Morgunblaðið - 29.04.2006, Page 28

Morgunblaðið - 29.04.2006, Page 28
Daglegtlíf apríl Einn helsti ferðamanna-staður Gautaborgar erLiseberg-tívolíið sem erhið stærsta á Norð- urlöndunum og sogar til sín ferða- menn alls staðar að. Íslendingar eru yfirleitt tívolíglaðir og börnin verða ekki svikin af heimsókn í skemmtigarðinn sem er hefðbund- inn sem slíkur. Kaupglaðir eru margir Íslendingar líka og fyrir þá gæti heimsókn í verslanamiðstöð- ina Nordstan verið góð hugmynd. Fyrir þá sem vilja horfa framhjá tívolíum og verslanamiðstöðvum er af nógu að taka, eins og Ingrid bendir á. Elsta bygging borgarinnar „Þótt maður versli svolítið í Nordstan er ekki þar með sagt að maður þurfi að vera þar allan dag- inn. Þar rétt hjá eru Kronhusbod- arna þar sem tilvalið er að fá sér hádegismat eða kaffisopa, segir hún. Kronhuset er elsta bygging borgarinnar í upprunalegri mynd, og það er í bakgarði þess og hlið- arhúsum sem litlar búðir og kaffi- hús hafa verið sett á laggirnar. Húsið sjálft var byggt um miðja sautjándu öld en á þeim tíma voru stríð við Dani tíð og húsið var nýtt sem geymslustaður fyrir ýmis stríðstól. Auk kaffihúss eru ýmsar gamaldags búðir í hliðarhúsunum; glerblástur, gullsmiðja, súkkulaði- og karamellugerð, blómabúð og þar að auki tónleikasalur í sjálfu húsinu. Gautaborg er hafnar- og iðn- aðarborg þar sem skipasmíðar voru stór atvinnugrein á árum áð- ur. Borgin byggist frá bökkum ár- innar Göta älv og langt upp um sveitir og þar búa nú um 800 þús- und manns. Nú er svo komið að skipasmíðakranarnir eru orðnir tákn borgarinnar og aðalhlutverk þeirra að prýða póstkort. Eriksberg er skemmtilegur bæj- arhluti og einn fyrsti viðkomustað- urinn í þessu ferðalagi um Gauta- borg. Þar gnæfir táknið yfir, krani sem nú er helst notaður í teygju- stökk eftir að skipasmíðarnar flutt- ust austur á bóginn. Umhverfið er alls ekki niðurnítt fyrrum iðn- aðarhverfi, heldur hefur það verið endurbætt, snyrt og lagfært og er orðið að nýju, eftirsóttu íbúðar- hverfi. Ferðin hefst við Klippan, sunnan megin árinnar þar sem einn besti veitingastaður Gauta- borgar, Sjömagasinet, er stað- settur, einnig Gautaborgaróperan og síðast en ekki síst menningar- miðstöðin Röda Sten sem getur verið áhugaverður viðkomustaður fyrir ferðamenn. Í uppgerðu mið- stöðvarhúsi eru nú haldnar mynd- listarsýningar og menningar- viðburðir og þar er veitingastaður þar sem hægt er að sitja úti á sumrin með útsýni yfir Älvsborgs- brúna og Gautaána. Horfið aftur til fortíðarinnar Rauði steinninn er í næsta ná- grenni, stór rauðmálaður steinn við árbakkann, minnisvarði um sænsk- an hermann sem féll á sautjándu öld í baráttu við Dani og steinninn litaðist rauður af blóði hans. Síðan hefur steinninn verið málaður rauður og litnum haldið við. Frá þessum stað er hægt að taka Älvsnabben, fljótandi strætó yfir á norðurbakka árinnar (Norra Älvstranden) til Eriksberg, en bát- urinn er hluti af almennings- samgangnakerfi borgarinnar og hægt er að nota sama aðgöngumið- akort og í strætis- og sporvagna. Ekkert neðanjarðarlestarkerfi er í Gautaborg og það er kannski m.a. þess vegna sem borgin hefur ein- hvern heillandi smábæjarbrag á sér. Sunnan megin árinnar er hinn eiginlegi miðbær. En áður en þangað er haldið með bátnum aftur er upplagt að fá sér göngutúr frá Eriksberg yfir á Slottsberget sem er einkennilegt íbúðarhverfi innan um allar nýbyggingarnar því húsin þar eru öll frá því fyrir aldamótin 1900 og eru fyrrverandi bústaðir verkamanna við skipasmíðastöðvar. Timburhús í öllum regnbogans lit- um standa á lítilli, bíllausri hæð og með göngutúr þangað hverfur maður aftur í fortíðina. Á sumrin er allt fullt af skútum utan við Gautaborg og í skerja- garðinum með ströndinni. Gaman er að fylgjast með