Morgunblaðið - 12.06.2006, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JÚNÍ 2006 17
DAGLEGT LÍF Í JÚNÍ
Umbo›s- og sölua›ili
Birkiaska ehf.
sími: 551 9239
www.birkiaska.is
Birkiaska
Yamaha píanó.
Yamaha píanó og flyglar
með og án SILENT búnaðar.
Veldu gæði – veldu Yamaha!
Samick píanó.
Mest seldu píanó á Íslandi!
Fáanleg í svörtu, hnotu og mahoný.
Verð frá 357.000 kr.
Goodway píanó.
Fáanleg í svörtu, hnotu og mahoný.
Verð frá 238.000 kr.
15 mán. Vaxtalausar greiðslur.
Estonia flyglar.
Handsmíðuð gæðahljóðfæri.
Steinway & Sons
Fyrir þá sem vilja aðeins það besta.
Til sýnis í verslun okkar.
H L J Ó Ð F Æ R A H Ú S I Ð
Suðurlandsbraut 32 • 108 Reykjavík • 591 5350
F
lest okkar komast ein-
hvern tíma á þann tíma-
punkt í lífinu að við-
urkenna, að minnsta
kosti innst inni, að við
verðum að gera eitthvað til að breyta
lifnaðarháttum okkar: líkamlega og
andlega er óbreytt ástand óviðunandi
og núna er tíminn kominn. En hvern-
ig förum við að því að breyta hegðun?
Hér á eftir er í stórum dráttum far-
ið yfir það sem gerist, hvort sem um
er að ræða að hætta að reykja, hætta
eða fara að drekka áfengi í hófi í stað
óhófs, byrja að stunda líkamsrækt,
borða hollari mat eða einhverja aðra
hegðunarbreytingu. En breytingin er
ekki atburður sem gerist einu sinni
heldur er það ferli, eða röð atburða,
sem tekur tíma, samkvæmt sk. þver-
kenningalíkani um hegðunarbreyt-
ingu.
Gengið er út frá því að hegð-
unarbreyting gerist í þrepum. Í
fyrsta þrepinu er fólk sem hefur eng-
an áhuga á breytingum en í því síð-
asta er hegðunarbreytingin orðin
stöðug. Algengt er að fólk fari aftur í
gamla farið, sem talið er talið eðlilegt,
og því réttara að tala um bakslag en
fall þegar slíkt gerist.
Hér á eftir er þrepunum lýst og
viðhorfinu til hegðunarbreytingar
miðað við í hvaða þrepi hver og einn
er staddur. Einnig hvaða leiðir eru
vænlegastar til að hafa jákvæð áhrif á
breytingaferlið en í hverju þrepi not-
ar hver og einn mismunandi aðferðir
til að komast á næsta þrep.
Foríhugunarþrepið
Fólk sem er í þessu þrepi ætlar
ekki að breyta hegðun sinni á næst-
unni. Hér geta þeir verið sem vita
ekki, eða vanmeta, hvaða afleiðingar
óbreytt hegðun hefur í för með sér.
Bæði þeir sem ekki hafa fengið
fræðslu um afleiðingar óheilsu-
samlegra lifnaðarhátta og þeir sem
hafa fengið ófullnægjandi fræðslu
hafa tilhneigingu til að forðast að
lesa, ræða eða hugsa um afleiðingar
lifnaðarhátta sinna. Hugsanlega hafa
þeir oft reynt að breyta um hegðun
en mistekist og við það misst trúna á
getu sína til þess. Hvatning og meiri
þekking á afleiðingum lifnaðarhátt-
anna er heppilegasta leiðin til að fólk-
ið byrji að íhuga að breyta hegðun
Íhugun
Í þessu þrepi er fólk sem ætlar að
breyta hegðun – en ekki alveg strax.
Það veit um ókosti hegðunarinnar en
sér einnig kosti. Togstreitan á milli
kostanna og ókostanna gerir það oft
að verkum að fólk verður tvíbent í af-
stöðu sinni, sem getur orðið til þess
að fólk festist lengi í þessu þrepi. Hér
er fólk ekki mjög móttækilegt fyrir
ábendingum um að breyta hegðun
sinni. Til að það taki ákvörðun um að
breyta þá þarf það að sjá hversu
margt kostirnir hafa framyfir ókost-
ina.
Undirbúningsþrepið
Í þessu þrepi eru þeir staddir sem
ætla að breyta hegðun sinni í nánustu
framtíð eða innan mánaðar. Oft hafa
þeir gert til þess tilraun á síðastliðnu
ári. Undirbúningurinn er oft hafinn
og sennilega eru þeir búnir að ákveða
hvenær þeir ætla að byrja. Þessir eru
líklegir til að ræða við heilbrigð-
isstarfsfólk um ætlun sína og/eða
hafa þegar skráð sig á námskeið til að
koma sér af stað. Hér er fólk tilbúið
til að taka við ábendingum og fræðslu
um afleiðingar óbreyttrar hegðunar.
