Morgunblaðið - 12.06.2006, Síða 8
8 MÁNUDAGUR 12. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Svona, láttu ekki svona kjánalega, Guðni minn, það er nú varla verra að kyssa mig en belju.
Í menntamálaráðu-neytinu er nú veriðað skoða hvernig best
er að haga fjárframlögum
til fornleifarannsókna hér
á landi, en árið í ár er síð-
asta árið sem Kristnihá-
tíðarsjóður ver fjármun-
um til fornleifarannsókna.
Sjóðurinn veitir í ár tæp-
lega 60 milljónum króna
til fornleifarannsókna.
Kristnihátíðarsjóður var
stofnaður árið 2000 og
hefur á fimm árum varið
um 500 milljónum til forn-
leifarannsókna.
Dr. Kristín Huld Sigurðardótt-
ir, forstöðumaður Fornleifa-
verndar ríkisins, segir að í ár sé
varið 100–150 milljónum til forn-
leifarannsókna hér á landi. Fjár-
magnið komi úr Kristnihátíðar-
sjóði, sveitarfélögum,
rannsóknarsjóðum og víðar. Þá
styrki Fornleifasjóður fornleifa-
rannsóknir, en hann fékk aðeins 5
milljónir á fjárlögum þessa árs.
Kristín Huld segir mikilvægt að
verja áfram verulegum fjármun-
um til rannsókna á fornleifum.
M.a. þurfi að tryggja fjármagn til
rannsókna og skráningar á því
sem grafið hefur verið upp því
það sé til lítils að grafa ef ekki séu
unnar ítarlegar skýrslur um
rannsóknirnar.
Áfram grafið á sögustöðum
Kristín Huld segir að í ár verði
grafið á álíka mörgum stöðum og
síðustu ár. Haldið verðið áfram
með stóru rannsóknarverkefnin á
Hólum, Skálholti, Þingvöllum,
Gásum, Skriðuklaustri og Kirkju-
bæjarklaustri. Hún sagði að
þarna hefðu verið stundaðar mjög
áhugaverðar rannsóknir á undan-
förnum árum. Reyndar sé það af-
staða Fornleifaverndar að það sé
óæskilegt að grafa í friðlýstar
fornleifar, en fornleifar á þessum
þekktu sögustöðum eru friðlýst-
ar.
Í lögum um Kristnihátíðarsjóð
er beinlínis tekið fram að sjóð-
urinn eigi „að kosta fornleifarann-
sóknir á helstu sögustöðum þjóð-
arinnar, m.a. á Þingvöllum, í
Skálholti og á Hólum“. Um 700–
800 fornleifar á Íslandi eru frið-
lýstar, en talið er að a.mk. 200
þúsund fornleifar séu á Íslandi,
en þá er átt við minjar sem eru
eldri en 100 ára.
Kristnihátíðarsjóður hefur
einnig styrkt fornleifarannsókn-
ina í Reykholti sem staðið hefur í
mörg ár. Uppgröftur þar hófst í
byrjun mánaðarins. Í ár verður
viðfangsefni rannsóknarinnar
gamla kirkjustæðið en í fyrra-
sumar voru grafarar komnir nið-
ur á mannvistarlög frá 15. öld.
Ætlunin er að ljúka við uppgröft
kirkjunnar nú í júní.
Í ár verður einnig unnið að
smærri rannsóknum víða um
land. Í sumar verður t.d. grafið í
rúst í Þorskafirði sem talið er
vera hof eða bænhús. Haldið verði
áfram að rannsaka víkingaaldar-
skála og fleiri minjar í Vatnsfirði.
Sömuleiðis verður haldið áfram
rannsókn á minjum um veru
Baska í Skálavík á Vestfjörðum.
Þá verður grafið í rúst á Högna-
stöðum á Flúðum. Könnuð verður
gömul verstöð í Skálavík á Langa-
nesi. Þá verður kannað hvort rúst
á Sólheimum í Landbroti er af
landnámsskála. Umsóknir um
fleiri rannsóknarleyfi bíða af-
greiðslu hjá Fornleifavernd. Á
þessum stöðum er fyrst og fremst
verið að kanna rústirnar, hugs-
anlega með það í huga að fara út í
viðameiri uppgröft síðar.
