Morgunblaðið - 03.07.2006, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 03.07.2006, Blaðsíða 56
56 F MÁNUDAGUR 3. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ LÓÐ MEÐ BYGGINGARÉTTI VIÐ ELLIÐAVATN EINSTAKT TÆKIFÆRI Fasteignamiðstöðinni, Hlíðasmára 17, sími 550 3000, hefur verið að falið að selja byggingarrétt á einstaklega vel staðsettri einbýlishúsalóð við Elliðavatnið. Frábært útsýni. Lóðin er 1.013 fm að stærð. Byggja má allt að 350 fm einbýlishús á lóðinni. 150092 Nánari upplýsingar á skrifstofu FM. Einbýli BLEIKJUKVÍSL Erum með í sölu fallegt einbýlishús með auka íbúð á jarðhæð, innarlega í botlanga á þessum vinsæla stað. Afar vel til haldið hús. Er laust til afh. Nánari uppl á skrifsofu FM sími 550 3000 og fmeignir.is Eftir lokun 893 4191. Verð 67,4 millj. 70945 ESJUGRUND - KJALARNES Vorum að fá í sölu vel staðsett einbýlishús með sjávarútsýni. 5 svefnherbergi, tvöfald- ur bílskúr, ný eldhúsinnrétting. Eign á frá- bærum stað sem vert er að skoða. Nánari uppl á skrifstofu FM sími 550 3000. Verð 45 millj. 70946 KLEPPSVEGUR - EINBÝLI. Erum með í sölu lítið einbýlishús sem stend- ur á 887 m2 lóð á horni Kleppsvegar og Langholtsvegar. Samkvæmt skipulagi má byggja allt að 444 m2 stórt hús á lóðinni. Nánari uppl á skrifstofu FM sími 550 3000. Einnig fmeignir.is: Verð 36 millj. 70949 Rað- og parhús STÓRIHJALLI - KÓPAVOGUR Erum með í sölu vel staðsett enda raðhús með lítilli auka íbúð við Stórahjalla. Nýlegt gegnheilt parket á gólfum efri hæðar. Bað- herbergi nýlega flísalagt. Heitur pottur á suður verönd. Lóð afgirt með háum timbur skjólvegg. Áhugaverð eign. Nánari uppl á skrifstofu FM sími 550 3000.Verð 47,5 millj. 60511 4ja herbergja LAUTASMÁRI - KÓPAVOGUR Erum með í sölu fallega 134 m2 íbúð á 8 og efstu hæð með gríðarlega miklu útsýni. Gólfefni, parket og flísar. Tvennar svalir. Snyrtileg sameign. Eign sem vert er að skoða. Nánari upplýsingar á skrifst. FM sími 550 3000. 30865 LAUFRIMI Erum með í sölu á jarðhæð snyrtilega 4ja herb. íbúð ásamt bílskúr. Sér inngangur, stór afgirt verönd, nýtt parket á allri íbúð- inni. Tengt fyrir þvottavél á baðherbergi. Nánari uppl á skrifstofu FM sími 550 3000 einnig fmeignir.is Ásett verð 24,8 millj. 30867 MÓABARÐ - HAFNARFJÖRÐUR Erum með í sölu fallega 110 m2 fjögurra herb íbúð með sér inngangi á fyrstu hæð við Móabarð. Gólfefni flísar og parket. Árs- gömul tæki í eldhúsi. Falleg eign á góðum stað. Nánari upplýsingar á skrifst FM sími 550 3000. Verð: 22,9millj. 30869 3 - 4ja herbergja FISKAKVÍSL Erum með í sölu fallega íbúð á jarðhæð á þessum vinsæla stað. Íb. er öll nýl. máluð. Gólfefni parket og flísar. Íb. f. 12,9 fm herb með gluggum í kjallara. Nán. uppl. á skrifst- ofu FM síma 550 3000. Verð 26,2millj. Opið mánudaga – fimmtudaga kl. 9–12 og 13–17.30 föstudaga frá kl. 9–12 og 13–17. JARÐIR – LANDSPILDUR – SUMARHÚS SJÁ NÁNAR Á www.fmeignir.is 3ja herbergja HLYNSALIR - KÓPAVOGUR Erum með í sölu fallega 3ja herb íbúð á 1. hæð ásamt stæði í lokaðri bílageymslu. Gólfefni parket. Þv.hús í íbúð. Stór ca 30 fm afgirt hellulögð suður verönd. Snyrtileg sameign. Örstutt í Salaskóla og sundlaug og aðra þjónustu. Nánari uppl á skrifst. FM sími 550 3000. Verð 25,9millj. 21168 GULLSMÁRI - KÓPAVOGUR Erum með í sölu snyrtilega íbúð á jarðhæð í litlu fjölbýli. Íbúðin er stofa, tvö herb, eld- hús og baðherbergi. Úr stofu er útgengt á hellulagða verönd. Stutt í skóla og aðra þjónustu. Nánari upplýsingar á skrifst FM sími 550 3000. Verð.18,9 millj 2ja herbergja ASPARFELL - LAUS Erum með í sölu snyrtilega 2 herb íbúð á 4 hæð í lyftuhúsi. Verið er að klæða húsið að utan og er sá kostnaður greiddur af selj- anda. Þvottahús á hæðinni. Gólfefni parket flísar. Nánari upplýsingar á skrifstofu FM sími 550 3000. Verð 13,9 millj 10854 SKIPHOLT - REYKJAVÍK Erum með í sölu nýja 68,9 m2 íbúð á 3. og efstu hæð í nýrri íbúð í eldra húsi (efri hæð- um hússins var breytt í íbúðir fyrir u.