Morgunblaðið - 24.05.2006, Síða 53

Morgunblaðið - 24.05.2006, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2006 53 DAGBÓK Hreyfiland býður í sumar upp á hreyf-inámskeið fyrir börn á aldrinum 3 til 6ára. Krisztina Agueda er fram-kvæmdastjóri og stofnandi Hreyf- ilands: „Hvern dag námskeiðsins er skipulögð dagskrá fyrir börnin. Við byrjum alltaf með leik, og því næst stundum við sérstaka íþróttakennslu þar sem börn- in fá grunnþjálfun í hreyfingu og læra til dæmis að fara í góðan kollhnís,“ segir Krisztina. „Þá fer ein klukkustund í listsköpun þegar börnin fá að skapa með höndunum, og svo förum við aftur að leika. Að auki heimsækir tannlæknir hvern hóp og kennir börnunum um mikilvægi þess að hugsa vel um tennurnar.“ Haldin eru fimm námskeið yfir sumarið og hægt að velja um námskeið fyrri og seinni part dagsins, frá 10 til 14 annars vegar og 13 til 17 hins vegar. „Ekki er margt í boði fyrir börn á þessum aldri yfir sumartímann og oft að foreldrar eiga í vand- ræðum með að finna skemmtilega afþreyingu fyrir börnin sín meðan leikskólar eru lokaðir yfir sum- artímann,“ segir Krisztina. Hreyfiland var stofnað 2003. „Ég hafði verið með samskonar starfsemi í Ungverjalandi og mikið fengist við kennslu lítilla barna og mæðra þeirra. Ég sá að á Íslandi vantaði þjónustu fyrir þennan hóp og setti því Hreyfiland á laggirnar.“ Krisztina segir Hreyfiland alls ekki vera leik- skóla: „Það færi nær að kalla Hreyfiland fjöl- skylduvæna líkamsræktarstöð fyrir lítil börn og foreldra þeirra. Við bjóðum upp á heilsurækt af ýmsu tagi: Bumbufimi fyrir barnshafandi konur, sem miðar bæði að bættri heilsu barns og móður og æfingarnar sérstaklega sniðnar til að minnka álag á baki; mæðrafimi fyrir mæður og börn þeirra frá sex vikna til 18 mánaða aldurs, þar sem mæður æfa sig á áhrifaríkan hátt eftir meðgöngu og æfa með barni sínu undir leiðsögn um hvernig megi best örva þroska og heilbrigði barnsins,“ segir Krisztina. „Þá bjóðum við upp á snillingafimi fyrir börn frá þriggja til 11 mánaða aldurs sem sérstaklega er beint að þjálfun þeirra greindarþátta sem barnið fær í vöggugjöf samhliða leiðbeiningum til foreldra og skemmtilegri þjálfun; grunnþjálfunarfimi fyrir börn þriggja til fimm ára þar sem börnin fá skipu- lagða þjálfun líkamshluta, samhæfing er bætt og skilningarvit örvuð. Loks býður Hreyfiland upp á dansleikfimi fyrir konur, sem samanstendur af dansi, styrktaræf- ingum og teygjum, og meðgöngujóga til slökunar í amstri dagsins,“ segir Krisztina. Við Hreyfiland starfa faglærðir og reyndir leið- beinendur í jóga og dansi, þroskaþjálfi og íþrótta- þjálfari. Hreyfiland er til húsa í Stangarhyl 7 í 500 fermetra húsnæði. Nánar má lesa um starfsemi Hreyfilands, stundatöflu námskeiða og verð á slóðinni www.hreyfiland.is. Leikjanámskeið Hreyfilands hefjast 19. júní. Börn | Hreyfiland býður upp á ný íþróttamiðuð sumarnámskeið fyrir börn 3–6 ára Sumaríþróttir fyrir yngstu börnin  Krisztina G. Agueda fæddist í Ungverjalandi 1972. Hún lauk menntaskólanámi 1991, nam við Íþróttaháskól- ann í Ungverjalandi og útskrifaðist 2002 sem eróbík- og fitnessþjálf- ari. Að auki hefur Krisztina ýmsa þjálfun á sviði íþróttakennslu, s.s. á sviðum áhalda- leikfimi, fitballþjálfunar og hreyfiþjálfunar barna. Krisztina er fulltrúi IFF, International Fitness Federation, á Íslandi. Maki Krisztinu er Juan Jose Agueda-Moreno og á hún þrjú börn, Cristinu Isabel, Maximo og Gabriel. 