Morgunblaðið - 24.05.2006, Síða 3

Morgunblaðið - 24.05.2006, Síða 3
TÍMI TIL AÐ GERA BETUR 25% LÆKKUN FASTEIGNAGJALDA Fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði verða lækkuð um 25%. Fyrst um 10% 1. janúar 2007 og síðan um 5% árlega. FLEIRI TÆKIFÆRI TIL SAMVERUSTUNDA Tryggjum foreldrum og börnum val um örugga vistun frá því fæðingarorlofi lýkur, lækkum leikskólagjöld, göngum til samninga við íþrótta- og æskulýðsfélög í borginni um að þátttökugjöld barna verði lækkuð. Samræmum skólanám barna og íþrótta- og tómstundastarf til að fjölga samverustundum fjölskyldunnar. HREINSUNAR- OG FEGRUNARÁTAK Strax í sumar á að hefjast fegrunar- og hreinsunarátak í borginni. Við munum bæta aðstöðu íbúa til útivistar, glæða grænu, opnu svæðin nýju lífi, leggja göngu- og hjólreiðastíga og auka gróður og góða lýsingu í borgarumhverfinu. Við höfum metnaðarfulla framtíðarsýn og ætlum í samvinnu við Reykvíkinga að búa til betri borg. Reykjavíkurborg á að vera fyrirmynd annarra borga í því að veita íbúum sínum aðlaðandi, öruggt og gott borgarumhverfi sem tekur mið af þörfum allra íbúa, bæði í leik og starfi. www.betriborg.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.