Morgunblaðið - 11.07.2006, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2006 11
FRÉTTIR
LAGNING annars áfanga Sunda-
brautar, sem fyrirhugað er að
liggi frá Gufunesi upp á Kjalarnes,
hefur verið kynnt í tillögu að
matsáætlun, sem unnin var af
Línuhönnun hf. Um er að ræða 8
km langan veg sem þverar Eið-
isvík, Leiruvog og Kollafjörð.
Gert er ráð fyrir að lagning
annars áfanga brautarinnar eigi
sér stað í áföngum og að fram-
kvæmdir við lagningu braut-
arinnar út í Geldinganes geti haf-
ist á árinu 2008.
Tengist Vesturlandsvegi
vestan við Leiðhamra
Fyrirhugað er að annar áfangi
Sundabrautar liggi frá Gufunesi
um Geldinganes, yfir Leiruvog,
Gunnunes, Álfsnes og Kollafjörð
að tengingu við Vesturlandsveg.
Sundabrautin mun þvera Kolla-
fjörð rétt vestan Helguskers og
tengjast Vesturlandsvegi rétt
vestan Leiðhamra.
Áætlað er að u.þ.b. átta til tíu
þúsund íbúa byggð rísi á Geld-
inganesi og að fyrstu lóðum verði
úthlutað á þessu ári, að því er
fram kemur í skýrslu Línuhönn-
unar. Með lagningu Sundabrautar
mun þjóðvegur frá Kvosinni í
miðbæ Reykjavíkur upp á Kjal-
arnes, miðað við að farið sé um
Sæbraut og Vesturlandsveg, stytt-
ast um 7,5 til 9 km eftir því hvort
miðað er við svonefnda Innri- eða
Ytri-leið, sem kynntar eru sem
valkostir við lagningu braut-
arinnar.
Í matsáætluninni kemur fram
að valkostur nr. 1 sé í samræmi
við Aðalskipulag Reykjavíkur
2001–2024. „Þar er gert ráð fyrir
að seinni áfangi Sundabrautar
tengist Vesturlandsvegi norðan
við Kollafjörð með því að þvera
Eiðsvík, Leiruvog og Kollafjörð.
Gert er ráð fyrir að þveranirnar
verði að mestu leyti á fyllingum
og lágbrúm þar sem þarf. Eiðsvík
verður þveruð á fyllingum að öllu
leyti. Í valkosti 1 er gert ráð fyrir
að brautin taki sveig til norðvest-
urs þar sem hún þverar Geld-
inganes nálægt miðju nesinu. Þar
er gert ráð fyrir að brautin sé að
hluta til í jarðgöngum. Hún þver-
ar því mynni Leiruvogs töluvert
vestarlega. Þverun hans er að
mestu á lágri fyllingu en í henni
verða tvær brýr, hvor sínum meg-
in í sundinu, til að tryggja vatns-
skipti í voginum. Brautin liggur
vestan til á Gunnunesi þar sem
hún kemur í land á Álfsnesi, ligg-
ur meðfram urðunarsvæði Sorpu
og að Kollafirði. Til er sam-
komulag um legu Sundabrautar á
Álfsnesi við mörk athafnasvæðis
Sorpu í Álfsnesi. Þverun Kolla-
fjarðar er einnig að mestu á fyll-
ingu en í miðjum firði er gert ráð
fyrir brú sem tryggir vatnsskipti
innan við fyllinguna. Fyllingin í
Kollafirði verður nokkuð hærri en
fyllingin í mynni Leiruvogs vegna
þess að land er nokkuð hátt báð-
um megin fjarðar,“ segir í skýrslu
Línuhönnunar.
Gert er ráð fyrir að öll gatna-
mót Sundabrautar verði mislæg
þar sem umferð um Sundabraut
verði í svonefndu fríu flæði.
Reiknað er með gatnamótum við
Borgarveg á Gufunesi, og tvenn-
um gatnamótum á Geldinganesi og
einnig á Álfsnesi.
Er reiknað með mislægum
gatnamótum á Kjalarnesi þar sem
Sundabraut tengist núverandi
Vesturlandsvegi vestan við Leið-
hamra.
Niðurgrafin að nokkru leyti
Valkostur nr. 2 er að öllu leyti
sambærilegur við valkost 1 fyrir
utan þverun Geldinganess og
Leiruvogs.
„Valkostur 2 gerir ráð fyrir legu
töluvert austarlega á Geldinganesi
og að Leiruvogur sé einnig þver-
aður innarlega í sundinu milli
Geldinganess og Gunnuness.
