Morgunblaðið - 12.06.2006, Síða 24
24 MÁNUDAGUR 12. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
HEILINN er stjórnstöð lík-
amans og stýrir m.a. hugsun,
hegðun og tilfinningum. Þegar
þessi starfsemi truflast af ein-
hverjum völdum þá getur viðkom-
andi setið uppi með varanlegan
heilaskaða. Það er mikilvægt að
gera sér grein fyrir því að heila-
skaði getur átt sér stað á öllum
æviskeiðum. Börn fá líka heila-
skaða!
Einkenni heilaskaða
Algengasta orsök heilaskaða hjá
ungum börnum eru föll og svo um-
ferðarslys þar sem þau eru far-
þegar í bíl eða hjólreiðaslys. Ann-
að sem orsakað getur heilaskaða
hjá börnum eru ýmsir sjúkdómar
eins og t.d. heilahimnubólga og al-
varleg flogaveiki. Í kjölfar áverka
er rétt að fylgjast nánar með
barninu ef um truflun á meðvitund
í styttri eða lengri tíma er að
ræða eða ef önnur einkenni um
truflun á starfsemi taugakerfis
koma í ljós eins og ruglástand.
Fyrstu viðbrögð foreldra þegar
barn verður fyrir slysi eða alvar-
legum veikindum er yfirleitt áfall
vegna líkamlegra einkenna, en
fólk gerir sér ekki alltaf grein fyr-
ir því í bráðafasanum hvað hefur í
rauninni gerst. Þá er gleðin yfir
því að viðkomandi er á lífi einnig
oft mest áberandi og stundum
kemur heilaskaði hjá
börnum ekki í ljós
strax heldur seinna á
æviskeiðinu þegar
kröfur sem gerðar
eru til barnsins
aukast. Ef barn
verður fyrir ofan-
greindum áföllum og
í kjölfar kemur fram
varanlega breytt
hegðun þá er nauð-
synlegt að athuga
hvort um heilaskaða
sé að ræða.
Hvernig er heilaskaði hjá
börnum frábrugðinn skaða
hjá fullorðnum?
Að fá áunninn heilaskaða er frá-
brugðið því að fæðast með aðra
fötlun. Aðstandendur barna með
heilaskaða hafa upplifað eðlilegan
þroskaferil hjá barninu fram að
skaðanum en eftir hann verður
breyting á hugrænni getu og
hugsanlega persónuleika viðkom-
andi, auk þess sem stundum fylgja
önnur líkamleg einkenni. Heila-
skaði getur haft nokkuð önnur
áhrif á börn en fullorðna. Ein að-
alástæða þess er að heili barns er
enn að þroskast og skaði getur því
breytt þroskaferlinu. Áður var
gjarnan talið að ungur aldur við
skaða væri kostur þar sem heilinn
gæti þá aðlagast heilaskemmd-
unum og afleiðingar þannig horfið.
Því miður virðist þetta ekki vera
rétt nema að takmörkuðu leyti.
Heilaskaði skerðir yfirleitt getuna
til að bæta við sig þekkingu og því
hætt við að börn sem verða fyrir
heilaskaða nái ekki að þroskast
eins og önnur börn. Fullorðinn
einstaklingur sem verður fyrir
heilaskaða býr að fyrri reynslu og
þekkingu, en barn sem verður fyr-
ir heilaskaða áður en það hefur
öðlast ýmsa grunnþekkingu og fé-
lagslegan þroska er hins vegar
verr statt. Ýmis flókin sálfélagsleg
atriði koma seint í þroskaferlinu
og ekki óalgengt að einstaklingar
séu að þroska þennan hæfileika og
ná leikni í honum um og eftir ung-
lingsárin. Þá sem verða fyrir
heilaskaða áður en þeir taka út
þennan þroska vantar því ýmis
gildismöt sem fullorðnir hafa.
Skert námsgeta
barna með heilaskaða
Barn með heilaskaða þarf yf-
irleitt að hafa mikið fyrir náminu
og sérstaklega þegar skólaganga
krefst orðið meiri hugsunar og
þroska samhliða öðrum vaxandi
kröfum. Ef barn er með heila-
skaða þá þurfa umönnunaraðilar
að vera meðvitaðir um slíkt því
meðferð við heilaskaða er ekki
alltaf sú sama og meðferð við sér-
tækum námserfiðleikum vegna t.d.
