Morgunblaðið - 11.07.2006, Page 15

Morgunblaðið - 11.07.2006, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2006 15 ERLENT GEIMFARINN Piers Sellers býr sig undir geimgöngu frá Al- þjóðlegu geimstöðinni í gær. Sell- ers var á meðal sjö geimfara sem lögðu af stað til stöðvarinnar í geimferjunni Discovery frá Ca- naveral-höfða 4. júlí sl., eða á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna. Discovery á að flytja þangað birgðir og geimfararnir eiga m.a. að prófa nýjan búnað sem á að auka öryggi geimferja. AP Lagt af stað í geimgöngu LIÐSMAÐUR Al-Qaeda í Dan- mörku tók þátt í undirbúningi árásar sem hryðjuverkamenn fyrirhuguðu á jarðlestakerfi New York-borgar, að sögn danskra fjölmiðla í gær. Danska lögreglan kom upp um hryðjuverkahóp í Brøndby fyrir tæpu ári og hefur nú aftur þefað uppi annan slíkan hóp. Við rann- sókn komu í ljós bein tengsl milli nokkurra danskra ríkisborgara og hryðjuverkasamtakanna al- Qaeda. Hermt er að eftirlit dönsku lögreglunnar með einum þessara manna hafi stuðlað að því að upp komst um hryðjuverkaá- formin. Þrír menn handteknir Bandaríska alríkislögreglan, FBI, skýrði frá því á föstudag að tekist hefði að afstýra árás hryðjuverkamanna á jarðlest- agöng undir Hudson-fljóti milli New Jersey og New York. Vitað væri um átta menn sem hefðu tekið þátt í undirbúningi árásar- innar og þrír þeirra hefðu þegar verið handteknir. Assem Hammoud, 31 árs Líb- ani, er talinn hafa skipulagt árás- ina og hefur verið handtekinn og ákærður í Beirút. Ekki hefur ver- ið skýrt frá því hvar hinir menn- irnir tveir voru handteknir. Tals- maður FBI sagði að yfirvöld í sex löndum hefðu aðstoðað við rann- sókn málsins. Enginn mannanna átta, sem eru bendlaðir við málið, hafa farið til Bandaríkjanna. Nokkrir þeirra eru ef til vill í Kanada, að sögn bandarískra yfirvalda. Þóttist vera glaumgosi Assem Hammoud hefur viður- kennt að hafa skipulagt árásina. Hann segist vera í al-Qaeda og styðja Osama bin Laden, leiðtoga samtakanna. Hammoud er tölvufræðipró- fessor við einkaháskóla í Beirút og lét mikið á sér bera í skemmt- analífi borgarinnar til að leyna trúarofstæki sínu, að sögn Elie Baradei, talsmanns öryggisyfir- valda í Líbanon. „Hann var beð- inn um að sýna ekki trúaráhuga á meðan hann dveldi í Líbanon og honum var sagt að láta líta út fyr- ir að hann væri glaumgosi. Og hann hefur gert það fullkom- lega.“ Al-Qaeda-liði í Danmörku undirbjó árás Skipulögðu hryðjuverk í New York B&L verslun og varahlutir Brú Shell Fossháls

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.