Morgunblaðið - 11.07.2006, Side 27

Morgunblaðið - 11.07.2006, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2006 27 MINNINGAR þetta er varð til þess að deildarstarfið fór ört vaxandi og styrkti félagið í heild á komandi árum. Einar tók við formennsku félagsins 1958 er Erlend- ur Ó. Pétursson lést en vegna veik- inda formanns síðustu árin má segja að hann hafi í raun tekið við for- mennskunni mun fyrr. Sem formaður starfaði hann í 17 ár við miklar vin- sældir. Enda hélt hann ótrauður áfram að styrkja allt starf félagsins og tryggja framgang deilda, sem höfðu nú sjálfstæðan fjárhag. En það var víðar sem leiðir okkar lágu saman. Um langan tíma vorum við félagar í Lionsklúbbi Reykjavíkur en þar starfa menn fyrst og fremst við að styrkja sjónskerta eða aðra líkn- arstarfsemi. Einar var lengi í þeirri nefnd og vann þá að því að Íþrótta- félag fatlaðra fékk myndarlegan styrk til þess að byggja íþróttahús sitt sem þá var í smíðum. Á seinni árum þegar farið var að hægjast um í íþróttamálum vorum við feðgarnir farnir að stunda golf. Þá fengum við enn þá ánægju að hitta Einar þar fyrir. Hann hafði þá bætt golfinu við sínar uppáhaldsíþróttir til að iðka en jafnframt hélt hann áfram við sundið og skíðin svo lengi sem heilsan entist. Að lokum sendum við Auði Einars- dóttur, börnum hans og fjölskyldum þeirra hugheilar samúðarkveðjur. Gísli Halldórsson. Leifur Gíslason. Mikill höfðingi og öðlingur er lát- inn. Vandfundnir eru slíkir menn sem Einar Sæmundsson var. Vasklegur og góðlegur maður í sjón og raun. Hláturmildur og bjartur yfirlitum. Jákvæður, kurteis og fágaður í fram- komu. Heilsteyptur og heiðarlegur. Hann bar með sér heiðríkjuna. Hvað er betra hægt að segja og þó á þetta allt við minn gamla vin, sem nú er fall- inn frá eftir langa sjúkdómslegu. Einari kynntist ég fyrir meira en hálfri öld þegar hann var í forystu- sveit KR, í hópi annarra öndvegis- manna. Einar tók við formennsku í KR af Erlendi Ó. Péturssyni. Það var ekki létt verk að feta í fótspor þeirrar goðsagnar sem Erlendur var. En svo var Einar dáður og virtur að hann sat á formannsstóli í nær tvo áratugi, svo aldrei bar skugga á. Alls staðar ná- lægur, alltaf brosandi, alltaf til taks og stuðnings og hann gerði alla kepp- endur, fullorðna sem unglinga, að fé- lögum sínum. Hvar í íþrótt sem þeir stóðu, án manngreinarálits, án for- dóma eða yfirlætis. Kostir þessa höfð- ingja voru einlægni, jákvæðni og vin- átta, einlæg vinátta sem skein úr augum hans og birtist okkur í hlátr- inum og gleðinni, þegar vel gekk. Og líka þegar miður gekk. Það var aldrei bilbugur á þeim manni. Einar var sundmaður á sínum yngri árum og var síðar áhugamaður um skíði og golf en var í rauninni alæta á hvers konar íþróttir og íþróttaiðkun. Þangað hafa börnin hans og barnabörnin sótt áhugann og getuna. Og þangað sótti hann lífs- kraftinn, sem alltaf einkenndi þennan heiðursmann. Forystustörf hans í þágu íþróttanna voru áhugamál hans en fyrir utan þær annir sinnti Einar um langt árabil umfangsmiklum at- vinnurekstri sem gekk farsællega eins og flest annað í lífi hans. Á síðari árum haðfi Einar dregið sig í hlé frá félagsstörfum og atvinnu, en hann var fastur gestur á öllum samkomum og samkvæmum ungra sem gamalla KR félaga og sem heið- ursfélagi hjá