Morgunblaðið - 03.07.2006, Page 56

Morgunblaðið - 03.07.2006, Page 56
56 F MÁNUDAGUR 3. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ LÓÐ MEÐ BYGGINGARÉTTI VIÐ ELLIÐAVATN EINSTAKT TÆKIFÆRI Fasteignamiðstöðinni, Hlíðasmára 17, sími 550 3000, hefur verið að falið að selja byggingarrétt á einstaklega vel staðsettri einbýlishúsalóð við Elliðavatnið. Frábært útsýni. Lóðin er 1.013 fm að stærð. Byggja má allt að 350 fm einbýlishús á lóðinni. 150092 Nánari upplýsingar á skrifstofu FM. Einbýli BLEIKJUKVÍSL Erum með í sölu fallegt einbýlishús með auka íbúð á jarðhæð, innarlega í botlanga á þessum vinsæla stað. Afar vel til haldið hús. Er laust til afh. Nánari uppl á skrifsofu FM sími 550 3000 og fmeignir.is Eftir lokun 893 4191. Verð 67,4 millj. 70945 ESJUGRUND - KJALARNES Vorum að fá í sölu vel staðsett einbýlishús með sjávarútsýni. 5 svefnherbergi, tvöfald- ur bílskúr, ný eldhúsinnrétting. Eign á frá- bærum stað sem vert er að skoða. Nánari uppl á skrifstofu FM sími 550 3000. Verð 45 millj. 70946 KLEPPSVEGUR - EINBÝLI. Erum með í sölu lítið einbýlishús sem stend- ur á 887 m2 lóð á horni Kleppsvegar og Langholtsvegar. Samkvæmt skipulagi má byggja allt að 444 m2 stórt hús á lóðinni. Nánari uppl á skrifstofu FM sími 550 3000. Einnig fmeignir.is: Verð 36 millj. 70949 Rað- og parhús STÓRIHJALLI - KÓPAVOGUR Erum með í sölu vel staðsett enda raðhús með lítilli auka íbúð við Stórahjalla. Nýlegt gegnheilt parket á gólfum efri hæðar. Bað- herbergi nýlega flísalagt. Heitur pottur á suður verönd. Lóð afgirt með háum timbur skjólvegg. Áhugaverð eign. Nánari uppl á skrifstofu FM sími 550 3000.Verð 47,5 millj. 60511 4ja herbergja LAUTASMÁRI - KÓPAVOGUR Erum með í sölu fallega 134 m2 íbúð á 8 og efstu hæð með gríðarlega miklu útsýni. Gólfefni, parket og flísar. Tvennar svalir. Snyrtileg sameign. Eign sem vert er að skoða. Nánari upplýsingar á skrifst. FM sími 550 3000. 30865 LAUFRIMI Erum með í sölu á jarðhæð snyrtilega 4ja herb. íbúð ásamt bílskúr. Sér inngangur, stór afgirt verönd, nýtt parket á allri íbúð- inni. Tengt fyrir þvottavél á baðherbergi. Nánari uppl á skrifstofu FM sími 550 3000 einnig fmeignir.is Ásett verð 24,8 millj. 30867 MÓABARÐ - HAFNARFJÖRÐUR Erum með í sölu fallega 110 m2 fjögurra herb íbúð með sér inngangi á fyrstu hæð við Móabarð. Gólfefni flísar og parket. Árs- gömul tæki í eldhúsi. Falleg eign á góðum stað. Nánari upplýsingar á skrifst FM sími 550 3000. Verð: 22,9millj. 30869 3 - 4ja herbergja FISKAKVÍSL Erum með í sölu fallega íbúð á jarðhæð á þessum vinsæla stað. Íb. er öll nýl. máluð. Gólfefni parket og flísar. Íb. f. 12,9 fm herb með gluggum í kjallara. Nán. uppl. á skrifst- ofu FM síma 550 3000. Verð 26,2millj. Opið mánudaga – fimmtudaga kl. 9–12 og 13–17.30 föstudaga frá kl. 9–12 og 13–17. JARÐIR – LANDSPILDUR – SUMARHÚS SJÁ NÁNAR Á www.fmeignir.is 3ja herbergja HLYNSALIR - KÓPAVOGUR Erum með í sölu fallega 3ja herb íbúð á 1. hæð ásamt stæði í lokaðri bílageymslu. Gólfefni parket. Þv.hús í íbúð. Stór ca 30 fm afgirt hellulögð suður verönd. Snyrtileg sameign. Örstutt í Salaskóla og sundlaug og aðra þjónustu. Nánari uppl á skrifst. FM sími 550 3000. Verð 25,9millj. 21168 GULLSMÁRI - KÓPAVOGUR Erum með í sölu snyrtilega íbúð á jarðhæð í litlu fjölbýli. Íbúðin er stofa, tvö herb, eld- hús og baðherbergi. Úr stofu er útgengt á hellulagða verönd. Stutt í skóla og aðra þjónustu. Nánari upplýsingar á skrifst FM sími 550 3000. Verð.18,9 millj 2ja herbergja ASPARFELL - LAUS Erum með í sölu snyrtilega 2 herb íbúð á 4 hæð í lyftuhúsi. Verið er að klæða húsið að utan og er sá kostnaður greiddur af selj- anda. Þvottahús á hæðinni. Gólfefni parket flísar. Nánari upplýsingar á skrifstofu FM sími 550 3000. Verð 13,9 millj 10854 SKIPHOLT - REYKJAVÍK Erum með í sölu nýja 68,9 m2 íbúð á 3. og efstu hæð í nýrri íbúð í eldra húsi (efri hæð- um hússins var breytt í íbúðir fyrir u.