Morgunblaðið - 29.04.2006, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2006 31
MENNING
Hagasmára 1
Smáralind
Suðurlandsbraut 50
(Bláu húsin við Faxafen)
Sími 513 4300
Sérlega hlýlegur og fallegur 43,5 fm sumarbústaður, með ca 12 fm verönd,
ásamt 9,9 fm geymsluskúr, samtals 53,4 fm á 5.000 fm eignarlóð í Norður-
kotslandi í Grímsnesi. Húsið er tvö svefnherbergi, salerni og alrými með
eldhúsi og stofu. Búið er að tengja 12v rafmagn inn og kalt vatn en raf-
magn og hitaveita er komið að lóðarmörkum. Verð 8,9 m.
SUMARBÚSTAÐUR – GRÍMSNESI
Opið hús í dag og á morgun á
Miðnesvegi 10 milli kl. 12 og 17
Upplýsingar gefa Hera í s. 863 6330 og Kristján í s. 866 6570
Salómon Jónsson - Lögg. fast.sali
Breska leikskáldið EdwardBond er gestur Félags leik-skálda og handritshöfunda,
Hafnarfjarðarleikhússins og
Breska sendiráðsins á fyrirlestri
og sýnikennslu (masterclass) í
Hafnarfjarðarleikhúsinu í dag kl.
10–16. Allir áhugamenn um leik-
hús og leikritun eru velkomnir á
þennan sérstaka viðburð í íslensku
leikhúsi. Þar mun Edward Bond
fjalla um leikritun sína og leik-
stýra leikurum í tveimur atriðum
úr verkum sínum til að skýra hug-
myndirnar sem að baki liggja. Fyr-
irlesturinn og sýnikennslan fer
fram á ensku en leikið verður á ís-
lensku.
Tekin verða til skoðunar atriði
úr leikritunum Crime of the 21st
Century og Have I None sem bæði
voru frumsýnd árið 2000. Verkin
gerast bæði í einhvers konar fram-
tíð þar sem almenningur dregur
fram lífið í skugga afstaðinnar
kjarnorkustyrjaldar.
Edward Bond er af mörgumálitinn eitt merkasta leik-
skáld 20. aldarinnar. Hann á að
baki glæsilegan feril, þar sem öll
helstu leikhús beggja vegna
Atlantshafsins hafa sviðsett leikrit
hans, þ. á m. The National Theatre
London, The Royal Shakespeare
Company, The Royal Court
Theatre, Off Broadway leikhús í
New York, Berliner Ensamble,
Theatre National Paris og fleiri.
Eftir Bond liggja nær 30 leikrit,
auk kvikmyndahandrita og sjón-
varpsleikrita, leikrita fyrir útvarp
og einþáttungar fyrir leikhópa,
safn ljóða og ritgerða ásamt fleiru.
Bond varð fyrst þekktur fyrir leik-
ritið Saved (Borgið) sem Royal
Court-leikhúsið frumsýndi 1965.
Saved er eina leikrit Edwards
Bond sem flutt hefur verið af at-
vinnuleikhúsi á Íslandi í þýðingu
Úlfs Hjörvars. Það var leikfélag
Reykjavíkur sem tók verkið til sýn-
ingar árið 1968 . Saved var bannað
af konunglegu ritskoðuninni í
Bretlandi en varð engu að síður til
þess að ekki löngu síðar var rit-
skoðunin í Bretlandi afnumin enda
löngu orðin vandræðaleg tíma-
skekkja.
Af öðrum leikritum Bonds má
nefna Bingo, The Fool, The Hum-
an Cannon, The Sea, The War
Plays, The Woman, The Crime of
the 21st Century, Ollie’s Prison og
Have I None.
