Morgunblaðið - 12.06.2006, Síða 2
2 MÁNUDAGUR 12. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
GEIR LEIÐIR VIÐRÆÐUR
Geir H. Haarde, tilvonandi for-
sætisráðherra, mun áfram hafa for-
ystu í viðræðum Íslendinga við
Bandaríkjamenn um varnarmál þó að
hann hverfi nú úr utanríkisráðuneyt-
inu en Valgerður Sverrisdóttir, verð-
andi utanríkisráðherra, hefur óskað
eftir því við Geir að hann haldi á þeim
málum með formlegum hætti þótt
hann færi sig um set. Segist hún von-
ast til þess að með þessari skipan
mála náist mikilvæg samfella í varn-
arviðræðunum við Bandaríkjamenn.
Sjómannadegi fagnað víða
Sjómannadagurinn var haldinn há-
tíðlegur í gær og þrátt fyrir votviðri
fjölmennti fólk á hátíðir í sjáv-
arplássum landsins. Í Reykjavík var
deginum fagnað samhliða Hátíð hafs-
ins líkt og síðustu ár en þar var margt
um manninn. Á Akureyri voru hátíð-
arhöld með óvenjulegu sniði en þau
fóru fram í skugga hins hörmulega
atburðar er tveir menn úr áhöfn Ak-
ureyrinnar EA-110 létust er eldur
kom upp í skipinu fyrir skömmu.
Minningarathöfn og fjöskylduhátíð
var haldin á hafnarsvæðinu þar sem
Sjómannafélag Eyjafjarðar heiðraði
áhöfn Akureyrinnar fyrir hetjulega
framgöngu þegar eldurinn kom upp.
Guantanamo gagnrýnt
Gagnrýni á ástandið í Guant-
anamo-fangabúðum Bandaríkja-
manna á Kúbu hefur aukist mjög eft-
ir að þrír fangar styttu sér aldur.
Hafa ummæli Colleen Graffy, eins af
aðstoðarutanríkisráðherrum Banda-
ríkjanna, vakið nokkra hneykslan en
hún sagði, að dauði mannanna hefði
verið úthugsað „auglýsingabragð“ og
tilgangurinn sá að vekja athygli á
„hinu heilaga stríði“ hryðjuverka-
manna. Mannréttindasamtök segja
aftur, að örvænting hafi hrakið menn-
ina í dauðann enda njóti þeir engra
mannréttinda og hafi ekki einu sinni
verið ákærðir.
Þing um loftslagsbreytingar
Alþjóðlegt samráðsþing um lofts-
lagsbreytingar hefst í dag en þar
verður gerð tilraun til að draga að
einu borði annars vegar fullrúa fjöl-
margra helstu stórfyrirtækja í heim-
inum og hins vegar úrval þeirra vís-
indamanna sem fremstir eru í
veröldinni varðandi greiningu og
rannsóknir á þessu sviði. Þingið
sækja tæplega tvö hundruðu fulltrú-
ar um hundrað stórfyrirtækja, há-
skóla og vísindastofnana. Herra Ólaf-
ur Ragnar Grímsson, forseti Íslands,
átti þátt í að stofna til þingsins.
Y f i r l i t
Í dag
Fréttaskýring 8 Minningar 28
Vesturland 11 Dagbók 32
Úr verinu 12 Víkverji 32
Viðskipti 13 Velvakandi 33
Erlent 14/15 Staður og stund 34
Daglegt líf 16/17 Menning 36/41
Listir 18 Bíó 38/41
Umræðan 19/27 Ljósvakamiðlar 42
Bréf 25 Veður 43
Forystugrein 22 Staksteinar 43
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann
Björnsson, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Magnús
Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri,
sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
ARI Edwald, forstjóri 365, gagnrýnir
harðlega auglýsingar Skjás eins þess
efnis að það sé krafa 365 að stöðva
endurvarp erlendra sjónvarpsstöðva
þegar sent sé út frá HM-leikjum og
segir umræddar auglýsingar gefa al-
ranga mynd af aðstæðum. Segir hann
ekki rétt að krafan sé komin frá 365
heldur sé hún sett fram af erlendum
rétthafa myndefnisins sem hafi selt
365 einkaréttinn á Íslandi.
„Það er seljandi þessa efnis, sem
selur okkur þennan sýningarrétt hér-
lendis, sem auðvitað gætir að því
sjálfur að selja ekki öðrum sama
rétt,“ segir Ari og bendir á að það sé
því seljandinn sem komi þeim skila-
boðum til erlendu stöðvanna að þær
hafi ekki leyfi til að dreifa efninu hér-
lendis. „Þannig að það þarf enga
kröfu frá okkur til þess að þeir, sem
gera við okkur samninga, standi við
þá,“ segir Ari og bendir á að eðlilega
geti seljandinn ekki selt sama efnið
margsinnis í sama landinu. „Enda
hefðum við væntanlega ekki verið til-
búnir að greiða sama verð fyrir þenn-
an sýningarrétt ef allir aðrir mættu
sýna sama efni á sama tíma á sama
markaði.“
Að sögn Ara er þetta ekkert frá-
brugðið því sem gerist með aðrar út-
sendingar hérlendis. Nefnir hann
máli sínu til stuðnings að þegar Rík-
issjónvarpið sýni frá Formúlukeppn-
inni þá sé sama efni ekki endurvarpað
á erlendum sjónvarpsrásum þar sem
RÚV hafi einkarétt á myndefninu
hérlendis.
