Morgunblaðið - 24.05.2006, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2006 37
UMRÆÐAN
FÓLK vill skýr dæmi um muninn á milli höfuðfylkinga í borginni. Þau
dæmi skal ég gefa hér. Þau varða mest þá sem efast um trú-
verðugleika Sjálfstæðisflokksins.
1. Leikskólinn er okkar mál,
þeir eru vafrandi
Samfylkingin hefur lækkað leikskólagjöldin tvisvar og hef-
ur ákveðið að leikskólinn verði gjaldfrjáls. Á borgarstjórn-
arfundi 6. desember 2005 studdi Sjálfstæðisflokkurinn ekki
tillögu um 25% lækkun leikskólagjalda. Á landsfundi Sam-
bands ungra sjálfstæðismanna 2005 var samþykkt: ,,Opinber rekstur leik-
skóla er tímaskekkja … SUS hafnar hugmyndum um gjaldfrjálsan leik-
skóla.“ Fulltrúar ungra sjálfstæðismanna eru Hanna Birna, Gísli Marteinn,
Þorbjörg Helga og Bolli Thoroddsen. Hvar voru þau þegar þetta var sam-
þykkt á þingi samherja þeirra?
2. Við bætum kjör láglaunafólks,
þeir draga lappirnar
Samfylkingin beitti sér fyrir bættum kjörum láglaunafólks og berst áfram
fyrir hag þeirra sem annast fólk. Hvað sögðu sjálfstæðismenn þá? „Atlaga
að íslensku samfélagi.“ „Á skjön við þau markmið sem við höfum sett okk-
ur.“ „Á að gera allt vitlaust“. Þetta sögðu þrír bæjarstjórar Sjálfstæð-
isflokksins í fréttum 9. og 10. desember 2005 um kjarabætur starfsmanna
Reykjavíkurborgar.
3. Við leggjum fram fé í
hjúkrunarrými, Sjálfstæðisflokkurinn ekki
Við gerðum samkomulag um byggingu 284 hjúkrunarrýma og höfum lagt
til hliðar 360 milljónir til að standa við okkar hlut ásamt því að byggja upp
Droplaugarstaði. Þegar þetta samkomulag var gert sagði Geir H. Haarde,
þáverandi fjármálaráðherra og núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins:
„Þetta plagg er því miður marklaust“ (Mbl. 18. maí 2002) um viljayfirlýs-
ingu borgarstjóra og heilbrigðisráðherra um byggingu nýrra hjúkr-
unarheimila. Vilhjálmur Vilhjálmsson, sem þá var borgarfulltrúi, sagði
ekki orð!
4. Við viljum þjónustumiðstöðvar,
Vilhjálmur ekki
90% prósent borgarbúa eru ánægð með þjónustumiðstöðvarnar í hverfum
borgarinnar. Á fundi borgarstjórnar 24. júní 2004 greiddi Sjálfstæðisflokk-
urinn atkvæði gegn stofnun þjónustumiðstöðva í hverfum borgarinnar.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson: ,,… ég hef sjaldan ef nokkurn tímann kynnst
jafn … óskynsamlegri stefnumörkun eins og endurspeglast í þessari hug-
mynd um að koma upp þessum svokölluðu þjónustumiðstöðvum.“ Nú telur
hann mögulegt að hafa þjónustumiðstöðvar í úthverfum. Ætlar hann þá að
leggja niður þjónustumiðstöðvar í vesturbæ, miðborg og austurbæ?
5. Við viljum byggja í Vatnsmýri,
þeir bara stundum
Í haust lagði Sjálfstæðisflokkurinn fram ,,stórhuga“ áætlun í skipulags-
málum um að grafa jarðgöng út í Engey, byggja þar og í Viðey, fylla land
út í Akurey og hver veit hvað. En þeir ætluðu ekki að byggja í Vatnsmýr-
inni, sem var sýnd eins og kornakur á korti yfir tillögur þeirra. Vilhjálmur
Þ. Vilhjálmsson sagði þá að ekki væri tímabært að ræða Vatnsmýri. Nú
segjast þeir vilja byggja þar líka, en fyrst í Geldinganesi þótt það sé upp-
skrift að stærsta umferðarhnút borgarinnar meðan engin er Sundabraut.
Hvað vilja þeir næst?
Trúverðugleikavandi Sjálf-
stæðisflokksins, fimm dæmi
Eftir Stefán Jón Hafstein
Höfundur er formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar
og í 3. sæti framboðslista Samfylkingarinnar.
