Morgunblaðið - 03.07.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.07.2006, Blaðsíða 2
2 F MÁNUDAGUR 3. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ M örg perlan leynist í Reykjavík og Sveinn Þórir Þorsteinsson eða Dói og Hjördís Einars- dóttir eða Hjölla segja að Bragagatan og nánasta umhverfi falli undir þessa skilgreiningu. „Það er í einu orði sagt yndislegt að búa hérna,“ segir Hjölla og Dói tekur í sama streng. „Hérna er allt svo heimilislegt, samansafn ólíkra húsa og góðra nágranna.“ Besti staðurinn Hjölla og Dói eignuðust húsið á Bragagötu 32 fyrir rúmlega 20 árum eftir að hafa búið á mörgum stöðum og komið víða við. Þau settust svo sem ekki í helgan stein á Bragagöt- unni og bjuggu meðal annars um ára- bil í Portúgal eftir að þau festu sér eignina auk þess sem þau hafa ferðast víða. „Bragagatan hefur samt alltaf verið okkar helsti viðkomustað- ur,“ segir Hjölla. „Besti staðurinn,“ áréttar Dói og bætir við: „Annars er alls staðar gott að vera.“ Í því sambandi rifja þau upp húsa- kaup við Kirkjugarðsstíg. „Við áttum heima á Ljósvallagötu og þurftum að skipta,“ segir Hjölla. „Dóttir okkar vildi endilega að við keyptum hús við Kirkjugarðsstíg, við skoðuðum það og gerðum tilboð. Eigandinn vildi selja okkur og sagði að komið væri hærra tilboð. Þá lögðumst við mæðg- urnar upp í rúm og grétum eins og börn en þá kom pabbi og sagðist skyldu lána okkur það sem þyrfti til að við gætum keypt húsið. Við keypt- um húsið og vorum í skýjunum en tengdapabbi var hneykslaður á því að við skyldum kaupa gamlan hjall, eins og hann orðaði það, í stað þess að kaupa nýlega íbúð í blokk eins og allir aðrir. En við höfum aldrei búið í blokk og það var yndislegt að búa í þessu húsi. Við vorum ung þá og það er öðruvísi að vera ungur og geta gert hvað sem er. Á efri árum hentar þetta betur og það er rétt hjá Dóa, þetta er besti staðurinn og þegar við flytjum þá flytjum við ekki langt héðan.“ Portúgal var heimili þeirra í tæp- lega áratug. „Það var gott að vera í Portúgal en við urðum óstjórnlega þreytt á hitanum,“ segir Hjölla. „Sól- in kemur upp á vorin og sest aldrei. Þessi mikli hiti er ekkert síður leiði- gjarn en rigningin hérna og eftir að hafa búið svona lengi í sólinni langar mann ekkert meira að dansa í sand- inum á sólarströnd.“ Hverfið er Reykjavík Dói ólst upp í nágrenni við Braga- götu, átti meðal annars heima á Grettisgötu, Amtmannsstíg og Freyjugötu sem strákur. Það hafði sín áhrif á kaupin. „Fyrir mér hefur Reykjavík alltaf snúist um þetta hverfi, í mínum huga er Reykjavík aðeins miðbærinn og næsta ná- grenni,“ segir hann. „Ég fæddist hérna, ólst upp hérna og lék mér hérna. Ég átti vin á Haðarstígnum og annan hérna uppi á horni á Freyju- götu. Húsið hérna á móti var hlaða í þá daga en að öðru leyti er allt eins, sömu húsin, nær sama fólkið. Allt svo heimilislegt og gott, en samt svo fjöl- breytt byggingarlag og fjölbreytt mannlíf. Þetta er eins og hverfi í hverfinu, byggð út af fyrir sig.“ Bragagatan er einstefnugata frá Freyjugötu niður á Nönnugötu og voru íbúar við götuna um 100 þegar þau fluttu þangað. „Þetta hefur alla tíð verið eins og að búa uppi í sveit,“ segir Hjölla. „Hér heyrist aldrei neitt og fólkið í hverfinu er svo yndislegt. Þegar við fluttum hingað voru fá börn í hverfinu, barnafjölskyldur vildu greinilega ekki þessi gömlu hús, en nú hefur þetta heldur betur breyst og það liggur við að segja megi að það sé barn í hverju húsi, hundar og kettir. Gamalt fólk, ungt fólk og dýr í bland. Það er svo mikið líf hérna, þetta er æðislegur staður og mjög gott að búa hérna. Við bjuggum áður við Miklu- brautina og þar gat ég ekki búið. Ekki vegna hávaðans heldur vegna sjóntruflana. Það er skaðlegt fyrir heilann að horfa á bíla á hraðri keyrslu allan guðslangan daginn. Hér er engu slíku til að dreifa, engin um- ferð. Staðsetningin hérna hentar okkur líka sérlega vel. Ég hef til dæmis mjög gaman af því að ganga og héðan er ekkert mál að hlaupa í búðir á Skólavörðustíg eða Lauga- vegi, skreppa á kaffihús og kíkja á mannfólkið. Það er ekkert skemmti- legra en að vera innan um fólk og ekki er langt í það. En við gerum mat- arinnkaupin í Bónus og keyrum þangað því við getum ekki borið pok- ana heim.