Morgunblaðið - 03.07.2006, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.07.2006, Blaðsíða 7
Mikil uppsveifla hefur ver-ið á byggingarmarkaðiundanfarin misserivegna mikillar eft- irspurnar eftir íbúðarhúsnæði vegna hagstæðra lánskjara og góðs efna- hagsástands. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands voru 4.692 íbúðir í byggingu 31. des- ember síðast lið- inn. Það er mesti fjöldi íbúða í byggingu um ára- mót frá árinu 1979 og langt yfir langtímameð- altali, en að jafn- aði hafa verið um eitt þúsund færri íbúðir í byggingu um áramót. Landsmeðaltal nýbygg- inga um áramót frá árinu 1954 til síð- ustu áramóta er 3.616 íbúðir. Nú þarf að líta til þess að margar þessara íbúða geta verið á mismunandi bygg- ingarstigi, sumar hverjar eru sjálf- sagt tilbúnar og komnar í sölu en aðr- ar koma líklega ekki á markað fyrr en eftir eitt ár. Upplýsingar Hag- stofu benda til þess að 3.234 íbúðir hafi verið á lægra byggingarstigi um áramót, það er að segja minna en fok- helt. Því er ljóst að flestar íbúðirnar sem eru í byggingu koma á markað á næstu 18 mánuðum. Hvað þá með fullgerðar íbúðir? Á árinu 2005 komu á markað 3.106 íbúðir á landinu öllu og hafa aldrei áður á einu ári svo margar íbúðir ver- ið fullgerðar. Þegar litið er til höf- uðborgarsvæðisins er hægt að segja sömu sögu, en á árinu 2005 kom þar á markað 2.051 íbúð. Nú myndu marg- ir spyrja: Hverjir ætla að búa í þess- um íbúðum? Líklega er um of- framboð af íbúðum að ræða. Þó verður að taka tillit til hinna miklu fólksflutninga til landsins af end- urheimtum íslenskum ríkisborgurum og ríkisborgurum annarra landa. Einnig gæti verið algengara að ungt fólk flytti úr foreldrahúsum fyrr vegna þess góða efnahagsástands sem ríkt hefur á Íslandi, en slíkt skapar einungis tímabundna eft- irspurn. Lækkar raunverð? Samkvæmt grunnlögmáli hag- fræðinnar um framboð og eftirspurn, þá skapar aukið framboð lækkun á markaðsverði viðkomandi vöru að öðru óbreyttu. Það sama á við um íbúðir, aukið framboð ætti að skapa kaupendamarkað og aukið svigrúm til að bjóða ásett verð niður. (Benda má lesendum á grein í Fasteignablaði Morgunblaðsins 19. júní sl. um áhrifaþætti fasteignaverðs). Þetta þýðir ekki endilega að nafnverð fast- eigna lækki, hins vegar gæti það gerst að raunverð lækkaði. Raunverð lækkaði í byrjun níunda áratugarins Það er ekki að ástæðulausu að vitnað er til diskóáranna í titli. Árin 1982-1986 lækkaði fasteignaverð um 25% að raungildi og hófst lækk- unarhrinan rúmum tveimur árum eftir hið mikla byggingarár 1980. Taka verður tillit til þess að raun- vextir hækkuðu verulega í byrjun ní- unda áratugar síðustu aldar vegna upptöku verðtryggingar á húsnæð- islánum, því gæti það skýrt hluta af raunverðslækkuninni. Varðandi byggingartíma, þá er byggingartími íbúða í dag líklega mun skemmri, en í byrjun níunda áratugarins, því gæti lækkunaráhrifa vegna aukins fram- boðs gætt fyrr. Það er að segja að því gefnu að eftirspurn eftir íbúðum dragist saman. Nokkur teikn eru á lofti varðandi eftirspurn, en nú þegar hefur lánsfjárhlutfall lækkað hjá við- skiptabönkunum sem og hjá Íbúða- lánasjóði, ásamt því að raunvextir íbúðalána hafa hækkað. Aukið byggingarmagn í dag stjórnast af hagnaðarvon bygging- arverktaka, en líklega mun bygging- arkostnaður hækka verulega vegna launaskriðs og vegna þess að innflutt byggingarefni hækkar í verði vegna veikingar íslensku krónunnar. Nefna má aðrar