Morgunblaðið - 29.04.2006, Page 56

Morgunblaðið - 29.04.2006, Page 56
Orð dagsins: Biðjið Drottin um regn. Hann veitir vorregn og haustregn á réttum tíma. Helliskúrir og steypiregn gefur hann þeim, hverri jurt vallarins. (Sak. 10, 1.) Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn HÆ LÍSA, ERTU LAUS Á GAMLÁRSKVÖLD? ÞÚ ÞÓTTIST LÍKA DEYJA Í FYRRA, LÍSA! LEYFÐU AUMINGJA KONUNNI AÐ HVÍLA Í FRIÐI ANDLITIÐ Á ÞÉR ER SVO ÓMERKILEGT ÞAÐ ER BARA SVO ANDLITSLEGT! ÞAÐ ER EKKERT SÉRSTAKT VIÐ ÞAÐ! EN ÞÆR FRÉTTIR ANDLITIÐ Á MÉR VERÐUR ALDREI ANNAÐ EN BARA ANDLITSLEGT KOMDU NÚ HEIM KALVIN OG HÆTTU ÞESSARI VITLEYSU! HÆI! MÉR VAR FALIÐ AÐ PASSA ÞIG OG ÉG ÆTLA EKKI AÐ BREGÐAST FORELDRUM ÞÍNUM. ÞARF ÉG AÐ BINDA ÞIG VIÐ STÓL? KOMDU! SKAL GERT MEIN FURER! HVAÐ SAGÐIR ÞÚ! ÉG SAGÐIST FARA HVERGI! HVAÐ ÆTLARÐU AÐ GEFA ÁHÖFNINNI ÞINNI Í JÓLAGJÖF? FRÍ Á AÐFANGADAG ER ÞAÐ NÚ EKKI EINUM OF MIKIÐ? JÚ, EN ÞAÐ ERU NÚ EINU SINNI JÓL ÞAR FÓR ÞAÐ! BLAUT- BOLSKEPPNI Í OZ LÍSU? FLOTT ER! ÉG KANN EKKI AÐ KAUPA GJAFIR HANDA FÓLKI. ABBY SÉR ALLTAF UM GJAFAKAUPIN EN HVERNIG VELURÐU GJAFIR HANDA HENNI? HÚN SEGIR MÉR TIL! ÉG HELD AÐ ÞÚ HAFIR GOTT AF ÞESSU! HJÁLP! ÉG Á AÐ GEFA SKRIFSTOFUSTJÓRANUM OKKAR GJÖF NÚ VEIT KRAVEN AÐ ÉG FYLGIST MEÐ HONUM OG M.J. HELDUR AÐ ÉG TREYSTI HENNI EKKI. GÆTI ÞETTA FARIÐ VERR? JÁ! ÞETTA ER EKKI MJÖG TIGNARLEGT AF HETJU ÞETTA ER HELDUR LÉLEGT Dagbók Í dag er laugardagur 29. apríl, 119. dagur ársins 2006 Víkverji er að geraupp gamalt hús þessa dagana og hef- ur þurft að leita til ýmissa iðnaðarmanna varðandi viðgerðir og uppgerðir. Og alltaf kemur honum jafn- mikið á óvart, hve sú þjónusta sem iðn- aðarmenn, ef hægt er að alhæfa um þá sem eina heild, er und- arlega skipulögð. Auðvitað eru iðn- aðarmenn misjafnir eins og allir, og Vík- verji hefur líka verið mjög ánægður með suma þeirra sem unnið hafa fyrir hann. Þó finnst honum margt undarlegt. Til dæmis finnst honum oft, eins og iðnaðarmenn af ýmsu tagi sé að gera honum þvílíkan greiða með því að vinna fyrir hann. Honum finnst hann þurfa að vera miklu þakklátari fyrir að fá að njóta þjónustu margra þeirra heldur en annarra stétta, hárgreiðslufólks, svo tekið sé dæmi um aðra iðngrein. Það er engu lík- ara en að „business is business“ eigi ekki við í þessum tilfellum; eins og reikningnum (sem oftar en ekki eru svimandi háir) þurfi líka að fylgja vænn skammtur af brosi og hlýjum straumum. Hvað er það? Það hlýtur að stafa af þeim skorti sem virðist vera til staðar á iðnaðarmönnum – að þeir séu í raun og veru að gera honum greiða með því einu að mæta og vinna umsamið verk, vegna þess að þeir gætu verið í svo mörgum öðrum í stað- inn. En hvernig stendur á þessum skorti? Hvernig stendur til dæmis á því að Vík- verji getur ekki fengið smið fyrr en eftir mánuð til að vinna fyrir sig einfalt verk, sem tekur einn dag að vinna í mesta lagi? Hvers vegna koma ekki fram fleiri iðnaðarmenn fyrst þeirra er þörf? Markaðslögmálin, um framboð og eftirspurn og verðlag eftir því, virð- ast ekki hafa náð inn til iðnaðar- manna í þjónustu við einstaklinga nema að takmörkuðu leyti. Því verðið stendur ekki í Víkverja – þó að það sé oft hátt. Raunar er það stundum svo hátt, að það hefur hvarflað að Víkverja að segja starfi sínu lausu og gerast iðnaðar- maður… Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is               Dans | Í tilefni af Alþjóðlega dansdeginum sem er í dag, 29. apríl, mun Félag íslenskra dansara standa fyrir dansgleði milli kl. 16 og 18 í Iðnó. Óvænt og fjölbreytileg dagskrá verður í boði á fjölum Iðnó í tilefni dagsins. Dagskráin hefst kl. 16 með dansi 3–5 ára yngismeyja úr Ballettskóla Eddu Scheving. Sýnd verða dansbrot af ýmsum toga í tilefni dagsins, milli kl. 16 og 17. Má þar nefna sýnishorn úr nýju dansverki Flest um fátt eftir Vaðal, sem frumsýnt verður á vegum Danshöfundasmiðju Íslenska dansflokksins síðar um kvöldið, en einnig munu dansarar DANSleikhússins sýna brot úr verki í tilefni dagsins. Eftir dansdagskrána mun FÍLD halda vorfagnað sinn á efri hæðum Iðnó. Dansdagskráin er opin öllum meðan húsrúm leyfir og er aðgangur ókeyp- is. Félagsmenn FÍLD og velunnarar listgreinarinnar eru boðnir sérstaklega velkomnir. Morgunblaðið/ÞÖK Dansað í dag MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.