“ Boltinn styttir stundirnar Þau segjast alla tíð hafa verið mikl- ir bóhemar en líf þeirra sé frekar í föstum skorðum þessi misserin og þau eyði miklum tíma heima. Þau segjast spila á spil í um klukkutíma á morgnana áður en þau fái sér hádeg- ismat, spili bridds einu sinni í viku og fari út með tíkina Birtu í einn góðan göngutúr á dag. Stórviðburðir í íþróttum, einkum í fótbolta og hand- bolta, fari ekki framhjá þeim og þau sitji spennt fyrir framan sjónvarpið þegar sýnt sé frá leikjum í heims- meistarakeppni og öðru slíku. „Þegar ég var lítil stelpa á Akra- nesi var lífið fótbolti,“ segir Hjölla. „Rikki (Ríkharður Jónsson) og fé- lagar komu fram á sjónarsviðið á þessum tíma, gullaldarliðið, og það var mikill spenningur. Allir töluðu um fótbolta öllum stundum og nú hef ég ekkert annað að gera en þrífa og taka til, snyrta garðinn og horfa á leiki í sjónvarpinu. Boltinn styttir okkur svo sannarlega stundirnar. Ég á ekki uppþvottavél og vaska upp meðan svonefndir spekingar blaðra á milli leikja en svo horfum við á leikina og fáum þá oft gesti sem vilja horfa líka. Annars þýðir ekkert að koma eða hringja meðan á leik í HM stendur.“ Þau segja erfitt að spá í spilin því allt geti gerst en framan af hafi allt mælt með því að Argentína yrði heimsmeistari að þessu sinni. Hjölla segist samt alltaf halda með Eng- lendingum. „Mest spennandi leikur- inn til þessa var viðureign Argentínu og Hollands og sá skemmtilegasti var England–Svíþjóð,“ segir Hjölla. „Sví- ar voru aumingjar að sigra ekki en ég held alltaf með Englendingum vegna þess að ég þekki hvert einasta andlit eftir að hafa fylgst með ensku knatt- spyrnunni um árabil. En útlitið var ekki gott eftir að Michael Owen meiddist því Wayne Rooney getur ekki beitt sér af fullum krafti. Mér þótti mjög gaman að horfa á Gana. Leikmennirnir eru svo mikil náttúru- börn og þeir komu með nýjan svip inn í boltann. Það var gaman að sjá þá komast áfram upp úr riðlakeppninni. Eins hafði ég ægilega gaman af því að horfa á Angóla vegna þess að ein besta vinkona mín er frá Angóla. Elskulegt fólk. Keppnin er skemmti- leg og umgjörðin glæsileg en það hef- ur ekki fengið mig til að halda með Þjóðverjum, þótt þeir standi sig vel á ýmsum sviðum. Ástæða þess að ég get ekki stutt Þjóðverja í boltanum er frekja þeirra á sólarströndum, frekja sem við höfum oft upplifað. Þeir hirða til dæmis alla sólstóla, taka þá jafnvel frá á nóttunni, svo engir stólar eru eftir fyrir aðra gesti. Nú verður Barcelona hins vegar mitt lið eftir að Eiður Smári Guðjohnsen er kominn í hópinn og ég mun fylgjast með hverri hreyfingu í dauðans ofboði. Eins gott að ég er með Sýn sem sýnir frá spænska boltanum og svo bíð ég spennt eftir að handboltinn byrji aft- ur. Þú getur rétt ímyndað þér hvern- ig stemningin var hérna þegar Ís- lendingar tóku á móti Svíum á dögunum. Húsið var fullt af fólki og það var svo spennt, stappaði í gólfið og lét öllum illum látum, ekki síst þegar ljóst var að Ísland hafði tryggt sér sæti á HM. Þá hélt ég að gólfið myndi brotna.“ Þau þekkja hverja götu, hvern stíg og hverja gangbraut í hverfinu eftir göngutúra um svæðið á hverjum degi í mörg ár. „Við erum fræg í hverfinu og einn nágranni okkar segist aldrei hafa séð svona aldrað fólk ganga eins mikið og við gerum,“ segir Hjölla. „En við verðum að fara út með dýr- ið.