Morgunblaðið - 24.05.2006, Page 38

Morgunblaðið - 24.05.2006, Page 38
38 MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í AÐALSKIPULAGI Mosfellsbæjar fyrir tímabilið 2002–2024 er gert ráð fyrir að íbúar verði orðnir um 14.000 undir lok tímabilsins. Fólksfjölgunin verður því hröð á næstu árum í bæj- arfélagi sem í dag telur um 7.000 íbúa. Þau hverfi, sem munu byggjast upp, eru í landi Helgafells og Leir- vogstungu, Krikahverfi, Blikastaða- land og einnig verður þétting byggð- ar í kringum miðbæinn. Útgangspunktur skipulagsins er sá að bærinn myndi samfellda byggð þar sem umhverf- issjónarmið verði höfð að leiðarljósi. Það skýtur því skökku við að skipulagsnefnd Mosfellsbæjar sam- þykki tengibraut sem fyrirhugað er að muni liggja frá Vesturlandsvegi meðfram Varmá inn í Helga- fellslandið, rétt við Álafosskvosina sem er ein af perlum bæjarins. Tengibrautin hefur verið á aðalskipulagi síðast- liðin 20 ár og í millitíðinni hafa hús risið á svæðinu sem ætla má að hafi áhrif á staðsetningu vegamann- virkisins. Miðað við núverandi áætlun þarf að hækka veginn sem fyrir er þannig að sjö metra hár veggur mun liggja við Varmá og hefur því veruleg áhrif á allt umhverfi Kvosarinnar og byggðina þar í kring. Hingað til hafa mótmæli íbúa Varmársvæðisins engan árangur borið. Ýmsar hugmyndir hafa verið viðraðar, ein þeirra er að leggja tengibrautina í stokk þannig að efri brún ganganna sé jöfn landinu í kring. Við það verður vegurinn minna til lýta en ella. Með því móti yrði sem minnst röskun fyrir íbúðarbyggð á svæðinu. Einnig er spurning hvort ekki sé gerlegt að færa veginn til þannig að hann liggi ekki eins nálægt ánni og gildandi deiliskipulag segir til um. Miðbærinn í Mosfellsbæ hefur verið töluvert í um- ræðunni og vilja Vinstri græn í Mosfellsbæ byggja upp mun öflugri miðbæjarkjarna en ráðgert er. Samkvæmt grunnhugmynd Sjálfstæðisflokksins á að þétta íbúðarbyggðina í kringum miðbæinn með blokkum þar sem nú er meðal annars verslunarhús Nóatúns. Nú þegar eru þó nokkrar íbúðir í mið- bænum og fær VG ekki séð að þeim þurfi að fjölga ef miðbærinn á að eflast hvað varðar verslun og þjónustu. Vinstri græn líta svo á að aðlaðandi götu- stemning með skjólsælu torgi, ásamt verslunar- og þjónustuhúsnæði, sé vænlegri kostur. Skapa þarf líflegan miðbæ þar sem samspil gróð- urs, útilistaverka og fallegs arkitektúrs myndar heildstæða götumynd sem laðar að íbúa bæjarins og nágrannasveitarfélaga. Fjölbreytt menningartengd starfsemi miðsvæðis mun styrkja verslun og ferða- þjónustu í bænum. Þetta telja Vinstri græn að eigi að vera meginmarkmið þeirrar skipulagsvinnu sem fer nú fram varðandi miðbæinn. Efna ætti til sam- keppni um uppbygginguna og fá þannig sem flestar hugmyndir upp á borðið. Vinstri græn í Mosfellsbæ leggja á það ríka áherslu að skipulag bæjarins snúist fyrst og síðast um þarfir og kröfur íbúanna. Framtíðarsýn flokks- ins í skipulagsmálum snýst um að byggja upp falleg hverfi þar sem útivistarmöguleikar verði fyrir sem minnstri skerðingu. Mosfellsbæ ætti að byggja upp sem öflugan menningar- og ferðamannabæ sem á komandi árum mun skapa sér sess á landsvísu að þessu leyti. Skipulagsmál í Mosfellsbæ Eftir Bryndísi Brynjarsdóttur Höfundur er myndlistarkona og kennari og skipar 2. sætið á lista VG í Mosfellsbæ. KANNSKI er ég orðin samdauna gömlu góðu Hafnarfjarðarbrönd- urunum, mér þóttu þeir nefnilega bara nokkuð góðir á sínum tíma. Ég veit auðvitað manna best að húmor er eins og froskur – ef maður kryfur hann þá deyr hann og aldrei hefur nokkrum manni tekist að fá nokkr- urn botn í það hvað er fyndið og hvað er ekki fyndið. Þetta er einfaldlega tilfinningamál. Nýjustu fréttir af stækkun álversins í Straumsvík hafa þau áhrif að ég spyr bara eins og fávís kona: Er ég stödd í lélegum Hafnarfjarðarbrandara? Á forsíða Fréttablaðsins 22. maí stóð stórum stöfum: „Rúmlega helmingur fylgjandi stækkun álvers.