Morgunblaðið - 12.06.2006, Page 6
6 MÁNUDAGUR 12. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
HÁTÍÐARHÖLDIN á sjómanna-
deginum á Akureyri voru með
óvenjulegu sniði í ár, en segja má að
þau hafi farið fram í skugga hins
hörmulega atburðar er tveir menn úr
áhöfn Akureyrinnar EA-110 létust
þegar eldur kom upp í skipinu fyrir
skömmu.
Enginn opinber sjómannadansleik-
ur var að þessu sinni haldinn og er
það í fyrsta sinn um áratugaskeið sem
slík skemmtun er ekki haldin í
tengslum við sjómannadaginn. Ekki
var heldur efnt til kappróðurs og reip-
togs, sem jafnan hafa verið fastir liðir
í dagskrá sjómannadagsins.
Sjómannamessur voru í gærmorg-
un haldnar bæði í Akureyrarkirkju og
Glerárkirkju, og að þeim loknum var
lagður blómsveigur að minnisvarða
um týnda og látna sjómenn, en minn-
isvarðinn stendur við Glerárkirkju.
Áhöfnin á Kaldbaki EA-1 gefur blóm-
sveiginn.
Minningarathöfn og fjölskylduhá-
tíð var haldin síðdegis á hafnarsvæð-
inu. Þar stýrði séra Arnaldur Bárð-
arson bænastund þar sem beðið var
fyrir skipverjunum sem fórust í elds-
voðanum á Akureyrinni EA. Sjó-
mannafélag Eyjafjarðar heiðraði við
það tækifæri áhöfn Akureyrarinnar
fyrir hetjulega framgöngu þegar eld-
urinn kom upp. Áhöfnin var reyndar
ekki viðstödd en fær heiðursmerki frá
félaginu afhent síðar.
Að því loknu var stutt fjölskyldu-
skemmtun, á hófstilltum nótum, þar
sem kappróðrarbátar Sjómannadags-
ráðs voru til sýnis á hátíðarsvæðinu,
fólki var boðið upp á siglingu með
Húna II og félagar í Björgunarsveit-
inni Súlum sýndu björgun á manni úr
sjó með hjálp svonefnds slöngubáts.
Ljósmynd/Kristján
Húni II á Pollinum og félagar í Björgunarsveitinni Súlum á slöngubátnum.
Heiðruðu áhöfn
Akureyrinnar
Hátíðahöld á Sjómannadaginn í
skugga slyssins hörmulega á dögunum
SJÓMANNADAGURINN var hald-
inn hátíðlegur í gær og að venju
sótti fjöldi fólks skipulagðar hátíðir
sem fram fóru í sjávarplássum
landsins. Dagurinn var nú haldinn
hátíðlegur í 69. skipti.
Frá árinu 1999 hefur sjó-
mannadagurinn í Reykjavík verið
haldinn samhliða svokölluðum
Hafnardegi undir heitinu Hátíð
hafsins. Þrátt fyrir rigningu var
fjölmennt við Reykjavíkurhöfn þar
sem margt var á boðstólum fyrir
alla fjölskylduna og gátu flestir
fundið eitthvað við sitt hæfi. Margir
höfðu tekið regnhlífina með sér en
aðrir létu sér nægja dagblað, eins
og sjá má á af meðfylgjandi mynd. Morgunblaðið/Jim Smart
Fjölmenni í
Reykjavík
þrátt fyrir
rigningu
Mikið var um dýrðir þegar sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur víða um land í gær
EINAR K. Guðfinnsson, sjávarút-
vegsráðherra, gerði stöðu þorsk-
stofnsins að umtalsefni í ávarpi sínu
við hátíðarhöld í tilefni sjómanna-
dagsins í Reykjavík í gær. Hann sagði
hvorki ganga né reka í uppbyggingu
þorsksins og að móta yrði uppbygg-
ingarstefnu til lengri tíma varðandi
þorskstofninn. Slíkt myndi að öllum
líkindum kalla á tímabundnar fórnir.
„Nýleg veiðiráðgjöf sem okkur var
kunngerð um síðustu helgi segir í
raun að okkur miði ekkert hvað
þorskinn áhrærir. Það getum við ekki
búið við. Í rauninni eigum við ekki
nema einn kost; sem er sá að skapa
þær forsendur að við sjáum uppbygg-
ingu helsta nytjastofns okkar á næstu
árum. [...] Þau úrræði sem helst hefur
verið bent á, leiða til minnkandi veiði
á einhverjum sviðum sem mun hafa
neikvæð áhrif á tekjumyndun sjávar-
útvegsins til skemmri tíma. Slíkt er
þá aðeins réttlætanlegt að við teljum
að það færi okkur árangur sé litið til
lengri tíma. Þetta er okkar stóra
verkefni á komandi tímum,“ sagði
Einar.