Framkvæmdaþrepið
Hér eru þeir sem nýlega hafa
breytt um hegðun, oftast innan 6
mánaða. Þeir hafa mikið fyrir hegð-
unarbreytingunni – enda er hættan á
bakslagi mikil – en vita nú hversu
mikið kostirnir við breytta hegðun
hafa framyfir ókostina. Hér er mik-
ilvægt að forðast freistandi aðstæður
sem auka á hættuna á að fara aftur í
gamla farið og að leggja áherslu á
aðra hegðun sem styrkir ákvörðunina
að viðhalda breyttri hegðun.
Viðhald
Þeir sem eru staddir í þessu þrepi
hafa breytt hegðun sinni í meira en 6
mánuði. Hér er líka lögð áhersla á að
koma í veg fyrir bakslag en hér er
fólk orðið mun sjálfsöruggara en í
framkvæmdaþrepinu. Það hugsar
mun minna um gömlu hegðunina en
það gerði í fyrri þrepunum. Hefð-
bundnar kenningar um hegð-
unarbreytingu líta á þetta þrep sem
lokasigur en samkvæmt þverkenn-
ingalíkaninu er breyting á lifn-
aðarháttum lífslöng barátta, sem get-
ur orðið auðveldari eða ágerst, allt
eftir umhverfi og hugarástandi
hverju sinni.
HOLLRÁÐ UM HEILSUNA | Lýðheilsustöð
Hvernig breytum við
lifnaðarháttum okkar?
Sumir vilja hætta að reykja, breyta
mataræði eða grenna sig, en aðrir
vilja hreyfa sig meira.
Sveinbjörn Kristjánsson er verkefn-
isstjóri fræðslumála á Lýðheilsustöð
RANNSÓKN
Psoriasis og hjartasjúkdómar
PSORIASIS er líklega flóknari
sjúkdómur en áður hefur verið
talið. Þekkt eru einkenni frá húð
og liðum en einnig geta önnur líf-
færi orðið fyrir barðinu á honum.
Í Svenska Dagbladet kemur fram
að psoriasis-sjúklingar eigi t.d.
frekar á hættu að fá hjarta- og
æðasjúkdóma. Sænsk rannsókn
hefur leitt í ljós að kólesterólgildi
í blóði er mun hærra hjá psoriasis-
sjúklingum en heilbrigðum. Sú
uppgötvun getur verið skýring á
því að algeng dánarorsök psorias-
is-sjúklinga eru hjarta- og æða-
sjúkdómar. Fleiri sjúkdómar hafa
verið tengdir við psoriasis, t.d.
augnsjúkdómar og einkenni frá
meltingarfærum, að því er fram
kemur í frétt SvD.
Læknar vonast til að geta hindr-
að framgang sjúkdómsins með því
að grípa snemma inn í sjúkdóms-
ferlið. Orsakir sjúkdómsins eru
enn óþekktar en víst er að hann er
arfgengur. Streita, reykingar og
bakteríusýkingar geta aukið lík-
urnar á að þeir sem bera í sér
sjúkdómsgenið fái sjúkdóminn.
Nú eru einnig ný lyf sem ráðast
að liðagigt psoriasissjúklinga
komin fram á sjónarsviðið, en með
töku þeirra geta sjúklingarnir
losnað við liðverki.
LÍKUR á þungun með tækni-
frjóvgun aukast ef konan fær
einnig nálastungumeðferð.
Þetta eru niðurstöður danskr-
ar rannsóknar sem m.a. er
greint frá í Svenska Dag-
bladet.
300 konur tóku þátt í rann-
sókninni sem sýndi fram á að
líkurnar á að frjóvgað egg
festist í leginu jukust um 26–
39% ef móðirin fékk nála-
stungur sama dag og egginu
var komið fyrir í leginu.
Aðstandendur rannsókn-
arinnar við Háskólasjúkra-
húsið í Óðinsvéum munu halda
áfram að rannsaka þetta mál
til að ganga úr skugga um
hver sé ástæðan.
Þungun með
tæknifrjóvg-
un og nála-
stungur
RANNSÓKN
Fréttir á SMS
Foríhugunarþrepið
Vill ekki breyta hegðuninni innan 6 mánaða
Íhugunarþrepið
Vill breyta hegðuninni innan 1 til 6 mánaða
Undirbúningsþrepið
Ætlar að breyta hegðuninni innan mánaðar
Framkvæmdaþrepið
Hefur breytt hegðun sinni skemur en í 6 mánuði
Viðhaldsþrepið
Hefur breytt hegðun sinni lengur en í 6 mánuði
Hegðunarbreytingarferlið
– 5 þrep