Morgunblaðið - 24.05.2006, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 24.05.2006, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2006 21 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MJÖG mikill hagvöxtur á síðustu tveimur árum hefur leitt til alvarlegr- ar ofhitnunar í hagkerfinu, eins og mikil verðbólga og gríðarlegur við- skiptahalli eru til marks um. Þetta er meðal þess sem Efnahags- og fram- farastofnunin, OECD, segir um ís- lenska hagkerfið í nýjustu spá sinni um efnahagsmálin í heiminum. „Fjármálamarkaðir hafa í auknum mæli beint sjónum að aukinni spennu og ójafnvægi í hagkerfinu, og í kjöl- farið hefur íslenska krónan fallið mik- ið og Seðlabankinn aukið á vaxta- hækkanir sínar í viðleitni til að slá á verðbólguþrýstinginn,“ skrifar OECD um þróun síðustu mánaða á Íslandi og bætir við að þörf sé á frek- ari vaxtahækkunum til að ná verð- bólgunni aftur í átt að opinberu mark- miði Seðlabankans. Jafnframt segir stofnunin að þótt ríkissjóður sé rek- inn með afgangi verði að draga úr út- gjöldum til að koma til móts við skattalækkanir á þessu ári og því næsta. Sérstaklega verði að halda aft- ur af launahækkunum hins opinbera, þar til ótvíræð merki séu um að verð- bólgan sé tekin að hjaðna. Spá 5,6% verðbólgu í ár OECD segir að 5,5% hagvöxtur á síðasta ári hafi verið drifinn áfram af 12% aukningu í einkaneyslu og 35% meiri fjármunamyndun, vegna ál- versframkvæmda og mikilla fjárfest- inga á húsnæðismarkaði. Þá segir stofnunin að spennan í hagkerfinu hafi verið vanmetin eins og endur- skoðaðar hagvaxtartölur fyrir árið 2004 hafi leitt í ljós. Segir OECD að þessi vanmetna spenna skýri hvers vegna hagstæð gengisskráning síð- ustu tveggja ára hafi snögglega breyst í febrúar sl. þegar erlendir greiningaraðilar fóru að veita miklum viðskiptahalla og skuldasöfnun at- hygli. Spáir OECD að verðbólga í ár verði 5,6% og að á næsta ári verði hún 5,3%. Hagvaxtarspá stofnunarinnar hljóðar upp á 4,1% í ár en 1,4% fyrir árið 2007. Þetta er töluverð lækkun frá fyrri spá stofnunarinnar, sem gerð var fyrir sex mánuðum, en þá spáði hún 4,6% hagvexti í ár og 2,6% á næsta ári. Þá spáir stofnunin því að viðskiptahall- inn verði neikvæður um 15,4% í ár og 10,4% á því næsta. „Spáð er að hagvöxtur muni drag- ast merkjanlega saman á næstunni þegar fjárfestingum í álversfram- kvæmdum verður lokið og eftirspurn eftir húsnæði fer að dragast saman vegna hárra vaxta. Fyrirhugaðar skattalækkanir munu draga úr áhrif- um samdráttarins sem og aukinn út- flutningur á áli, auk þess sem lágt gengi bætir samkeppnisstöðu Ís- lands,“ skrifar OECD. Hins vegar tel- ur stofnunin að helsta stóra hættan felist í harðri lendingu hagkerfisins í kjölfar frekari leiðréttinga á gengi krónunnar, sem nú sé gert ráð fyrir að haldist stöðugt, í ljósi verulega mikils viðskiptahalla. Þessi staða und- irstriki nauðsyn þess að vöxtum sé haldið háum til að halda verðbólgunni niðri. Fyrir utan þau beinu áhrif sem lægra gengi muni hafa á verð inn- flutningsvara gætu verkalýðsfélög krafist launahækkana vegna verð- bólgu þegar kjarasamningar verða lausir næsta haust, að mati OECD. Alvarleg ofhitnun OECD gerir ráð fyrir minni hagvexti á Íslandi næstu tvö ár Eftir Kristján Torfa Einarsson kte@mbl.is EFNAHAGS- og framfarastofn- unin, OECD, hefur hækkað hag- vaxtar- og verðbólguspá sína fyrir helstu hagkerfi heimsins á þessu ári og því næsta. Hagvaxtarspá stofnunarinnar fyrir 30 aðildaríki OECD hljóðar nú upp á 3,1% í ár, en í fyrri spánni frá því í nóvember sl. var reiknaði með 2,9% hagvexti. Verðbólguspáin er nú 2,1% en var 1,9% fyrir sex mán- uðum síðan. Umtalsverð breyting er á hagvaxtarspá fyrir japanska hagkerfið og er nú reiknað með að hann muni nema 3% í ár og 2,7% ár- ið 2007. Í fyrri spánni var hins veg- ar gert ráð fyrir 2% hagvexti bæði árin. Í Bandaríkjunum er spáin fyr- ir 2006 óbreytt og að hagvöxtur verði 3,5%. Aftur á móti er spáin fyrir árið 2007 lægri en áður, eða 3% í stað 3,3%. . Spá OECD fyrir Evrópu er í meg- indráttum óbreytt og er reiknað með 2,1% hagvexti í ár og 2,2% á næsta ári. Auknum vexti er spáð fyrir breska hagkerfið í kjölfar þess að einkaneyslan nái sér aftur á strik. Vöxtur í Kanada, Ástralíu, Noregi og Mexíkó verði traustur og að í Sviss muni vöxturinn verða mikill í sögulegu samhengi. OECD spáir meiri hagvexti og verðbólgu í heiminum GREININGAREFNI Kepler Eq- uities, Teather & Greenwood og Merrion Cap- ital hefur ver- ið sameinað undir merki Landsbank- ans, en með því segist Landsbankinn verða einn umfangsmesti greining- araðili í Evrópu. Þetta er liður í sam- þættingu á starfsemi dótturfélaga bankans á Evrópumarkaði en útgáfa og dreifing á greiningarefni undir samræmdu vörumerki er þegar haf- in. Þetta kemur fram í tilkynningu Landsbankans til Kauphallar Ís- lands. Í tilkynningunni segir að hjá sam- stæðu Landsbankans starfi nú 90 manns við greiningar á hlutabréf- um um 800 evrópskra fyrirtækja í löndum sem mynda 87% af samanlögðu markaðsvirðis evr- ópska hlutabréfamarkaðarins. Ríf- lega 100 manns starfa á vegum Landsbankans í helstu fjármála- stöðvum Evrópu auk New York við miðlun hlutabréfa til fjárfesta. Er- lendu dótturfyrirtækin munu taka upp merki bankans en starfa áfram undir eigin nafni á heimamarkaði. Greiningarefni sameinað                !  "# #                !"#$ ! %  &'( () 8 ! 9 :  !8     9 :  ;   9 :  <!=>  ? 9 :  < 9 :  9 =    :@< ;  ?!=  A!!    !8 !  !    B; # ! $ =   C!!   *'+'%  ,-()    9 :  !  #  A!!   ; 9  :#$   88 9 :  D $  E 8    F<<<#! #  G! ! #  .+-($'-'#/# !  F$$#     H< # ! !   0'( 1-' I J#! #!  #               B  B  B B B B B B ;F<  F #!  # B    B B B B B B B B B B B B K L K  L B K L K  L K  L K L K L K L K L K B L K L K B L K  L K L B K L B K B L B K BL B B B B B  #! : <!! = # J  <!  :                       B  B  B  B B B B B                                        G#! : J @>!    M  < ! $  #! :    B  B  B  B B B B B
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.