80 ÁRA afmæli. Í dag, 24. maí,verður áttræð Sigríður Vigfús- dóttir frá Neskaupstað, nú til heimilis á Boðagranda 7 í Reykjavík. Eig- inmaður Sigríðar var Óskar Jónsson kaupmaður, en hann lést árið 1999. Sigríður verður í faðmi fjölskyldunnar á afmælisdaginn. Árnaðheilla dagbók@mbl.is Rottneros. Norður ♠KG53 ♥ÁDG2 N/Allir ♦3 ♣10764 Vestur Austur ♠Á9742 ♠1086 ♥1075 ♥K9643 ♦Á865 ♦G ♣D ♣ÁG93 Suður ♠D ♥8 ♦KD109742 ♣K852 Sælla er að gefa en þiggja. Færeyski víkingurinn Hedin Mouritsen var í jólaskapi í leiknum við Dani á Rottn- eros, en hann varð sagnhafi í fjórum tíglum í suður eftir upplýsandi sagnir. Schaltz-hjónin, Dorthe og Peter, voru í AV, en í norður var Johannes Mourit- sen, eldri bróðir Hedins: Vestur Norður Austur Suður Dorthe Joannes Peter Hedin – 1 lauf Pass 1 tígull 1 spaði Pass 3 tíglar * Dobl Pass Pass 3 hjörtu 4 tíglar Pass Pass Pass Stökk Peters í þrjá tígla sýnir geim- áhuga í spaða með stuttum tígli og þrjú hjörtu í framhaldinu er eðlileg sögn og frekari geimáskorun. En hjónin gerðu vel í því að gefa samninginn eftir, því fjórir spaðar fara minnst tvo niður. Frú Schaltz kom út með laufdrottn- ingu og herra Schaltz freistaðist til að láta smátt lauf í von um að fá 2–3 slagi á litinn síðar. En það fór sannarlega á annan veg – vörnin fékk ENGAN slag á lauf þegar upp var staðið! Lítum á. Hedin átti fyrsta slaginn á laufkóng og spilaði strax spaðadrottn- ingu. Dorthe varðist vel með því að dúkka, því ella fara tvö lauf heima nið- ur í feðgana í spaða (kóng og gosa). Hedin sneri sér næst að trompinu, spil- aði tígulkóng, sem átti slaginn, og aftur hátígli. Dorthe drap og skipti yfir í hjarta. Það var tekið með ás og hjarta- drottningu spilað – kóngur og tromp- að. Hedin tók þriðja trompið og … spil- aði svo TVISTINUM í tígli og gaf Dorthe á áttuna! Framhaldið segir sig sjálft: Dorthe spilaði hjarta og gosi blinds átti þann slag. Hedin spilaði svo spaðakóng og henti laufi. Dorthe fékk á ásinn, en varð að spila spaða um hæl og þá fór síðasta laufið heima niður í spaðagos- ann. Tíu slagir. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 Rf6 4. Rc3 cxd4 5. Rxd4 a6 6. f3 e6 7. Be3 b5 8. g4 h6 9. Dd2 b4 10. Rce2 e5 11. Rb3 Rc6 12. 0- 0-0 a5 13. Kb1 a4 14. Rbc1 Be6 15. Rg3 Da5 16. Bd3 d5 17. exd5 Rxd5 18. Be4 0-0-0 19. De2 g6 20. h4 Bg7 21. h5 Rd4 22. Bxd4 exd4 23. hxg6 d3 24. Rxd3 a3 25. Hh5 axb2 26. Bxd5 Bxd5 27. Rxb4 Dxb4 28. Hhxd5 Hhe8 29. Da6+ Kc7 Staðan kom upp á Sigeman-mótinu sem lauk fyrir skömmu í Málmey í Sví- þjóð. Stórmeistarinn Alexey Federov (2.614) frá Hvíta-Rússlandi hafði hvítt gegn sænska alþjóðlega meistaranum Pontus Carlsson (2.433). 30. Hd7+! Hxd7 31. Da7+ og svartur gafst upp enda er mát óumflýjanlegt eftir 31. … Kc6 32. Dxd7+. Aðir leikir en 31. … Kc6 myndu hafa í för með sér mikið liðstap fyrir svartan. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. 80 ÁRA afmæli. Í dag, 24. maí,verður áttræð Elísabet Vigfús- dóttir frá Neskaupstað, nú til heimilis á Klapparstíg 1 á Hvammstanga. Eig- inmaður Elísabetar var Helgi Axelsson bóndi, en hann lést árið 1989. Elísabet verður í faðmi fjölskyldunnar á afmæl- isdaginn. Sóðaskapur við almenningsstaði MÉR blöskrar orðið sóðaskapurinn og ruslið allsstaðar. Ég fór í Graf- arvogslaug og fyrir framan er beð og runnar sem eru fullir af drasli. Ég talaði við starfsfólkið en það sagðist ekki vera með mannskap í að þrífa þetta. Vil ég taka fram að starfsfólk Grafarvogslaugar er mjög þrifalegt og klefarnir hreinir og innandyra allt hreint. Ég bý í Grafarvogi og fer í versl- unarmiðstöð hér og allt sem fýkur frá þeim fer yfir í runnana á næstu lóðum eða á girðinguna umhverfis þær. Þar er húsvörður sem er t.d. ekki látinn fara og hreinsa í kring um verslunarmiðstöðina. Þegar maður keyrir yfir Graf- arvogsbrúna í Grafarvog er skæða- drífa af rusli eftir bíla sem keyra yfir brúna og þetta fýkur um allt. Sá ný- lega bíl sem var að flytja spítnabrak og það lá um allt eftir hann. Finnst að opinberir staðir eins og verslanamiðstöðvar, sundlaugar og aðrir almenningsstaðir eigi að sjá til þess að þrifalegt sé í kringum þessa staði. Kona í Grafarvogi. Umhverfissóðar NÚ í blíðunni undanfarið hef