þroskafrávika. Ef barn fær ekki
markvissa meðferð vegna heila-
skaða er hætta á að barnið verði
út undan í menntakerfinu og það
fyllist óöryggi og vanmáttarkennd,
því umhverfið og hinn heilaskaðaði
hafa ekki vitneskju um og því síð-
ur skilning á hvert eðli vanda-
málsins er í rauninni. Þannig get-
ur barn með vangreindan
heilaskaða farið á mis við að hljóta
uppeldi og menntun sem er í sam-
ræmi við getu þess.
Hvað á að gera?
Þegar barn fær heilaskaða er
mikilvægt að stuðningur sé til
staðar í þjóðfélaginu, bæði fyrir
börnin og ekki síður foreldrana
sem bera oft þunga byrði. For-
eldrar þurfa að fá persónulega að-
stoð og stuðning og oft gagnast að
kynnast öðrum í svipuðum að-
stæðum.
Ef börn eða unglingar fá heila-
skaða eru þrír þættir mikilvæg-
astir. Sá fyrsti að greina vanda-
málið, en það er forsenda réttrar
meðferðar. Í öðru lagi þarf að
setja markmið þar sem tekin eru
mið af veikleikum og styrkleikum
viðkomandi, samfara því sem tekið
er mið af námsskrá ef barn er í
námi. Í þriðja lagi þarf að upplýsa
og aðlaga umhverfið eins og hægt
er að þörfum barns með heila-
skaða, þ.e.a.s. aðstandendur, þjón-
ustukerfin og menntastofnanir.
Hafa ber í huga að meðferð við
heilaskaða er oft fólgin í því að
breyta umhverfisþáttum en ekki
eingöngu einstaklingum sjálfum.
Einnig þarf fagfólk með þekkingu
á heilaskaða að fylgja þessum
börnum eftir því umhverfi barna
er síbreytilegt og ýmis atriði geta
verið frábrugðin þeim sem tíðkast
varðandi börn með náms- og hegð-
unarvandamál.
Mikilvægt er að hjálpa börnum
með heilaskaða. Til að svo megi
verða þurfa allir að leggjast á eitt
við að greina vandamálin réttilega
frá upphafi og veita svo sérhæfða
og persónubundna meðferð.
Börn fá líka heilaskaða!
Ólöf H. Bjarnadóttir og
Smári Pálsson fjalla um
heilaskaða hjá börnum
’Hafa ber í huga að með-ferð við heilaskaða er oft
fólgin í því að breyta um-
hverfisþáttum en ekki
eingöngu einstaklingum
sjálfum.‘
Smári Pálsson
Höfundar eru læknir og sálfræðingur
við taugasvið Reykjalundar.
Ólöf H. Bjarnadóttir
ÞRÁTT fyrir að ýmislegt hafi
verið gert til að viðhalda hreinu ís-
lenku máli virðist sem margt hafi
farið úrskeiðis upp á síðkastið. Mál-
farsráðunautar voru starfandi við
Ríkisútvarpið um tíma
er hafa nú horfið af
sviðinu, eða það heyr-
ist ekki til þeirra leng-
ur, hvað svo sem veld-
ur?
Mjög algengt er nú
að menn séu að troða
aukalega ennum inn í
fleirtöluorð og er svo
komið að margir hafa
það á tilfinningunni að
þetta innskot sé nauð-
synlegt til skilnings á
því að þetta sé fleir-
tala. Hér koma nokk-
ur dæmi um slíka mis-
notkun:
N-villan: Á Alþingi er
skýrt frá því að mönn-
um verði gert skylt að
tilkynna fyrirfram um
starfsemi „starfs-
mannaleignanna“.
Fjölgun „hryssnanna“
er nauðsynleg til að
mæta auknum útflutn-
ingi á hrossum. Vegna
fjölgunar „byssnanna“ er nauðsyn-
legt að takmarka aðgengi „rjúpna-
skyttnanna“ að veiðilöndunum.
Fjöldi „tillagnanna“ á Alþingi eykst
stöðugt. Mikið úrval „hljómplatna“
er í verzlunum nú og „platnaspil-
arar“ kynna þær. Prestar eru um-
sjónarmenn „kirknanna“. Notkun
„jarðsprengna“ er aukið vandamál.
Minnkandi fjöldi „kvígnanna“ sýnir
að stofninn er ekki
sjálfbær. Mikill fjöldi
„launagreiðslna“ við-
gengst. Morgunblaðið
og Ríkisútvarpið eru
orðnir helzti vett-
vangur n-villunnar.