Endanleg staðsetning á valkosti
2 gæti hins vegar legið einhvers
staðar á milli legu valkostar 1 og
teiknaðrar legu valkostar 2 innan
athugunarsvæðisins [...]. Ekki er
gert ráð fyrir jarðgöngum undir
Geldinganes heldur verði hún að
nokkru leyti niðurgrafin. Brautin
liggur austan til á Gunnunesi þar
sem hún kemur í land á Álfsnesi.
Á Álfsnesi og yfir Kollafjörð er
gert ráð fyrir sömu legu og í val-
kosti 1,“ segir í lýsingu Línuhönn-
unar á þessum valkosti við lagn-
ingu Sundabrautar. Fram kemur
að lega Sundabrautar yfir Geld-
inganes og Álfsnes sé fyrst og
fremst bundin af því að Leiruvog-
urinn er talinn hafa mikið um-
hverfislegt gildi. Vogurinn er á
náttúruminjaskrá og fjörurnar
njóta hverfisverndar. Þykja því
veglínur inn fyrir Geldinganes og
á innanvert Álfsnes ekki koma til
greina.
„Þverun Kollafjarðar þykir
heppilegri kostur en að fara með
alla umferð til og frá höfuðborg-
arsvæðinu um botn Kollafjarðar.
Þverunin styttir leiðina um 3,5
km. Auk þess bendir líkleg um-
ferðaaukning næstu ár á hringvegi
við Kollafjörð til þess að þörf sé á
breikkun núverandi vegar áður en
Álfsnesið byggist upp eftir 2024.
Sú breikkun myndi rýra gildi úti-
vistasvæðisins sem er í botni
fjarðarins skv. deiliskipulagi Mó-
gilsár og Kollafjarðar. Ekki þarf
að koma til þessarar breikkunar
ef Kollafjörður er þveraður,“ segir
í skýrslu Línuhönnunar.
Almenningi gefst kostur á að
senda athugasemdir við drögin til
Línuhönnunar fyrir 19. júlí. Gert
er ráð fyrir að matsáætlun verði
svo skilað til Skipulagsstofnunar í
lok júlí.
Á fyllingum og lágbrúm yfir voga og firði
Ljósmynd/Framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar
Rauðu línurnar sýna þá valkosti við lagningu annars áfanga Sundabrautar sem taldir eru koma til greina frá Gufunesi og yfir Kollafjörð.
ÞVERUN Leiruvogs og Kolla-
fjarðar við lagningu Sundabrautar,
er talin geta haft áhrif á vatns-
skipti, strauma og seltustig. Til að
koma í veg fyrir þetta verður gert
straumlíkan til að kanna áhrif mis-
munandi útfærslna á brúaropum á
hafstrauma.
Þá þykir ljóst að þeir ferskvatns-
fiskstofnar sem hugsanlega geti
orðið fyrir áhrifum vegna fram-
kvæmdarinnar séu aðallega lax og
sjóbirtingur. Í Leirvogsá hefur ár-
leg meðalveiði síðustu fimm ára
verið 615 laxar og 106 sjóbirtingar
en í Úlfarsá 225 laxar og 106 sjó-
birtingar. Nokkrar bleikjur veiðast
einnig í þessum ám ár hvert. „Leit-
ast verður við að meta tegunda-
samsetningu og stofnstærðir fiska í
ánum sem eru innan áhrifasvæðis
Sundabrautar,“ segir í skýrslu
Línuhönnunar.
Eyjar á Kollafirði (Lundey og
Þerney), Úlfarsá (Korpa) og
Blikastaðakró, Leiruvogur og
Varmá eru á náttúruminjaskrá.
„Fjallað verður um ofangreind
svæði í frummatsskýrslu. Gerð
verður grein fyrir því hver hugs-
anleg áhrif framkvæmdarinnar
verða á verndargildi þeirra m.t.t.
þeirra forsendna sem settar eru
fram í Náttúruminjaskrá og til-
lögum Umhverfisstofnunar að
Náttúruverndaráætlun.“
Eyjarnar eru á
náttúruminjaskrá
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
UNDANFARNAR tvær helgar hefur mikið
borið á eftirlitslausum ungmennum á fjöl-
skylduhátíðum, annars vegar á Færeyskum
dögum á Ólafsvík og um helgina á Írskum dög-
um á Akranesi. Samkvæmt upplýsingum frá
lögreglu var hegðun flestra til fyrirmyndar en
hins vegar þótti stinga í augu hversu ungt fólk
hafði áfengi undir höndum, allt niður í fjórtán,
fimmtán ára. Verkefnisstjóri hjá Lýðheilsu-
stöð segir ábyrgð foreldra mikla og fyrirhugað
er hjá skipuleggjendum hátíðanna að endur-
skoða skipulagið.
