Morgunblaðið - 24.05.2006, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 24.05.2006, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Oddvitar framboðslistanna í Reykjanesbæ svara spurningum Morgunblaðsins um bæjarmálefni Fimm listar í kjöri Fimm framboðslistar eru boðnir fram við bæjarstjórnarkosn- ingarnar í Reykjanesbæ um næstu helgi. D-listi Sjálfstæð- isflokksins hefur nú meirihluta í bæj- arstjórn. Gegn hon- um er A-listanum stefnt en að honum standa Samfylk- ingin og Framsókn- arflokkurinn sem eru í minnihluta bæjarstjórnar, auk óflokksbundinna. V-listi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs er nú boðinn fram í fyrsta skipti í Reykjanesbæ sem og F-listi Frjálslynda flokksins og óháðra. Þá býður Reykjanesbæjarlistinn fram R- lista. Helgi Bjarnason lagði fimm spurningar fyrir efstu menn listanna og fara svör þeirra hér á eftir. Á hvað leggur þú áherslu við uppbyggingu atvinnu í Reykjanesbæ á komandi kjörtímabili? Ert þú fylgjandi eða andvígur þeirri vinnu sem fram fer við undirbún- ing álvers í Helguvík? „Við í A-listanum teljum eðlilegt og munum vinna að því að ríkisvaldið komi að stofnun Nýsköpunarstofu Reykjanesbæjar og leggi til fjármagn, sem fengið verði með sölu hlutabréfa ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja. Þessi frumkvöðlasjóður verði síðan nýttur til þess að auðvelda einstaklingum og fyrirtækjum aðgang að nauðsynlegu áhættu- fjármagni til nýsköpunar á Suðurnesjum. Þess eru dæmi að ríkið hafi komið að málum með þessum hætti þegar verulegar breytingar verða á atvinnuháttum eins og nú er fyrirséð á þessu svæði. Við leggjum áherslu á fjölbreytni í atvinnulífi og fjölgun menntunarúrræða til að gera slíkt kleift. Þá er fjöldi atvinnutækifæra fólg- in í aukinni þjónustu Heil- brigðisstofnunar Suðurnesja með nýrri skurðstofu, sem opin verði allan sólarhring- inn, og byggingu nýs hjúkr- unarheimilis í Reykjanesbæ. A-listinn gerir ekki at- hugasemdir við þá vinnu sem fram fer við undirbún- ing álvers við Helguvík, en leggur áherslu á að íbúum verði kynntir kostir og gall- ar slíkrar framkvæmdar og að þeir fái að láta upplýsta skoðun sína í ljós þegar, eða ef þar að kemur, að álver rísi við Helguvík.“ Telur þú unnt og æskilegt að lækka eða fella niður inn- heimtu gjalda vegna vist- unar barna á leikskólum? „A-listinn mun lækka leikskólagjöld um helming fái hann til þess umboð. Reykjanesbær er nú með hæstu leikskólagjöld viðmið- unarsveitarfélaga, þökk sé sjálfstæðismönnum sem hækkað hafa þau um tugi prósenta á kjörtímabilinu. Nemur mismunurinn nú frá 33% upp í 128% eftir því hvaða hópa er verið að bera saman. Því er málflutningur sjálfstæðismanna ansi hreint hjáróma þegar þeir boða nú lækkun leikskóla- gjalda í aðdraganda kosn- inga. A-listafólk lítur á leik- skólann sem fyrsta skólastigið og tekur undir hugmyndir um gjaldfrjálsan leikskóla. Það er ótækt að á leikskólastigi séu greidd hærri skólagjöld en í einka- reknum háskólum. Þá legg- ur A-listinn áherslu á að foreldrar greiði sama gjald, hvort heldur barnið er í vistun á leikskóla eða hjá Guðbrandur Einarsson, A-lista Tökum undir hugmyndir um gjaldfrjálsan leikskóla Guðbrandur Einarsson Á hvað leggur þú áherslu við uppbyggingu atvinnu í Reykjanesbæ á komandi kjörtímabili? Ert þú fylgjandi eða andvígur þeirri vinnu sem fram fer við undirbún- ing álvers við Helguvík? „Við leggjum áfram áherslu á margar stoðir í at- vinnumálum: Orkutengd verkefni Hitaveitunnar, fjölgun starfa í heilbrigð- isþjónustu