Morgunblaðið - 12.06.2006, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JÚNÍ 2006 27
UMRÆÐAN
FÁAR fréttir eru jafnoft end-
urteknar og fréttin af hlutfalli
kvenna í stjórnum íslenskra fyr-
irtækja. Það er kynnt sem ný upp-
götvun á rúmlega tveggja vikna
fresti, nú síðast á ráð-
stefnu sem bar Holly-
woodtitilinn „Tengsl-
anet III – Völd til
kvenna“. Ráðstefn-
unni lauk með lófa-
takssamþykkt, að
sovéskum hætti, um
að setja bæri lög til að
tryggja að hlutur
annars kynsins í
stjórnum fyrirtækja
færi ekki undir 40%.
Þar er horft til ný-
legra norskra laga,
einhverrar vitlaus-
ustu löggjafar á Vest-
urlöndum í seinni tíð.
Í ályktuninni birtast
tvö af meginvanda-
málum femínismans.
Vangeta til að meta
fólk sem einstaklinga,
en skoða þess í stað
allt út frá kynferði, og
bagaleg vanþekking á
þeim sviðum sem
fjallað er um hverju sinni.
Af ótal ástæðum, sem of langt
mál er að tíunda hér, eru slík lög
hvorki skynsamleg né raunhæf.
Verst er þó að þau eru yfirgengileg
móðgun við konur. Verandi ung
kona sem setið hefur í stjórn nokk-
urra fyrirtækja frábið ég mér
svona kröfur. Ég hef fengið mig
fullsadda á tilhneigingu femínista
til að brjóta konur niður með því að
telja þeim trú um að staða þeirra sé
næsta vonlaus, m.a. vegna skipu-
lagðs samsæris karlmanna.
Vissulega verða konur fyrir
verulegum fordómum af hálfu
ákveðinna karla sem eru úr takt við
tímann. Ég hef, sem stjórn-
armaður, mátt þola kvartanir á
borð við að ég vilji kynna mér hluti
áður en ég tek ákvörðun um þá, og
er þá jafnvel ýjað að því að ég þurfi
að bera þá undir aðra (lesist: karl-
menn). Sumir eru raunar vanfærir
um að líta skoðanir þrítugrar konu
sömu augum og álit fimmtugra
karla.
Langflestir karlmenn, og nánast
allir þeir yngri, í viðskiptalífinu,
t.d. í bönkunum, dæma fólk hins
vegar að verðleikum en ekki eftir
kynferði. Fyrirtæki sem ekki nýta
mismunandi innsýn og hæfileika
fólks til fullnustu verða enda undir
og deyja út. Rétt eins
og fordómafullu karl-
arnir munu gera nema
femínistar haldi áfram
að tala konur niður og
krefjast þess að þær
fái hinar ýmsu stöður
út á það eitt að vera
konur.
Aðalfyrirlesari á T
III var Germaine
Greer sem öðlaðist
heimsfrægð á áttunda
áratugnum þegar hún
fékk konur til að
brenna brjóstahaldara
sína (hluta af samsæri
karla til að halda kon-
um í skefjum). Í seinni
tíð hefur hún unnið
fyrir sér sem þátttak-
andi í grín- og „raun-
veruleikaþáttum“ í
sjónvarpi og með því
að ferðast um heiminn
og flytja kynjatengt
uppistandsgrín.
Slíkt uppistand markaði upphaf
fundarins á Bifröst. Germaine vakti
þar mikla lukku með því að líkja at-
ferli karla í viðskipta- og stjórn-
málaheiminum við það sem gerist í
samfélögum apa í frumskóginum.
Sú samlíking er að vísu hárrétt.
Það hefur lengi þótt merkilegt hve
atferli apa líkist atferli manna. Það
eru því engin ný tíðindi í því fólgin
að snúa dæminu við og segja að
samfélag manna líkist samfélagi
apa. Í viðskiptum og stjórnmálum
manna, líkt og í samfélögum apa,
gildir frumskógarlögmálið og hefur
gert frá því áður en menn fóru að
ganga uppréttir. Þ.e. löngu áður en
farið var að skrá fyrirtæki á Verð-
bréfaþing Íslands.