Mikið um
framkvæmdarannsóknir
Fornleifafræðingar eru ekki
bara að rannsaka rústir sem þeir
sjá og finnst áhugavert að skoða.
Þeir eru einnig að rannsaka staði
þar sem fyrirhugað er að fara út í
framkvæmdir af ýmsu tagi. Krist-
ín Huld segir að rannsóknir af
þessu tagi séu mjög að aukast.
Hún segir þetta endurspegli um-
svif í efnahagslífi þjóðarinnar.
Dæmi um rannsóknir af þessu
tagi eru fornleifarannsóknir í
grunni tónlistar- og ráðstefnu-
húss í miðbæ Reykvíkur. Einnig
hefur verið veitt leyfi til rann-
sókna á Stað í Hrútafirði vegna
vegaframkvæmda sem þar eru
fyrirhugaðar.
„Það sem við teljum að beri að
leggja áherslu á er svokölluð forn-
leifaskráning. Henni hefur aldrei
verið lokið á Íslandi. Hún er und-
irstaða þess að við vitum hvað er
á hverjum stað. Eins hjálpar
þetta framkvæmdaaðila. Hann
veit þá hvað er í jörðinni. Þetta
getur bæði lækkað kostnað við
framkvæmdirnar og eins sparað
tíma,“ sagði Kristín Huld. Hún
sagði þetta viðamikið verkefni og
það þyrfti að verja til þess aukn-
um fjármunum.
Fram að þessu hafa fram-
kvæmdaaðilar borgað skráningu
þar sem unnið hefur verið að
skráningu. Vegagerðin hefur var-
ið fjármunum í þessu skyni, en
einnig hvílir lagaskylda á sveit-
arfélögunum hvað þetta varðar
þegar þau eru að láta vinna skipu-
lagstillögur.
Samkvæmt skýrslu sem Sól-
borg Una Pálsdóttir, verkefnis-
stjóri skráningarmála hjá Forn-
leifavernd ríkisins, vann í vetur er
áætlað að aðeins sé búið að skrá
um 15% heildarfjölda fornleifa.
Fréttaskýring | Fornleifarannsóknir verða
stundaðar víða um land í sumar
Kristnihátíðar-
sjóður tæmdur
Stjórnvöld skoða hvernig hægt er að
tryggja fjármögnun fornleifarannsókna
Frá uppgreftri á Hofstöðum í Mývatnssveit.
Svipaður fjöldi fornleifa-
rannsókna og verið hefur
Í fyrra gaf Fornleifavernd rík-
isins út 41 leyfi til fornleifarann-
sókna. Það var svipað og árin
þar á undan. Búið er að gefa út
21 leyfi í ár en forstöðumaður
Fornleifaverndar reiknar með að
gefin verði út álíka mörg leyfi á
ár og undanfarin ár. Flest leyfin
eru gefin út til einkafyrirtækja
sem starfa á þessu sviði, en op-
inberir aðilar hafa dregið mikið
úr umsvifum á þessu sviði á und-
anförnum árum.
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
„Á hinn bóginn kom fram einlægur
vilji viðstaddra til þess að efla sam-
starf Íslendinga, Grænlendinga og
Færeyinga á sviði ferðamála,“ segir
Halldór og tekur fram að í framsögu
Árna Gunnarssonar, framkvæmda-
stjóra Flugfélags Íslands, hafi komið
fram að það sem helst hái ferðaþjón-
ustunni á Grænlandi sé annars vegar
að flugbrautir þar séu margar hverjar
of stuttar og hins vegar sú staðreynd
að sáttmálinn sem nefndur hefur ver-
ið Open sky sé ekki í gildi á Græn-
landi, en samningurinn heimilar flug-
félögum frá hinum ýmsu löndum að
fljúga til landanna með sama rétti og
innlend flugfélög. „Við teljum að það
sé óhjákvæmilegt að opna fyrir frjálst
MÁLEFNI vestnorrænna ferðamála
og ferðaþjónustu auk samstarfs vest-
norrænu landanna í ferðamálum voru
til umræðu á árlegri þemaráðstefnu
Vestnorræna ráðsins sem haldin var
dagana 6.-9. júní sl. í bænum Maniit-
soq á Grænlandi. Ráðstefnan var að
þessu sinni helguð ferðamálum.
