Morgunblaðið - 03.07.2006, Síða 7

Morgunblaðið - 03.07.2006, Síða 7
Mikil uppsveifla hefur ver-ið á byggingarmarkaðiundanfarin misserivegna mikillar eft- irspurnar eftir íbúðarhúsnæði vegna hagstæðra lánskjara og góðs efna- hagsástands. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands voru 4.692 íbúðir í byggingu 31. des- ember síðast lið- inn. Það er mesti fjöldi íbúða í byggingu um ára- mót frá árinu 1979 og langt yfir langtímameð- altali, en að jafn- aði hafa verið um eitt þúsund færri íbúðir í byggingu um áramót. Landsmeðaltal nýbygg- inga um áramót frá árinu 1954 til síð- ustu áramóta er 3.616 íbúðir. Nú þarf að líta til þess að margar þessara íbúða geta verið á mismunandi bygg- ingarstigi, sumar hverjar eru sjálf- sagt tilbúnar og komnar í sölu en aðr- ar koma líklega ekki á markað fyrr en eftir eitt ár. Upplýsingar Hag- stofu benda til þess að 3.234 íbúðir hafi verið á lægra byggingarstigi um áramót, það er að segja minna en fok- helt. Því er ljóst að flestar íbúðirnar sem eru í byggingu koma á markað á næstu 18 mánuðum. Hvað þá með fullgerðar íbúðir? Á árinu 2005 komu á markað 3.106 íbúðir á landinu öllu og hafa aldrei áður á einu ári svo margar íbúðir ver- ið fullgerðar. Þegar litið er til höf- uðborgarsvæðisins er hægt að segja sömu sögu, en á árinu 2005 kom þar á markað 2.051 íbúð. Nú myndu marg- ir spyrja: Hverjir ætla að búa í þess- um íbúðum? Líklega er um of- framboð af íbúðum að ræða. Þó verður að taka tillit til hinna miklu fólksflutninga til landsins af end- urheimtum íslenskum ríkisborgurum og ríkisborgurum annarra landa. Einnig gæti verið algengara að ungt fólk flytti úr foreldrahúsum fyrr vegna þess góða efnahagsástands sem ríkt hefur á Íslandi, en slíkt skapar einungis tímabundna eft- irspurn. Lækkar raunverð? Samkvæmt grunnlögmáli hag- fræðinnar um framboð og eftirspurn, þá skapar aukið framboð lækkun á markaðsverði viðkomandi vöru að öðru óbreyttu. Það sama á við um íbúðir, aukið framboð ætti að skapa kaupendamarkað og aukið svigrúm til að bjóða ásett verð niður. (Benda má lesendum á grein í Fasteignablaði Morgunblaðsins 19. júní sl. um áhrifaþætti fasteignaverðs). Þetta þýðir ekki endilega að nafnverð fast- eigna lækki, hins vegar gæti það gerst að raunverð lækkaði. Raunverð lækkaði í byrjun níunda áratugarins Það er ekki að ástæðulausu að vitnað er til diskóáranna í titli. Árin 1982-1986 lækkaði fasteignaverð um 25% að raungildi og hófst lækk- unarhrinan rúmum tveimur árum eftir hið mikla byggingarár 1980. Taka verður tillit til þess að raun- vextir hækkuðu verulega í byrjun ní- unda áratugar síðustu aldar vegna upptöku verðtryggingar á húsnæð- islánum, því gæti það skýrt hluta af raunverðslækkuninni. Varðandi byggingartíma, þá er byggingartími íbúða í dag líklega mun skemmri, en í byrjun níunda áratugarins, því gæti lækkunaráhrifa vegna aukins fram- boðs gætt fyrr. Það er að segja að því gefnu að eftirspurn eftir íbúðum dragist saman. Nokkur teikn eru á lofti varðandi eftirspurn, en nú þegar hefur lánsfjárhlutfall lækkað hjá við- skiptabönkunum sem og hjá Íbúða- lánasjóði, ásamt því að raunvextir íbúðalána hafa hækkað. Aukið byggingarmagn í dag stjórnast af hagnaðarvon bygging- arverktaka, en líklega mun bygging- arkostnaður hækka verulega vegna launaskriðs og vegna þess að innflutt byggingarefni hækkar í verði vegna veikingar íslensku krónunnar. Nefna má aðrar lækkunarhrinur