ég eins og fleiri verið í vorverkunum í garð- inum og viðeigandi vorhljóð væru fuglasöngur og kvak. En það er nú etthvað annað; nagladekkjasinfónían ómar enn há- stöfum og þar sem ég bý við fjöl- farna götu mátti 17. maí heyra tugi bíla aka um á negldum dekkjum. Skv. frétt frá lögreglunni í Mbl. dag- inn áður mátti lesa að á nokkurra daga bili hefðu um 65 ökumenn verið sektaðir fyrir að aka enn á nagla- dekkjum. Þarna tel ég að standa þyrfti betur að verki og láta hina ábyrgðarlausu umhverfissóða gjalda ríkulega, enda ekki nema smámunir fyrir skemmdarverkin sem þeir hafa unnið á gatnakerfi og andrúmslofti samborgaranna. Þessi trassaskapur vekur spurn- inguna um hver nauðsyn nagla- dekkja er. Þúsundir ökumanna sýna þá ábyrgð að aka um á vetrar- dekkjum án nagla og þeir sem reynt hafa snúa yfirleitt ekki aftur á nagl- ana. Þetta sýnir að það er hægt að vera laus við þann skaðvald sem nagladekkin eru og til mikils er að vinna; hundruð milljóna fara í súg- inn vegna gatnaskemmda, auk þess sem svifryk er skaðlegt heilsu manna samtals vikum saman hvern einasta vetur undanfarið. Í ljósi þessa skora ég á umhverf- isráðherra o.fl. ráðamenn að taka rækilega á þessum málum, lækka tolla á hágæða vetrardekk og banna nagladekk, með 2–3 ára aðlögun. Verja má síðan hluta af því fé sem sparast til að auka þjónustu ávegum og hálkuvarna. En lausnin er fyrst og fremst að miða hraða við að- stæður, það er mun vistvænna og öruggara en að setja allt sitt traust á heilsuspillandi úrræði eins og nagla- dekk. Vistvænn ökumaður. Vítaverður akstur TILEFNI þessa pistils er vítaverð- ur akstur sem annar bílstjóri reyndi ítrekað að hafa í frammi. Trúlega var tilgangurinn sá að „hefna sín“ því hann taldi að ég hefði ekið í veg fyrir hann og hann þurfti að hægja á sér. Miðvikudaginn 16. maí var ég að koma úr vesturbænum í Kópavogi og beygja inn á Hafnarfjarðarveg. Á akbrautinni voru að koma tveir bílar svo ég varð að stoppa og bíða eftir að þeir færu hjá. Ég gaf stefnuljós og ók út á brautina þegar þeir fóru framhjá og sá þá í næsta bíl koma undan brúnni. Það skiptir engum togum að sá bílstjóri keyrði eins ná- lægt mér og hægt var lagðist á flaut- una og sendi mér „fuck“-merki og reiddi upp hnefann. Þessu næst ók hann fram úr mér flautandi og strax inn á akreinina aftur í veg fyrir mig og munaði engu að hann lenti á mér svo nálægt fór hann. Þessu næst byrjaði bílstjórinn að snarbremsa öðru hvoru sennilega í þeim tilgangi að minn bíll lenti aftan á hans. Þar sem ég hafði áhyggjur af að lenda aftan á hans bíl við þessar aðstæður gaf ég stefnuljós og færði mig yfir á vinstri akrein og ók fram úr honum þeim megin. Því miður fyrir hann var stór sendibíll þeim megin sem kom í veg fyrir að hann gæti gert það sama og svissað þannig milli ak- reina í því sem sennilega átti að vera „hefnd“. Við þig sem ekur svona vil ég segja þetta. Kurteisi og tillitssemi á alls staðar við, líka í umferðinni. Af tillitssemi við þig birti ég ekki núm- erið á bílnum og ég fletti upp hver ætti hann. Brostu líka í umferðinni, það hjálpar. Kveðja, Kristín Sigurðardóttir. Mia Lotta er týnd MIA Lotta er svört og hvít með svart skott nema endinn á rófunni er hvítur. Hún á að vera með ól og bjöllu. Hennar er sárt saknað. Þeir sem vita um hana vinsamlega hafi samband í síma 564 2899 eða 821 9229. Kettlingar fást gefins GULLFALLEG, vel gefin og ákaf- lega prúð kisubörn eru að leita að góðum framtíðarheimilum. Kassa- vön. Nánari upplýsingar gefur María í síma 695 7304. Blár gári týndist í Hafnarfirði LÍTILL gári, blár, flaug út um glugga í Smárahvammi 4, Hafn- arfirði, sl. mánudag. Þeir sem vita um fuglinn hafi samband í síma 555 1974. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Ómissandi eftirréttur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.