Edward Bond hefur ávallt veriðeindregið þeirrar skoðunar
að leikhúsið væri einn mikilvæg-
asti samræðuvettvangur sam-
félagsins, þar mætti ræða og
kryfja grundvallarspurningar um
mannlega tilveru og tilgang henn-
ar. Honum hefur verið lýst sem
einum friðsamasta einstaklingi
sem sögur fara af í leikhúsinu, en
leikrit hans fjalla þó oftar en ekki
um ofbeldi þar sem hann heldur
því fram að samfélag okkar þrífist
á ofbeldi og ef okkur á að takast
að uppræta ofbeldi og lifa í friði
verðum við að skilja hvers vegna
menn beita hver annan ofbeldi. „Ef
við getum ekki horfst í augu við
Hiroshima á leiksviði þá munum
við horfast í augu við Hiroshima í
raunveruleikanum.“
Hægt er að segja að hugmyndir
Bonds um rætur og orsakir ofbeld-
is hafi fengið aukið vægi með ár-
unum. Hann hefur jafnframt sagt
að fyrir honum vaki að segja ein-
ungis það sem er satt og hann hafi
ekki áhuga á að sviðsetja ímynd-
aðar aðstæður. Trúr þessu sjón-
armiði má telja Bond einn af upp-
hafsmönnum þeirrar stefnu eða
stíls í bresku leikhúsi sem stundum
er kallaður leikhúsrraunsæi þar
sem athafnir og samtöl eru of-
urraunsæ en sviðsetningin leikræn
og engin tilraun gerð til endur-
sköpunar veruleikans. Áhorfand-
anum er ávallt ljóst að hann er í
leikhúsi, natúralismanum er hafn-
að sem aðferð til að fá áhorfand-
ann til að gleyma stund og stað.
Hér helst hugmyndafræðin þétt í
hendur við þróun myndlistar og
hönnunar á sviðsrými í leiksýn-
ingum á síðustu 40 árum og jafnvel
þó lengra aftur væri farið.
Texti Bonds er þó oft ekki síðurexpressjónískur en raunsær;
persónurnar tala beint út úr að-
stæðum sínum, ekki beint til áhorf-
enda, en fram hjá öðrum per-
sónum. Segja hug sinn allan og
stundum er engu líkara en textinn
njóti ákveðins sjálfstæðis frá at-
burðarás, upplifunin er í þeim
skilningi tvöföld og því verður lest-
ur á leikritum Bonds oft býsna
strembinn en komin á svið ljúkast
þau upp. Edward Bond er því leik-
skáld í besta skilningi þess orðs;
hann semur verk sín með leikara
og sviðsetningu í huga.
Horfst í augu
við Hiroshima
’„Ef við getum ekkihorfst í augu við
Hiroshima á leiksviði þá
munum við horfast í augu
við Hiroshima í raun-
veruleikanum.“‘
Edward Bond
havar@mbl.is
AF LISTUM
Hávar Sigurjónsson
VOX Academica og Jón Leifs Camerata flytja Requiem
W.A. Mozarts í Langholtskirkju í dag kl. 15, ásamt ein-
söngvurunum Þóru Einarsdóttur sópran, Sesselju
Kristjánsdóttur alt, Gunnari Guðbjörnssyni tenór og
Davíð Ólafssyni bassa. Stjórnandi tónleikanna er Há-
kon Leifsson.
„Mozart er 250 ára og við í Vox Academica viljum
fagna því, eins og svo margir eru að gera. Requiem
hans er talið eitt stórkostlegasta verk tónbók-
menntanna og er eitt af þeim sem menn fá aldrei nóg
af, sama hversu oft það er flutt,“ sagði Hákon í samtali
við Morgunblaðið. Requiem Mozarts verður flutt eftir
hlé, en fyrir hlé á tónleikunum verða flutt nokkur
minni verk; Maríukvæði eftir Leif Þórarinsson,
Requiem eftir Jón Leifs og Um nóttina eftir Szymon
Kuran, auk þess sem leikin verður útfarartónlist eftir
Henry Purcell.
„Án þess að við séum að biðja fólk um að koma í
svörtum fötum, viljum við hafa ákveðið „konsept“ á
tónleikunum og hátíðlega stemningu. Við erum þó ekki
að minnast neins ákveðins – fyrst og fremst viljum við
hafa dagskrána í samræmi.“
Vox Academica ásamt stjórnanda sínum, Hákoni Leifssyni.