Aðspurður hvort borist hafi kvart-
anir frá áskrifendum, sem kaupa að-
gang að erlendum rásum gegnum hið
stafræna útsendingarsvæði 365 ljós-
vakamiðla, Digital Ísland, vegna þess
að ekki sé hægt að horfa á HM-leiki á
erlendu stöðvunum, svarar Ari því
neitandi. „Enda höfum við í sölu á
okkar fjölvarpi ekki haldið því að fólki
að það muni geta horft á efni í gegn-
um þessar rásir sem þessar erlendu
stöðvar hafi ekki leyfi til að senda út
hér,“ segir Ari og segist vona að aðr-
ar sjónvarpsstöðvar hafi ekki verið að
lofa áskrifendum sínum einhverju
sem þeir geti ekki staðið við.
Talsvert borist af kvörtunum
Í samtali við Magnús Ragnarsson,
sjónvarpsstjóra Skjás eins, segir
hann fyrirtækinu hafa borist nokkuð
af kvörtunum frá áskrifendum vegna
þess að ekki væri endurvarpað frá
HM-leikjum þegar þær væru á dag-
skrá erlendra stöðva sem við-
skiptavinir eru með í áskrift. „Auðvit-
að hafa 365 rétt á að setja fram þessa
kröfu, en fólk áttar sig kannski ekki
endilega á því þegar það kaupir
áskrift að erlendri rás, hvort sem er
hjá okkur eða Digital Ísland,“ segir
Magnús sem telur að viðskiptavinir
beggja kerfa séu vansælir með þetta
fyrirkomulag. Aðspurður hvort veitt-
ur verði einhver afsláttur til handa
áskrifendum sökum þess að þeir geti
ekki séð allt efni á þeim erlendu
stöðvum sem þeir eru með í áskrift
segir Magnús að ekki hafi verið tekin
afstaða til þess að svo komnu máli.
„Við lendum bara í fjárhagslegu tjóni
ef við ætlum að fara að endurgreiða
áskriftargjöld eða veita afslætti
vegna kröfu sem er tilkomin frá 365.“
Að sögn Magnúsar er krafan um
stöðvun endurvarps HM-leikja sett
fram af erlendu rásunum sjálfum sem
krefjast þess að einkarétturinn til út-
sendinga hérlendis sé virtur. Segir
Magnús fyrirtækið ekki eiga kost á
öðru en að hlíta því þar sem það gæti
annars verið að stefna samningsstöðu
sinni við erlendu rásirnar í hættu auk
þess að baka sér skaðabótakröfu.
Bendir hann á að sama staða hafi
verið upp á teningnum í kringum síð-
asta HM-mót. Tekur hann fram að í
ljósi reynslunnar þá hafi margir
áskrifendur ekki átt von á öðru nú en
að leikjunum yrði ekki endurvarpað
hérlendis. „Góðu fréttirnar eru hins
vegar þær að þetta er vonandi í síð-
asta sinn sem málum verður komið
fyrir með þessum hætti,“ segir
Magnús og bendir á að allar líkur séu
á að RÚV hljóti útsendingarréttinn
fyrir HM árið 2010 í samræmi við
Evróputilskipun sem skilgreini stór-
íþróttaviðburði á borð við HM sem
sjónvarpsefni í almannaþágu.
Krafan sett fram af erlendum
rétthöfum myndefnisins
Ari
Edwald
Magnús
Ragnarsson
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
KAUPENDUR Morgunblaðsins fengu ekki allir blaðið með sömu forsíð-
unni í gær. Þegar búið var að prenta hluta af upplaginu um miðjan dag í
gær var forsíðunni breytt og raunar baksíðu blaðsins einnig.
Frétt um ræðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur á flokksstjórnarfundi
Samfylkingarinnar á forsíðu var færð á baksíðuna þegar fyrir lágu þær
breytingar sem yrðu á ríkisstjórn. Kom frétt þar að lútandi í staðinn á for-
síðuna. Sú sem er til hægri var prentuð á undan.
Tvær forsíður
TAÍLENDINGAR hylla þessa dag-
ana konung sinn, Bhumibol Adula-
yadej, en sextíu ár eru um þessar
mundir síðan hann settist í stól
konungs. Taílendingar búsettir á
Íslandi, en þeir eru um eitt þúsund,
voru engin undantekning og héldu
þeir hátíð í Ráðhúsi Reykjavíkur á
laugardag. Dagskrá hátíðarinnar
var helguð lífi og starfi konungs-
ins, flutt voru söng- og dansatriði
og taílensk matargerð kynnt.
Munkur búddistafélagsins hélt svo
kynningu á konunginum í máli og
myndum. Að hátíðinni stóðu að-
alræðisskrifstofa Taílands á Ís-
landi, Búddistafélag Íslands og
Taílensk-íslenska samfélagið.
Bhumibol er 79 ára gamall og varð
því konungur aðeins 19 ára. Eng-
inn núverandi þjóðhöfðingi í heim-
inum hefur setið jafn lengi á valda-
stóli og hann.
Morgunblaðið/ Jim Smart
Taílands-
konungur
hylltur
Áreitti
tvær sjö
ára stúlkur
LÖGREGLUNNI í Reykjavík
barst um sjöleytið í gærkvöldi
tilkynning um að maður hefði
haft í frammi ósiðsamlegt at-
hæfi fyrir framan tvær sjö ára
stúlkur sem voru að leik í
sandkassa við leikskólann
Laugaborg í Lækjahverfinu í
Reykjavík.
Lögreglan í Reykjavík leit-
aði mannsins í gærkvöldi en
hann hafði ekki fundist þegar
blaðið fór í prentun. Maðurinn
er talinn vera um tvítugt, um
190 sentimetrar á hæð, með
ljósbrúnt hár og var klæddur
röndóttri peysu með kraga
samkvæmt upplýsingum lög-
reglu.