en árin 1966 til 1970 lækkaði húsnæð- isverð um 33% að raungildi og árin 1988 til 1997 um 18%. Af þessu má ráða að lækkun virðist alltaf fylgja í kjölfar hækkunartímabils. (Heimild: Landfræðilegt litróf fasteignamark- aðarins – Iðnaðar- og viðskiptaráðu- neytið) Varúðarorð Ég hef áður á þessum vettvangi lagt áherslu á að sveitarfélög kynni með gagnsæjum hætti lóðaframboð og upplýsi byggingariðnaðinn sem og fasteignasala um framboð nýbygg- inga sem og nýrra íbúða í eldra hús- næði. Sveitarfélög bera ábyrgð á framboði lóða og skipulagsmálum og þar með einum megináhrifaþætti fasteignaverðs. Mikið lóðaframboð og mismunandi úthlutunarreglur lóða geta skekkt markaðinn og valdið lækkun fasteignaverðs. Rétt er að geta þess að lækkun á fasteignaverði getur haft ófyrirsjáanlegar efnahags- legar afleiðingar. Í skýrslu Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins frá apríl 2003 kemur fram að fasteignaverð sé lengi að lækka og oft tengt minnkandi um- svifum í efnahagslífinu og fjármálaó- stöðuleika. Þjóðhagslegu áhrifin geta magnast þegar lækkandi fast- eignaverð kemur til vegna hækkandi raunvaxta, en bæði heimili og fjár- málastofnanir eru viðkvæm fyrir slíkum breytingum.                !                                      "   #    "  $  #  % &'     (  )   & &  ! # *        !                   "  $  #  % ++   ,           "   #    Byggingarbransi í diskósveiflu Ekki fleiri íbúðir verið í byggingu um áramót síðan 1979 Markaðurinn eftir Magnús Árna Skúlason, dósent, rannsóknarsetri í hús- næðismálum, Viðskiptahá- skólanum á Bifröst Magnús Árna Skúlason MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. JÚLÍ 2006 F 7 Fjölbreytt úrval af atvinnuhúsnæði á skrá! SÓLEYJARIMI - 112 RVK. 50 ÁRA OG ELDRI! Síðasta 3ja herbergja á 3.hæð með suður-svölum. Fullbúin án gólfefna í góðu lyftuhúsi, stæði í bíla- geymslu. Mjög falleg íbúð með frábæru útsýni. VERÐ 23,9 millj. VOGAGERÐI 1 - 190 VOGAR. Falleg 72 fm íbúð á 2.hæð í litlu tveggja hæða fjölbýli (fimm íbúðir). Góð eign þar sem stutt er í alla þjónustu. Skóli, leikskóli og íþróttamiðstöð í næstu götu. VERÐ 13,0 millj. LAUTASMÁRI - 201 KÓP. Mjög skemmtileg og góð 83,9 fm 3ja herbergja íbúð á 1.hæð með suðvestur svölum. Nýlega viðgert/ málað hús og sameign nýtekin í gegn. Þvottahús í íbúð. Lítið fjölbýli, stutt í alla þjónustu og verslanir. Verð 18,9 millj. BARÐASTAÐIR - 112 RVK. Glæsileg 99,8 fm 3ja herbergja íbúð á 3.hæð. Fallegar innréttingar og vandað parket á gólfum. Stór og björt stofa með útgengt á stórar suðvestursvalir. Þvottahús innan íbúðar. VERÐ 20,9 millj. GVENDARGEISLI - 113 RVK. Glæsileg 3ja herbergja 121,3 fm íbúð á 1.hæð með sér inngangi og stæði í bílageymslu. Fullbúin án gólfefna. Sér hæð í Grafarholti. Sérv. og garður. VERÐ 25,8 millj. ÁSVALLAGATA - 101 RVK Skemmtileg 57,4 fm íbúð á 4ðu hæð (efstu) ásamt 8,2 fm geymslu í kjallara, samtals 65,6 fm. Tvö svefnherbergi, stofa, eldhús og baðherbergi. LAUS STRAX. VERÐ 19,7 millj. HRAUNBÆR - 110 RVK. Skemmtileg og mikið uppgerð 3ja herbergja 84,8 fm íbúð á 1.hæð með aukaherbergi í kjallara. Nýir fataskápar og gólfefni. Barnvæn lóð, vestur svalir. VERÐ 18,6 millj. AKURHVARF - 203 KÓP. Vönduð 3ja herbergja 106,5 fm íbúð/ stæði í bílag. Nýtt lyftuhús í Hvarfahverfi við Elliðavatn. Fullbúin án gólf. Baðherb. flísalagt. VERÐ. 25,7 millj. 3ra herbergja NÝ TT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.