Auðvitað væri betra að öll dýrin í
skóginum væru vinir en þannig er
það því miður ekki. Eðli valdabar-
áttu verður ekki breytt með því að
láta ríkisvaldið segja eigendum
einkafyrirtækja hverjir megi og
megi ekki gæta hagsmuna þeirra í
stjórn. Slíkar kröfur minna á það
þegar jafnréttisfulltrúi HÍ lagði til,
fyrir nokkrum árum, að greinum á
borð við eðlis- og stærðfræði yrði
breytt til að laga þær að konum.
Það kostar því miður miklar
fórnir að keppa um stöður í fyr-
irtækjum eða stjórnmálum. En
meira að segja Germaine Greer
hefur horfið frá þeirri skoðun að
konur eigi að keppa að því að verða
eins og karlar. Í ræðu sinni benti
hún á, í andstöðu við lokaályktun
fundarins, að jafnrétti snúist ekki
um að konur temji sér karllæga
forgangsröðun. Það þurfi ekki jafn-
margar konur og karlar að sitja í
stjórnum stórfyrirtækja, eða taka
þátt í hernaðarbrölti, til að jafn-
rétti sé náð.
Raunverulegt kvenfrelsi snýst
um valfrelsi. Konur eiga því líka
rétt á að forgangsraða á annan hátt
en karlarnir sem femínistar líta til.
Ef færri konur en karlar vilja verja
lífi sínu í „apaslaginn“ er það allt í
lagi.
Lífið á vissulega að snúast um
meira en vinnu. Það er skemmti-
legt að fara í sveitaferð til að
drekka rauðvín og hlusta á fræga
útlendinga fara með gamanmál. En
á Bifröst vantaði e.t.v. innsýn
þeirra kvenna sem voru of upp-
teknar til að verja fimmtudegi og
föstudegi í slíka samkomu. Hafi
kokteilboðafemínistar raunveru-
legan vilja til að auka hlut kvenna
beini ég að þeim vinsamlegum til-
mælum um að líta til þeirra kvenna
sem raunverulega eru að taka þátt í
baráttunni sem álykta skal um, í
stað þess að sækja innblástur til
hinna nýju ungfemínista sem lifa
flestar í vernduðu og lokuðu um-
hverfi og hafa ekki hugmynd um
hvernig hlutirnir ganga fyrir sig í
viðskiptalífinu. – En sleppa þó
engu tækifæri til að draga upp þá
mynd að konur séu fórnarlömb sem
þurfi fyrirgreiðslu ríkisvaldsins.
Konum sem lifa og hrærast í frum-
skógi viðskiptalífsins og eiga í fullu
tré við karlana er enginn greiði
gerður með slíkum upphrópunum
úr fjarlægum fílabeinsturnum.
Kvenfyrirlitning femínista
Anna S. Pálsdóttir skrifar um
tilhneigingu femínista til að
brjóta konur niður
Anna S.
Pálsdóttir
’Það kostar þvímiður miklar
fórnir að keppa
um stöður í fyr-
irtækjum eða
stjórnmálum.‘
Höfundur er mannfræðingur og
stundar framhaldsnám í viðskipta-
fræði á sviði mannauðsstjórnunar.
MIKILLAR óánægju hefur gætt
um nokkurt skeið hjá ýmsum starf-
andi fasteignasölum vegna skyldu-
aðildar að Félagi fasteignasala.
Telja menn að hér sé
brotið gegn 2. mgr.
74. gr. stjórnarskrár-
innar en þar segir
orðrétt:
„Engan má skylda
til aðildar að félagi.
Með lögum má þó
kveða á um slíka
skyldu ef það er nauð-
synlegt til að félag
geti sinnt lögmæltu
hlutverki vegna al-
mannahagsmuna eða
réttinda annarra.“
Í lögum um fast-
eignasölu frá árinu 2004 kemur
skýrt fram að Félag fasteignasala
er skilgreint sem hagsmunasamtök
en ekki sem eftirlitsaðili með fast-
eignasölum. Eftirlitshlutverkið er
eingöngu í höndum sérstakrar eft-
irlitsnefndar sem hefur það hlut-
verk að heimsækja fasteignasala
reglulega og tryggja að vinnubrögð
þeirra séu í samræmi við gildandi
lög.
