Morgunblaðið - 11.07.2006, Qupperneq 21
fyrirtæki komin í banda-
lagið; 7 frá Bandaríkj-
unum og þrjú erlend; frá
Ástralíu, Englandi og
Kína. Forráðamenn
bandalagsins telja þátt-
töku Kínverja sérlega
mikilvæga, en kínverska
fyrirtækið er stærsti
framleiðandi raforku úr
kolum í Kína; landi þar
sem 70% allrar raforku
eru unnin úr kolum.
Samsvarandi tala í
Bandaríkjunum er 50%.
Kína er nú orðið mesta
framleiðsluland kola í
heiminum með nærfellt
tvöfalt meiri framleiðslu
en í Bandaríkjunum, 2,1
milljarð tonna á ári bor-
ið saman við 1,1 milljarð
í Bandaríkjunum.
Mikilvægi þessa verk-
efnis, ekki aðeins fyrir
Bandaríkin og sam-
starfslönd þeirra heldur
fyrir heiminn í heild, má ráða af því að
80% allrar orku sem seld er á markaði
í heiminum kemur úr eldsneyti og að
kol eru það eldsneyti sem lang-
samlega mest er til af. Þekktar kola-
birgðir eru milli 200 og 300 sinnum
meiri en árleg kolavinnsla í dag og
áreiðanlega er ekki allur kolaforði
jarðar fundinn enn þá. Samsvarandi
tölur fyrir olíu og jarðgas eru nokkrir
tugir.
Bæði rafmagn og vetni eru orku-
berar en ekki orkulindir, þ.e. koma
ekki fyrir í náttúrunni í nýtanlegu
formi. Til að framleiða raforku og
vetni sem komið geta í stað þeirrar
orku sem nú fæst úr eldsneyti koma í
raun aðeins þrjár orkulindir til
greina: kol, sólarorka og samruna-
kjarnorka. Af þeim eru kolin sem
stendur eina orkulindin sem er nægi-
lega þróuð í nýtingu tæknilega til að
geta gegnt þessu hlutverki. Þótt öll
efnahagsleg vatnsorka heimsins,
virkjuð og óvirkjuð, væri notuð til
þess eins að framleiða vetni með raf-
greiningu dygði það vetni aðeins til að
koma í stað 6% þess eldsneytis sem
brennt var í heiminum árið 2000.
Ekkert liggur fyrir enn þá um
væntanlegan orkukostnað í vetninu
og rafmagninu samkvæmt þessum
hugmyndum, en gera má ráð fyrir að
hann verði umtalsvert hærri en við
eigum að venjast í dag. Samt er talið
að vetnið yrði ódýrara en með raf-
greiningu. Efnahagslega nýtanleg
orka á Íslandi verður þá meiri en
áætlað er í dag, vegna hærra orku-
verðs, og verðmæti hennar meira.
Um FutureGen-áætluna má fræð-
ast nánar á http://www.futuregenalli-
ance.org
BANDARÍSKA orkuráðuneytið
ákvað árið 2004 að setja í gang þróun-
arverkefni sem miðar að því að gera
mögulegt að framleiða rafmagn og
vetni úr vatni og kolum með hverfandi
losun (near-zero emission) gróð-
urhúsalofttegunda, og jafnvel engri
losun (zero emission) er fram líða
stundir. Þetta er langtímaverkefni
sem ætlað er að standa yfir á árabilinu
2004 til 2018. Áformað er að 275 MW
prófunar- og tilraunaorkuver af þess-
ari gerð taki til starfa 2012 einhvers
staðar í Bandaríkjunum. Staðarval
fyrir það fer fram nú í sumar, 2006.
Verkefnið gengur undir vinnuheitinu
FutureGen (þ.e. future generation;
raforkuvinnsla framtíðarinnar).
Framleiðsluferlinu fylgir koltvísýr-
ingur eins og venjulegri brennslu
eldsneytis. Í stað þess að hleypa hon-
um út í andrúmsloftið eins og nú tíðk-
ast við vinnslu raforku úr eldsneyti er
ráðgert að þrýsta honum niður í berg-
lög þar sem hann smám saman geng-
ur í efnasambönd við bergið og binst
þannig varanlega. Fyrst og fremst
yrði koltvísýringnum þrýst niður í
bergið á vinnslusvæðum jarðgass þar
sem hann eykur þrýstinginn í berginu
og stuðlar með því að betri gasheimt-
um. Er þess vænst að þær borgi
kostnaðinn við að þrýsta koltvísýr-
ingnum niður og jafnvel vel það. En
einnig yrði koltvísýringnum þrýst nið-
ur í metanrík kolalög, þar sem hefð-
bundin kolavinnsla borgar sig ekki, í
því skyni að þrýsta metangasinu úr
þeim og gera það þannig vinnanlegt.