UNDANFARIN fjögur ár hefur meirihluti sjálfstæð-
ismanna verið við völd í Mosfellsbæ. Álögur og gjald-
taka hafa stóraukist frá því sem var og er svo komið að
hvergi hefur verið dýrara að búa en í
Mosfellsbæ.
Strax við upphaf kjörtímabilsins upp-
lifðum við kjósendur stórfelldar hækk-
anir. Hækkanir sem að jafnaði komu
harðast niður á barnafjölskyldum og
þeim efnaminni. Þessi hækkanahrina
átti eftir að halda áfram næstu árin en
nú, korteri fyrir kosningar, þá eru
skyndilega öll gjöld lækkuð og afslættir veittir. Til að
slá ryki í augu kjósenda hefur meirihlutinn gripið til
þess ráðs að endurgreiða hluta af ofteknum gjöldum og
álögum til bæjarbúa. Hversu sannfærandi er þetta?
Eigum við að sitja undir sífelldum hækkunum og
sætta okkur við að búa í dýrasta sveitarfélaginu á höf-
uðborgarsvæðinu eða eigum við að taka af skarið og
neita að endurráða þessa fulltrúa.
Stefnuskrá sjálfstæðismanna er full af fögrum lof-
orðum, lækkun leikskólagjalda, lækkun skólamáltíða
o.s.frv. Íbúar Mosfellsbæjar muna enn eftir síðustu
stefnuskrá þeirra sem var full af loforðum sem mjög
mörg hafa ekki enn verið efnd.
Við hjá B-listanum viljum fjölskylduvæna fjár-
málastefnu þar sem álögum og gjaldtöku er stillt í hóf.
Metnaðarleysi hefur verið ríkjandi í stofnbún-
aðarkaupum skólanna, viðhaldi verið verulega ábóta-
vant og m.a. er Varmárskóli kominn í svo mikil vand-
ræði með viðhaldið að skömm er að. Það sem
sjálfstæðismenn hafa kallað sjálfstæði stofnana er því
öfugmæli, stofnanir hafa átt erfitt með að ná endum
saman.
Allt kjörtímabilið höfum við haldið uppi málefnalegri
gagnrýni á meirihlutann varðandi þessar álögur og
gjaldtökur svo og annað sem snýr að rekstri bæjarins.
Hvaða virðing er kjósendum sýnd með því að senda
þeim þeirra eigin peninga til baka örfáum dögum fyrir
kosningar. Heldur meirihluti sjálfstæðismanna að at-
kvæði séu föl fyrir skattpeninga kjósenda.
Dæmi nú hver fyrir sig.
Er hægt að kaupa atkvæði?
Eftir Martein Magnússon
Höfundur skipar 1. sæti B-listans í Mosfellsbæ.
VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson segist vilja losa borgarbúa við skutlið eins
og hann orðar það, og á við að dagar barna í Reykjavík eigi að vera heilir og
samfelldir. Það er fínt. Ég sem gamall skutlari á valdadögum Sjálfstæð-
isflokksins áður en Reykjavíkurlistinn vann borgina fyrir tólf
árum trúi varlega og vil aðeins rifja upp eftirfarandi með fólki
sem fætt er fyrir 1970.
Kerfið hjá sjálfstæðismönnum var þannig að einungis vissir
hópar barna gátu komist að á leikskólum borgarinnar, eink-
um börn námsmanna og einstæðra foreldra. Leikskólar voru
alls ekki kostur fyrir sambýlis- og hjónafólk nema í besta falli
ef börnin voru orðin fimm ára. Þess í stað var boðið upp á heil-
mikið skutl. Úr einni reddingu í aðra. Orðið „druslurall“ varð
til á þessum árum og er lýsandi fyrir allt þetta skutl. Vilhjálmur var einn af
meirihlutafulltrúum Sjálfstæðisflokksins á þessum árum og veit um hvað ég er
að tala.
Reykjavík hafði þá meira að segja dregist aftur úr öðrum sveitarfélögunum
í leikskólamálunum og gildir þá einu hvort horft er til nágrannasveitarfélag-
anna eða landsins alls. Meirihluti sjálfstæðismanna í borgarstjórn neitaði að
hlusta og skynjaði alls ekki hina almennu þörf fyrir leikskóla. Meirihluti sjálf-
stæðismanna í borgarstjórn taldi leikskóla óþarfa fjáraustur og greiðasemi við
fólk sem ekki vildi annast börnin sín. Fólk verður að muna að Sjálfstæðisflokk-
urinn er ekki velferðarflokkur. Það var ekki fyrr en Reykjavíkurlistinn tók við
1994 að grettistaki var lyft í þessum efnum. Nú þegar vandinn er leystur og
menn sjá hve vel er hægt að standa að hlutunum vilja foreldrar gjarnan fá
deildir fyrir yngri börn en 18 mánaða á leikskólum borgarinnar.