“ Ég verð að segja að þetta finnst mér vondur Hafn- arfjarðarbrandari. Í öðru lagi leyfi ég mér að segja: Þetta er lygi! (Meðan ég man – takk Fréttablað fyrir að birta hugleið- ingar mínar GEGN álveri – eða NOT … eins og unglingarnir segja! Það er flott að vera í aðstöðu til að hafna greinum sem ritstjórn fjölmiðils hugnast ekki – eða er ég komin með ofsóknarbrjálæði á háu stigi?) Ég ætla að leyfa mér að lýsa aðeins hér í Morgunblaðinu minni sýn á álver í miðjum Hafnarfjarðarbæ. Meirihlutinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur montað sig gífurlega mikið af nýja hverfinu á Völlunum hér í fallega bænum okkar. Við sem búum í Hafnarfirði fengum öll inn um lúguna til okkar dýrlegan bækl- ing með halelújasöng um nýja hverfið og allt það stórkostlega sem verð- ur í boði þar. Allt eflaust satt og rétt – en verður grátbroslegt í ljósi þess að það gleymdist að taka fram í bæklingnum að í staðinn fyrir und- urfallegt útivistarsvæði á Völlunum verður risaskrímsli sem nefnist ál- ver. Stækkun álversins í Straumsvík hefur ekki einungis í för með sér gjöreyðileggingu á þessu fallega hverfi sjónrænt séð því þessi voði er nú þegar slík sjónmengun að mér er fyrirmunað að skilja að nokkur skuli vilja búa með þennan óskapnað í garðinum hjá sér. Við stækkunina verður þetta svæði hreinlega eins og öskuhaugar, ljótt, sóðalegt og hin svæsnasta umhverfismengun á allan hátt! Hvað á það að þýða að bera á borð fyrir heilvita fólk að það skipti öllu máli að skaffa svo og svo mörg störf til viðbótar í takmarkaðan tíma og einhverjar krónur í bæjarsjóð- inn? FYRIR HVERJA??? Afkomendur okkar? Börnin sem við erum fyr- irfram búin að dæma heilsulaus með svo mikilli mengun að það slær út um mig köldum svita við tilhugsunina. Er tilviljun að í grein Fréttablaðsins kom í ljós að meirihluti kvenna í Hafnarfirði er andvígur stækkun álvers? Sannast enn einu sinni hið fornkveðna að konur láti sig varða umönnun og vellíðan mannfólks á meðan karlmenn glápa frosnum augum á upplognar gróðatölur? Íslendingar, látum ekki ljúga að okkur að „ströngustu meng- unarvarnir“ stækkandi álvers þýði lítil mengun. Það þýðir hryllileg mengun! Mengun sem hefur í för með sér stóraukna hættu á krabba- meini, alzheimer og óteljandi öðrum hræðilegum sjúkdómum sem fylgja því að brennisteinn í tonnatali leggst yfir tilvonandi, fyrrverandi, falleg- asta bæ á Íslandi, hvern einasta dag sem guð gefur. Hvernig stendur á því að fólk lætur blekkjast og trúir að það sé hættulítið að búa í svona umhverfi? Við erum að drepa okkur og eyði- leggja heiminn með mengun og subbugangi og þökk sé núverandi stjórnvöldum þá erum við Íslendingar að komast fremst í röð þeirra þjóða sem eru að eyðileggja heiminn hvað mest. Mesta álframleiðsla í heimi á Íslandi!! Flott framtíðarsýn!! Verst að við verðum búin að drepa afkomendur okkar áður en þeir geta montað sig af því að tilheyra þjóð sem er að verða versti mengunarvaldur veraldar (miðað við höfðatölu auðvitað!). Heimurinn bíður spenntur eftir að berja stóriðjuveldið Ísland augum. Ég veit nú þegar um milljónir ferðamanna út um allan heim sem bíða óðir af tilhlökkun eftir því að fá tækifæri til að skoða mesta álfram- leiðsluland heimsins!! (NOT!) Hversu lengi ætlum við að loka augum og eyrum og nefi fyrir þeirri staðreynd að