þb. ári síðan). Íbúðin er stofa, herbergi, eldhús, borðstofa, baðherbergi og geymsla.Nánari uppl á skrifst FM sími 550 3000 einnig fmeignir.is. Verð. 20,8millj 103 BÚJARÐIR OG LANDSPILDUR 59 SUMARHÚS Nánari upplýsingar á skrifstfu FM Einnig fmeignir.is Víða um lönd vinna mennað því hörðum höndum aðfinna orku í einhverrimynd sem komið getur í stað þeirra orkulinda sem ýmist eru á þrotum eða menn vilja ein- hverra hluta vegna ekki nýta. Vitað er að olían gengur til þurrðar að lokum og þótt alltaf séu að finnast nýjar og nýjar lindir þá eru þær oft á stöðum þar sem erfitt er að vinna olíuna, eða þá að mikil mengunarhætta fylgir vinnslunni nema hvort tveggja komi til. Hins vegar er svo orkuvinnsla sem mikil og al- menn andstaða er gegn. Þar er efst á lista kjarnorkan. Þó er það engan veginn svo að í öllum löndum sé andstaða gegn kjarnorkuverum til orkuvinnslu. Finnar byggja fleiri og fleiri kjarnorkuver á meðan Sví- ar gefa út hverja yfirlýsinguna á eftir annarri um að þeir ætli ekki aðeins að hætta alfarið að byggja kjarnorkuver, heldur einnig að slökkva á þeim sem þeir eiga og rífa þau til grunna. Það standa þeir þó aldrei við því þeir hafa ekki hugmynd um hvað á að koma í staðinn. Svo er þessi sérkennilega þjóð Íslendingar sem eru að verða æ hallari undir það að ekki aðeins vatnsorkuver heldur einnig gufu- aflsstöðvar séu af hinu vonda og skuli stöðva nú þegar. Þennan áróður rekur fólk sem býr í húsum þar sem hitinn er stöðugt yfir 22°C vegna jarðhitans, ljós í hverju horni, kveikt á tölvum og öllum hinum heimilistækjunum, þökk sé raforkunni sem kemur frá vatns- aflsvirkjunum okkar. Svo er það stóra heimsveldið, Bandaríki Norður-Ameríku, sem heldur áfram að eyða olíu eins og aldrei hafi heyrst að á henni kunni að verða vöntun einn daginn. Og ef teikn eru á lofti um að ekki streymi olía frá olíuauðugum þjóðum þá er bara að senda herinn á vettvang og berja þær til hlýðni. Engum skal líðast að búa til kjarnorku- sprengjur nema þeir séu Sámi frænda þóknanlegir. Þeim sem svo mikið sem ýja að því að þeir eigi úran er jafnvel hótað með kjarn- orkuárás af forystuþjóð hins frjálsa heims. En að loknum þessum dóma- dagslestri aftur að þeim nægta- brunni orkunnar sem er auðvitað sólin sem gefur öllu líf sem lifað getur á jörðu hér. Síðustu fréttir frá Svíum á þeim vettvangi koma frá Vefnaðarhá- skólanum í Borås. Þangað koma ungmenni víða að til að læra um vefnað og klæði, hvort sem það eru gólfteppi eða brúðarkjólar. En einn ungur þýskur nemandi hreifst með í leit heimamanna að nýjum orku- gjöfum. Ætla mætti að hvergi ættu Bakkabræður afkomendur nema í Svíþjóð ef skoðuð er árátta manna að nýta sólina, þó enginn ætli sér beinlínis að bera sólarljósið inn í hús í höttum eða greipum sér. Þessi unga kona tók það sem nærtækast var í Vefnaðarháskóla og útbjó gardínur sem drukku í sig sólarljósið. Svo kom myrkrið og þá lýstu þessar sömu gardínur upp stofuna, ja flest dettur fólki í hug. Við vitum það flest að stundum finnst okkur nóg um hvernig sólin flæðir inn til okkar svo oft skerm- um við sólarljósið af og fáum samt næga birtu. En að geta geymt það þar til dimmir er ekki ónýt upp- götvun og hún er ekki út í bláinn, hana hafa margir vísir menn tekið alvarlega. Það er stutt síðan við gerðum framliðnum löndum okkar hátt undir höfði eða þeim bræðrunum frá Bakka og bent var á að hug- mynd þeirra að bera sólskin í bæ- inn er ekki svo galin. Sú uppgötvun sem þar var lýst var að fanga sól- arljósið. Leiða það að sérútbúnum lömpum í dimmum rýmum og standa þar í glampandi sólarljósi. Bakkabræðrum datt víst aldrei í hug að fanga sólarljós með gard- ínum því slíkur munaður var ekki til á þeirra bæ enda gluggaborur litlar. En með þessum pistli átti að birtast mynd af konu sem stóð undir sólarlampa sem hellti yfir hana og baðaði í sólskini hvers geislar náði alveg niður á gólf. En blessuð konan varð heldur stutt í annan endann og þess vegna sást skin sólarljóssins ekki nægilega vel. Þá er ekki annað en að birta myndina aftur endurbætta þar sem greinilega má sjá hvernig sólar- lampinn Björk hellir geislum sól- arinnar yfir konuna allt til gólfs og birtan flæðir um herbergið. Heitar gardínur og sólrík kona Lagnafréttir eftir Sigurð Grétar Guðmundsson pípulagningameistara/ sigg@simnet.is Sigurður Grétar Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.