Morgunblaðið - 12.06.2006, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 12.06.2006, Qupperneq 44
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 MÁNUDAGUR 12. JÚNÍ 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. MAGNI Ásgeirsson, söngvari hljómsveitarinnar Á móti sól, komst í gær í átján manna hóp söngvara sem keppast um 15 laus sæti í nýrri syrpu raunveruleikaþáttarins Rock Star. Fjórir Íslendingar voru á meðal 35 efstu söngvaranna; Magni, Hreimur Örn Heimisson, Kristófer Jensson og Heiða Idol- stjarna. Hinn 20. júní fara síðustu áheyrn- arprufurnar fram og þá munu þrír til viðbótar detta út. Þeir fimmtán sem þá standa eftir komast í þátt- inn, en sigurvegarinn verður að- alsöngvari hinnar nýstofnuðu hljómsveitar Supernova, sem er skipuð meðlimum hljómsveitanna Motley Crüe, Metallica og Guns N’Roses. Sigurvegarinn mun svo ásamt öðrum meðlimum Supernova fara í hljóðver og taka upp plötu. Að því loknu verður lagst í heims- reisu. | 39 Magni næstum kominn í Rock Star: Supernova Morgunblaðið/Sigfús Gunnar KRISTÍN Ingólfsdóttir, rektor HÍ, og Jeff- rey D. Sachs, forstöðumaður Jarðarstofn- unar Kolumbíuháskólans í New York, undirrita viljayfirlýs- ingu um samstarf á þriðjudaginn. Athöfnin er hluti alþjóðlegs sam- ráðsþings Jarðarstofn- unarinnar um loftslags- breytingar, sem fer fram í Reykjavík. Að sögn Kristínar hafa einstakir kennarar stofnananna verið í samstarfi undanfarið en viljayfirlýsingin muni færa samvinnuna á formlega braut. Samstarfið felst í rannsóknum á sviði loftslagsbreytinga, nýtingu endurnýj- anlegrar orku og sjálfbærrar þróunar. Það veiti stúdenta- og kennaraskiptum milli stofnananna einnig farveg. Vikuritið Time hefur útnefnt Jeffrey Sachs sem einn af 100 áhrifamestu mönn- um heims. Hann er þekktur ráðgjafi um efnahagslegar umbætur og fyrir baráttu sína fyrir því að draga úr fátækt, stöðva útbreiðslu sjúkdóma og takast á við lofts- lagsbreytingar. | 4 Samstarf við Jarðarstofnun Kolumbíu- háskóla Jeffrey D. Sachs HALLDÓR Bragason blúsgítarleikari, eða Dóri í Vinum Dóra, spilaði á laug- ardagskvöld með hljómsveit bláma- söngkonunnar Zoru Young á blúshátíðinni í Chicago en um 750 þús- und manns sækja hátíð- ina á ári hverju og er laugardagskvöldið jafn- an hápunktur hennar. „Upplifunin var alveg æðisleg og mjög öðru- vísi,“ sagði Halldór þeg- ar Morgunblaðið náði tali af honum í gær. „Þetta var rosalega skemmtileg lífs- reynsla og mikill heiður að vera kynntur þarna frá Íslandi yfir allan hópinn. Zora kynnti mig sérstaklega sem vin frá Ís- landi, sagði að ég væri góð landkynning og þjóðinni til sóma,“ sagði Halldór. „Hún steig á svið með okkur hún Koko Taylor, blúsdrottningin hér í Chicago, en hún er 78 ára gömul. Hún sat í vængnum við sviðið og Zora tók í höndina á henni og dró hana fram á sviðið við mikil fagn- aðarlæti áhorfenda. Hún söng svo Wang Dang Doodle með okkur,“ segir Halldór og skýtur á að um 100.000 manns hafi ver- ið á tónleikasvæðinu þegar hann stóð á sviðinu. Spilaði fyrir 100.000 manns á blúshátíðinni í Chicago Halldór Bragason SJÓMANNADAGURINN var haldinn hátíðlegur í gær og þrátt fyrir votviðri fjölmennti fólk á há- tíðir í sjávarplássum landsins. Í Reykjavík var Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur samhliða Há- tíð hafsins líkt Sog síðustu ár en þar var margt um manninn. Gest- ir og gangandi létu rigninguna ekki draga úr sér þrótt heldur brugðu fyrir sig regnhlífum og stóðu vaktina – að sjómanna sið. Morgunblaðið/ Jim Smart Fagnað með sjómönnum í votviðri GEIR H. Haarde, tilvonandi for- sætisráðherra, mun áfram hafa forystu í viðræðum Íslendinga við Bandaríkjamenn um varnarmál þó að hann hverfi nú úr utanrík- isráðuneytinu. Valgerður Sverris- dóttir, verðandi utanríkisráðherra, greindi frá þessu í gær. Valgerður segist hafa óskað eft- ir því við Geir að hann haldi á þeim málum með formlegum hætti þótt hann færi sig um set. Segist hún vonast til þess að með þessari skipan mála náist mikil- væg samfella í varnarviðræðunum við Bandaríkjamenn. Valgerður ekki í framboð Innt eftir því hvort hún hyggist gefa kost á sér sem formaður Framsóknarflokksins á flokks- þinginu í ágúst svarar Valgerður því neitandi og tekur fram að hún ætli heldur ekki að sækjast eftir neinu öðru embætti í flokksfor- ystu Framsóknarflokksins á kom- andi flokksþingi. Segist hún vilja beina kröftum sínum annars veg- ar að starfinu sem utanríkisráð- herra og hins vegar í það að sinna eigin kjördæmi, en Valgerður er fyrsti þingmaður norðausturkjör- dæmis. Jón Sigurðsson seðlabanka- stjóri, sem taka mun við embætti viðskipta- og iðnaðarráðherra af Valgerði, útilokar hins vegar ekki að hann bjóði sig fram til forystu- starfa fyrir Framsóknarflokkinn á flokksþingi í ágúst. „Ég vinn öll þau verk sem mér verða falin – það er skylda mín,“ segir hann. Geir áfram með varnarmálin  Miðopna ♦♦♦ FIMM starfsmönnum mötuneytis flughersins á varnarstöðinni í Keflavík var fyrir helgi tjáð af yf- irmanni að þeir skyldu fluttir og gerðir að starfsmönnum mötu- neytis sjóhersins, sem staðsett er annars staðar á herstöðinni. Óánægja ríkir meðal þeirra vegna þessa. Áform eru um að loka mötu- neyti flughersins, enda Banda- ríkjaher á förum frá Íslandi, og vill varnarliðið nýta starfsfólkið til vinnu í mötuneyti sjóhersins á meðan uppsagnarfrestur þess líð- ur. Rekstraraðili beggja þessara mötuneyta er varnarliðið. Starfs- mennirnir eru hins vegar óánægð- ir með þessa ráðstöfun og vilja aðeins vinna á sínum gamla vinnustað. Í ráðningarsamningi þeirra er ekki gert ráð fyrir að tilflutningur sem þessi sé mögu- legur. „Yfirmennirnir hafa sagt það berum orðum að þeir vilji flytja þær milli deilda og það er engan veginn ásættanlegt,“ segir Krist- ján Gunnarsson, formaður verka- lýðs- og sjómannafélags Keflavík- ur og nágrennis. Þarf ekki að vinna út ráðningarsamninginn Spurður um ástæðu flutning- anna segir Kristján að varnarliðið vilji fá sem mesta nýtingu út úr starfskröftum sínum og það sé ekki nægilega mikið að gera í mötuneyti flughersins vegna breyttra aðstæðna. „Þeir eru bún- ir að loka búllunni þarna,“ segir Kristján. Kristján segir það skýran rétt starfsfólksins að fá að vinna sam- kvæmt samningi sínum. Vilji varnarliðið segja því upp hafi það rétt á þriggja mánaða uppsagn- arfresti og þurfi ekki að vinna út ráðningarsamninginn á öðrum vinnustað. Starfsfólk mötuneytis flughersins óánægt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.