“ Skáldið í götunni Sumir segja að það sé skáld í hverri götu og Dói og Hjölla segja að Sig- urður A. Magnússon hafi sett stimp- ilinn á Bragagötu 32. „Hann hefur sagt frá því að þegar hann var í menntaskóla hafi hann búið hérna uppi í litlu herbergi og hafi þurft að fara út til þess að pissa,“ segir Dói. Skáldið í húsinu þarf ekki lengur að fara út til að létta á sér og yrkir sem aldrei fyrr. „Ég á fulla skúffu af óbirt- um ljóðum en ég hef skrifað eina ljóðabók og ljóð eftir mig hafa birst í safnbókum,“ segir Hjölla. „Það hefur líka verið sungið við ljóðin mín og þess vegna fæ ég stundum pening frá STEF. Hér er gott að semja og gott að búa. Það er einhver andi í þessu húsi og við höfum notið þess að búa hérna. Þegar við keyptum húsið hljóp ég niður á Skólavörðustíg í gleðikasti og hér höfum við átt ágætt líf.“ Dói tekur undir það. „Það er eitthvað í andrúmsloftinu hérna, umhverfinu, sem maður finnur hvergi annars staðar.“ Hélt að gólfið myndi brotna Hjölla missir helst ekki af leik í sjónvarpinu og fylgist hér með Ólafi Þórðarsyni tjá sig um HM í knattspyrnu. Morgunblaðið/Eyþór Sveinn Þorsteinsson (Dói) og Hjördís Einarsdóttir (Hjölla) með tíkina Birtu í garðinum við hús þeirra á Bragagötu 32. Hverfið segja þau sannkallaða perlu. Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Fasteignablað Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Um- sjón Magnús Sigurðsson, magnuss@mbl.is, sími 5691223, og Steinþór Guðbjartsson, steinthor@m- bl.is, sími 5691257 Auglýsingar sími 5691111 net- fang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prent- smiðja Morgunblaðsins. Efnisyfirlit 101 Reykjavík ..................... 54-55 Akkurat ...................................... 6-7 Ás .................................................. 52 Ásbyrgi ........................................ 48 Berg .............................................. 35 Borgir .................................... 22-23 Brynjólfur Jónsson ........... 32-33 DP fasteignir .............................. 49 Eignaborg ..................................... 31 Eignamiðlunin .........................12-13 Eignatorg .................................... 57 Eignaval ....................................... 63 Eik .................................................. 14 Fasteign.is ............................ 30-31 Fasteignamarkaðurinn ..... 58-59 Fasteignamiðlunin .................... 36 Fasteignamiðstöðin .................. 56 Fasteignasala Íslands ............... 19 Fasteignasala Mosfellsbæjar . 25 Fasteignastofan ........................ 64 Fjárfesting ..................................... 9 Fold ....................................... 42-43 Foss .............................................. 24 Garðatorg .................................... 45 Gimli ....................................... 50-51 HB fasteignir .............................. 20 Heimili .......................................... 40 Híbýli ............................................. 41 Hóll .................................................. 8 Hraunhamar ........................ 26-29 Húsakaup ............................. 38-39 Húsavík ........................................ 53 Húsið Smárinn ............................ 10 Höfðabakki .................................. 20 Höfði ............................................... 11 Íslenskir aðalverktakar .............. 5 Kirkjuhvoll ................................... 21 Kjöreign .......................................... 3 Klettur .................................... 16-18 Lundur ................................... 60-61 Miðborg ....................................... 44 Nethús .......................................... 62 Perla Investment ....................... 52 Skeifan .......................................... 15 Stórborg ...................................... 37 Valhöll .................................. 46-47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.