Morgunblaðið - 24.05.2006, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 24.05.2006, Qupperneq 58
58 MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ BRUCE Willis tryllti lýðinn þegar hann mætti til frumsýningar á myndinni Over the Hedge á kvik- myndahátíðinni í Cannes. Ástæðan: gæslumönnum hans til mikillar ar- mæðu lagði Brúsi lykkju á leið sína þegar hann steig út úr drossíunni og átti að spóka sig á rauða dreglinum. Gekk hann um göturnar í dágóða stund til að heilsa þeim þúsundum aðdáenda sem mættu til að berja goðið augum. Vill bara vera fyndinn Willis, sem einnig fer með smá- hlutverk í myndinni Fast Food Nat- ion sem er tilnefnd til Gullpálmans, lék á als oddi á fundi með blaða- mönnum fyrr um daginn. Kynnti hann sig sem George Clooney í upp- hafi fundar, vitnaði í Antonio Band- eras: „Hvað sem ég geri þá má ég ekki gráta,“ hermdi eftir ketti til að sýna fram á að hann hefði getað leik- ið köttinn í Shrek 2 og sagðist hreint ekki vilja setja fram boðskap í myndum sínum. „Ég vil bara vera fyndinn og leika í fyndnum bíómynd- um,“ sagði kappinn sem hefur nú þegar bjargað heiminum sjö sinnum í myndum sínum og er á góðri leið með að gera það í áttunda sinn í Die Hard 4. Enda mátti heyra kallað til hans þegar hann gekk um ganga hallarinnar eftir fundinn: „Bjargaðu okkur, Bruce!“ Nick Nolte sofnaði Aðrir sem ljá teiknimyndinni Over the Hedge rödd sína og voru við- staddir fundinn voru Nick Nolte, William Shatner og Avril Lavigne. Nick Nolte var greinilega skelfilega illa fyrirkallaður, leit ömurlega út og dró ýsur lengi vel. Loks steinsofnaði hann í stól sínum og Shatner brá glettinn á það ráð að bregða kall- inum til að vekja hann. „William veit að ég á í vandræðum með svefn,“ sagði Nolte með svo drafandi dimmri röddu að heyrðist vart til hans. Dró hann síðar á fundinum upp munnhörpu og spilaði lagstúf í stað þess að svara eftir að blaðamað- ur á fundinum hafði fyrir mistök kallað hann í tvígang Chuck Norris. Volver og Babel Mynd Pedros Almodóvars, Volver með Penelope Cruz í aðalhlutverki, hefur fram til þessa þótt hvað sig- urstranglegust í keppninni um Gull- pálmann í ár. Óformleg skoð- anakönnun leiddi í ljós að skoðanir almennings virðast skiptar. Spænski miðaldra lögfræðingurinn taldi víst að mynd Almodóvars gæti unnið keppnina, ekki síst vegna þess hversu vinsæll leikstjórinn væri í Frakklandi. Kanadíski kynning- arfulltrúinn taldi hins vegar að ást- arsagan Summer Palace myndi hafa sigur og kínverski leikstjórinn Lou Ye því fara með Gullpálmann heim. Einhverjir höfðu á orði að dauflegt væri yfir þeim tilnefndu myndum sem hefðu þegar verið sýndar og vonuðust til að vinningsmyndina væri að finna á sýningum næstu daga. Mynd hins mexíkanska Alej- andros González Iñárritus, Babel með Brad Pitt, Cate Blanchett og Gael Garcia Bernal meðal leikara, var afar vel tekið á sýningu í gær og þykir Volver loks hafa fengið verð- ugan keppinaut. Enn á þó eftir að sýna átta af þeim tuttugu kvikmynd- um sem tilnefndar eru. Kvikmyndir | Ennþá óljóst hvaða mynd hlýtur Gullpálmann á Cannes Willis lék á als oddi á blaðamannafundi Eftir Soffíu Haraldsdóttur í Cannes soffia@islandia.is Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Þýska söngkonan Jeanette Biedermann, hin franska Jenifer, Avril Lavigne og söngkonan BoA stilltu sér upp á rauða dreglinum. Bruce Willis og Avril Lavigne tala bæði inn á kvikmyndina Over the Hedge sem sýnd er á Cannes-hátíðinni. Þau Lavigne, Nick Nolte, William Shatner og Bruce Willis voru kampakát þegar þau mættu til sýningarinnar á Over the Hedge. The DaVinci Code B.i. 14 ára kl. 5, 8 og 10 Cry Wolf B.i. 16 ára kl. 8 Skrolla & Skelfir Á Saltkráku kl. 6 (KR 400) Da Vinci Code kl. 4, 5, 7, 8, 10 og 11 B.i. 14 ára Da Vinci Code LÚXUS kl. 5, 8 og 11 Cry Wolf kl. 8 og 10 B.i. 16 ára Hoodwinked/Rauðhetta m. ensku tali kl. 6, 8 og 10 Rauðhetta/Hoodwinked m. íslensku tali kl. 4 Ice Age 2 m. ensku tali kl. 6 Ísöld 2 m. íslensku tali kl. 4 Sími - 564 0000Sími - 462 3500 Úlfur…úlfur… engin trúir lygara þótt hann segi satt! Þau bjuggu til morðingja sem snerist gegn þeim…! FRÁBÆR GRÍNSPENNUMYND FRÁ SNILLINGNUM LUC BESSON EFTIRSÓTTUSTU BANKARÆNINGJAR VILLTA VESTURSINS ERU MÆTTIR Salma hayekpénelope cruz Byggð á vinsælustu skáldsögu veraldar eee H.J. Mbl LEITIÐ SANNLEIKANS VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.