Morgunblaðið - 24.05.2006, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 24.05.2006, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ER FÆDDUR! ÍSLENSKU SAKAMÁLASÖGUNNAR KRÓNPRINS F í t o n / S Í A F I 0 1 7 1 5 7 KROSSTRÉEFTIR JÓN HALL STEFÁNSSON Páll Baldvin Baldvinsson, DV „HÖRKUSPENNANDI... GLÆSILEG SAKAMÁLASAGA“ Kolbrún Bergþórsdóttir, Blaðið „KROSSTRÉ ER SÉRLEGA VEL SKRIFUÐ BÓK“ Silja Aðalsteinsdóttir, TMM „SAGAN ER ALGER NAUTN OG MAÐUR ÖFUNDAR BARA ÞÁ SPENNUFÍKLA SEM EIGA EFTIR AÐ LESA HANA“ NÚ Í KI LJU ÚTGÁFA nýrra íslenskra vegabréfa hófst formlega í gær en þau munu framvegis innihalda örgjörva með lífkennum handhafa vegabréfsins. Sama verð er á nýju vegabréfunum og hefur verið en þau verða þó aðeins gefin út til fimm ára – en voru áður gefin út til tíu ára. Björn Bjarnason, dóms- og kirkju- málaráðherra, kynnti fjölmiðlum nýju vegabréfin hjá Sýslumanninum í Keflavík. Ráðherra sagði m.a. verið að nútímavæða útgáfuna og færa í það horf að öllum alþjóðlegum stöðl- um væri fullnægt. Þannig ættu, að minnsta kosti, vegabréfin ekki að verða Íslendingum á faraldsfæti hindrun. Björn kynnti einnig nýjan búnað sem notaður er til að fram- leiða vegabréfin en einnig má nýta til að útbúa ökuskírteini og nafnskír- teini, ef út í það yrði farið. Þá hrósaði ráðherra undirbúningsvinnu við verkefnið og sagði hana hafa skilað þeim árangri að hægt væri að bjóða upp á vegabréfin á sama verði og áð- ur. Það sagði ráðherra vera sérstakt afrek ef miðað væri við löndin í kringum okkur, þar sem vegabréf hækka í verði við þessar breytingar. Að endingu afhenti ráðherra fyrsta nýja vegabréfið Örnu Björg Jónasdóttur og sagði henni að vega- bréfið væri glæsilegt. Tíu daga í pósti Nýju vegabréfin eru afar svipuð þeim eldri í útliti en helsta breyt- ingin felst í plastsíðu sem inniheldur örgjörvann. Fyrst um sinn verða á örgjörvanum aðeins sömu upplýs- ingar og sjást í vegabréfinu en möguleiki er á því að bætt verði við upplýsingum um skráningu fingra- fara þar síðar. Aðrar breytingar snúa aðallega að afhendingu vega- bréfanna en nú verður m.a. hægt að sækja um, og fá afhent, vegabréf hjá sýslumönnum um allt land og lög- reglunni í Reykjavík, án tillits til þess hvert lögheimili umsækjanda er. Einnig verður hægt að fá útgefin vegabréf á fimm stöðum erlendis, þ.e. í sendiráðum Íslands í Kaup- mannahöfn, Osló, Stokkhólmi, Lund- únum og Washington. Þó svo að framleiðsla nýrra vegabréfa sé hafin mun það engin áhrif hafa á þau vega- bréf sem enn eru í gildi Eftir að umsækjandi hefur sótt um nýtt vegabréf á það að berast í pósti innan tíu virkra daga en jafn- framt er unnt að fá vegabréfið sent á hvaða umsóknarstað sem er. Auk þess er hægt að sækja um að fá vega- bréfið afhent á framleiðslustað, þ.e. í Reykjanesbæ, sex dögum eftir að tekið var við umsókninni. Mynd tekin á staðnum Verðskrá fyrir vegabréf verður óbreytt og greiðast 5.100 krónur fyr- ir almennt vegabréf. Þar sem ekki er hægt að tryggja nægilega endingu örgjörvanna verða vegabréf fram- vegis gefin út til fimm ára, en sam- kvæmt lögum um vegabréf er hægt að lengja þann tíma m.t.t. lengri líf- tíma örgjörvanna. Ef sótt er um hraðafgreiðslu vega- bréfa eru greiddar 10.100 krónur fyrir almennt vegabréf. Getur um- sækjandi þá fengið vegabréfið á framleiðslustað innan fimm virkra daga frá umsókn eða fengið það í pósti sem berst í síðasta lagi níu dög- um frá umsókn. Umsækjanda er heimilt að