ÍSÍ, sótti hann jafnan þá atburði sem ÍSÍ bauð honum til. Þar var hann aufúsugestur, hlæjandi, glæsilegur sjentilmaður, sem setti svip sinn á hver þau mannamót, sem til féllu. Það er sjónarsviptir af slíkum mönnum. En um leið getum við glaðst yfir því að hafa verið samferðamenn Einars Sæmundssonar og þessi lífs- nautna- og lífskraftsmaður hefur sjálfsagt verið fullsáttur við þessi endalok, þegar honum var þrotin geta til að njóta sín. Afkomendur Einars Sæmundssonar geta sömuleiðis verið stoltir af löngum og hamingjuríkum æviferli föður síns og afa. Ég flyt þeim öllum innilegar samúðarkveðj- ur. Sömuleiðis Auði sambýliskonu hans. Ellert Schram. Góður vinur og félagi, Einar Sæ- mundsson, er fallinn frá. Hans verður sárt saknað í félagi okkar, KR. Það eru um 50 ár síðan við kynntumst. Ég var ungur að árum að leika minn fyrsta leik í meistaraflokki KR í knattspyrnu og Einar var nýlega orð- inn formaður félagsins. Einar kom þá, eins og ávallt síðan, inn í búningsklefa okkar að leik loknum og tók þéttings- fast og innilega í hönd hvers og eins. Með bros á vör og blik í auga þakkaði hann framlag okkar til KR. Hver sem úrslitin voru var framkoma for- mannsins ævinlega sú hin sama, hlý- leg og traust. Enda ávann hann sér virðingu og trúnað allra félagsmanna og langt út fyrir raðir félagsins. Aldr- ei heyrði maður Einar hallmæla nokkrum manni. Hann var einkar fundvís á hið jákvæða í fari hvers og eins og með ljúfu brosi, hlýju og hæfi- legri glettni voru mörg ágreiningsat- riði leyst og urðu í raun og veru að engu eftir að við Einar hafði verið rætt. Einar var formaður á hinum svokölluðu gullaldarárum í KR. Sigr- ar og titlar komu á færibandi. Ekki aðeins í knattspyrnu heldur í öllum þeim íþróttagreinum er félagið lagði stund á. Þá var og unnið ötullega að því að bæta aðstöðu til æfinga bæði innan- og utanhúss. Það má með sanni segja að á formannsárum Ein- ars hafi KR verið fremst í flokki á meðal jafningja. Árangurinn í hinum fjölmörgu íþróttagreinum er félagið lagði stund á var framúrskarandi og íþróttaaðstaðan var hin besta á land- inu. Síðan átti það fyrir mér að liggja að taka við formennsku í KR þegar Ein- ar óskaði eftir að hætta. Það mætti ætla að það hefði verið erfitt að feta í fótspor jafnvinsæls formanns og Ein- ar var, en svo var í raun ekki. Allt var í föstum skorðum, félagsstarfið mjög öflugt og fjármálin stóðu traustum fótum. Ég þekkti vel það traust er fé- lagar í KR báru til Einars formanns, en það var fyrst eftir að ég tók við að ég gerði mér grein fyrir þeirri virð- ingu er hann naut innan íþróttahreyf- ingarinnar. Einar reyndist mér ein- staklega góður ráðgjafi og hjálparhella og á ég þessum góða vini afskaplega mikið að þakka. Að leiðarlokum kveð ég þennan öð- ling og KR-ing númer 1. Mikinn höfð- ingja, sem var mér fyrirmynd, vinur og félagi. Við hjónin flytjum Auði og fjöl- skyldu Einars innilegar samúðar- kveðjur. Sveinn Jónsson.  Fleiri minningargreinar um Ein- ar Sæmundsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Systkinabörnin, Guðmundur Jón Elíasson, Kristinn Jónsson, Húbbahópurinn, Pétur, Sigrún og Bjarni Ingvar Árnason, Hallgrímur Jónsson. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, BRYNLEIFUR JÓNSSON klæðskeri, Kirkjuvegi 11, Keflavík, sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þriðju- daginn 4. júlí, verður jarðsunginn frá Keflavíkur- kirkju miðvikudaginn 12. júlí kl. 14.00. Hjördís Brynleifsdóttir, Einar Jóhannsson, Jón Magnús Brynleifsson, Hanna Fjóla Eriksdóttir, Guðmundur Stefán Brynleifsson, Guðlaug Brynleifsdóttir, Marteinn Magnússon, Brynja Brynleifsdóttir, Ragnheiður Ásta Þorvarðardóttir og barnabörn. Elskuleg dóttir okkar, systir og barnabarn, SIGRÚN KRISTINSDÓTTIR, Vesturgili 5, Akureyri, sem lést af slysförum sunnudaginn 2. júlí, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 12. júlí kl. 13.30. Guðbjörg Inga Ragnarsdóttir, Kristinn Tómasson, Ragnar Páll, Baldur, Ásta Sigurlaug, Ketill, Sigurlaug Ingólfsdóttir, Gerður Lárusdóttir. Okkar ástkæra ODDNÝ ÞÓRA BJÖRNSDÓTTIR REGAN, 4 Champlain Dr., Old Lyme, Conn., U.S.A., lést fimmtudaginn 6. júlí á heimili dóttur sinnar í Bandaríkjunum. Fyrir hönd aðstandenda, Birna Á. Björnsdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi, langafi og langalangafi, BRYNJÓLFUR EYJÓLFSSON fyrrv. vélamiðlari hjá Vélamiðstöð Reykjavíkurborgar, Grundargerði 6, Reykjavík, lést laugardaginn 8. júlí. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Svanhvít Stella Ólafsdóttir, Helena Á. Brynjólfsdóttir, Valur Waage, Ólafur Brynjólfsson, Hrefna Björnsdóttir, Eyjólfur Brynjólfsson, Steinunn Þórisdóttir, Kristín Brynjólfsdóttir, Kristján Jónasson, Sverrir Brynjólfsson, Guðríður Ólafsdóttir, Dagný Brynjólfsdóttir, Gunnar Óskarsson, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN P. HELGADÓTTIR fyrrverandi skólastjóri, Aragötu 6, Reykjavík, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju fimmtu- daginn 13. júlí kl. 15.00. Ólafur Oddsson, Dóra Ingvadóttir, Helgi Jónsson, Kristín Færseth, Jón Jóhannes Jónsson, Sólveig Jakobsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og langamma, FJÓLA EIRÍKSDÓTTIR, Kirkjuvegi 1, áður Framnesvegi 16, Keflavík, sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánu- daginn 26. júní, verður jarðsungin frá Keflavíkur- kirkju í dag, þriðjudaginn 11. júlí kl. 14.00. Hreinn Líndal Haraldsson, Eiríka Haraldsdóttir, Aldís Haraldsdóttir, Sólveig Haraldsdóttir, Arnbjörn Óskarsson, Sveinbjörg Haraldsdóttir, Haraldur L. Haraldsson, Ólöf Thorlacius, Ágúst Líndal Haraldsson, Valgerður Sigurjónsdóttir, barnabörn og banabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ÓLA HAUKS SVEINSSONAR, Háengi 19, Selfossi. Sérstakar þakkir til þeirra sem önnuðust hann í veikindum hans. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd aðstandenda, Lilja Friðbertsdóttir. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ZOPHONÍAS JÓSEPSSON, Ægisgötu 25, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fimmtu- daginn 6. júlí. Jósep Zophoníasson, Ingibjörg Salóme Egilsdóttir, Þóra Zophoníasdóttir, Húni Zophoníasson, Anna Tryggvadóttir, barnabörn og langafabarn. Elsku mamma, tengdamamma, amma og lang- amma, LÚLLA KRISTÍN NIKULÁSDÓTTIR, Kirkjuvegi 5, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnudag- inn 9. júlí. Elín Sigríður Jósefsdóttir, Snæbjörn Guðbjörnsson, Ketill G. Jósefsson, Karen Valdimarsdóttir, Jenný Þuríður Jósefsdóttir, Alan Terry Matcke, ömmubörn og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.