Einar fjallaði jafnframt um samspil
alþjóðavæðingarinnar og íslensks
sjávarútvegs og sagði forsendu þess
að hann dafnaði hér væri markaðs-
aðgangurinn erlendis.
„Ákvörðun úti í heimi hefur áhrif á
okkur og ákvarðanir okkar geta jafn-
vel haft áhrif langt út fyrir landsins
steina. Þær ákvarðanir sem við tök-
um og máli skipta verðum við að
íhuga nú, betur en nokkru sinni fyrr
með hliðsjón af þessu. Þetta á ótví-
rætt við þegar við ákveðum heildar-
aflamark okkar. til okkar er litið utan
Sjómenn eru ánægðir
og stoltir af starfi sínu
Morgunblaðið/ Jim Smart
Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra sagði meðal annars í ræðu
sinni að uppbygging þorskstofnsins kallaði á tímabundnar fórnir.
úr heimi sem mikils fyrirmyndar-
lands að flestu leyti í sjávarútvegi.
Menn lofa ábyrga auðlindanýtingu Ís-
lendinga, þekkja tækniframfarir í
sjávarútveginum og gapa í forundran
yfir afköstum íslenskra sjómanna. Af-
urðirnar sem við framleiðum njóta
álits fyrir vöruvöndun og fyrir að vera
unnar úr sjálfbærum fiskistofnum.
Þessi velvilji og góði orðstýr á snaran
þátt í því að fiskafurðir okkar eru svo
eftirsóttar sem raun ber vitni.“
85 af hundraði ánægðir í starfi
Einar greindi einnig frá niðurstöð-
um skoðanakönnunar sem gerð var
meðal sjómanna en þar kom í ljós að
um 85 af hundraði sögðust bæði
ánægðir og stoltir af starfi sínu. Þá
kom einnig fram að meira en tveir af
hverjum þremur hyggjast vera til
sjós næstu tvö til fimm ár eða þaðan
af lengur.
„Svona afdráttarlausa afstöðu taka
menn ekki nema vera vissir í sinni sök.
Það er gott að vera sjómaður að þeirra
eigin mati og þeir eru bæði ánægðir og
stoltir af starfi sínu. Þetta eru góð tíð-
indi sem ég tel að skipti miklu máli.
Fyrst og fremst vitaskuld fyrir sjó-
mennina sjálfa og fjölskyldur þeirra,
en einnig fyrir þjóð okkar í heild, vegna
þeirrar þýðingarmiklu stöðu sem sjó-
menn gegna í þjóðfélagi okkar.“
ÁRLEGUR Esjudagur sem haldinn er af
Ferðafélagi Íslands og Sparisjóði Reykja-
víkur og nágrennis fór fram í gær. Var af
því tilefni haldið kapphlaup upp á Esjuna
auk þess sem haldin var fjölskylduhátíð við
Mógilsá. Í tilefni dagsins komu aðstand-
endur hátíðarinnar fyrir nýjum skiltum í
Esjunni, hönnuðum af Árna Tryggvasyni,
þar sem upplýsingar er að finna fyrir
göngufólk.
Á fjölskylduhátíðinni var margt í boði
fyrir börn og fullorðna. Meðal þeirra sem
þar komu fram voru Benedikt búálfur,
trúðurinn Moli og ýmsir flytjendur úr Idol-
stjörnuleitinni. Krakkar gátu þar einnig
skemmt sér í hoppukastala.
Nýlega var svokallaður Esjuklúbbur
stofnaður af sömu aðilum og standa fyrir
Esjudeginum. Markmið félagsskaparins er
að hvetja borgarbúa til að fara í göngu-
ferðir á Esjuna og stunda útiveru, hreyf-
ingu og heilbrigða lífshætti. Jafnframt mun
klúbburinn beita sér fyrir uppbyggingu
gönguleiða og aðstöðu fyrir göngumenn á
Esjunni. Öllum þeim sem skrá nafn sitt og
netfang í gestabók Ferðafélags Íslands á
Þverfellshorni er boðin þátttaka í Esju-
klúbbnum.
Fjölskylduhátíð Sparisjóðsins
og Ferðafélags Íslands haldin
við Esjurætur í níunda sinn
Morgunblaðið/Jim Smart