álver er samasem eyðilegging og umhverfiseitrun? Það vita auðvitað ekki allir að það er her manns um allan heim í fullri vinnu á feitum launum við að heilaþvo heiminn og ljúga til um stað- reyndir hvað varðar eitrunaráhrif framleiðslu áls á allar lífverur. Það er ótrúlega mikið í húfi fyrir fámennan, valdamikinn hóp manna sem uppsker skammvinnan gróða af framleiðslu áls. Hvað varðar börnin mín og barnabörn þá eru þau meira virði en stórgróði þessara fáu aðila. Hvað segja hinar mæðurnar?? Að lokum, góðir Hafnfirðingar, ég vil alls ekki þurfa að hrekjast burt úr þessum fallega bæ en ef bæjarbúar reynast blindir og heyrnarlausir og samþykkja hryllinginn þá kveð ég þetta fallega samfélag og þakka fyrir góða viðkynningu. Ó, þú súri Hafnarfjörður! Eftir Eddu Björgvinsdóttur Höfundur er næmgeðja listamaður og skipar 16. sæti á lista VG í Hafnarfirði. KÆRI kjósandi í Mosfellsbæ. Hinn 27. maí verður gengið til kosninga. Mín helstu baráttumál fyrir komandi kosningar eru að nýta reynslu mína og menntun til að bæta hag þeirra einstaklinga sem búa við fötlun. Við í B-listanum erum framsækin í málefnum fatlaðs fólks og viljum meðal annars: Íbúalýðræði þar sem notendur hafa áhrif á þjónustuna Endurskoða og bæta ferðaþjónustu fatlaðra Bætt aðgengi að byggingum og upplýsingum eins og heimasíðu Mosfellsbæjar Það hefur vakið sérstaka athygli mína að núver- andi meirihluti sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ hefur farið í kosningabaráttu sinni undir flagginu „Í Mos- fellsbæ þar sem allir skipta máli“! Að mínu mati er falskur tónn ótrúverðugleika í orðum þeirra og velta má því upp hvort fatlað fólk teljist með þess- um „öllum sem skipta máli“ í Mosfellsbæ. Í Mosfellsbæ á fatlað fólk rétt á ferðaþjónustu fatlaðra eins og í öðrum sveitarfélögum. Notendur eiga rétt á 60 ferðum samtals á mánuði (ferð fram og til baka telst sem tvær ferðir). Fatlað fólk á að- eins rétt á 12 ferðum til einkaerinda á mánuði í Mosfellsbæ. Benda má á að í Kópavogi á fatlað fólk rétt á 20 ferðum til einkaerinda og 18 í Reykjavík. Inn í þessar ferðir falla almenn einkaerindi eins og að versla í matinn. Ferðast þú lesandi góður aðeins sex sinnum í mánuði eitthvað annað en í vinnu, skóla, til læknis eða í hæfingu? Einnig þarf fólk að skipuleggja allar ferðir sínar mjög vel þar sem panta verður þær með sólarhrings fyrirvara og á föstudegi fyrir helgarferðir. Er það eðlilegt líf? Heimasíða Mosfellsbæjar, www.mos.is, sem á að vera upplýsingaveita fyrir ALLA bæjarbúa og inniheldur upplýsingar varðandi stjórnsýslu og þjónustu bæjarins, er afar óaðgengileg fyrir fatl- að fólk. Það er hvorki vandasamt né kostn- aðarsamt að fá sérfræðinga (t.d. www.sja.is) til þess að taka út vefinn og lagfæra það sem þarf þannig að blindir, hreyfihamlað fólk, fólk með þroskahömlun og fleiri hafi aðgengi að honum. Erfitt hefur reynst fyrir þroskaþjálfa sem hafa sérmenntað sig til þess að starfa með fötluðu fólki að fá störf í bæjarfélaginu á kjörum þroska- þjálfa. Einnig eru þekkt dæmi þess að fólk með fötluð börn sem þurfa stuðning hafi flutt úr bæj- arfélaginu vegna þess hversu léleg þjónustan hafi verið. Að lokum velti ég því fyrir mér hvernig starf- andi meirihluti sjálfstæðismanna getur leyft sér að státa af góðum rekstrarafgangi og sent bæj- arbúum afgangsklink í pósti þegar þjónusta við ákveðinn hóp bæjarbúa hefur verið með slakasta móti. Það er furðuleg stefna að senda ávísanir í pósti korteri fyrir kosningar þegar þjónustu sem veita skal samkvæmt gildandi lögum hefur klár- lega ekki verið nægilega sinnt. Kæri kjósandi, ég hvet þig til þess að kjósa