Vox Academica með Mozart Requiem
NÝR formaður Rithöfunda-
sambands Íslands var kjörinn á
aðalfundi félagsins á fimmtudags-
kvöld. Það var Pétur Gunnarsson
sem tók við af Aðalsteini Ásberg
Sigurðssyni, sem gegnt hafði
starfi formanns í átta ár, en eng-
inn mun hafa gegnt embættinu
lengur en hann.
Ýmsar aðrar breytingar urðu á
stjórninni á fundinum; Andri
Snær Magnason lét af störfum
sem varaformaður og við tók Rún-
ar Helgi Vignisson, sem verið
hafði meðstjórnandi. Í stað Rún-
ars Helga kom Bragi Ólafsson,
sem verið hafði varamaður, og
Davíð A. Stefánsson kom inn sem
nýr varamaður. Auk þess sitja að
óbreyttu í stjórninni Karl Ágúst
Úlfsson og Kristín Helga Gunn-
arsdóttir, sem eru bæði með-
stjórnendur, og Sigurbjörg Þrast-
ardóttir, sem er annar varamaður.
Þá var Þorsteinn frá Hamri
kjörinn heiðursfélagi Rithöfunda-
sambandsins.
Ánægja með Pétur
Að sögn Ragnheiðar Tryggva-
dóttur hjá Rithöfundasambandinu
var aðalfundurinn að líkindum sá
fjölsóttasti í mörg ár, en fé-
lagsmenn eru um 370 talsins og
hafa aldrei verið fleiri. „Það var
mikil stemmning á þessum fundi.
Aðalsteinn kvaddi og fór yfir það
sem hefur áunn-
ist, og enn á
eftir að vinna í.
Síðan tók Pétur
við embættinu
með erindi, þar
sem hann velti
fyrir sér
áhyggjum sín-
um af fækkun
lesenda, og
hvernig Rithöf-
undasambandið gæti beitt sér fyr-
ir aukinni meðvitund um slíkt.
Hver tapaður lesandi væri dýr-
mætur.“
Hún sagði meðlimi ánægða með
kjör Péturs. „Það var mjög mikil
ánægja með Pétur, og almennur
samhugur á fundinum.“
Bókmenntir | Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson lætur af störfum
sem formaður Rithöfundasambands Íslands eftir átta ár
Pétur Gunnarsson
kjörinn nýr formaður
Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur
ingamaria@mbl.is
Pétur
Gunnarsson
HERDÍS Anna Jónasdóttir sópran
heldur útskriftartónleika sína frá
Listaháskóla Íslands í Salnum í
Kópavogi í dag kl.
16. Fjölbreytt
verk eru á efnis-
skránni, en með
henni leikur enn-
fremur fríður
hópur tónlistar-
fólks; þau Selma
Guðmundsdóttir
á píanó, Eygló
Dóra Davíðs-
dóttir á fiðlu,
Grímur Helgason á klarínett, Jó-
hann Nardeau á trompet, Þorbjörg
Daphne Hall á selló og Þorvaldur
Kristinn Þorvaldsson á bassa.
„Já, ég er með nokkra hljóðfæra-
leikara með mér,“ segir Herdís
Anna í samtali við Morgunblaðið.
Meðal verka á efnisskránni er verk
eftir föður hennar, Jónas Tómasson;
nokkur lög sem hann útsetti fyrir
klarínett, fiðlu, selló og sópran.
Að öðru leyti koma verkin á efnis-
skránni úr ýmsum áttum. „Þetta eru
flest verk sem eru í uppáhaldi hjá
mér, til dæmis nokkur norræn lög
sem mér þykir vænt um. Svo verð ég
með nokkrar óperuaríur eftir hlé,“
segir Herdís Anna og bætir við að
þær séu ofarlega á blaði hjá henni
um þessar mundir, enda stór-
skemmtilegar. „En svo finnst mér
líka ótrúlega gaman að syngja nú-
tímatónlist, eins og sést kannski á
lögunum eftir pabba og norrænu
lögunum.“
Útskriftartónleikar LHÍ | Herdís A. Jónasdóttir
Flytur verk eftir
pabba sinn
Herdís Anna
Jónasdóttir