Morgunblaðið - 12.06.2006, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. JÚNÍ 2006 33
DAGBÓK
Sýning og málþing um Spánverjavígin1615 verða haldin í Dalbæ á Snæ-fjallaströnd dagana 24. og 25. júní.Dagskráin er samstarfsverkefni Snjá-
fjallaseturs, verkefnisins Vestfirðir á miðöld-
um, Strandagaldurs, Náttúrustofu Vestfjarða
og fleiri.
Ólafur Engilbertsson er framkvæmdastjóri
Snjáfjallaseturs: „Dagskráin er í tilefni af ný-
legum fundi minja um hvalveiðistöðvar Spán-
verja á Ströndum. Verða niðurstöður rann-
sókna um fornleifarnar kynntar og fjallað um
samskipi Baska og Íslendinga fyrr á tímum,“
segir Ólafur.
„Samskipti Íslendinga við baskneska fiski-
og kaupmenn voru margslungin og víðtækari
en áður hefur verið talið. Milli þessara þjóða
þróaðist viðskiptatungumál, lingua franca, og
kenndu Baskar Íslendingum m.a. að verka
hval. Þeir sigldu hingað með stór veiðiskip og
settu upp hvalveiðistöðvar sem komið hefur í
ljós að voru umfangsmeiri en áður var talið.
Kalla má hvalveiðar Spánverja hér við land
stóriðju þess tíma.“
Spánverjavígin 1615 hafa verið kölluð einu
fjöldamorð Íslandssögunnar. Spænskir sjó-
menn voru sakaðir um að hafa stolið búpeningi
og hafa tekið skip heimamanna í leyfisleysi.
Hafa sagnfræðingar ekki getað leitt í ljós
hvort ásakanirnar á hendur Spánverjunum
voru réttar, en heimamenn grýttu marga
þeirra til bana eða murkuðu úr þeim líftóruna
með öðru móti, undir forystu Ara sýslumanns í
Ögri. Er talið að fjórtán Spánverjar hafi verið
drepnir á svæðinu.
Fjöldi virtra fyrirlesara tekur þátt í dag-
skránni á Snæfjallaströnd: Selma Huxley held-
ur erindi, en hún hefur mikið rannsakað sigl-
ingar Spánverja til Íslands og Nýfundnalands
og sérstaklega sögu skipstjórans Martins de
Villafranca sem var fórnarlamb víganna 1615.
Michael Barkham, doktor við Harvard-
háskóla, hefur rannsakað hvalveiðar Spán-
verja og gerir grein fyrir rannsóknum sínum.
Þá fjallar Henrike Knörr, varaformaður Bask-
nesku Akademíunnar, um rannsóknir á lingua
franca. „Torfi Tulinius, formaður verkefnisins
Vestfirðir á miðöldum, mun fjalla um hvort
Spánverjavígin hafi í reynd verið fjöldamorð,
og Magnús Rafnsson sagnfræðingur hjá
Strandagaldri mun kynna fornleifarannsóknir
auk þess að fjalla um Jón lærða og skrif hans
um Spánverjavígin,“ segir Ólafur. „Þá mun
Már Jónsson sagnfræðingur fjalla um Ara í
Ögri og Spánverjavígsdóma hans, Trausti Ein-
arsson sagnfræðingur ræðir um hvalveiðar
Spánverja við Ísland, Sigurður Sigursveinsson
um Spánverjavígin og Martin de Villafranca
og loks mun Jónas Kristjánsson ræða um út-
gáfu sína á riti Jóns lærða um vígin.“
Á Jónsmessukvöldvöku kl. 20 flytur Stein-
dór Andersen kvæðamaður rímur eftir Jón
lærða og Elfar Logi Hannesson flytur frum-
saminn leikþátt sem byggist á upplifunum
Jóns lærða af vígunum.
Nánari upplýsingar um dagskrá málþings-
ins og yfirstandandi sýningar má finna á
www.snjafjallasetur.net
Sagnfræði | Málþing og sýning um Spánverjavígin í Dalbæ á Snæfjallaströnd 24. júní
Fjallað um Spánverjavígin 1615
Ólafur J. Eng-
ilbertsson fæddist
á Tyrðilmýri við
Ísafjarðardjúp
1960. Hann lauk
stúdentsprófi frá
FB 1981, nam
spænsku og leik-
myndahönnun í
Barcelona 1981–
84, grafíska hönn-
un í San Francisco
1986–87 og lauk
BA-prófi í sagnfræði frá HÍ 2001. Ólafur
starfaði hjá Ríkisútvarpinu í 16 ár sem leik-
myndahönnuður og grafískur hönnuður.
