Morgunblaðið - 12.06.2006, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 12.06.2006, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JÚNÍ 2006 29 FRÉTTIR VIÐ hátíðahöld Sjómannadagsins í Neskaupstað sem að mestu leyti fóru fram með hefðbundnum hætti voru þrír aldraðir sjómenn heiðr- aðir, þeir Sverrir Guðlaugur Ás- geirsson, Herbert Benjamínsson og Axel Óskarsson. Hátíðahöldin fóru fram í blíðskaparveðri og voru vel sótt. Sverrir er lengst til vinstri á myndinni. Þá kemur Herbert og lengst til hægri er Axel. Þrír heiðraðir í Neskaupstað Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Á RIFI og á Hellissandi fóru sjó- mannadagshátíðahöldin fram á hefðbundinn hátt með kappróðri og fleiri keppnisgreinum í Rifshöfn á laugardag og svo í Röst á Hellis- sandi á sunnudag með hátíðaræðu Inga Dóra Einarssonar, verðlauna- afhendingum og afhendingu heið- ursorðu Sjómannadagsins til aldr- aðs sjómanns. Heiðraður var Sævar Friðþjófsson skipstjóri og útgerð- armaður í Rifi. Sævar hefur stundað sjómennsku og útgerð frá Rifi frá því að útgerð hófst þaðan um miðjan sjötta ára- tug síðustu aldar og jafnan reynst mjög farsæll í starfi. Myndin er af Sævari þar sem hann þakkar fyrir orðuveitinguna. Við hlið hans er eiginkonan, Helga Hermannsdóttir. Sævar heiðraður á Rifi Morgunblaðið/Hrefna Við hátíðlega athöfn, í beinu fram- haldi af Sjómannadagsmessu í Þorlákskirkju, var gengið út fyrir þar sem minnisvarði um drukkn- aða og horfna var vígður. Barbara Guðnadóttir, menning- arfulltrúi Ölfuss, greindi frá að- draganda verkefnisins, en það voru fjórmenningar úr Ölfusinu, þau Kristófer Bjarnason, Eyrún Rannveig Þorláksdóttir, Ásberg Lárentsínusson og Sigurður Helgason, sem stóðu fyrir söfnun fyrir minnisvarðanum og fengu listamanninn Bjarna Jónsson til að hanna listaverkið. Verkið lýsir bátsstefni sem siglir fullum segl- um fyrir suðvestanvindinum og stefnir fyrir Lat, stóran stein sem sjómenn notuðu til að miða við er hann var á Berginu, sunnan við bæinn. Latur var fluttur á hverf- isverndarsvæðið fyrir austan kirkjuna árið 2004. Þannig var honum forðað frá því að hverfa í sjóinn og því getur báturinn stefnt fyrir Lat. Listaverkið var smíðað í vél- smiðjunni Orra í Mosfellsbæ. En fyrirtæki, einstaklingar, félaga- samtök, stofnanir og ráðuneyti hafa ekki látið sitt eftir liggja og styrkt verkefnið. Fjáröflun stend- ur þó enn yfir. Þrátt fyrir talsverða rigningu á Sjómannadeginum var stilla og þurrt á meðan minnisvarðinn var vígður, en það gerði sóknarprestur Þorlákskirkju, sr. Baldur Krist- jánsson. Fyrir hönd undirbúnings- hópsins afhenti menningarfulltrúi formanni sóknarnefndar minnis- varðann til varðveislu. Hugmyndin er að í kjölfarið geti fólk hvaðan- æva að fengið að festa minning- arplötur um ástvini sína á hina sæ- börðu steina við minnisvarðann. Afhjúpuðu minnismerki um drukknaða sjómenn Ljósmynd/Barbara Guðnadóttir Séra Baldur Kristjánsson vígði minnisvarðann í Þorlákshöfn. Á ÞESSU sumri er í fyrsta sinn boð- ið upp á sérstakt sumarhjóna- námskeið í Hafnarfjarðarkirkju, en slík námskeið hafa verið haldin þar undanfarna 10 vetur. Um 7.500 manns hafa sótt námskeiðin frá upp- hafi. Mikill áhugi er á námskeiðinu og margir sem hafa haft samband til að skrá sig. Á námskeiðunum er fjallað um samskipti hjóna í víðum skilningi. En fyrst og fremst er talað um þær leiðir sem hægt er að fara til að sleppa út úr hring deilna og átaka í sambúð og hvernig styrkja má inn- viði fjölskyldunnar. Námskeiðið fer fram í formi samtals milli þátttak- enda og leiðbeinanda, þar sem pörin eru m.a. látin vinna ýmis verkefni, hvert