Morgunblaðið - 11.07.2006, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2006 29
MINNINGAR
amma og mamma og síðast en ekki
síst minn besti vinur. Það var ekkert
sem ég ekki gat rætt við ömmu, hún
var einlægur og góður hlustandi,
þagði yfir leyndarmálum og gaf góð
ráð. Mér finnst ég hafa notið mikillar
blessunar að hafa átt hana að og þrátt
fyrir að ég sakni hennar sárt og finn-
ist ég standa berskjaldaðri en fyrr í
þessum heimi, þá samgleðst ég henni
af öllu hjarta að geta nú loksins flogið
um í fangi afa; laus við allar þær kval-
ir og þjáningar sem hún þurfti að þola
vegna veikinda sinna í þessu lífi.
Guð geymi þig elsku amma.
Elínrós Líndal.
Fjólu Eiríksdóttur kynntist ég fyr-
ir u.þ.b. þremur árum, þegar móðir
mín og hún deildu stofu í tvígang á
HSS. Fljótt sá ég, þó svo að kynnin
væru stutt, að þarna fór mikil dama,
ættmóðir stórrar fjölskyldu, kona
sem kærleikur geislaði frá hvar sem
hún kom. Það var auðséð að hún naut
virðingar, var elskuð og dáð, um það
báru símtöl og heimsóknir til hennar
fagurt vitni. Við mæðgur fórum ekki
varhluta af hjartagæsku Fjólu. Hún
deildi með okkur sigrum og ósigrum
og gerði sigra okkar að sínum þó sjálf
væri hún oft sárþjáð.
Á sjúkrastofunni myndaðist vin-
kvennabandalag. Þar var spjallað um
allt mögulegt. Fjóla gerði mig líka að
sínum gesti í daglegum heimsóknum
mínum til móður minnar. Hún fagn-
aði mér og mínum þegar við komum,
með elskusemi og vináttu. Þegar
sorgin knúði dyra hjá mér á síðasta
ári hafði þessi sómakona ekki gleymt
mér. Hún sendi mér yndislega kveðju
sem mun lengi ylja mér um hjarta-
ræturnar. Við mæðgur töluðum oft
um að við þyrftum að heimsækja
Fjólu, en aldrei varð úr því. Enn einu
sinni erum við minnt á hve augnablik-
ið er ofurstutt og hve mikilvægt það
er að slá ekki góðum hugmyndum á
frest því það er ekki víst að okkur
verði gefið tækifæri til að framkvæma
þær síðar. Hún Fjóla hefur hlotið
góða heimkomu þar sem gengnir ást-
vinir hafa fagnað henni með Gunn-
hildi dótturdóttur hennar fremsta í
flokki. Sú sýn gefur lífinu eilífðargildi.
Ég kveð þessa heiðursdömu með
söknuði og bið Guð að leiða hana til
ljóssins. Ástvinum hennar öllum og
ættmennum votta ég mína dýpstu
samúð.
Rósa Sigurðardóttir.
Elsku amma. Þú varst einstök
kona. Þú lifðir í nútímanum en um leið
stóðstu fyrir þau gömlu gildi sem allir
ættu að hafa hugföst, virðuleika,
væntumþykju, dugnað, ósérhlífni,
hlýhug og trúrækni. Það er ógleym-
anlegt þegar þú sagðir okkur sögur af
uppvaxtarárum þínum og hvernig nú-
tíminn, sem þú hafðir svo sterkar
skoðanir á, kallaðist á við fortíðina í
frásögnum þínum.
Það einhvern veginn svo eðlilegt að
margir hafi leitað skjóls í hlýju þinni,
sérstaklega þegar erfiðleikar steðj-
uðu að. Þú varst alltaf eins og klettur í
hafinu og gafst hlutunum nýja vídd.
Þú reyndir að skilja án þess að dæma.
Allir voru jafnir fyrir þér.
Nú þegar við höfum aðeins minn-
ingar til að ylja okkur við og sökn-
uðurinn grípur um sig veit ég að þú
munt vaka yfir okkur, blessa og varð-
veita börnin þín, barnabörnin og
barnabarnabörnin.
Í bljúgri bæn og þökk til þín,
sem þekkir mig og verkin mín.
Ég leita þín, Guð, leiddu mig,
og lýstu mér um ævistig.
Ég reika oft á rangri leið,
sú rétta virðist aldrei greið.
Ég geri margt sem miður fer,
og man svo sjaldan eftir þér.
Sú ein er bæn í brjósti mér,
ég betur kunni þjóna þér.
Því veit mér feta veginn þinn
og verðir þú æ Drottinn minn.
(Pétur Þórarinsson.)
Þú verður alltaf með okkur.
Guð geymi þig.
Ragnheiður, Haraldur,
Arnar og Óliver Dagur.
Elsku yndislega amma mín. Þótt
þú sért nýorðin 87 ára sem kallast
mikill aldur finnst mér ótrúlegt að
sitja hér og skrifa til þín kveðjuorð.
Þó ég vissi innst inni að einhvern tím-
ann kæmi að kveðjustund fannst mér
einhvern veginn eins og þú myndir
alltaf vera hjá okkur, þú bara gætir
ekki farið. Þú hefur verið svo mikill
klettur, höfðingi fjölskyldunnar sem
alltaf hafðir réttu svörin við öllu, áttir
alltaf nóg að gefa til annarra og fannst
ekki mikið mál að hjálpa öðrum þó þú
værir sjálf búin að þjást mikið í mörg
ár. Það var svo skrýtið að þó líkami
þinn minnkaði með árunum eins og
gengur og gerist varðst þú alltaf
stærri og stærri því persóna þín er
svo stór og mikilfengleg. Það var allt-
af svo gott að koma til þín og hjá þér
ríkti alltaf svo mikil ró og friður. Og
þó maður væri nýbúinn að borða var
ekki möguleiki að sleppa án þess að fá
sér eitthvað. Borðin hjá þér kiknuðu
alltaf undan kræsingunum.