Síðar meir er gert ráð fyrir að nota
tæmd olíu- og gaslög til að losna við
koltvísýringinn og enn síðar að bora
sérstakar holur í vatnsberandi setlög
til að þrýsta honum niður í jarðlög.
Grunnhugmyndin á
bak við þessa áætlun er
að orka berist end-
anlegum notendum
fyrst og fremst – og
eingöngu er fram líða
stundir – í formi
tveggja orkubera: raf-
orku og vetnis. Raf-
orkan yrði nýtt á sama
hátt og tíðkast í dag og
hugsanlega líka á raf-
bíla í einhverjum mæli.
Vetnið kæmi hins vegar
í staðinn fyrir olíuvörur
eins og svartolíu, dísil-
olíu, bensín og þotu-
eldsneyti á farartæki á
landi, sjó og í lofti og
auk þess til iðnaðar og
raforkuvinnslu. Ef
verkefnið heppnast eins
og að er stefnt getur
það valdið byltingu í
orkumálum heimsins
og hugsanlega falið í
sér „endanlega lausn“
gróðurhúsavandans að því er orkumál
varðar, því að losun gróðurhúsa-
lofttegunda frá vinnslu og notkun
orku yrði hverfandi og engin er fram
líða stundir.
Gert er ráð fyrir að verkefni þetta
kosti 950 milljónir bandaríkjadala (71
milljarð króna á genginu 1 USD =
74,83 kr.). Þar af er ráðgert að orku-
ráðuneytið standi undir 700 millj-
ónum dala (52 milljörðum króna) en
samstarfsaðilar í Bandaríkjunum og
erlendis undir 250 milljónum dala (19
milljörðum króna); aðallega einkafyr-
irtæki í orkugeiranum.
Samstarfsaðilarnir, bæði í Banda-
ríkjunum og erlendis, hafa myndað
með sér FutureGen- iðnaðarbanda-
lagið (FutureGen Industrial Alliance).
Um miðjan júní á þessu ári voru 10
Endanleg lausn á gróðurhúsa-
vanda heimsins í orkumálum?
Jakob Björnsson skrifar um
FutureGen þróunarverkefnið
’Ef verkefniðheppnast eins og
að er stefnt get-
ur það valdið
byltingu í orku-
málum heims-
ins...‘
Jakob Björnsson
Höfundur er fv. orkumálastjóri.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2006 21
UMRÆÐAN
Sagt var: Það fer til nýtingu kjarnorku.
RÉTT VÆRI: Það fer til nýtingar kjarnorku.
Eða: . . . til að nýta kjarnorku.
Gætum tungunnar
SÆLL vertu Össur. Þú ræðir stíft
um borgarstjórnarkosningarnar og
útkomu Samfylkingar
á heimasíðu þinni og
leitar að skýringum. –
Ef þú hefur áhuga á
því að kanna málin í
meiri dýpt, þá kemur
margt annað til en það
sem þú tilnefnir. Dag-
ur beinlínis klúðraði
kosningabaráttu ykk-
ar. Hann var annars
vegar fráhrindandi,
hrokafullur vangavel-
tukarakter og svo full-
ur af „indeterm-
inisma“,
ákvörðunarleys-
ismaður. Ekki tilbúinn
að taka afstöðu til
neins, allir áttu að fá
að koma að málum,
hlustað skyldi á alla og
allir koma sínum mál-
um á framfæri. Hann
ræddi um flugvall-
armálin. Síðast heyrði
ritari frá Degi, að
komnar væru 32 til-
lögur um staðsetningu flugvallar.
Þvílíkt rugl. Auðvitað átti stjórn-
málamaður að sjá að það voru bara
fáeinar leiðir sem átti að kynna, ekki
32, og ræða síðan beint og ákveðið
um þær. – Allir og allir, alls staðar. –
Opnaðar skulu allar gáttir og hvergi
afstaða tekin.