„Vandamálið er náttúrlega sú staðreynd að
samfélaginu í heild sinni virðist þykja í lagi að
fimmtán, sextán ára krakkar fari með leyfi for-
eldra sinna hingað og þangað um landið og
drekki áfengi í tvo til þrjá sólarhringa,“ segir
Tómas Guðmundsson, markaðs- og atvinnu-
fulltrúi Akraneskaupstaðar og einn skipuleggj-
enda Írskra daga. Tómas segir að skipuleggj-
endur hafi ráðfært sig við lögreglu og komist
hafi verið að þeirri niðurstöðu að það bæti ekki
vandamálið að vísa ungmennum frá. „Við höfð-
um m.a. reynt að hringja og láta sækja krakka
sem greinilega voru of ungir en það bar lítinn
árangur. Það eina sem við gátum gert var að
tryggja að á meðan þessir gestir voru á okkar
ágætu hátíð þá liði þeim eins vel og hægt var og
færu sér ekki að voða.“
Ungmennin voru aðallega á tjaldsvæði í jaðri
bæjarins og var fjölskyldufólk fyrst og fremst
á öðru tjaldsvæði. Tómas segir að í heild hafi
hátíðin tekist í samræmi við væntingar og mik-
ill fjöldi fólks hafi tekið þátt í fjölskylduvænni
dagskrá í bænum. Hins vegar muni verða farið
yfir þátt ungmenna á hátíðinni og hugsanlega
endurskoðað með hvaða hætti brugðist verður
við að ári liðnu. „Við vitum hvaða ábyrgð við
berum þegar við auglýsum svona hátíð, en
stóra spurningin eftir helgina er hins vegar
hvar ábyrgð foreldranna liggur,“ segir Tómas.
Vitundarvakning óskandi
„Foreldrar bera ábyrgð á börnum sínum til
átján ára aldurs, þannig að hvort sem börnin
eru að fara þarna með leyfi eða í leyfisleysi, þá
er þáttur foreldra nokkuð stór,“ segir Rafn M.
Jónsson, verkefnisstjóri hjá Lýðheilsustöð.
Aðspurður hvað hægt sé að gera við ung-
lingadrykkju, sem hefur verið viðvarandi í
mörg ár, segir Rafn að ávallt sé verið að beina
þessum orðum til foreldra, en vísar jafnframt í
þátt fullorðinna á Færeyskum dögum. Þar
voru allar bifreiðar með ungu fólki stöðvaðar
og áfengi gert upptækt. Eftir helgina fóru hins
vegar að berast af því fréttir að fullorðið fólk
hefði einfaldlega keyrt áfengið inn í bæinn fyr-
ir ungmenninn. Rafn segist ekki hafa neinar
sannanir fyrir þessum fréttum en ef satt reyn-
ist þurfi þeir að líta í eigin barm. Hann bendir
ennfremur á að hugsanlega þurfi að vera með
öflugra og sýnilegra eftirlit á slíkum hátíðum.
„Þetta er ekki einfalt og áfengi er því miður
samþykkt í samfélaginu. Unglingadrykkja hef-
ur verið hluti af því að alast upp og sumarið er
einhvern veginn hömlulaust hvað þetta varðar.
Þannig að einhverskonar vitundarvakning í
samfélaginu væri óskandi,“ segir Rafn.
Verslunarmannahelgin nálgast
Nú þegar alræmdasta helgi unglinga-
drykkju nálgast, þ.e. verslunarmannahelgin,
og farið er að auglýsa útihátíðir sem haldnar
eru víðs vegar um land segir Rafn að rétt sé að
árétta við foreldra að hleypa ekki börnum sín-
um eftirlitslausum á útihátíðir. Öllum ætti að
vera kunnugt um þær hættur sem þar leynast
en að verslunarmannahelginni lokinni berast
undantekningalaust fréttir af mikilli ölvun
ungmenna, ofbeldi, vímuefnaneyslu og nauðg-
unum. Á vefsvæði Lýðheilsustöðvar er að finna
gagnlegar upplýsingar fyrir foreldra, s.s. til að
bregðast við þrýstingi frá unglingnum á heim-
ilinu á komandi vikum. Er þar meðal annars
bent á að foreldrar séu besta forvörnin og eins
að ein leið til að koma til móts við óskir ung-
lingsins sé að fylgja honum á útihátíðina. Þann-
ig fær unglingurinn tækifæri og frelsi til að
njóta þeirrar skemmtunar sem þar er í boði en
foreldrarnir eru um leið í betri aðstöðu til að
koma í veg fyrir óæskilega hegðun.
Unglingadrykkja samþykkt af samfélaginu?
Ungu fólki undir tvítugu hefur verið meinað
að tjalda á völdum tjaldsvæðum, án eftirlits.
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is