Morgunblaðið - 08.04.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.04.2006, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Framtalsaðstoð Annast framtalsaðstoð fyrir einstaklinga með og án reksturs. Annast einnig frestbeiðnir. Pantið tímanlega í síma 511 2828 eða með tölvupósti bergur@vortex.is Skattaþjónustan ehf. Bergur Guðnason hdl. Suðurveri v/Stigahlíð BAUGUR Group hefur keypt tæp- lega 10% hlut í verslunarkeðjunni House of Fraser og samkvæmt frétt breska blaðsins The Guardian hefur Baugur greitt 27 milljónir punda fyr- ir hlutinn eða tæpa 3,5 milljarða ís- lenskra króna. Gengi bréfa verslun- arkeðjunnar hækkaði verulega við viðskiptin og hefur ekki verið hærri í átta ár. Vangaveltur um yfirtöku Gunnar Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Baugs Group í Bretlandi, stað- festir umrædda frétt og segir Baug hafa talið þetta vera góða fjárfest- ingu þótt gengi bréfa í House of Fraser sé hátt í sögulegu ljósi, það hafi verið mat þeirra að félagið eigi töluvert inni. Það reki 64 verslanir í Bretlandi og selji góð merki og m.a. merki í eigu Baugs. Kaup Baugs á hlutnum í House of Baugur kaupir aftur í House of Fraser Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is Fraser ýttu undir vangaveltur um að félagið ætli sér að gera yfirtökutilboð í keðjuna og spurður um hugsanlega yfirtöku Baugs á House of Fraser bendir Gunnar á að Baugur hafi áður keypt stærri hluti í félögum sem mönnum hafi litist vel á. „Stundum hefur það leitt til einhvers meira en stundum alls ekki,“ segir Gunnar. Kaup Baugs í House of Fraser eru ekki þau fyrstu því árið 2002 átti Baugur um 10% í félaginu en bréfin höfðu verið keypt á þó nokkrum tíma. Um svipað leyti gerði skoski fjárfestirinn Tom Hunter yfirtökutil- boð í félagið sem ekki var tekið. Baugur seldi hlut sinn árið 2004 og hagnaðist um 10 milljónir punda á viðskiptunum, að sögn The Guard- ian. Þar kemur einnig fram að viðskipti Baugs í gær hafi komið markaðnum á óvart þar sem þar hafa verið uppi getgátur um að íslenskir fjárfestar þyrftu að selja í breskum félögum vegna stöðu efnahagsmála á Íslandi. TIL lengri tíma eru horfur á íslensk- um hlutabréfamarkaði góðar að mati greiningardeilda Glitnis og Lands- bankans, en greining Glitnis spáir 20% hækkun á Úrvalsvísitölu Kaup- hallar Íslands á árinu og er það í sam- ræmi við spá bankans frá upphafi árs. Greiningardeildirnar eru hins vegar sammála um að til skemmri tíma sé markaðurinn viðkvæmur. „Enn er ágætur gangur í efna- hagslífinu og horfur í rekstri fyrir- tækjanna á markaði hafa almennt þróast í jákvæða átt með lækkun á gengi krónunnar. Þó hefur neikvæð umfjöllun um íslenskt athafnalíf er- lendis haft mikil áhrif á gengi hluta- bréfa og krónu og gæti haft áfram- haldandi áhrif á ávöxtun á árinu,“ að því er segir í afkomuspá Glitnis, sem kynnt var á morgunfundi hjá bank- anum í gær. Þar kynnti Karl Wern- ersson jafnframt sögu og starfsemi Milestone, sem er einn stærstu eig- anda Glitnis. Sagði Karl m.a. að fé- lagið hefði engin áform önnur uppi en að halda áfram eignarhaldi sínu í bankanum. Danskir fjölmiðlar mildari Greining Glitnis segir að það sem einkum mæli með góðri hækkun á hlutabréfaverði sé góð arðsemi og sterkt sjóðstreymi helstu fyrirtækja í Úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands. Hækkandi vaxtastig hérlendis sem erlendis hafi hins vegar neikvæð áhrif. „Lækkun á gengi krónunnar hefur í heildina litið jákvæð áhrif á rekstur félaganna, en það er þó mis- munandi eftir vægi erlendrar starf- semi,“ að mati greiningar Glitnis. Ingólfur Bender, yfirmaður grein- ingar Glitnis, sagðist á kynningar- fundinum hafa verið á fjölmennum blaðamannafundi í Kaupmannahöfn á fimmtudag, þar sem hann, ásamt Bjarna Ármannssyni, forstjóra Glitn- is og Þórði Friðjónssyni, forstjóra Kauphallar Íslands, fóru yfir stöðu mála á Íslandi með blaðamönnum Ingólfur segir að öldurnar sé farið að lægja og að danskir fjölmiðlar séu mun mildari en áður í umfjöllun sinni um íslensk fyrirtæki. Hins vegar seg- ir Ingólfur að það verði að viðurkenn- ast að að einhverju leyti sé sökin hjá bönkunum hvers vegna umfjöllun er- lendis hefur verið jafnneikvæð og raun ber vitni. Verðlagning sanngjörn Verðmat Greiningardeildar Landsbankans á innlendum hluta- félögum, bendir til þess að hluta- bréfamarkaðurinn sé sanngjarnt verðlagður í dag, að því er segir í inn- gangi á riti bankans. „Til skemmri tíma litið teljum við að hlutabréfamarkaðurinn verði áfram mjög viðkvæmur fyrir öllum fréttum varðandi lánshæfi Íslands og íslensku bankanna. Þetta mun vænt- anlega ekki breytast fyrr en ró skap- ast um fjármögnun bankanna á al- þjóða fjármálamörkuðum. Til lengri tíma eru horfur á hlutabréfamarkaði góðar.