Vitaskuld er ágætisfólk í framboði á öllum framboðslistum í borginni, Vil-
hjálmur Þ. þar með talinn. En þessi afdráttarlausa afstaða sjálfstæðismeiri-
hlutans gamla í leikskólamálum verður ekki til að efla manni bjartsýni um að
hagsmunir barna og foreldra komi virkilega til með að ráða för ef Vilhjálmur
Þ. kemst aftur til valda. Það auðveldar fólki valið á kjördag að rifja upp fortíð-
ina og hugsa til ríkisstjórnarinnar núna til að muna að Sjálfstæðisflokkurinn
er ekki velferðarflokkur og þess vegna alls ekki treystandi fyrir velferð-
armálum.
Vilhjálmur Þ. og druslurallið!
Eftir Stefán Benediktsson
Höfundur er arkitekt og í 9. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík.
EINS og Garðbæingar vita þá eru
þjónustugjöld bæjarins einhver þau
hæstu á landinu. Bæjarfélögin allt í
kringum okkur hafa vegna góðrar
fjárhagsstöðu sinnar
og vegna umhyggju
fyrir fjölskyldufólki
lækkað ýmis þjón-
ustugjöld en það hafa
sjálfstæðismenn í
Garðabæ ekki gert.
Verð fyrir heitan mat
í grunnskólunum er hærra í Garðabæ
en í öðrum bæjarfélögum á höfuðborg-
arsvæðinu. Í skólunum er fullkomin
aðstaða til að elda matinn á staðnum,
þrátt fyrir það hefur Sjálfstæðisflokk-
urinn valið þá leið að fá matinn sendan
í skólana annars staðar frá. Það vakti
sérstaka athygli í samantekt í vetur að
verð fyrir skóladagheimili er mun
hærra hér en þekkist í kringum okkur.
Bæjarlistinn heitir því að lækka
strax leikskólagjöld um 25% og síðan í
áföngum á kjörtímabilinu að bjóða upp
á sex gjaldfrjálsar stundir. Leikskól-
inn er fyrsta skólastig barna okkar og
er eðlilegt að hann sé gjaldfrjáls, því
leggjum við til að sambærilegur
kennslufjöldi í leikskóla sé gjaldfrjáls
eins og í grunnskóla.
Bæjarlistinn vill að sveitarfélög
stefni að afnámi fasteignaskatts á ein-
staklinga með fulltingi Alþingis. Fast-
eignaskatturinn á einstaklinga er
óréttlátur skattur og því er eðlilegt að
á sama tíma og stjórnvöld hafa verið
að afnema eignaskatta einstaklinga
verði fasteignaskattur lagður af. Fast-
eignaskattur sveitarfélaganna verður
hins vegar ekki aflagður nema með
lagabreytingu frá Alþingi og því þarf
að vinna að þessu máli pólitískt með
þingmönnum sem og samtökum sveit-
arfélaga.
Sú leið sem Sjálfstæðisflokkurinn er
að leggja til fyrir þessar kosningar
fyrir bæjarbúa, að fella niður fast-
eignaskatt hjá tilteknum hópi, stang-
ast á við lög og er því óframkvæman-
leg. Samkvæmt lögum um tekjustofna
sveitarfélaga er heimilt að lækka fast-
eignaskatt hjá tekjulágum, elli- og ör-
orkulífeyrisþegum. Lækkanir á öðrum
forsendum en til tekjulágra í þessum
hópum eru því óheimilar nema til laga-
breytinga komi. Þar fyrir utan stenst
það vart jafnræðissjónarmið stjórn-
arskrárinnar að mismuna hópum sam-
félagsins við skattlagningu. Eina rétta
leiðin er því sú að leggja af fast-
eignaskatt hjá öllum einstaklingum.
Um það getur náðst samstaða í bæj-
arstjórn og á Alþingi sé það jafnframt
tryggt að sveitarfélögin fái aukna hlut-
deild í tekjuskattinum. Að þessu vilj-
um við á bæjarlistanum vinna.
Ef önnur fyrirheit sjálfstæðismanna
eru jafn „raunhæf“ og fyrirheit þeirra
um niðurfellingu fasteignaskatts – er
kominn tími til breytinga. Bæjarlist-
inn er tilbúinn til forystu. Setjið X við
A.
