Morgunblaðið - 12.06.2006, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JÚNÍ 2006 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
HAGSTOFA Íslands birtir í dag
verðbólgumælingar júnímánaðar en
verðbólga síðustu tólf mánaða
mældist 7,6% í maí. Verðbólga án
húsnæðis mældist hins vegar 5,4% á
sama tímabili.
Greiningardeildir bankanna spá
0,7-0,9% hækkun á vísitölu neyslu-
verðs milli mánaða sem þýðir að
verðbólga síðustu tólf mánuði mun
standa í stað reynist hækkunin 0,7%
en aukast í 7,8% reynist hækkunin
0,9%.
Greining Glitnis segir að enn legg-
ist flest á eitt við hækkun verðlags
og útlit sé fyrir 0,9% hækkun vísi-
tölu neysluverðs. Íbúðaverð hækki
enn af krafti þrátt fyrir vaxtahækk-
un og aukna verðbólgu og einnig
hækki verð innfluttra vara áfram í
kjölfar gengislækkunar krónunnar.
Þá segir Greining að gangi spá sín
eftir sé um að ræða 26. mánuðinn í
röð þar sem verðbólgan reynist um-
fram verðbólgumarkmið Seðlabank-
ans.
Gerir Greining ráð fyrir því að
verðbólgan ná hámarki í byrjun
næsta árs í ríflega 9% en hún muni
hins vegar hjaðna hratt á næsta ári
og verðbólgumarkmiði Seðlabank-
ans verði náð við árslok 2007.
Greiningardeild Landsbankans
gerir ráð fyrir því að vísitala neyslu-
verðs hækki um 0,7% en þá mun tólf
mánaða verðbólga haldast óbreytt. Í
spánni er helst litið til þess mikla
verðbólguþrýstings sem ríkir í land-
inu og almennra verðhækkana á
vörum og þjónustu.
Fasteignaverð hækkar enn
Greiningardeild KB banka spáir
0,8% hækkun og telur að hækkun á
innfluttum varningi og hækkandi
húsnæðisverð leggi mest til hækk-
unar á vísitölunni. Segir greining-
ardeildin að fasteignaliðurinn verði
að þessu sinni drjúgur hluti hækk-
unarinnar en fasteignaverð hækkaði
um 1,1% í apríl og hefur hækkað um
1,6% að meðaltali síðastliðna þrjá
mánuði.
Greiningardeild KB banka segir
jafnframt að litlar vísbendingar séu
um samdrátt á fasteignamarkaði í
maí, en 779 kaupsamningum um
fasteignir var þinglýst við sýslu-
mannsembættin á höfuðborgar-
svæðinu í maí samkvæmt upplýsing-
um frá Fasteignamati ríkisins.
Heildarupphæð veltu nam 22 millj-
örðum króna og meðalupphæð á
hvern kaupsamning var 28,2 millj-
ónir króna. Eru þetta 26,1% fleiri
samningar og 29,4% meiri velta en í
apríl og 7,4% fleiri samningar og
29,3% meiri velta en í maí í fyrra.
Hafa ber þó í huga að í apríl voru
óvenju margir frídagar sem gerir
samanburð milli mánaða erfiðan.
Íbúðalán bankanna hafa samt sem
áður dregist saman á milli ára en
þau námu tæpum 7,5 milljörðum
króna í maí og hafa ekki verið lægri
síðan bankarnir tóku að bjóða íbúða-
lán í ágúst 2004. Í sama mánuði á
síðasta ári námu íbúðalán bankanna
19,1 milljarði króna. Þetta er meðal
þess sem fram kemur í nýjum tölum
Seðlabankans.
Greiningardeild Landsbankans
spáir því að fasteignamarkaðurinn
muni kólna umtalsvert á næstunni,
vegna mikils framboðs nýbygginga
og hærri vaxta. Gerir hún ráð fyrir
því að hækkun fasteignaverðs á
þessu ári nemi 5%, sem feli í sér að
fasteignaverð ætti að haldast
óbreytt að meðaltali það sem eftir er
ársins. Þó útilokar greiningardeildin
ekki að fasteignaverð hækki eitt-
hvað áfram, en fari svo lækkandi
þegar líði á haustið. Frekari verð-
hækkanir nú auki því líkur á verð-
lækkunum síðar.
Hagstofan birtir verðbólgumælingar fyrir júnímánuð í dag
Spá 7,6–7,8% verðbólgu
Eftir Sigurhönnu Kristinsdóttur
sigurhanna@mbl.is
Morgunblaðið/ÞÖK
LÍFSKJÖR á Íslandi eru með þeim
bestu í heiminum en það stafar meðal
annars af því hversu opið hagkerfið
er, það hefur gert Íslandi kleift að
sérhæfa sig á ákveðnum sviðum við-
skipta. Þetta er meðal þess sem fram
kemur í nýrri skýrslu Alþjóðavið-
skiptastofnunarinnar (WTO) um ný-
lega úttekt stofnunarinnar á íslenskri
viðskiptastefnu og greint er frá í
Stiklum, vefriti viðskiptastofu. Í síð-
ustu viku lauk þriðju endurskoðun
stofnunarinnar á viðskiptastefnu Ís-
lands en úttektin fer fram á sex ára
fresti og er þá fjallað um helstu breyt-
ingar sem hafa átt sér stað í viðskipta-
umhverfi landsins frá síðustu úttekt.
Fram kemur í Stiklum að jákvæð
mynd sé dregin upp af íslensku við-
skipta- og efnahagslífi. Ísland hafi á
tímabilinu aukið fjölbreytni í efna-
hagslífi og unnið að þjóðhagslegum
breytingum í frjálsræðisátt. Breyt-
ingar á viðskiptaumhverfi, meðal ann-
ars einkavæðing ríkisfyrirtækja,
stuðningur við rannsóknir og þróun
og skattalækkanir hafi haft jákvæð
áhrif. Þá er Ísland sagt gott dæmi um
hvernig lítil efnahagskerfi með til-
tölulega fáar auðlindir geti byggt upp
þekkingu og nýsköpun og þannig
hagnast á þátttöku í hinu fjölþjóðlega
efnahagslífi.
Lífskjör á
Íslandi með
þeim bestu
í heiminum
♦♦♦