Morgunblaðið - 12.06.2006, Qupperneq 14
14 MÁNUDAGUR 12. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Skordýr í Elliðaárdal
Orkuveitan efnir til göngu- og fræðsluferðar í
Elliðaárdal undir leiðsögn Guðmundar Halldórssonar,
skordýrafræðings, þriðjudagskvöldið 13. júní kl. 19.30.
Gengið verður um dalinn og hugað
að þeim smádýrum sem þar búa.
Þátttakendur eru hvattir til að hafa
með sér stækkunargler. Gangan hefst
við Minjasafn Orkuveitu Reykjavíkur.
www.or.is
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
O
RK
3
30
97
06
/2
00
6
Kairó, Bagdad. AP, AFP. | Al-Qaeda-
hryðjuverkasamtökin í Írak hótuðu í
gær „stórkostlegum árásum“ í Írak
og fullyrtu ennfremur, að dauði leið-
toga þeirra, Abu Musab al-Zarqawis,
myndi engin áhrif hafa á styrk
þeirra. Ekkert kom fram um það
hver tæki við af honum.
Í yfirlýsingunni sagði, að Osama
bin Laden, leiðtogi al-Qaeda, ætti eft-
ir að „upplifa atburði, sem myndu
gleðja hjarta hans“ og þar var talað
um árásir, sem myndu „skekja óvin-
inn eins og lauf í vindi“.
Komu þessar hótanir fram á vef-
síðu, sem íslamskir öfgamenn nota
mikið og al-Qaeda hefur áður nýtt
sér. Nokkrar vangaveltur hafa verið
um hugsanlegan eftirmann al-Zar-
qawis en talsmenn Bandaríkjahers í
Írak segja líklegt, að hann verði
Egyptinn Abu Ayyub al-Masri en
nokkurt fé hefur verið sett honum til
höfuðs.
Sagðir hafa
barið al-Zarqawi
Tvö bresk dagblöð, The Observer
og The Sunday Times, sögðu í gær,
að hugsanlega hefði al-Zarqawi verið
barinn til dauðs af bandarískum her-
mönnum. Áður hefur komið fram, að
hann lifði af loftárásina á húsið í Ba-
quba mikið særður.
Blöðin hafa það eftir vitnum, sem
komu á vettvang strax eftir árásina,
að bandarískir hermenn hefðu dregið
al-Zarqawi út úr sjúkrabíl, sem búið
var að setja hann í, dregið af honum
kuflinn, vafið honum um höfuðið og
barið síðan þar til hann gaf upp önd-
ina.
George Casey hershöfðingi og yf-
irmaður herafla bandamanna í Írak
neitaði í gær þessum fréttum og
sagði, að þegar bandarísku hermenn-
irnir hefðu komið á vettvang, hefði
verið búið að koma al-Zarqawi fyrir í
íröskum sjúkrabíl. Hefðu þeir þá
reynt að hlúa að honum en hann hefði
látist af sárum sínum.
Árás á breska hermenn
Að minnsta kosti fimm óbreyttir
borgarar týndu lífi og margir særð-
ust er til skotbardaga kom í gær milli
breskra hermanna og vopnaðra sjíta-
sveita í borginni Al-Amara í Suður-
Írak. Sagt er, að sjítarnir hafi fyrst
kveikt í á markaðstorgi borgarinnar
og síðan hafið skothríð er bresku her-
mennirnir komu á vettvang.
Héraðsráðið í Amara tilkynnti í
gær, að öllu samstarfi við breska her-
liðið hefði verið hætt vegna átakanna
í borginni. Kenndi það því um mann-
fallið meðal óbreyttra borgara.
Fyrst eftir innrásina í Írak og lengi
framan af var allt kyrrara í suður-
hlutanum en norðar í landinu enda
sjítar í miklum meirihluta þar. Að
undanförnu hefur þó árásum á
breska herliðið, sem er með höfuð-
stöðvar sínar við Basra, fjölgað mik-
ið.
Íraksstjórn sleppti í gær 230 föng-
um en það er liður í því að auka líkur
á sátt milli sjíta og súnníta. Í síðustu
viku voru 594 fangar látnir lausir en
alls er stefnt að því að sleppa um
2.000 manns.
Al-Qaeda hótar
hefndarárásum
Vísað á bug að al-Zarqawi hafi verið barinn til dauðs
AP
Nokkrir af föngunum 230, sem látnir voru lausir í gær. Stefnt er að því að
sleppa 2.000 manns í því skyni að auka líkur á sáttum milli súnníta og sjíta.
Miami. AP, AFP. | Þrír fangar í
fangabúðum Bandaríkjamanna í
Guantanamo á Kúbu styttu sér ald-
ur í klefum sínum aðfaranótt laug-
ardagsins. Líkti bandarískur her-
foringi dauða mannanna við
„hernaðaraðgerð“ gegn Bandaríkj-
unum en talið er, að þessi atburður
muni kynda enn undir gagnrýni á
Guantanamo en föngunum þar er
haldið án ákæru og án þess, að við-
urkennt sé, að þeir eigi að njóta
einhverra réttinda sem menn.