Villan sést oftast auð-
veldlega þegar
ákveðnum greini er
bætt við orðið.
Aukið latmæli:
„Reygvígingar“ geta
ekki lengur borið eðli-
lega fram bókstafina k
eða t og vilja láta „Ag-
ureyringum“ og
„Agranesingum“ eftir
að breyta þeirra fram-
burði. Kaupið jólagjaf-
irnar í „Dódabúðinni“.
Ný hljóðvilla rís. Nú
kunna menn ekki leng-
ur að bera fram ís-
lenzkt opið ö en fram-
burðurinn verður líkari
dönsku sem u. Sagt er
nú „stuðug“ þróun.
„Huvuðstuðvar“ félagsins eru í
Reygjavíg. „Urork“ fæst ekki bætt
hjá TR. „Sumu“ reglur gilda utan
„Bandarígjanna“.
Íslenzk málstöð. Þessarri stofnun
hefir tekist að loka nokkra mál-
fræðinga inni þannig að enginn
sinnir nú lengur töluðu máli eða
framburði þess svo sem að ofan
greinir. Í stað þess dunda þessir
menn sér við að semja orðabækur
um ritað mál, sem enginn les og
kemur þannig að engu gagni fyrir
talmálið. Er ekki kominn tími til að
athuga hvort menntakerfið sé á
réttri leið með framburð á íslenzku
máli?
Nútíma íslenzka
er „umurleg“
Ønundur Ásgeirsson
fjallar um íslenskt mál
’Er ekki kom-inn tími til að
athuga hvort
menntakerfið sé
á réttri leið með
framburð á ís-
lenzku máli?‘
Ønundur Ásgeirsson
Höfundur er fyrrverandi
forstjóri OLÍS.
MARGT er skrafað og margt er
spurt, en hvert er gagnið ef við
fáum ekki réttu svörin? Í fugla-
flensu, tannkremi, matvöru og
miklu fleiru, liggur stórkostleg
áhætta fyrir manneskjuna í dag.
Líf og heilsa almennings virðist
ekki skipta miklu máli þegar hags-
munir þjóða og eða stundargróði
einstaklinga eru ann-
ars vegar.
Framfarir og alls
kyns grufl er stundum
til góðs, en hafa oftar
leitt yfir þjóðirnar
meiri ógæfu en gæfu.
Fikt vísindamanna við
að finna upp veirur
fyrir hermálayfirvöld
sem notaðar skyldu í
stríði til að drepa fólk,
hafa á öllum tímum
leitt mikla ógæfu yfir
heimsbyggðina.
Skemmst er að minn-
ast HIV (Alnæmi) veirunnar sem
,,uppgötvuð“ var 1981 og drepur
um 8.000 manneskjur á dag. En
HIV veiran varð til á rannsókn-
arstofum að undirlagi Bandaríkja-
stjórnar árið 1971 og hlaut heitið
LAV (,,Lymphadenopathy Associa-
ted Virus“.) Skömmu síðar kölluð
HTLV-111 eða HIV (,,Human T-
Cell Leukemia Virus, third spe-
cies“). Það má víst segja að hún
hafi orðið til fyrr, vegna þess að ís-
lenskur læknir kom við sögu 1946
með því að uppgötva annan að-
alfaktorinn í AIDS (the retrovírus).
Tilraunir þurfti að gera og þótti
viturlegt að gera þær á einangr-
aðri eyju. Þessi íslenski læknir
gerði Ísland að tilraunastað og
voru tilraunirnar gerðar á Ak-
ureyri 1946. Leyndardómsfullur
sjúkdómur braust út. Þau 1.116
skólabörn og ungmenni sem notuð
voru í tilraunina veiktust alvar-
legra af ýmsum sjúkdómum, þar á
meðal fengu fimm Parkinson og
dóu. Var þetta ekki Akureyr-
arveikin svokallaða? Hvernig er
t.d. Parkinson-sjúkdómurinn til-
kominn? Finna átti upp efnavopn
sem virkaði fljótt og vel og lamaði
mótstöðuafl óvinarins. Það hefur
aldrei verið upplýst hvað var þarna
að gerast fyrr en nú.