“ Í ritinu var hlutafélögum í Úrvals- vísitölu skipt upp eftir því hvaða áhrif veiking krónunnar hefur á virði þeirra í íslenskum krónum. „Niður- staðan er að veiking krónunnar hefur jákvæð áhrif á virði 98% markaðarins og þar af mjög jákvæð á 53% mark- aðarins,“ að því er segir í riti Lands- bankans. Greiningardeild Landsbankans spáir því að sex félög, sem skráð eru í Kauphöll Íslands, muni skila tapi á fyrsta ársfjórðungi. Félögin eru Alfesca, Avion Group, Dagsbrún, HB Grandi, Icelandic Group og Össur. Þá gerir afkomuspá fyrir árið í heild ráð fyrir að hagnaður allra félaga, nema TM og HB Granda, aukist á milli ára. Horfur á markaði góðar til langs tíma Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is Morgunblaðið/Sverrir Kauphöllin Ágætlega horfir fyrir flest úrvalsvísitölufélögin sem skráð eru í Kauphöllinni, samkvæmt spám greiningardeilda Glitnis og Landsbanka. SJALDAN hefur menningarmunur í viðskiptum komið eins berlega í ljós og á aðalfundi sænsku ferða- skrifstofunnar Ticket þar sem Pálmi Haraldsson, einn stærsti hluthafinn, mætti í frjálslegum stuttermabol meðan aðrir sem mættir voru klæddust dökkum jakkafötum. Svo segir í umfjöllun netútgáfu sænska blaðsins Dagens Nyheter af fundum þar sem öll at- burðarás fundarins er rakin á til- þrifamikinn hátt. Í lok fundarins afhenti eftirlits- maður frá samtökum fjárfesta Pálma að gjöf sænskar reglur fyrir stjórnir fyrirtækja þar sem hvatt er til þess að konur eigi sæti í stjórn- um. Stjórnar- tillaga Pálma, sem samþykkt var á fundinum, leiddi til þess að eina konan sem sæti hafði átt í stjórn Ticket hélt ekki sæti sínu. Allar tillögur Pálma voru sam- þykktar á fundinum eins og áður hefur komið fram. Að lokum á einn stjórnarmanna, sem einnig hafði misst sæti sitt, að hafa tekið í hönd- ina á Pálma og sagt: „Gættu þess nú vel,“ og átti hann þar við fyrirtækið sjálft. Ólíkir menningar- heimar á Ticket-fundi Pálmi Haraldsson                !  "# #                                   !" #$%  &'   &"    %  #%  () %" %  ( "%   '%* #% + %*  ,  ,  &  %  -./01 &21#%  3       %   & .0 + %*   4 %*  4. 02%   5 %*   672  89& % 8. :;"" %". 0  0 %  < %%   0 %     !" & * =;220   -1>" -0%*  !# $%  5?=@ -A0   0 0                  /   / /   / / / /   ; %" 1 ;  0 0    /    /    / / / /    / /  /  /  / / / / / / / B CD B  CD B /  CD B CD / B  CD B  CD B CD / / / B /  CD B CD B CD B /CD B / CD / B CD / B CD / B /  CD / / / / / 4 * 0   *" % : #0 A  *" E ( -                       /  /   /  / / / /                                                   < 0   A )$   :4 F "%  &2 *  0              / / /  / / / /  6 *G -H8    C C &:-= ! I    C C ? ? J,I     C C J,I ( % 6       C C 5?=I !K L%    C C „„DANSKA árásin“ á íslenskt efna- hagslíf getur valdið meiri skaða en virtist þegar hún hófst. Hin mikla gengislækkun krónunnar virðist ekkert ganga til baka þrátt fyrir 0,75% hækkun á stýrivöxtum Seðla- bankans. Gengisvísitalan hefur enn verið um og yfir 120 en með vaxta- hækkuninni hefði mátt gera ráð fyrir því að hún lækkaði sem þar með hækkaði gengi krónunnar.“ Þetta segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins, m.a. í nýju fréttabréfi samtakanna. Hann bendir á að gengi krónunnar hafi verið helsta miðlun- artæki peningastefnunnar, fyrst og fremst vegna þess hve lág hlutdeild íslensku krónunnar sé á íslenska lánamarkaðnum. „Þótt gengi krónunnar hafi verið orðið of hátt með tilliti til afkomu út- flutningsatvinnuvega og jafnvægis í utanríkisviðskiptum þá er snörp lækkun gengisinsins og átt hefur sér stað undanfarið, óæskileg með hlið- sjón af áhrifunum á verðbólgu,“ seg- ir Vilhjálmur en pistil hans má nálg- ast á vefnum www.sa.is. Skaði af „dönsku árásinni“ Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.