Félag fasteignasala hefur ekkert
það hlutverk samkvæmt lögum um
fasteignasölu sem réttlætir frávik
frá framangreindu stjórnarskrár-
ákvæði hvorki vegna almannahags-
muna né vegna réttinda annarra.
Á síðasta ári voru stofnuð ný
hagsmunasamtök fasteignasala en
nafn félagsins er Landssamtök
fasteignasala.
Brýnt er að breyta
núverandi ákvæðum
laga um skylduaðild að
Félagi fasteignasala
þar sem fyrir liggur
að fjöldi fasteignasala
unir ekki hag sínum
þar og vill segja sig úr
félaginu. Ástæða fyrir
óánægju þeirra eru
ámælisverð vinnu-
brögð stjórnarinnar
sem hefur beinlínis
unnið gegn hags-
munum félagsmanna
sinna og skaðað ímynd fast-
eignasala gagnvart almenningi. Fé-
lag sem eitt sinn var sameining-
artákn og stolt margra
fasteignasala hefur því miður snú-
ist upp í andhverfu sína.
Eins og komið hefur fram í fjöl-
miðlum hefur efnahagsbrotadeild
Ríkislögreglustjóra staðið fyrir um-
fangsmikilli rannsókn á störfum
formanns Félags fasteignasala
Björns Þorra Viktorssonar. Í dómi
Hæstaréttar frá því í mars síðast-
liðnum er tekið fram að fyrir liggi
að mati dómsins rökstuddur grunur
um að formaður Félags fas-
eignasala hafi sjálfur átt refsiverða
hlutdeild í brotum gegn lögum 161/
2002 um fjármálafyrirtæki.
Í dag eru því allir fasteignasalar
á landinu skyldaðir til að vera í fé-
lagi sem stjórnað er af einstaklingi
sem grunaður er um alvarleg lög-
brot.
Það er von mín að lög um fast-
eignasölu verði endurskoðuð hið
fyrsta og að stjórnarskrárvarið fé-
lagafrelsi verði virt þannig að fast-
eignasalar geti valið um aðild að
hagsmunafélagi á sínum eigin for-
sendum.
Er skylduaðild að Félagi
fasteignasala réttlætanleg?
Franz Jezorski fjallar um
skylduaðild að Félagi
fasteignasala ’Brýnt er að breyta nú-verandi ákvæðum laga
um skylduaðild að Félagi
fasteignasala þar sem
fyrir liggur að fjöldi fast-
eignasala unir ekki hag
sínum þar og vill segja
sig úr félaginu.‘
Franz Jezorski
Höfundur er héraðsdómslögmaður.
MORGUNBLAÐIÐ gagnrýnir
Samfylkinguna harðlega í for-
ustugrein 10. júní sl. Finnur blað-
ið Samfylkingunni allt til foráttu
en þó einkum það, að Samfylk-
ingin sé ekki nógu
stefnuföst! Grein þessi
er hin furðulegasta,
einkum þegar tekið er
tillit til þess, að síð-
ustu daga og vikur
hefur Morgunblaðið
verið að mæra og
prísa Framsókn-
arflokkinn stöðugt í
forustugreinum og í
Reykjavíkurbréfum.
Enda þótt Framsókn-
arflokkurinn hafi log-
að allur í illdeilum og
alger upplausn ríkt í
flokknum hefur
Morgunblaðið stöðugt
verið að hrósa flokkn-
um. Ekki er þó
stefnufestunni fyrir
að fara hjá Framsókn
nú fremur en áður.
Auk þess hefur Morg-
unblaðið hrósað
Vinstri grænum í há-
stert undanfarið og er
greinilegt, að Sjálf-
stæðismenn vilja hafa
Vinstri græna til taks
sem nýja hækju, ef Framsókn
dugar ekki lengur. Morgunblaðið
ræðst á Samfylkinguna en hrósar
Framsókn og Vinstri grænum.
Er þetta sjálfsgagnrýni?
Athyglisvert er, að það sem
Morgunblaðið gagnrýnir Samfylk-
inguna fyrir er það sem helst má
finna að Sjálfstæðisflokknum.