notast við ljósmynd frá ljósmyndara í vega- bréfið og verður að skila myndinni inn rafrænt. Af öryggisástæðum mun þó ávallt fara fram myndataka á sama tíma og stað – umsækjanda að kostnaðarlausu. Dómsmálaráðherra kynnti ný íslensk vegabréf en útgáfa þeirra hófst í gær Gefin út til fimm ára í stað tíu Morgunblaðið/Brynjar Gauti Arna Björg Jónasdóttir fékk afhent fyrsta nýja íslenska vegabréfið sem hefur að geyma örgjörva í sérstakri plastsíðu. Eftir Andra Karl andri@mbl.is RAGNAR Aðalsteinsson hrl. hefur óskað eftir því við Héraðsdóm Reykjavíkur, Þjóðskjalasafn Ís- lands og dómsmálaráðuneytið að hann fái öll þau gögn sem geyma upplýsingar um símahleranir ís- lenskra stjórnvalda á tímum kalda stríðsins. Ragnar setti sig í samband við þessa aðila í kjölfar þess að Guðni Th. Jóhann- esson sagn- fræðingur upp- lýsti á sagnaþingi um helgina, að hann hefði fundið skrif- legar heimildir fyrir því að dómsmálaráðu- neytið hefði sex sinnum á árunum 1949 til 1968 fengið leyfi sakadómara og yfirsakadómara til að hlera síma fjölda aðila. Guðni sagði í samtali við Morg- unblaðið um helgina að aðgengi sitt að heimildunum hefðu verið bundið því að hann greindi ekki frá nöfnum þeirra sem skráðir voru fyrir símunum sem hleraðir voru. Leynd hvíldi yfir gögnunum sem hann notaði. Staddur niðri í miðbæ Ragnar sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að Héraðsdómur hefði þegar vísað erindi hans til Þjóðskjalasafnsins. Safnið hefði hins vegar, auk dómsmálaráðu- neytisins, þegar staðfest móttöku á bréfum hans, en ekki svarað er- indinu að öðru leyti – enn sem komið væri. Ragnar segist fara fram á það að fá beiðnir dómsmálaráðuneyt- isins um símahleranirnar í kalda stríðinu, úrskurði dómsvalda um þær, ásamt öllum fylgiskjölum. Inntur eftir því hvers vegna hann óski eftir þessum upplýs- ingum segir hann m.a.: „Ég er einn af borgurum þessa lands, ég var þátttakandi í samfélaginu á þessum árum, ég var staddur 30. mars [1949] niðrí miðbæ, ég var á fundinum í barnaskólaportinu og fylgdist með, ég var Heimdell- ingur þann dag, en ég er ekki viss um að ég hafi verið það að kvöldi.“ Óskar eftir öllum gögn- um um símahleranir Ragnar Aðalsteinsson Eftir Örnu Schram arna@mbl.is Ragnar Aðalsteinsson FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og forseti Finnlands, Tarja Halonen, funduðu í gær í Finnlandi, en Ólafur Ragnar er þar staddur um þessar mundir. Margt var rætt á fundi þeirra og sagði Ólafur Ragnar að velvilji hennar til Íslands og vilji hennar til nánara samstarfs við Íslendinga væri mjög ríkur. Ólafur Ragnar sagði að þau hefðu rætt um væntanlegan fund Rannsóknarþings norðursins, aukna þátttöku Íslendinga í finnsku atvinnu- og fjármálalífi og Evrópusambandið, en Finnar taka senn við forystu sambandsins og sagði Ólafur Ragnar það hafa verið fróðlegt að heyra hennar viðhorf í þeim málum. Ólafur Ragnar sagði Finna sýna íslensku við- skiptalífi mikinn áhuga. Bætti hann því við að sér þætti það mjög mikilvægt, í ljósi þeirrar umræðu sem hefur átt sér stað á undanförnum vikum og mánuðum, að finna já- kvæðan áhuga hjá forsetanum og öðrum Finnum á auk- inni þátttöku Íslendinga í finnsku viðskiptalífi. Í dag mun Ólafur Ragnar flytja ræðu í boði finnsku kauphallarinnar og síðdegis mun hann flytja erindi á við- skiptaráðstefnu sem KB banki efnir til. Forseti Íslands fundar með forseta Finnlands Ríkur vilji til nánara samstarfs Forsetar Finnlands