með Nesvöllum og bættri aðstöðu á Heil- brigðisstofnun, fjölgun íbúa sem hefur skapað fjölda nýrra þjónustufyrirtækja, styrkingu Hafnargötu sem verslunaræðar, ný verkefni til að laða ferðamenn inn í bæinn með Víkingaheimum, listgalleríum, hvalaskoðun, Ljósanótt, Vatnaveröld og menningartengdum verk- efnum, sem öll eru atvinnu- skapandi. Við höfum stofnað til háskólaútibús með Íþróttakademíu sem vex og dafnar. Alþjóðaflugvöllurinn skapar tugi starfa á hverju einasta ári. Við höfum brugðist skjótt við vegna breyttra aðstæðna hjá varn- arliðinu. Álver í Helguvík skiptir okkur einnig miklu máli. Við höfum unnið okkar heimavinnu og fögnum slíku tækifæri, enda verður það knúið með orku frá jarð- gufuvirkjunum og skal standast umhverfisstaðla. Tvær skoðanakannanir á þessu ári sýna að yfir 70% íbúa eru fylgjandi slíkum framkvæmdum.“ Telur þú unnt og æskilegt að lækka eða fella niður inn- heimtu gjalda vegna vist- unar barna á leikskólum? „Í dag greiðir bæj- arsjóður 70% af kostnaði við allan rekstur leikskólanna, foreldrar 30%. Vegna stækkandi bæjarfélags og styrkari fjárhagsstöðu treystum við okkur til að hækka greiðslu bæjarsjóðs í 75% af kostnaði. Hér er kostnaður nokkru meiri en á höfuðborgarsvæðinu því við leggjum meira í fæði og skilgreinda sérfræðiaðstoð fyrir börnin og höfðum greitt aðeins hærri laun til ófaglærðra fyrir almennar breytingar sem urðu í vet- ur. Við teljum að foreldrar leggi meira upp úr að þeir sem annast börnin séu vel launaðir, að fæði sé vandað og annar aðbúnaður sé góð- ur, fremur en svokallaða „ókeypis“ þjónustu. Okkur Árni Sigfússon, D-lista Sinnum velferð fjölskyldna af meiri alúð en sést hefur Árni Sigfússon Á hvað leggur þú áherslu við uppbyggingu atvinnu í Reykjanesbæ á komandi kjörtímabili? Ert þú fylgjandi eða andvígur þeirri vinnu sem fram fer við undirbún- ing álvers við Helguvík? „Framboð frjálslyndra og óháðra telur að Reykjanes- bær eigi ávallt með ráðum og dáð að styðja við bakið á þeim fyrirtækjum sem fyrir eru í sveitarfélaginu og laða að sér ný fyrirtæki til Reykjanesbæjar. Leita verður allra leiða til að milda það högg sem at- vinnulífið verður fyrir við brottför Bandaríkjahers frá Íslandi og tryggja hlut þeirra sem nú verða fyrir breytingum í atvinnuhögum. Hér er mikilvægt að Reykjanesbær, ríkið og stéttarfélög vinni náið sam- an ásamt þeim starfs- mönnum sem hagsmuna eiga að gæta. Frjálslyndir og óháðir eru reiðubúnir að leggja sig alla fram við þessa vinnu. Framboð frjálslyndra og óháða í Reykjanesbæ styður byggingu álvers í Helguvík og telur að uppbygging við höfnina þar geti skapað mörg spennandi tækifæri. Reykjanesbær verður einnig að halda vöku sinni varðandi uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli í tengslum við millilandaflug og ferðaþjónustu. Sérstaklega skal hlúð að litlum og meðalstórum fyr- irtækjum. Einnig nýsköp- unar- og sprotafyrirtækjum. Mjór er mikils vísir. Bæjarstjórn verður að halda vöku sinni í málefnum sjávarútvegsins og greiða götu greinarinnar eftir megni, þannig að heildar- hagsmunir bæjarbúa séu tryggðir.