 milljónir punda fyr- ir hlutinn eða tæpa 3,5 milljarða ís- lenskra króna. Gengi bréfa verslun- arkeðjunnar hækkaði verulega við viðskiptin og hefur ekki verið hærri í átta ár. Vangaveltur um yfirtöku Gunnar Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Baugs Group í Bretlandi, stað- festir umrædda frétt og segir Baug hafa talið þetta vera góða fjárfest- ingu þótt gengi bréfa í House of Fraser sé hátt í sögulegu ljósi, það hafi verið mat þeirra að félagið eigi töluvert inni. Það reki 64 verslanir í Bretlandi og selji góð merki og m.a. merki í eigu Baugs. Kaup Baugs á hlutnum í House of Baugur kaupir aftur í House of Fraser Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is Fraser ýttu undir vangaveltur um að félagið ætli sér að gera yfirtökutilboð í keðjuna og spurður um hugsanlega yfirtöku Baugs á House of Fraser bendir Gunnar á að Baugur hafi áður keypt stærri hluti í félögum sem mönnum hafi litist vel á. „Stundum hefur það leitt til einhvers meira en stundum alls ekki,“ segir Gunnar. Kaup Baugs í House of Fraser eru ekki þau fyrstu því árið 2002 átti Baugur um 10% í félaginu en bréfin höfðu verið keypt á þó nokkrum tíma. Um svipað leyti gerði skoski fjárfestirinn Tom Hunter yfirtökutil- boð í félagið sem ekki var tekið. Baugur seldi hlut sinn árið 2004 og hagnaðist um 10 milljónir punda á viðskiptunum, að sögn The Guard- ian. Þar kemur einnig fram að viðskipti Baugs í gær hafi komið markaðnum á óvart þar sem þar hafa verið uppi getgátur um að íslenskir fjárfestar þyrftu að selja í breskum félögum vegna stöðu efnahagsmála á Íslandi. TIL lengri tíma eru horfur á íslensk- um hlutabréfamarkaði góðar að mati greiningardeilda Glitnis og Lands- bankans, en greining Glitnis spáir 20% hækkun á Úrvalsvísitölu Kaup- hallar Íslands á árinu og er það í sam- ræmi við spá bankans frá upphafi árs. Greiningardeildirnar eru hins vegar sammála um að til skemmri tíma sé markaðurinn viðkvæmur. „Enn er ágætur gangur í efna- hagslífinu og horfur í rekstri fyrir- tækjanna á markaði hafa almennt þróast í jákvæða átt með lækkun á gengi krónunnar. Þó hefur neikvæð umfjöllun um íslenskt athafnalíf er- lendis haft mikil áhrif á gengi hluta- bréfa og krónu og gæti haft áfram- haldandi áhrif á ávöxtun á árinu,“ að því er segir í afkomuspá Glitnis, sem kynnt var á morgunfundi hjá bank- anum í gær. Þar kynnti Karl Wern- ersson jafnframt sögu og starfsemi Milestone, sem er einn stærstu eig- anda Glitnis. Sagði Karl m.a. að fé- lagið hefði engin áform önnur uppi en að halda áfram eignarhaldi sínu í bankanum. Danskir fjölmiðlar mildari Greining Glitnis segir að það sem einkum mæli með góðri hækkun á hlutabréfaverði sé góð arðsemi og sterkt sjóðstreymi helstu fyrirtækja í Úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands. Hækkandi vaxtastig hérlendis sem erlendis hafi hins vegar neikvæð áhrif. „Lækkun á gengi krónunnar hefur í heildina litið jákvæð áhrif á rekstur félaganna, en það er þó mis- munandi eftir vægi erlendrar starf- semi,“ að mati greiningar Glitnis. Ingólfur Bender, yfirmaður grein- ingar Glitnis, sagðist á kynningar- fundinum hafa verið á fjölmennum blaðamannafundi í Kaupmannahöfn á fimmtudag, þar sem hann, ásamt Bjarna Ármannssyni, forstjóra Glitn- is og Þórði Friðjónssyni, forstjóra Kauphallar Íslands, fóru yfir stöðu mála á Íslandi með blaðamönnum Ingólfur segir að öldurnar sé farið að lægja og að danskir fjölmiðlar séu mun mildari en áður í umfjöllun sinni um íslensk fyrirtæki. Hins vegar seg- ir Ingólfur að það verði að viðurkenn- ast að að einhverju leyti sé sökin hjá bönkunum hvers vegna umfjöllun er- lendis hefur verið jafnneikvæð og raun ber vitni. Verðlagning sanngjörn Verðmat Greiningardeildar Landsbankans á innlendum hluta- félögum, bendir til þess að hluta- bréfamarkaðurinn sé sanngjarnt verðlagður í dag, að því er segir í inn- gangi á riti bankans. „Til skemmri tíma litið teljum við að hlutabréfamarkaðurinn verði áfram mjög viðkvæmur fyrir öllum fréttum varðandi lánshæfi Íslands og íslensku bankanna. Þetta mun vænt- anlega ekki breytast fyrr en ró skap- ast um fjármögnun bankanna á al- þjóða fjármálamörkuðum. Til lengri tíma eru horfur á hlutabréfamarkaði góðar.