lækkunarhrinur en árin 1966 til 1970 lækkaði húsnæð- isverð um 33% að raungildi og árin 1988 til 1997 um 18%. Af þessu má ráða að lækkun virðist alltaf fylgja í kjölfar hækkunartímabils. (Heimild: Landfræðilegt litróf fasteignamark- aðarins – Iðnaðar- og viðskiptaráðu- neytið) Varúðarorð Ég hef áður á þessum vettvangi lagt áherslu á að sveitarfélög kynni með gagnsæjum hætti lóðaframboð og upplýsi byggingariðnaðinn sem og fasteignasala um framboð nýbygg- inga sem og nýrra íbúða í eldra hús- næði. Sveitarfélög bera ábyrgð á framboði lóða og skipulagsmálum og þar með einum megináhrifaþætti fasteignaverðs. Mikið lóðaframboð og mismunandi úthlutunarreglur lóða geta skekkt markaðinn og valdið lækkun fasteignaverðs. Rétt er að geta þess að lækkun á fasteignaverði getur haft ófyrirsjáanlegar efnahags- legar afleiðingar. Í skýrslu Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins frá apríl 2003 kemur fram að fasteignaverð sé lengi að lækka og oft tengt minnkandi um- svifum í efnahagslífinu og fjármálaó- stöðuleika. Þjóðhagslegu áhrifin geta magnast þegar lækkandi fast- eignaverð kemur til vegna hækkandi raunvaxta, en bæði heimili og fjár- málastofnanir eru viðkvæm fyrir slíkum breytingum.                !                                      "   #    "  $  #  % &'     (  )   & &  ! # *        !                   "  $  #  % ++   ,           "   #    Byggingarbransi í diskósveiflu Ekki fleiri íbúðir verið í byggingu um áramót síðan 1979 Markaðurinn eftir Magnús Árna Skúlason, dósent, rannsóknarsetri í hús- næðismálum, Viðskiptahá- skólanum á Bifröst Magnús Árna Skúlason MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. JÚLÍ 2006 F 7 Fjölbreytt úrval af atvinnuhúsnæði á skrá! SÓLEYJARIMI - 112 RVK. 50 ÁRA OG ELDRI! Síðasta 3ja herbergja á 3.hæð með suður-svölum. Fullbúin án gólfefna í góðu lyftuhúsi, stæði í bíla- geymslu. Mjög falleg íbúð með frábæru útsýni. VERÐ 23,9 millj. VOGAGERÐI 1 - 190 VOGAR. Falleg 72 fm íbúð á 2.hæð í litlu tveggja hæða fjölbýli (fimm íbúðir). Góð eign þar sem stutt er í alla þjónustu. Skóli, leikskóli og íþróttamiðstöð í næstu götu. VERÐ 13,0 millj. LAUTASMÁRI - 201 KÓP. Mjög skemmtileg og góð 83,9 fm 3ja herbergja íbúð á 1.hæð með suðvestur svölum. Nýlega viðgert/ málað hús og sameign nýtekin í gegn. Þvottahús í íbúð. Lítið fjölbýli, stutt í alla þjónustu og verslanir. Verð 18,9 millj. BARÐASTAÐIR - 112 RVK. Glæsileg 99,8 fm 3ja herbergja íbúð á 3.hæð. Fallegar innréttingar og vandað parket á gólfum. Stór og björt stofa með útgengt á stórar suðvestursvalir. Þvottahús innan íbúðar. VERÐ 20,9 millj. GVENDARGEISLI - 113 RVK. Glæsileg 3ja herbergja 121,3 fm íbúð á 1.hæð með sér inngangi og stæði í bílageymslu. Fullbúin án gólfefna. Sér hæð í Grafarholti. Sérv. og garður. VERÐ 25,8 millj. ÁSVALLAGATA - 101 RVK Skemmtileg 57,4 fm íbúð á 4ðu hæð (efstu) ásamt 8,2 fm geymslu í kjallara, samtals 65,6 fm. Tvö svefnherbergi, stofa, eldhús og baðherbergi. LAUS STRAX. VERÐ 19,7 millj. HRAUNBÆR - 110 RVK. Skemmtileg og mikið uppgerð 3ja herbergja 84,8 fm íbúð á 1.hæð með aukaherbergi í kjallara. Nýir fataskápar og gólfefni. Barnvæn lóð, vestur svalir. VERÐ 18,6 millj. AKURHVARF - 203 KÓP. Vönduð 3ja herbergja 106,5 fm íbúð/ stæði í bílag. Nýtt lyftuhús í Hvarfahverfi við Elliðavatn. Fullbúin án gólf. Baðherb. flísalagt. VERÐ. 25,7 millj. 3ra herbergja NÝ TT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.