Hann rekur Sögumiðlunina ehf. og er fram-
kvæmdastjóri Snjáfjallaseturs. Sambýlis-
kona Ólafs er Gyða S. Björnsdóttir fræðslu-
fulltrúi.
Fátækt á
Íslandi
MIG langar aðeins að skrifa um
fátækt á Íslandi þar sem umræðan
um hana glymur á ljósvökum alla
daga. Hvernig fóru forfeður okkar
að því að koma upp stórum barna-
hóp og vel til manns. Nú getur
hver litið í eigin barm. Maður átti
jú lítið þegar maður byrjaði að
búa en hafði lífsgleði og ánægju af
því að koma þaki yfir höfuðið. Ég
held að fólk ætti að minnka við sig
þessi veraldlegu gæði, þá kæmist
það af með minni vinnu og ætti að
fara að rækta kærleikann og vin-
áttuna. Lífið á ekki að snúast um
að eiga nógu stóra villu og tvo bíla
því það gerir jú lítið fyrir sál-
artetrið ef enginn tími er fyrir
börnin og fjölskylduna því það er
það dýrmætasta í lífinu. Svo segir
í góðri bók: Komdu fram við
náungann eins og þú vilt að hann
komi fram við þig. Þá færi margt
betur. Græðgi og ágirnd er að
steypa öllu um koll. Hvernig væri
að hugsa til landsbyggðarinnar
með uppbyggingu í atvinnulífi og
búsetu eða eiga allir að flytja á
mölina? Og lítum til gamla fólks-
ins sem situr kannski eitt heima,
hvernig væri að gefa sér tíma og
heimsækja það, því það ruddi jú
brautina fyrir okkur hin.
Öryrki.
Verð svefnlyfja
EMBÆTTISMAÐUR segir í Mbl.
6. júní sl. verðmun Triazolam og
Halcion vera vitleysu. Þó bæði lyf-
in innihaldi „sama“ virka efnið
(tríazólam) er ólíku saman að
jafna þar sem annað (Halcion) er
frumlyf en hitt eftirlíking. Kostn-
aður við þróun frumlyfja er gíf-
urlegur (fleiri tugir milljarða
króna) en eftir að einkaleyfi á
þeim eru fallin úr gildi geta fram-
leiðendur eftirlíkinga keypt virku
efnin fyrir slikk, t.d. frá Asíu –
þeirra þróunarkostnaður er því
hverfandi miðað við framleiðendur
frumlyfja – frumkvöðla í uppgötv-
un og þróun raunverulegra nýrra
lyfja. Okkur vantar enn sárlega ný
og betri lyf, t.d. við krabbameini –
já, og svefnleysi og kvíða-
sjúkdómum.
Embættismaðurinn upplýsir
réttilega að sjúklingar, sem nota
svefnlyf og/eða róandi lyf verða að
borga brúsann sjálfir því sam-
kvæmt reglugerð taka almanna-
tryggingar engan þátt í greiðslu
þeirra. Nú er það alkunna, að
kvíðasjúkdómar eru einatt þung-
bærir og langvinnir (vara oft ævi-
langt) en þessir sjúklingar verða
semsagt að láta sig hafa þá eða
greiða lyfin sín sjálfir. Er þetta
ekki mismunun og/eða fordómar
eða hvað?
Nozinan (levómeprómazín –
ekki eiginlegt svefnlyf og alls ekki
vanabindandi) er oft hægt að nota
sem svefnlyf í litlum skömmtum.
Dugi það ekki eitt sér er hægt að
ná tilætluðun árangri með því að
gefa zópíklón (Imovane) með í
litlum skömmtum, en það er eina
svefnlyfið, sem er viðurkennt til
langtímameðferðar (6 mán.) á
svefnleysi í USA.
Reynir Eyjólfsson, lyfjafr.,
Eyrarholti 6, Hafnarfirði.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
Á undanförnum 15 árum hefur notkun serótónín-geðdeyfðarlyfja margfaldast jafnt og
þétt hér á landi og víða um heim og mikil umræða farið fram í dagblöðum og tímaritum
um þessa þróun. Hver ástæðan er, er fólk ekki á einu máli um.
Eini möguleikinn.
Norður
♠ÁG8
♥G94
♦ÁG72
♣Á53
Vestur Austur
♠54 ♠632
♥D1053 ♥K87
♦D9854 ♦K103
♣97 ♣G862
Suður
♠KD1097
♥Á62
♦6
♣KD104
Suður spilar sex spaða og fær út
tromp.
Hvernig á að ná í tólf slagi?