“ Telur þú unnt og æskilegt að lækka eða fella niður inn- heimtu gjalda vegna vist- unar barna á leikskólum? „Framboð frjálslyndra og óháðra mun koma til móts við barnafjölskyldur í Reykjanesbæ með gjald- frjálsum leikskólum og skapa þannig jafnan aðgang barna að leikskólum Reykjanesbæjar óháð fjár- hag foreldra. Skapast þar einnig jöfn tækifæri barna til að búa að sama grunni fyrir grunnskólanám. Frjálslyndir og óháðir vilja fjármagna gjaldfrjálsa Kristinn Guðmundsson, F-lista Viljum efna til samkeppni um framtíð vallarsvæðisins Kristinn Guðmundsson Á hvað leggur þú áherslu við uppbyggingu atvinnu í Reykja- nesbæ á komandi kjör- tímabili? Ert þú fylgjandi eða andvígur þeirri vinnu sem fram fer við undirbúning ál- vers í Helguvík? „Reykjanesbæjarlistinn mun leggja áherslu á að styðja sérstaklega við minni og meðalstór framleiðslufyr- irtæki ásamt fyrirtækjum sem eru í ferðaþjónustu sem vilja hefja rekstur hér í Reykjanesbæ og þeim sem eru hér fyrir en eiga erfitt uppdráttar eins og fiskiðn- aðurinn. Við viljum álver í Helguvík og viljum ekki sjá leigusamninga með fyr- irvörum sem búa til vænt- ingar hjá kjósendum svona rétt fyrir kosningar, heldur viljum við að tryggt verði fyr- ir næstu alþingiskosningar að álverið rísi. Það er rík- isstjórnin sem ræður hvar síðasta álverið verður hér á landi þar sem Ísland er aðili að Kyoto-bókuninni. Nýjustu tíðindin í álversmálum geta hæglega gert væntingar um álver í Helguvík að engu eftir að iðnaðarráðherra, Val- gerður Sverrisdóttir, skrifaði undir viljayfirlýsingu fyrir hönd ríkisstjórnarinnar 17. maí sl. ásamt Alcoa og Húsa- víkurbæ um að leggja af stað með vinnu við að finna nið- urstöðu sem gerði Alcoa kleift að meta hvort þeir vilji byggja 250.000 tonna álver á Húsavík. Þessi meðbyr Val- gerðar innan ríkisstjórn- arinnar núna hefur fengið okkur til að efast um hæfni A- listans og Sjálfstæðisflokks- ins hér í bæ til að koma því í höfn að álver rísi í Helguvík vegna tengsla þeirra við þessa ríkisstjórn.“ Telur þú unnt og æskilegt að lækka eða fella niður inn- heimtu gjalda vegna vist- Baldvin Nielsen, R-lista Tryggt verði fyrir alþingiskosningar að álver rísi Baldvin Nielsen Á hvað leggur þú áherslu við uppbyggingu atvinnu í Reykjanesbæ á komandi kjör- tímabili? Ert þú fylgjandi eða andvígur þeirri vinnu sem fram fer við undirbúning ál- vers í Helguvík? „Við leggjum áherslu á að hverfa frá stóriðjufram- kvæmdum. Við viljum ekki sjá Reykjanesbæ fá yfir sig nýjan her í formi stóriðju. Við viljum ekki setja öll eggin í eina körfu og vera svo algerlega undir hælnum á einu risafyrirtæki sem ráðskast með bæj- arfélagið eins og því hentar. Það bregst ekki í kringum kosningar hér í Reykjanesbæ að Sjálfstæðisflokkurinn er alltaf að lofa einhverju í Helguvík. Hvað eru þeir búnir að lofa stálpípuverksmiðju oft? Peningarnir sem hafa far- ið í að undirbúa eitthvað sem vonandi aldrei kemur eru óhemjumiklir og við viljum nýta þá í annað.“ Telur þú unnt og æskilegt að lækka eða fella niður inn- heimtu gjalda vegna vistunar barna á leikskólum? „Það er ekkert mál að lækka eða fella alveg niður gjöld á leikskólum og það ætl- um við okkur að gera og hefur verið baráttumál hjá okkur á landsvísu. Við erum löngu bú- in að ákveða það í sameiningu, allir landsmenn, að leikskóli sé fyrsta skólastigið og eigi því að vera gjaldfrjálst. Hættum að sprengja og færa til grjót um allan bæ. Það er búið að víggirða allt í bænum með risagrjóti út um allt – rétt eins og að Sjálfstæðisflokkurinn búist við því að 50 ára gamlir rússneskir kafbátar komi upp í fjöruborðinu þegar herinn fer. Allir þessir peningar geta nýst til þess að greiða niður leikskólagjöldin.“ Telur þú unnt að auka Sigurður Eyberg Jóhannesson, V-lista Viljum ekki fá yfir okkur nýjan her í formi stóriðju Sigurður Eyberg Jóhannesson Morgunblaðið/Svanhildur   
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.