B- listann í komandi kosningum. B-listinn samanstendur af ólíku fólki sem vill vera í þjónustu ALLRA bæjarbúa Mosfellsbæjar. Hverjir eru „allir“ í Mosfellsbæ? Eftir Kristbjörgu Þórisdóttur Höfundur, sem skipar 6. sæti á B-lista Í Mosfellsbæ, er forstöðumaður á sambýli fyrir fatlað fólk hjá SSR (Svæð- isskrifstofu málefna fatlaðra Reykjavík) og nemandi í fötl- unarfræði við HÍ. FÁTT er samfélaginu mikilvægara en góðir leikskólar og góðir grunn- skólar. Þeir geta haft umtalsverð og varanleg áhrif á jákvæða persónumót- un og samskiptahæfni barna, hæfni til framhaldsnáms og á lífsleikni þeirra almennt þegar fram líða stundir. Góðir leikskólar og grunnskólar eru forsendan fyrir samfélagi hamingjusamra og heilbrigðra einstaklinga. Þess vegna viljum við sjálf- stæðismenn að skólarnir í Reykjavík komist í röð þeirra allra fremstu sem fyrirfinnast. En vilja ekki allir frambjóðendur í Reykjavík góða skóla? Jú, að vísu. En það er samt himinn og haf á milli skólastefnu okkar sjálfstæðismanna og R-listaflokkanna. Í því sam- bandi langar mig að minnast á tvö grundvallaratriði. Trú okkar á framfarir í þessum efnum, og skoðun okkar á því hvernig eigi að stuðla að þeim. Trúin á framfarir Við sjálfstæðismenn trúum á framfarir í grunnskólum borgarinnar. Ég leyfi mér hins vegar að efast um að pólitískir mótherjar okkar deili þessari sannfæringu með okkur. Stjórnmálamenn hafa því miður mismikla trú á umtalsverðum framförum í grunnskólunum og sumir þeirra líta jafnvel á það sem náttúrulögmál að tæplega þriðjungur nemenda kveðji grunnskól- ann sinn eftir tíu ára stærðfræðinám þar, án þess að ná 5 í samræmdum stærðfræðiprófum 10. bekkjar. Þetta er ekki náttúrulögmál heldur ögrun og áskorun um að gera miklu betur. Við megum aldrei líta á grunnskólann sem skilvindu fyrir stéttaskipt- ingu framtíðarinnar. Grunnskólinn á alltaf að vera lyftistöng fyrir alla, og ekki síst þá sem standa höllum fæti. Við viljum framfarir í grunnskólum, fyrst og fremst vegna þess að þann- ig drögum við best úr margvíslegum aðstöðumun nemenda og bætum stöðu þeirra sem lakast standa. Trúin á dreifingu valdsins Við sjálfstæðismenn höfum trú á framförum í skólamálum því við vitum hvernig á að stuðla að þeim. Það vita pólitískir mótherjar okkar hins vegar ekki sem týna sér í formsatriðum á borð við skólabúninga. Þeir vilja vald- boð að ofan en við viljum virkja grasrótina. Þeir vilja forskrift af fram- förum sem kemur frá sífellt umsvifameira pólitísku menntaráði en við vilj- um nýta þann mannauð sem býr í frábærri kennarastétt okkar. Við viljum færa valdið og ákvarðanatökuna til skólanna, skólastjóranna og kenn- aranna. Stór og smá úrlausnarefni á að leysa á vettvangi þar sem vandinn kemur upp, ekki á skrifstofum úti í bæ. Skólastarf er þróunarstarf og framfarir í skólamálum eru því sjaldnast verk fárra útvaldra, heldur fé- lagslegt fyrirbrigði, – flókið ferli margra og ólíkra einstaklinga. Meginfor- sendur slíkra framfara felast því alls ekki í miðstýringu og stofnanaveldi, heldur fjölbreytileika, samskiptahæfni og samanburði af margvíslegu tagi. Við ætlum ekki að gera skólana betri. Það munu skólastjórarnir og kennararnir gera þegar við veitum þeim traust og tækifæri til þess. Eigum við nú ekki að gefa okkar frábæra skólafólki tækifæri, svo þau geti fjölgað tækifærum barnanna okkar og barnabarna. Það er okkar stefna. Framfarir og valddreifing í skólamálum Eftir Mörtu Guðjónsdóttur Höfundur situr í menntaráði og skipar 10. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.                  Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.