fyrir sig. Enginn þarf að tjá sig á námskeiðinu frekar en hann vill. Sr. Þórhallur Heimisson, prest- ur við Hafnarfjarðarkirkju, er leið- beinandi á hjónanámskeiðunum. Hjónanámskeið í Hafnarfjarðar- kirkju vel sótt LÖGREGLAN í Bolungarvík hand- tók eftir ábendingu frá bæjarbúa tvo unga menn á laugardag þar sem þeir voru að bera á milli sín stóran poka fullan af áfengi. Í ljós kom að þeir höfðu brotist inn í félagsheim- ilið Víkurbæ og stolið áfenginu það- an. Mennirnir gistu fangageymslur en var sleppt eftir yfirheyrslur þar sem þeir viðurkenndu verknaðinn. Nokkur erill var hjá lögreglunni í Bolungarvík um helgina í tengslum við fjölmennt ball sem haldið var í Víkurbæ í Bolungarvík. Dyravörð- ur var fluttur á sjúkrahúsið á Ísa- firði eftir að hafa verið bitinn illa í fingur í átökum við ölvaðan gest. Nokkuð var um slagsmál og aðra pústra eftir dansleikinn. Stálu áfengi í félagsheimilinu SJÓMANNADAGSRÁÐIÐ á Húsa- vík hefur jafnan heiðrað sjómenn fyrir störf sín á sjómannadaginn en að þessu sinni varð breyting á. Sjó- mannadagsráð var í fyrsta skipti eingöngu skipað sjómannskonum og þótti þeim því tilvalið að heiðra að þessu sinni sjómannskonur. Heiðraðar voru tvær konur, Berg- ljót Sigurðardóttir sem er eiginkona Sigtryggs Kristjánssonar og Ragn- heiður Jónasdóttir ekkja Olgeirs Sigurgeirssonar. Það var Ósk Þor- kelsdóttir sem sá um orðuveiting- arnar sem fram fóru í kaffifagnaði slysavarnadeildar kvenna. Á myndinni eru sjómannskon- urnar Bergljót Sigurðardóttir (til vinstri) og Ragnheiður Jónasdóttir. Sjómannadagsráð á Húsavík heiðraði tvær konur í ár Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson SVANBERG Már Pálsson varð um helgina Íslandsmeistari í skólaskák í yngri flokki. Ingvar Ásbjörnsson, Matthías Pétursson og Sverrir Þor- geirsson þurfa að tefla aukakeppni um titilinn í eldri flokki. Svanberg endaði með 10,5 vinn- inga af 11 mögulegum og var vel að sigrinum kominn. Hjörvar Steinn Grétarsson varð annar með 10 vinn- inga og Jóhanna Björg Jóhannsdótt- ir lenti í 3 sæti með 8,5 vinninga. Í eldri flokki sigraði Ingvar Ás- björnsson Vilhjálm Pálmason í úr- slitaskák og það þýðir að 3 urðu efst- ir og jafnir í efsta sæti og verður aukakeppni um titilinn mjög fljót- lega. Ingvar Matthías og Sverrir urðu efstir og jafnir með 9 vinninga af 11 mögulegum. Vilhjálmur og Daði Ómarsson urðu svo jafnir í 4.–5. sæti. Á myndinni má sjá Íslandsmeist- arann Svanberg Má tefla við Hjörv- ar Stein, sem hafnaði í 2. sæti en Hjörvar var sá eini sem náði að halda í við Svanberg. Svanberg varð Íslands- meistari Á SL. ÁRUM hefur verið stigvax- andi ferðamannastraumur til Djúpavogshrepps. Ástæðuna má rekja til þess að mikið hefur ver- ið unnið í að bæta þjónustu og af- þreyingarmöguleika í sveitarfé- laginu á síðastliðnum árum. Fyrir tveimur árum var m.a. hafist handa við að bæta aðstöðu á tjaldsvæðinu og nú í ár liggur fyrir áframhald á þeirri vinnu sem er fólgið í því að stækka verulega svæði fyrir hús- bílaeigendur með tilheyrandi þjónustu. Tjaldsvæðið á Djúpavogi er sér- staklega skemmtilega staðsett í bænum þar sem klettaveggir girða svæðið af þannig að það er mjög til hlés þrátt fyrir að það sé inni í miðju bæjarins. Öll þjónusta og helsta afþreying á svæðinu er í mjög góðu göngufæri frá tjald- svæðinu. Framkvæmdum verður lokið á næstu vikum, en aðrir hlutar tjaldsvæðisins eru opnir gestum þrátt fyrir þessar afmörk- uðu framkvæmdir á svæðinu. Unnið að bættu tjaldsvæði Morgunblaðið/Andrés Skúlason Ferðamannastraumur til Djúpavogshrepps hefur aukist undanfarin ár.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.