Ellefu slagir eru tiltækir með því
að hitta í laufið, en sá tólfti er vand-
fundinn. Fyrsta hugsunin er sú að
spila upp á „öfugan blindan“ og
trompa tígul þrisvar heima. En sam-
gangurinn leyfir það ekki, því blind-
ur á ekki nægar innkomur.
En hvað með að trompa hjarta í
borði?
Það er möguleiki ef laufið skilar
sér og sami mótherji er með 2–2 í
svörtu litunum. Til að byrja með er
tígulás tekinn og tígull trompaður.
Svo er hjarta dúkkað.
Millileikurinn í tígli er hugsaður til
að ginna vörnina til að spila enn tígli,
en þá má fá sex slagi á tromp með öf-
ugum blindum. En vörnin er vakandi
og trompar aftur út.
Þá er aðeins einn möguleiki eftir.
Sagnhafi spilar laufkóng, laufi á ás
og svínar tíunni. Hendir svo hjarta í
fjórða laufið og trompar hjarta í
borði.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjórn@mbl.is
1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. e3 e6
5. Bd3 dxc4 6. Bxc4 Rbd7 7. 0–0
Bd6 8. b3 0–0 9. Bb2 Dc7 10. Rc3
e5 11. h3 exd4 12. Rxd4 Bc5 13.
Rf3 b6 14. Dc2 Bb7 15. Had1 Hae8
16. Rg5 h6
Staðan kom upp í opnum flokki á
ólympíuskákmótinu sem lauk fyrir
skömmu í Tórínó á Ítalíu. Ar-
menski stórmeistarinn og reynslu-
boltinn Smbat Lputjan (2.619)
hafði hvítt gegn norskum kollega
sínum Einari Gausel (2.509). 17.
Rce4! Rxe4 17. … hxg5 gekk ekki
upp vegna 18. Rxf6+ Rxf6 19. Bxf6
gxf6 20. Dg6+ Kh8 21. Dh6+ Kg8
22. Bd3 og svartur getur ekki varn-
að máti með góðu móti. 18. Rxe4
Re5 19. Rxc5 Rxc4 20. Hd7 Dc8
21. Dxc4 bxc5 22. Dg4 og svartur
gafst upp enda fátt til varnar.
Lputjan tefldi eingöngu þrjár skák-
ir fyrir ólympíumeistara Armena
en í þeim fékk hann 2½ vinning.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjórn@mbl.is
Hvítur á leik.
ÚT ER komin bókin Verndum þau
eftir Ólöfu Ástu Farestveit og Þor-
björgu Sveinsdóttur hjá Máli og
menningu.
Flest börn búa við öruggt og frið-
sælt umhverfi heima, í skóla, leik
og frístundastarfi. Því miður á þetta
ekki við um öll börn; sum eiga und-
ir högg að sækja, eru beitt ofbeldi
– líkamlegu, kynferðislegu eða and-
legu – eða eru vanrækt á einhvern
hátt. Það er mikilvægt fyrir alla þá
sem starfa með börnum og ungling-
um að vera meðvitaðir um skyldur
sínar og ábyrgð,
geta lesið í vís-
bendingar um að
vanræksla eða
ofbeldi eigi sér
stað gegn börn-
um heima fyrir, í
skóla eða ann-
ars staðar og
viti hvernig
bregðast á við ef
slík mál skjóta upp kollinum. Vernd-
um þau fjallar um alla þessa þætti
á aðgengilegan hátt og eru les-
endur upplýstir um eðli og birting-
armyndir ofbeldis og vanrækslu,
auk þess sem gerð er grein fyrir
ferli mála af þessu tagi hjá
barnaverndaryfirvöldum og innan
dómskerfisins.
Bókin er ætluð öllum þeim sem
starfa með börnum og unglingum, í
skólum og íþrótta-, félags- og æsku-
lýðsstarfi af öllu tagi. Höfundarnir,
þær Ólöf Ásta Farestveit, uppeldis-
og afbrotafræðingur, og Þorbjörg
Sveinsdóttir, BA í sálfræði, starfa
báðar í Barnahúsi og hafa mikla
reynslu af barnaverndarmálum.
Bókin er gefin út í samstarfi við
menntamálaráðuneytið og Æsku-
lýðsráð ríkisins.
Nýjar bækur
Su›urlandsbraut 8 • 108 Reykjavík • Sími 540 7000 • www.falkinn.is
• Léttbygg› hjól
• Bur›armikil hjól
• Húsgagnahjól
• Ry›frí hjól
• I›na›arhjól
VAGNHJÓL
E
in
n
t
v
e
ir
o
g
þ
r
ír
31
.2
94
Fáðu fréttirnar
sendar
í símann þinn