Þannig gagnrýnir Morgunblaðið
Samfylkinguna fyrir skort á
stefnufestu í varnarmálum. En
hver er stefna Sjálfstæðisflokksins
í varnarmálum? Hún er sú að bíða
eftir því sem Bandaríkjamenn
vilja gera í varnarmálum Íslands.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur enga
sjálfstæða stefnu í varnarmálum.
Samfylkingin hefur hins vegar
viljað taka upp samstarf við Evr-
ópu í varnarmálum vegna þess að
Bandaríkin hafa brugðist. Sam-
fylkingin vill, að Ísland taki sjálft
frumkvæði í varnarmálum en bíði
ekki eftir útspili frá Bandaríkj-
unum. Mbl. gagnrýnir Samfylk-
inguna einnig fyrir stefnuna í mál-
efnum Evrópusambandsins og
segir flokkinn ekki vita í hvora
löppina hann eigi að stíga í þeim
málum. En hver er stefna Sjálf-
stæðisflokksins í málum ESB?
Hún er sú að segja ekki neitt!
Meðan Davíð stjórnaði mátti ekki
tala um ESB. Og flokksmenn létu
bjóða sér það. Núna er flokkurinn
klofinn í tvennt í málinu. Annar
hlutinn vill skoða ESB aðild já-
kvætt. Hinn hlutinn má ekki
heyra ESB nefnt. Stefna Samfylk-
ingarinnar er skýr í þessu máli.
Flokkurinn vill ákveða samnings-
markmið Íslands í viðræðum við
ESB og láta fara fram þjóð-
aratkvæðagreiðslu
um þau. Á flokks-
stjórnarfundi Sam-
fylkingarinnar 10.
júní kom fram, að
Samfylkingin vill
þegar í stað taka upp
aðildarviðræður við
ESB og láta reyna á
samningsmarkmið Ís-
lands. Stefna Sam-
fylkingarinnar er því
skýr en Sjálfstæð-
isflokkurinn er villu-
ráfandi í flestum
stórmálum. Þegar
Morgunblaðið er að
gagnrýna Samfylk-
inguna fyrir stefnu-
leysi í varnarmálum
og málefnum ESB er
í rauninni um sjálfs-
gagnrýni að ræða.
Morgunblaðið er í
rauninni að gagnrýna
Sjálfstæðisflokkinn.
Samfylkingin
vill reglur um
stórfyrirtæki
Morgunblaðið segir einnig, að
Samfylkingin vilji ekki setja regl-
ur um stórar fyrirtækjasam-
steypur til þess að sporna gegn of
miklum samruna fyrirtækja. Þetta
er alrangt. Þegar ríkisstjórnin
lagði fram frumvarp um þetta efni
barðist Samfylkingin gegn því, að
dregið væri úr eftirliti með fyr-
irtækjasamtökum en ríkisstjórnin
tók ekki tillit til gagnrýni Sam-
fylkingarinnar. Hún dró úr eftirliti
þrátt fyrir gagnrýni Samfylking-
arinnar á frumvarpið. Morg-
unblaðið er því að skamma rík-
isstjórnina þegar það ræðst á
Samfylkinguna fyrir stefnuleysi í
þessu máli. Morgunblaðið er
greinlega óánægt með stefnuleysi
Sjálfstæðisflokksins. En í stað
þess að gagnrýna Sjálfstæð-
isflokkinn ræðst blaðið á Samfylk-
inguna og gagnrýnir hana harð-
lega. Skrítin vinnubrögð það.
Morgunblaðið skrifar um stjórn-
málaflokkana eins og flokksblað
en ekki eins og hlutlaust frétta-
blað, sem vill láta alla taka mark á
sér. Blaðið skrifar ekki á sann-
gjarnan hátt um Samfylkinguna.
Gagnrýni Morgunblaðsins á Sam-
fylkinguna er ekki réttmæt og ást-
ir Morgunblaðsins á Framsókn
eru óeðlilegar.
Sjálfsgagnrýni
Morgunblaðsins
Björgvin Guðmundsson fjallar
um skrif Morgunblaðsins um
stjórnmálaviðhorfið
’GagnrýniMorgunblaðsins
á Samfylkinguna
er ekki réttmæt
og ástir Morg-
unblaðsins á
Framsókn eru
óeðlilegar.‘
Björgvin Guðmundsson
Höfundur er viðskiptafræðingur.