Annars ert þú, Össur, í vondri
stöðu í lífeyrissjóðsmálum stjórn-
málamanna, sem Alþýðusambandið
og Samtök atvinnulífsins setja nú á
oddinn. Þú manst vel eftir því þegar
Guðmundur Árni Stefánsson tók
þátt í bralli nokkurra þingmanna um
mjög svo aukin lífeyrissjóðsréttindi
til handa stjórnmálamönnum, sér-
staklega formönnum þingflokka og
ráðherrum. Guðmundur gat jú tekið
þátt í þessu bralli, því hann var á
leiðinni út úr pólitíkinni. Svo kom
málið upp og leitað var að öðrum for-
mönnum til að tjá sig um málið. – Þú
hvarfst í burtu, eins og hver annar
rakki, þá formaður í jafnaðarmanna-
flokki, Samfylkingunni. – Sigurður
G. Tómasson, þá útvarpsmaður á Út-
varpi Sögu, kallaði á þig í útvarpinu:
– „Össur, Össur!“ – „Hvar ertu?“ –
Þú áttir að koma fram og segja sam-
löndum þínum hver væri afstaða þín
gagnvart þingmannabrallinu og
„fjárnámi í hagsmunum Íslendinga
og sér í lagi opinberra starfsmanna
og skattgreiðenda, í framtíðinni“. –
Nei, þú faldir þig þegar þið voruð að
ganga frá sérstökum mismununar-
ákvæðum um lífeyrisréttindi, um-
fram aðra og á kostnað þeirra í fram-
tíðinni. – Og þú faldir þig bak við
Guðmund Á. Stefánsson eins og
Björn í Mörk forðum faldi sig að
baki Kára Sólmundarsyni. Með
þessum gjörningi hefur þú sett nið-
ur, Össur, það sem þú
segir nú og í of mörgum
orðum yfirleitt hefur
litla vigt, þú hefur orðið
ótrúverðugur. – Já, hún
Ingibjörg Sólrún rúllaði
þér upp í formanns-
kjöri. Svo fer hún með
eigin málstað. Af hverju
studdi hún ekki Stefán
Jón í prófkjörsmálum?
Það er beinlínis til
vansa hvernig þið hafið
farið með hann. Hann
gæti svo sem horfið
burt úr borgarstjórn og
pólitíkinni vegna þessa
og þið, þú og Ingibjörg
Sólrún, sitjið eftir með
sárt ennið. Það var
mjög slæmt fyrir ykkur
að draga fram Dag eins
og uppáhalds-
frambjóðanda. Svo
klúðraði hann málum
og þið töpuðuð kosning-
unum. Það mætti segja
manni að Vinstri græn-
ir verði bráðum jafn stórir og Sam-
fylking og þið, þú og Ingibjörg,
standið eins og saltdrjólar eftir.
Þetta eru bara timburmenn sem þú
segir í pistli þínum á heimasíðunni
þinni, eiginlega alveg út í hött.
– Í síðasta lagi finnst mér að Sam-
fylkingin hafi ekki nýtt sér þann
fljúgandi byr sem glæsilegt prófkjör
og flottur sigur Dags vakti. Tíma-
setning prófkjörsins var ef til vill
umdeilanleg, en mér fannst hún
skynsamleg til að búa til byr – og það
tókst – en menn verða þá að sigla!
Það leið að mínu viti of langur tími
frá prófkjörinu þangað til sjáanleg
kosningabarátta var komin af stað.
Össur, Össur,
hvar ertu?!
Jónas Bjarnason skrifar um
útkomu Samfylkingarinnar
í kosningunum
Jónas Bjarnason
’Það leið aðmínu viti of lang-
ur tími frá próf-
kjörinu þangað
til sjáanleg kosn-
ingabarátta var
komin af stað.‘
Höfundur er efnaverkfræðingur.
FRIÐRIK Sophusson, forstjóri
Landsvirkjunar, skemmti sér við
sögusagnir af finnsku hrossataði
á baksíðu Morgunblaðs 23. júní sl.
sem hann segir í svari til yf-
irdýralæknis (vegna fyrirspurnar
frá mér) að hafi upphaflega verið
„litháenskir spænir“ notaðir til að
þétta sprungur. Gott og vel, þótt
hingað til hafi Íslendingar greint
hrossaskít frá tréspónum. Að-
alfréttin í svari Friðriks er hins
vegar óvæntur fótaskortur for-
stjóra Landsvirkjunar á tung-
unni. Í galsanum lýsir hann nefni-
lega opnum sprungum undir
Desjarárstíflu. Líkt og forstjóri
Alcoa, sem kjaftaði frá orkuverði
á Íslandi, sviptir Friðrik hulunni
frá því að sprungurnar séu alls
ekki lokaðar – öndvert við það
sem jarðfræðingarnir Ágúst Guð-
mundsson og Jóhann Helgason
héldu fram í Morgunblaðinu 31.
mars 2003 og Landsvirkjun hefur
síðan hamrað á.