skútuumferðinni og ekki nauðsynlegt að vera um borð í einni slíkri. Eyjarnar Styrsö og Brännö er t.d. hægt að komast út í með almenningssamgangna- kerfi borgarinnar frá Saltholmen. Älvsnabben er aðalfarartækið á þeim slóðum þar sem við erum nú og það flytur okkur nú yfir á suð- urbakkann aftur. Frá Lilla Bomm- en er nauðsynlegt að ganga aðeins í gegnum Nordstan en við flýtum okkur þaðan og í Kronhusbodarna þar sem horfið er aftur í tímann með engiferbrjóstsykri í gam- aldags sælgætisbúð. Okkur svíður í hálsinn þegar við höldum áfram göngunni um miðbæinn, engiferið hefur greinilega áhrif. Versl- unargöturnar Vallgatan, Kungs- gatan og Magasinsgatan heilla frekar en Nordstan. Þarna eru ýmsar tískuverslanir, kaffihús og hönnunarverslanir, og litla þrönga götu á milli Vallgatan og Södra Larmgatan, Victoriapassagen, er skemmtilegt að skoða. Nöfn á litlum, áhugaverðum tískubúðum á þessum slóðum eru t.d. Nanso við Vallgatan og Mouche við Södra Larmgatan 2. Veitingastaðir við Magasinsgötuna eru nokkrir góðir, að sögn Ingrid, þ.á m. Magnus & Magnus, Café Wanselius og Sand- berg & Månsson. Afslappað Linnéhverfið Leiðin liggur smám saman inn í Linnéhverfið þar sem Ingrid bjó áður en hún keypti sér hús í út- hverfi ásamt fjölskyldunni. „Mér finnst alltaf gott að koma í Linné- hverfið, hér er afslappað andrúms- loft og góðir veitingastaðir,“ segir Ingrid og bendir m.a. á tapasstað- inn La Sombrita og Linné Terr- assen. Á Nordhemsgatan er einnig Saluhall Briggen þar sem hægt er að setjast niður yfir ódýrri máltíð eða kippa með sér sælkeravörum. Ingrid finnst Linnégatan enn- fremur skemmtilegri en Kung- sportsavenyn (Avenyn) sem í flest- um ferðamannaupplýsingum er nefnd aðalveitingastaðagata borg- arinnar. Á hliðargötunni Prins- gatan er einnig að finna franska veitingastaðinn Cyrano þar sem bestu pítsurnar í borginni fást og við sömu götu eru ýmsar litlar og sætar búðir. Við hliðargötur Linné- götunnar má finna forvitnilegar búðir, t.d. hönnunarbúðir og „second-hand“-búðir við Andra Långgatan. Sem dæmi má nefna Jaaps Antik. Göngutúrinn endar svo í Slottsskogen sem mikið er notaður af Gautaborgarbúum. Ferðamenn hafa hins vegar ekki uppgötvað hann en þessi stóri garður getur verið skemmtilegur viðkomustaður á góðviðrisdögum.  SVÍÞJÓÐ | Göngutúr um Gautaborg Heillandi smá- bæjarbragur Þegar nýir staðir eru heimsóttir og skyggnast á undir yfirborðið er skemmtilegt að fá hjálp frá einhverjum sem býr á svæðinu. Ingrid Hellgren blaðamaður hefur búið í Gautaborg í fimmtán ár og brá sér í gervi leið- sögumanns Steingerðar Ólafsdóttur heilan laugardag. Gautaborg hefur ekki verið í al- faraleið fyrir Íslendinga hingað til en það gæti breyst eftir 16. maí nk. þegar Iceland Express hefur beint flug á milli Gautaborgar og Kefla- víkur. Veitingastaðir:  Sjömagasinet Klippan Kulturreservat  Magnus & Magnus Magasinsgatan 8  Sandberg &Månsson Magasinsgatan 26  Café Wanselius Magasinsgatan 5  La Sombrita Linnégatan 23  Linne Terrassen Linnégatan 32  Cyrano Prinsgatan 7  Saluhall Briggen Nordhemsgatan 28 www.gote- borg.com www.vasttrafik.se www.kronhusbodarna.nu www.alvstranden.com www.rodasten.com Ljósmynd/Göteborg & co Älvsborgsbrúin er 933 m löng hengibrú yfir hafnarmynnið í Gautaborg. Á sumrin er hægt að setjast niður á úti- kaffihúsið við menningarmiðstöðina Röda Sten og virða fyrir sér útsýnið. steingerdur@mbl.is Morgunblaðið/Steingerður Ingrid Hellgren. Á góðviðrisdegi getur verið gaman að fara á veitingastaðinn Heaven 23 uppi á efstu hæð í Gothia Towers-hótelinu í Gautaborg og fá sér brauðsneið með rækjum í hádegismat. Ljósmynd/Göteborg & coSkipasmíðakraninn við Eriksberg er orðinn eitt af helstu táknum Gautaborgar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.