Lækkum
álögur í
Garðabæ
Eftir Steinþór Einarsson
Höfundur skipar 1. sæti
Bæjarlistans í Garðabæ.
UPP úr 2010 koma stærstu árgangar Íslands út á atvinnumarkaðinn. Næsta
kjörtímabil þarf því að nýta vel til að búa í haginn fyrir þennan stóra hóp. Ís-
land hefur sérstöðu í þessum efnum umfram önnur ríki bæði hvað varðar ald-
urssamsetningu og almenna atvinnuþátttöku. Nýleg könnun
sýnir einnig að hér er öflug nýsköpunarstarfsemi. Í þessu ligg-
ur styrkur okkar. Undangengin ár hefur orðið mikil umbylting
í atvinnulífi á Akureyri, sem hefur ekki verið sársaukalaus.
Störfum í hefðbundnum iðnaði og fiskvinnslu hefur fækkað. Að
hluta til er ástæðunnar að leita í meiri tæknivæðingu, en líka í
aukinni samkeppni erlendis frá þar sem launakostnaður er
lægri. Þessu hafa menn reynt að mæta með fjölbreyttum til-
boðum í starfsþjálfun og endurmenntun. Eins hefur verið lögð
mikil vinna í atvinnuþróun af hálfu þeirra aðila hér á svæðinu sem koma að ný-
sköpun í atvinnulífinu s.s. Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar. Sjálfstæðismenn
á Akureyri vilja styrkja enn frekar frumkvöðlastarfsemi með markvissum að-
gerðum. Við viljum sameina á einn stað alla þá sem koma að stuðningi við at-
vinnulífið, auka framlög til nýsköpunar og styrkja allar boðleiðir og efla þannig
enn frekar aðstoð við atvinnuþróun og nýsköpun.
Í annan er mikilvægt að haldið verði áfram á sömu braut við það að styrkja
innviði grunnþjónustunnar. Foreldrar í dag vilja koma meira að mótun skóla-
starfsins bæði í leik- og grunnskólum. Hugmyndir okkar um skólastjórnir við
hvern grunnskóla og stuðla að fjölbreytni í rekstri leik- og grunnskóla eru liður
í þeim efnum. Jafnframt verði leitað leiða til að auka sjálfsforræði forstöðu-
manna bæjarstofnana og deilda og styrkja þar með reksturinn til framtíðar. Í
menningarmálum viljum við þróa áfram hugmyndina um þjónustusamninga
við stofnanir bæjarins. Með verkefninu Akureyri í öndvegi var horft út fyrir
túngarðinn og kallað eftir hugmyndum. Ekki þarf að fjölyrða um viðbrögðin og
verkefnið hefur hlotið alþjóðlega athygli. Verktakar hafa líka sýnt verkefninu
mikinn áhuga og vilja fjárfesta í nýjum miðbæ. Fyrir nokkrum áratugum svar-
aði ónefndur þingmaður óskum Héraðsbúa um að komið yrði á fót banka á
Héraði með þeim orðum: „Til hvers viljið þið banka – þið sem eigið engan pen-
ing?“ Mér finnst oft sem úrtölumenn hugmyndanna um nýjan miðbæ séu við
það sama heygarðshorn. Hér er um endurnýjun á að hluta til afskrifaðri eign
að ræða og fjárfest til framtíðar. Akureyringar hafa skýra valkosti um það
hverja þeir velja til forystu fyrir sig næstu fjögur árin. Áfram Akureyri.
Ár 2010
Eftir Ólaf Jónsson
Höfundur skipar 7. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins
á Akureyri við bæjarstjórnarkosningarnar 27. maí.
Lloret de Mar
í maí og júní
frá kr. 39.990
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Heimsferðir bjóða
einstakt tilboð á einn
vinsælasta áfangastað
Costa Brava strandar-
innar við Barcelona,
Lloret de Mar.
Gott hótel með góðri
aðstöðu, fallegum
garði, sundlaug og
veitingastöðum.
Örstutt í golf og á
ströndina. Öll herbergi
með baði, sjónvarpi
og síma.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • Akureyri sími 461 1099 • www.heimsferdir.is
5 nætur - allt innifalið
Verð kr. 39.990
allt innifalið
Netverð á mann. Flug, skattar og gisting
í tvíbýli með allt innifalið á Hotel Sunrise
í 5 nætur. 25. maí, 8. júní og 15. júní.