“ Í ritinu var hlutafélögum í Úrvals- vísitölu skipt upp eftir því hvaða áhrif veiking krónunnar hefur á virði þeirra í íslenskum krónum. „Niður- staðan er að veiking krónunnar hefur jákvæð áhrif á virði 98% markaðarins og þar af mjög jákvæð á 53% mark- aðarins,“ að því er segir í riti Lands- bankans. Greiningardeild Landsbankans spáir því að sex félög, sem skráð eru í Kauphöll Íslands, muni skila tapi á fyrsta ársfjórðungi. Félögin eru Alfesca, Avion Group, Dagsbrún, HB Grandi, Icelandic Group og Össur. Þá gerir afkomuspá fyrir árið í heild ráð fyrir að hagnaður allra félaga, nema TM og HB Granda, aukist á milli ára. Horfur á markaði góðar til langs tíma Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is Morgunblaðið/Sverrir Kauphöllin Ágætlega horfir fyrir flest úrvalsvísitölufélögin sem skráð eru í Kauphöllinni, samkvæmt spám greiningardeilda Glitnis og Landsbanka. SJALDAN hefur menningarmunur í viðskiptum komið eins berlega í ljós og á aðalfundi sænsku ferða- skrifstofunnar Ticket þar sem Pálmi Haraldsson, einn stærsti hluthafinn, mætti í frjálslegum stuttermabol meðan aðrir sem mættir voru klæddust dökkum jakkafötum. Svo segir í umfjöllun netútgáfu sænska blaðsins Dagens Nyheter af fundum þar sem öll at- burðarás fundarins er rakin á til- þrifamikinn hátt. Í lok fundarins afhenti eftirlits- maður frá samtökum fjárfesta Pálma að gjöf sænskar reglur fyrir stjórnir fyrirtækja þar sem hvatt er til þess að konur eigi sæti í stjórn- um. Stjórnar- tillaga Pálma, sem samþykkt var á fundinum, leiddi til þess að eina konan sem sæti hafði átt í stjórn Ticket hélt ekki sæti sínu. Allar tillögur Pálma voru sam- þykktar á fundinum eins og áður hefur komið fram. Að lokum á einn stjórnarmanna, sem einnig hafði misst sæti sitt, að hafa tekið í hönd- ina á Pálma og sagt: „Gættu þess nú vel,“ og átti hann þar við fyrirtækið sjálft. Ólíkir menningar- heimar á Ticket-fundi Pálmi Haraldsson                !  "# #                                   !" #$%  &'   &"    %  #%  () %" %  ( "%   '%* #% + %*  ,  ,  &  %  -./01 &21#%  3       %   & .0 + %*   4 %*  4. 02%   5 %*   672  89& % 8. :;"" %". 0  0 %  < %%   0 %     !" & * =;220   -1>" -0%*  !# $%  5?=@ -A0   0 0                  /   / /   / / / /   ; %" 1 ;  0 0    /    /    / / / /    / /  /  /  / / / / / / / B CD B  CD B /  CD B CD / B  CD B  CD B CD / / / B /  CD B CD B CD B /CD B / CD / B CD / B CD / B /  CD / / / / / 4 * 0   *" % : #0 A  *" E ( -                       /  /   /  / / / /                                                   < 0   A )$   :4 F "%  &2 *  0              / / /  / / / /  6 *G -H8    C C &:-= ! I    C C ? ? J,I     C C J,I ( % 6       C C 5?=I !K L%    C C „„DANSKA árásin“ á íslenskt efna- hagslíf getur valdið meiri skaða en virtist þegar hún hófst. Hin mikla gengislækkun krónunnar virðist ekkert ganga til baka þrátt fyrir 0,75% hækkun á stýrivöxtum Seðla- bankans. Gengisvísitalan hefur enn verið um og yfir 120 en með vaxta- hækkuninni hefði mátt gera ráð fyrir því að hún lækkaði sem þar með hækkaði gengi krónunnar.“ Þetta segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins, m.a. í nýju fréttabréfi samtakanna. Hann bendir á að gengi krónunnar hafi verið helsta miðlun- artæki peningastefnunnar, fyrst og fremst vegna þess hve lág hlutdeild íslensku krónunnar sé á íslenska lánamarkaðnum. „Þótt gengi krónunnar hafi verið orðið of hátt með tilliti til afkomu út- flutningsatvinnuvega og jafnvægis í utanríkisviðskiptum þá er snörp lækkun gengisinsins og átt hefur sér stað undanfarið, óæskileg með hlið- sjón af áhrifunum á verðbólgu,“ seg- ir Vilhjálmur en pistil hans má nálg- ast á vefnum www.sa.is. Skaði af „dönsku árásinni“ Morgunblaðið/Jónas Erlendsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.