og Íslands tóku í tafl í gær. DÓTTURFÉLAG Dagsbrúnar í Danmörku hefur fengið samkeppni í útgáfu fríblaðs. Útgefandi Jyl- lands-Posten, Politiken og Ekstra- Bladet tilkynnti í gær að hann hygðist gefa út fríblað og í frétt Jyllands-Posten segir að blaðinu sé sérstaklega stefnt gegn fríblaði Dagsbrúnar, Nyhedsavisen. Í fréttinni segir að enn eigi eftir að ákveða hvort blaðinu verði dreift út um alla Danmörku eða einungis á höfuðborgarsvæðinu, og eins sé enn óljóst hvenær fyrsta eintakið líti dagsins ljós. Harðnandi samkeppni Í Jyllands-Posten kemur fram að undirbúningur þessa blaðs hafi staðið yfir um langa hríð og að búið sé að ráða Torsten Bjerre Rasm- ussen sem framkvæmdastjóra nýja blaðsins, en hann hefur verið einn af yfirmönnum Jyllands-Posten. Eins er gert ráð fyrir því að hluti starfsmanna nýja blaðsins verði ráðnir frá móðurfélaginu, JP/ Politikens Hus. Nú þegar eru tvö fríblöð á danska fjölmiðlamarkaðnum, metroXpress og Urban. Ljóst má því vera að samkeppnin um auglýs- ingatekjur mun enn harðna með tilkomu tveggja blaða til viðbótar. Jyllands-Posten hefur það eftir Rasmussen að markmiðið sé að gefa út gæðablað sem einnig höfði til auglýsenda auk þess sem boðið verði upp á dreifingu aukablaða í einstökum bæjum og landsvæðum á útgáfusvæði blaðsins. David Trads, ritstjóri Nyhedsav- isen, fagnar samkeppninni í sam- tali við Ritzau fréttastofuna og segir ánægjulegt að eigendur Jyl- lands-Posten hafi séð að sér. Ekki væri langt síðan sama fólk hefði sagt útgáfu fríðblaða slæma hug- mynd og því væri gaman að sjá að fleiri væru á þeirri skoðun að nauð- syn væri á að breyta ríkjandi út- gáfumynstri í Danmörku. Hagkvæmni í dreifingu Prófessor í fjölmiðlafræðum í Kaupmannahöfn, Anker Brink Lund, segir í samtali við Børsen að einungis sé pláss fyrir eitt fríblað á danska markaðnum og því verði áhugavert að sjá hvert fríblaðanna verði ofan á í samkeppninni. Það muni ekki aðeins ráðast af því hver framleiði besta dagblaðið, heldur einnig hver verði með hagkvæm- asta dreifikerfið. Hugsanlega verði hægt að sameina dagblaðsútgáfu og póstdreifingu og bendir Lund á að árið 2009 missi danski pósturinn einkaleyfi sitt og þar séu hugsan- leg tækifæri fyrir fríblöðin. Fleiri um hituna á dönskum blaðamarkaði RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi í gær tillögu dómsmálaráð- herra um að gengið yrði til samninga um leigu á tveimur þyrlum af sam- bærilegri gerð og nú eru í rekstri hjá Landhelgisgæslunni, til viðbótar við þær tvær þyrlur sem nú þegar eru í rekstri hjá stofnuninni. Miðað er við að þyrlurnar verði komnar til lands- ins eigi síðar en í september nk. Samhliða er unnið að því að ráða til Landhelgisgæslunnar fleira starfs- fólk þannig að unnt verði að halda úti tveimur þyrluvöktum allan sólar- hringinn allan ársins hring og tryggja eftir því sem unnt er óskerta þyrlubjörgunargetu hér á landi við brotthvarf varnarliðsins frá landinu. Í ljós hefur komið að afar erfitt er að fá leigðar þyrlur með svo skömm- um fyrirvara. Þó liggja fyrir tilboð um leigu á tveimur vélum, af Super Puma og Dauphin gerð, og sam- þykkti ríkisstjórnin á fundi sínum í gærmorgun að gengið yrði til samn- ingaviðræðna við umrædda tilboðs- gjafa. Gert er ráð fyrir að samið verði um leigu á umræddum þyrlum til eins árs með mögulegri framleng- ingu um hálft til eitt ár. Samþykkt að leigja tvær þyrlur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.