„Það má segja að tvennt hafi staðið
upp úr á þessari ráðstefnu,“ segir
Halldór Blöndal, formaður Íslands-
deildar Vestnorræna ráðsins, sem
sótti ráðstefnuna fyrir hönd Alþingis
ásamt þingmönnunum Önnu Kristínu
Gunnarsdóttur, Helga Hjörvar,
Magnúsi Stefánssyni, Sigurjóni Þórð-
arsyni og Sigurrós Þorgrímsdóttur.
„Annars vegar bauð Olav Stavad,
formaður Norðurlandaráðs, upp á
nánara samstarf Norðurlandaráðs og
Vestnorræna ráðsins með því að
Grænlendingar og Færeyingar
fengju sterkari stöðu innan Norður-
landaráðsins en þeir hafa núna. Og
við sem erum í stjórn Vestnorræna
ráðsins tókum hann auðvitað á orðinu
og höfum falið embættismönnum
okkar að fylgja þessu eftir með það í
huga að Færeyjar og Grænlendingar
komi þar sterkar inn og helst með
sama rétt og aðrar Norðurlandaþjóð-
ir,“ segir Halldór Blöndal.
flug milli landa til að hjálpa ferðaþjón-
ustunni á Grænlandi að koma undir
sig fótunum.“
Að mati Halldórs hefur Grænland
upp á afskaplega margt að bjóða á
sviði ferðamennsku, m.a. einstaka
náttúrufegurð og lifandi tengsl við
hina gömlu veiðimenningu. Segir
hann allar móttökur hafa verið til
mikillar fyrirmyndar og að ráðstefnu-
gestum hafi verið boðið að smakka
jafnt sel, sauðnautasteik, hákarl, hval
og fugl. „Við gistum á hóteli sem
stendur niðri við höfnina og það var
mjög gaman að fyrsta kvöldið sem við
gistum þar þá sáum við hvar hnúfu-
bakar léku sér rétt utan við hafnar-
garðinn,“ segir Halldór að lokum.
Vilji til að efla samstarf
landanna í ferðamálum
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
Ole Stavad, Halldór Blöndal og Søren Lyberth, borgarstjóri Maniitsoq.
TALSVERÐAR hækkanir hafa orðið
milli ára á sumarnámskeiðum margra
íþróttafélaga, skv. nýrri könnun verð-
lagseftirlits Alþýðusambands Íslands
(ASÍ).
Kannað var verð á sambærilegum
námskeiðum íþróttafélaga, á vegum
íþrótta- og tómstundaráða og -nefnda
sveitarfélaga, skátafélaga, siglinga-
klúbba og reiðskóla, auk þess sem
gjöld fyrir skólagarða í nokkrum
sveitarfélögum voru skoðuð.
Kemur fram í frétt á vefsíðu ASÍ
að mest var hækkunin á námskeiðs-
gjaldi hjá Fimleikafélaginu Björk í
Hafnarfirði sem hækkaði um 80%
milli ára. Námskeið á vegum sveitar-
félaganna hækkuðu mest á Seltjarn-
arnesi, eða um 13-14%, og í Reykjavík
um 5%.
Knattspyrnuskólar fyrir börn frá 5
ára aldri eru víða starfandi og kostar
tveggja vikna námskeið hálfan daginn
frá 4.500 krónum hjá Leikni í Reykja-
vík og Gróttu á Seltjarnarnesi upp í
11.000 krónur hjá Þrótti í Reykjavík.
Önnur námskeið íþróttafélaganna
eru af ýmsum toga en eiga þó flest
sameiginlegt að vera leikjanámskeið
með áherslu á íþróttaiðkun.
Af þeim námskeiðum sem starf-
rækt eru á vegum íþrótta- og tóm-
stundaráða og -nefnda sveitarfélaga
hefur verð hækkað á námskeiðum á
vegum ÍTR í Reykjavík og Íþrótta-
og tómstundaráðs Seltjarnarness.
Verð á sumarnámskeiðum
fyrir börn hefur hækkað