þb. ári síðan). Íbúðin er stofa, herbergi, eldhús, borðstofa, baðherbergi og geymsla.Nánari uppl á skrifst FM sími 550 3000 einnig fmeignir.is. Verð. 20,8millj 103 BÚJARÐIR OG LANDSPILDUR 59 SUMARHÚS Nánari upplýsingar á skrifstfu FM Einnig fmeignir.is Víða um lönd vinna mennað því hörðum höndum aðfinna orku í einhverrimynd sem komið getur í stað þeirra orkulinda sem ýmist eru á þrotum eða menn vilja ein- hverra hluta vegna ekki nýta. Vitað er að olían gengur til þurrðar að lokum og þótt alltaf séu að finnast nýjar og nýjar lindir þá eru þær oft á stöðum þar sem erfitt er að vinna olíuna, eða þá að mikil mengunarhætta fylgir vinnslunni nema hvort tveggja komi til. Hins vegar er svo orkuvinnsla sem mikil og al- menn andstaða er gegn. Þar er efst á lista kjarnorkan. Þó er það engan veginn svo að í öllum löndum sé andstaða gegn kjarnorkuverum til orkuvinnslu. Finnar byggja fleiri og fleiri kjarnorkuver á meðan Sví- ar gefa út hverja yfirlýsinguna á eftir annarri um að þeir ætli ekki aðeins að hætta alfarið að byggja kjarnorkuver, heldur einnig að slökkva á þeim sem þeir eiga og rífa þau til grunna. Það standa þeir þó aldrei við því þeir hafa ekki hugmynd um hvað á að koma í staðinn. Svo er þessi sérkennilega þjóð Íslendingar sem eru að verða æ hallari undir það að ekki aðeins vatnsorkuver heldur einnig gufu- aflsstöðvar séu af hinu vonda og skuli stöðva nú þegar. Þennan áróður rekur fólk sem býr í húsum þar sem hitinn er stöðugt yfir 22°C vegna jarðhitans, ljós í hverju horni, kveikt á tölvum og öllum hinum heimilistækjunum, þökk sé raforkunni sem kemur frá vatns- aflsvirkjunum okkar. Svo er það stóra heimsveldið, Bandaríki Norður-Ameríku, sem heldur áfram að eyða olíu eins og aldrei hafi heyrst að á henni kunni að verða vöntun einn daginn. Og ef teikn eru á lofti um að ekki streymi olía frá olíuauðugum þjóðum þá er bara að senda herinn á vettvang og berja þær til hlýðni. Engum skal líðast að búa til kjarnorku- sprengjur nema þeir séu Sámi frænda þóknanlegir. Þeim sem svo mikið sem ýja að því að þeir eigi úran er jafnvel hótað með kjarn- orkuárás af forystuþjóð hins frjálsa heims. En að loknum þessum dóma- dagslestri aftur að þeim nægta- brunni orkunnar sem er auðvitað sólin sem gefur öllu líf sem lifað getur á jörðu hér. Síðustu fréttir frá Svíum á þeim vettvangi koma frá Vefnaðarhá- skólanum í Borås. Þangað koma ungmenni víða að til að læra um vefnað og klæði, hvort sem það eru gólfteppi eða brúðarkjólar. En einn ungur þýskur nemandi hreifst með í leit heimamanna að nýjum orku- gjöfum. Ætla mætti að hvergi ættu Bakkabræður afkomendur nema í Svíþjóð ef skoðuð er árátta manna að nýta sólina, þó enginn ætli sér beinlínis að bera sólarljósið inn í hús í höttum eða greipum sér. Þessi unga kona tók það sem nærtækast var í Vefnaðarháskóla og útbjó gardínur sem drukku í sig sólarljósið. Svo kom myrkrið og þá lýstu þessar sömu gardínur upp stofuna, ja flest dettur fólki í hug. Við vitum það flest að stundum finnst okkur nóg um hvernig sólin flæðir inn til okkar svo oft skerm- um við sólarljósið af og fáum samt næga birtu. En að geta geymt það þar til dimmir er ekki ónýt upp- götvun og hún er ekki út í bláinn, hana hafa margir vísir menn tekið alvarlega. Það er stutt síðan við gerðum framliðnum löndum okkar hátt undir höfði eða þeim bræðrunum frá Bakka og bent var á að hug- mynd þeirra að bera sólskin í bæ- inn er ekki svo galin. Sú uppgötvun sem þar var lýst var að fanga sól- arljósið. Leiða það að sérútbúnum lömpum í dimmum rýmum og standa þar í glampandi sólarljósi. Bakkabræðrum datt víst aldrei í hug að fanga sólarljós með gard- ínum því slíkur munaður var ekki til á þeirra bæ enda gluggaborur litlar. En með þessum pistli átti að birtast mynd af konu sem stóð undir sólarlampa sem hellti yfir hana og baðaði í sólskini hvers geislar náði alveg niður á gólf. En blessuð konan varð heldur stutt í annan endann og þess vegna sást skin sólarljóssins ekki nægilega vel. Þá er ekki annað en að birta myndina aftur endurbætta þar sem greinilega má sjá hvernig sólar- lampinn Björk hellir geislum sól- arinnar yfir konuna allt til gólfs og birtan flæðir um herbergið. Heitar gardínur og sólrík kona Lagnafréttir eftir Sigurð Grétar Guðmundsson pípulagningameistara/ sigg@simnet.is Sigurður Grétar Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.