Í tilkynningu frá Bandaríkjaher
sagði, að mennirnir, tveir Sádi-
Arabar og einn Jemeni, hefðu fund-
ist látnir í klefum sínum á laug-
ardagsmorgni. Hefðu þeir notað
klæði sín og lök til að hengja sig.
Þetta er í fyrsta sinn, sem föngum í
Guantanamo tekst að fyrirkoma sér
þrátt fyrir margar tilraunir.
„Þetta var augljóslega skipulagt
og ekki skyndileg hugdetta,“ sagði
Harry Harris aðmíráll og einn
æðsti yfirmaður fangabúðanna. „Ég
tel, að örvænting hafi ekki ráðið
för, heldur hafi hér verið um að
ræða hernaðaraðgerð gegn okkur.“
Bætti hann því við, að fangarnir
bæru enga virðingu fyrir manns-
lífum, hvorki sínu eigin né annarra.
Josh Colangelo-Bryan, sem starf-
ar hjá samtökum, sem gæta hags-
muna 200 fanga í Guantanamo,
sagði á fréttamannafundi á laug-
ardag, að dauði fanganna ætti ekki
að koma neinum á óvart. Þeir vissu
ekki annað en að þeim yrði haldið
þar til æviloka án nokkurs mögu-
leika á venjulegum réttarhöldum.
„Þeim hefur verið sagt, að í Gu-
antanamo njóti þeir engra mann-
réttinda,“ sagði Colangelo-Bryan.
Sádi-arabíski lögfræðingurinn
Kateb al-Shimmari og fulltrúi fjöl-
skyldna tveggja mannanna, sagði í
gær, að fjölskyldur þeirra tryðu því
ekki, að þeir hefðu stytt sér aldur.
Því þyrfti að rannsaka málið ofan í
kjölinn enda væri það undarlegt, að
mönnunum skyldi hafa tekist að
fyrirkoma sér þar sem þeir hefðu
verið í sérstökum öryggisbúðum og
fylgst með þeim allan sólarhring-
inn.
„Réttarfarslegt svarthol“
Dauði fanganna kemur á sama
tíma og Bandaríkjastjórn reynir að
verjast vaxandi gagnrýni á ástandið
í Guantanamo en Sameinuðu þjóð-
irnar, mannréttindasamtök, mörg
Evrópuríki og aðrir hafa gagnrýnt
það „réttarfarslega svarthol“, sem
búðirnar eru. Anders Fogh Rasm-
ussen, forsætisráðherra Danmerk-
ur, vakti máls á þessu er hann átti
fund með George W. Bush, forseta
Bandaríkjanna, í Washington á
föstudag og þá svaraði Bush því til,
að hann vildi gjarnan tæma búð-
irnar.
Sagði Bush, að verið væri að
semja við erlendar ríkisstjórnir um
að taka við sínum þegnum en sumir
fanganna væru þó svo hættulegir,
að ekki yrði komist hjá því að rétta
yfir þeim.
Búist er við, að hæstiréttur
Bandaríkjanna skeri úr um það al-
veg á næstunni hvort það sé í sam-
ræmi við stjórnarskrána, að her-
dómstólar taki mál fanganna fyrir
en Bush sagði, að gengi úrskurð-
urinn gegn því, yrði réttað yfir
föngunum fyrir venjulegum dóm-
stólum.
Búist við vaxandi
gagnrýni á Guant-
anamo-búðirnar
Þremur föngum tókst að stytta sér aldur þrátt fyrir gæslu
Reuters
Fangar í Guantanamo-fangabúðunum sitja á hækjum sínum undir strangri
gæslu bandarískra hermanna. Þeir fá að fara undir bert loft tvisvar í viku.
ÚRKOMAN verður miklu meiri en
áður þegar rignir en auk þess má bú-
ast við, að þurrkar standi lengur en
fyrr. Þannig hljóðar framtíðarspá 70
vísindamanna og veðurfræðinga,
sem verið hafa á ráðstefnu í Dan-
mörku.
Meginniðurstaðan er sú, að sumr-
in verði miklu þurrari en verið hefur
en veturnir votviðrasamari. Er
hækkandi hitastigi, svokölluðum
gróðurhúsaáhrifum, um að kenna en
það veldur verulegum breytingum á
veðrakerfinu að sögn vísindamann-
anna. Voru þessar breytingar um-
ræðuefnið á ráðstefnu í Helsingør að
því er fram kom í Berlingske Ti-
dende.
„Það verður votviðrasamara á
jörðinni, ekki vegna þess, að
úrkomumagnið aukist svo mikið,
heldur vegna þess, að það mun deil-
ast með öðrum hætti. Mesta
áhyggjuefnið er þurrkatímabilin.
Hér í norðanverðri álfunni munu þau
hafa áhrif á vöxt alls gróðurs en
sunnar í álfunni eykst hættan á
skógareldum,“ sagði Claus Beier frá
Risø og einn af skipuleggjendum
ráðstefnunnar.
Votviðrasöm veröld
Morgunblaðið/RAX
Framleiðendur regnhlífa þurfa
ekki að kvíða framtíðinni.