Ekki var nú minna stórslysið
þegar ,,snillingur“ fann upp úr
járnúrgangi, eitrið Flúor. Flúor
var svo stórkostleg uppgötvun
vegna þess að það drap bakteríur,
en þess var ekki getið að það gæti
líka drepið fólk. Síðan var þessu
dælt í drykkjarvatn margra landa
og fólkið hrundi niður eins og flug-
ur. ,,Blöndun“ flúors í drykkjar-
vatn eru stærstu læknisfræðilegu
mistök sem gerð hafa
verið í heiminum, var
sagt á læknaþingi í
Ósló 1978. Hvað
skyldi flúor vera búið
að valda dauða
margra milljóna
manna í gegnum árin
og hvað ætli það sé
búið að afvegaleiða
líkamsstarfsemi
margra?
Það er eins og ein-
hver sagði: ,,Það verð-
ur ekki loftsteinn sem
tortímir manneskjunni
á jörðinni, heldur heimska okkar
sjálfra.“ Ýmsir hafa brosað að mér
og mínum kenningum í gegnum
tíðina og hugsað, auminginn, hann
á bara verulega bágt. En í dag trúi
ég að flest brosin séu fallin og að
fólk sé að átta sig á alvöru málsins.
Það sem ég og margir fleiri hafa
verið að vara við í gegnum tíðina
er nefnilega illþyrmilega komið
fram. Vitneskjan um hvernig færi
ef við ekki spyrntum við fótum
droppaði ekki upp í gær, hún hefur
verið til staðar lengi. Rannsóknir
sýna t.d. að börnin okkar í dag eru
eitraðri en við sjálf. Rannsóknir
sýna að blýmagn í beinum okkar
sem lifum í dag er t.d. 1.000 sinn-
um meira en í kynslóðinni á undan
okkur.
Eiturefni, hættuleg heilsu okkar
mannanna, virðast streyma óhikað
inn á markaðinn í hinum ýmsu
formum og eru matvæli þar ekki
undanþegin. Ég býst t.d. við, að ef
hvítur sykur væri að koma fram í
dag, þá er líklega óhugsandi að
hann fengist samþykktur á mark-
aðinn, vegna þess hve hættulegur
hann er heilsu manna. En það er
stór biti að taka sykur af markaði
og segja sumir að þá myndi hag-
kerfi heimsins hrynja og því verð-
ur að halda honum inni, þrátt fyrir
að hann skaði heilsu manna. Pen-
ingar virðast því vera æðri heilsu
manneskjunnar.
En getum við eitthvað gert? Já.
Víða um heim er sem betur fer
hugsandi fólk sem þorir, bæði
læknar og leikir, sem spyrja þessa
dagana hvort mennirnir séu und-
irbúnir undir fuglaflensu og hvort
upplýsingar gangi til fólks um hvað
hægt sé að gera til að verjast.
Inflúensan sem einangruð var í
Kína er blóðsjúkdómur er veldur
fljótt dauða helmings þeirra er
sýkjast, vegna þess að veiran eyðir
öllu ascorbate (C-vítamíni) úr lík-
amanum, veldur þar með skyrbjúg,
slagæðar missa sveigjanleika,
blæðingar verða innvortis m.a. í
lungum.
Jonathan Campbell, heilsuráð-
gjafi hjá Natural Therspies for
Chronic Illness & Health Mainten-
ance, segir fæsta hafa nóg C-
vítamín í líkamanum vegna þeirra
lágu marka sem yfirvöld setja 60–
90 mg en hann segir það magn rétt
halda skyrbjúg í skefjum og því
séu fáir undir það búnir að fá
fuglaflensuna. Hann segir t.d.
rótina að ófyrirséðum barna og
ungbarnadauða um heim allan or-
sakast af skorti á C-vítamíni. (Sud-
den Infant Death Syndrome –
SIDS.) Hann segir bestu leiðina til
að verja sig og fjölskylduna fyrir
inflúensunni vera, að byggja upp
mótstöðuafl líkamans og það verði
best gert með stórum skömmtum
af C-vítamíni. Byrja með 1000 mg
með hverri máltíð og halda sig svo
við 2–4000 mg. Fullvíst er talið að
C-vítamín geti komið í veg fyrir
flesta sjúkdóma manneskjunnar.
Eituráhrif af vítamínum eru hvergi
þekkt í heiminum. Skoðið þessa
síðu: http://www.cqs.com/influ-
enza.htm
Fuglaflensa og fleira
Aðalsteinn Bergdal fjallar um
heilsufar og læknavísindi ’Það verður ekkiloftsteinn sem tortímir
manneskjunni á jörðunni,
heldur heimska
okkar sjálfra.‘
Aðalsteinn Bergdal
Höfundur er leikari.