Voru sprungurnar trúnaðarmál
líkt og orkuverð til álvera er trún-
aðarsamband þeirra og Lands-
virkjunar gegn íslensku þjóðinni?
Opnar sprungur þýða væntanlega
að þær eru yngri en 10 þúsund
ára gamlar og enn virkar – ekki
satt, Friðrik? Berggrunni Desj-
arárstíflu var tæpast lýst á þann
hátt í hættumati umhverfismats-
skýrslu Landsvirkjunar – ekki
satt, Friðrik? Er þá ekki ástæða
að spyrja: Hvers vegna hefur
Landsvirkjun leynt því að Desj-
arárstífla hvílir á virkum sprung-
um þunnrar úthafsskorpu, rétt
eins og Kárahnjúkastífla?
Ekki satt, Friðrik?
Guðmundur Páll Ólafsson
Ekki satt, Friðrik?
Höfundur er náttúrufræðingur.
NÚ HAFA komið fram hug-
myndir um lagningu „hraðbrauta“ í
þrjár áttir út frá höfuðborgarsvæð-
inu. Það er Reykjanesbraut, en til
viðbótar núverandi breikkun vant-
ar marga km suður frá Hafnarfirði
og síðan framlengingu að Leifs-
stöð. Þá leiðin austur fyrir fjall, ut-
an við Selfoss og að Þjórsárbrú, og
í þriðja lagi Vesturlandsvegur í
framhaldi af Sundabraut og síðan
fram hjá Akranesi og Borgarnesi
og allt að Norðurárdal. Til að flýta
vegagerðinni er talað um einka-
framkvæmdir og endurgreiðslu af
hálfu ríkissjóðs með skuggagjöld-
um tengdum umferðarmagninu.
Vel má vera að þessi aðferð yrði
dýrari í krónum talin en sú venju-
lega með beinu útboði Vegagerð-
arinnar, en þá skiptir líka miklu
máli hvort þessar framkvæmdir
tækju 10–20 ár eða lullað yrði við
þær fram á miðja öldina.
Það sem skiptir þó mestu máli
eru áhrifin á byggðaþróunina.
Þjóðfélagið stefnir hratt í átt til
borgríkis með þeirri einsleitni og
áhættu sem því fylgir (sbr. eggin
og körfuna). Lóðaskorturinn á
svæðinu er talinn mesta vanda-
málið og í því sambandi er horft
jafnt út til hafs og upp til heiða, en
að sunnanverðu teygir byggðin sig
út á átta alda gamalt Kapellu-
hraunið.
Reynslan sýnir að fjöldi fólks vill
búa í minni bæjum sem bjóða upp á
alla almenna þjónustu og fjöl-
breytta atvinnu, en hafa þó borgina
í seilingarfjarlægð bæði fyrir sér-
hæfða þjónustu og störf. Um leið
styrkist landsbyggðin. Svo dæmi
séu tekin þá munu áhrifin ná um
allt Vesturland og bæta aðgengi
Vestfirðinga og Norðlendinga að
höfuðborginni. Í hina áttina munu
meira að segja Vestmannaeyingar
njóta góðs af eftir að höfn er komin
í Bakkafjöru, og gestum þeirra
mun líka stórfjölga þar sem jafnvel
mestu landkrabbar munu ekki
setja fyrir sig hálftíma siglingu.
Einnig má nefna kostina fyrir or-
lofshúsafólkið og líklega fjölgar þá
ferðum þess á veturna.
Fyrir utan úrtölumenn stendur
þó einn þröskuldur í vegi. Hvers
vegna skyldu Hvalfjarðargöng
(þótt tvöfölduð verði) og Vaðlaheið-
argöng verða einu gjaldskyldu um-
ferðarmannvirki landsins? Fyrir
bragðið nýtast þau ekki sem skyldi
og hafa ekki full áhrif á byggðaþró-
unina. Þar ættu skuggagjöldin
einnig að taka við í fullvissu um að
af þessum málum í heild yrði ríku-
legur hagnaður í þágu þjóðfélags-
ins.
Valdimar Kristinsson
Vegabætur fyrr
eða síðar
Höfundur er viðskipta- og
landfræðingur.