Elsku amma mín, þú gerðir svo
mikið fyrir mig og gafst mér svo mik-
ið í gegnum árin að ég get aldrei
þakkað þér nóg. Það verður skrýtið
að fara næst erlendis og geta ekki
hringt í þig til að fara með bænina
okkar en ég veit að þegar ég fer með
hana sjálf þá ert þú hjá mér og ég veit
að við förum með hana saman. Nú
segi ég bara eins og þú sagðir alltaf,
eigum við að fara með bænina okkar:
Fagra nafnið frelsarans
fylgi þér og hlífi.
Ávallt vaka augu hans
yfir þínu lífi.
Elsku amma mín, nú hefur þú
örugglega þegar hitt afa, Gunnhildi,
pabba, Borgu, Sigrúnu og alla hina og
ég er viss um að það hafa verið miklir
og góðir endurfundir. Ég bið algóðan
guð að vernda þig og passa fyrir okk-
ur og hjálpa þér til að líða vel þar sem
þú ert núna, því ég veit að þú munt
halda áfram að hugsa um að hjálpa
öðrum.
Þín að eilífu,
Margrét.
Fleiri minningargreinar
um Fjólu Eiríksdóttur bíða birting-
ar og munu birtast í blaðinu næstu
daga. Höfundar eru: Svanbjörg
Helena, Bryndís, Steinþór Örn, Hel-
ena Sif og Magnús Breki, Gunnar
Steinþórsson, Alexander Sær Elf-
arsson, Hafdís Hildur og Nadía Sif,
Magnús Þór, Björn Jónsson, Vil-
borg Sigríður.
vorum að gera mikinn áhuga þar til
minnið fór að bregðast honum. Afi var
góður og hlýr maður sem vildi öllum
vel í kringum sig og við munum minn-
ast hans þannig.
Elsku afi, þú áttir langa og góða
ævi þar til líkaminn fór að bregðast
þér. Amma hefur staðið við hlið þér
eins og klettur og hefðir þú ekki getað
valið þér betri lífsförunaut. Þú skilur
eftir þig stóra, samhenta og góða fjöl-
skyldu sem mun ávallt minnast þín
með hlýhug.
Elsku amma, pabbi, Björg, Gunnar
og Örn, megi Guð geyma okkur öll á
þessari sorgarstundu.
Þín barnabörn,
Ásdís Björg, Elísabet
og Kjartan Ari.
Nú er afi farinn frá okkur og kom-
inn á betri stað. Þótt sá staður sé ekki
lengur hjá okkur þá er gott að vita að
hann hefur það betra núna.
Við minnumst allra góðu stund-
anna sem við áttum með honum. Fjöl-
skyldan var honum mjög mikilvæg og
var gaman að sjá hvað samband hans
og ömmu var alltaf fallegt.
Hann var okkur barnabörnunum
ávallt mjög góður og þolinmóður og
hafði alltaf tíma fyrir okkur þegar við
komum í heimsókn. Hann kenndi
okkur ýmis spil og kapla og ef okkur
leiddist einhvern tímann fórum við
bara til hans og báðum hann um að
spila við okkur. Hann sagði okkur líka
sögur, aðallega af því þegar hann var
lítill drengur á Vestfjörðum.
Þegar við komum í heimsókn
spurði hann okkur frétta og hlustaði á
okkur lýsa deginum okkar fyrir sér.
Jafnvel þegar hann var orðinn veikur
fundum við hvað glaðnaði yfir honum
þegar við kíktum í heimsókn og röbb-
uðum um daginn og veginn.
Þið eruð meira en líkaminn, annað en hús
ykkar og eigur.
Hið sanna sjálf dvelst ofar fjöllum og svífur
á vængjum vindanna.
Það er ekki eitthvað, sem skríður inn í hlýju
sólskinsblettanna eða grefur holur inn í
myrkrið í leit að öryggi.
Það er eitthvað frjálst; andi, sem leiðir þró-
un jarðarinnar og stjórnar himninum.
(Spámaðurinn, Kahlil Gibran)
Við vitum að nú er elsku afi okkar
hjá guði og kveðjum hann í hinsta
sinn.
Elín Birna, Agnes Björg
og Arnór Gunnar.
Kveðja frá Ríkisendurskoðun
Guðmundur Magnússon, fyrrver-
andi skrifstofustjóri í Ríkisendur-
skoðun, er í dag til moldar borinn en
hann lést í Reykjavík 28. júní sl., 89
ára að aldri.
Guðmundur útskrifaðist frá Versl-
unarskóla Íslands árið 1940. Áður en
hann hóf störf hjá hinu opinbera vann
hann við bókhalds-, gjaldkera- og
skrifstofustörf hjá nokkrum fyrir-
tækjum í Reykjavík. Guðmundur var
skipaður fulltrúi hjá endurskoðunar-
deild fjármálaráðuneytisins 15. sept-
ember 1956 en deildin var forveri
Ríkisendurskoðunar. Hinn 1. júní
1964 var hann ráðinn deildarstjóri hjá
Ríkisendurskoðun og loks skrifstofu-
stjóri hinn 1. nóvember 1974. Því
starfi gegndi Guðmundur til ársins
1987 en þá lét hann af störfum fyrir
aldurssakir eftir rúmlega 30 ára starf.
Guðmundur bjó yfir flestum þeim
kostum, sem prýða góðan embættis-
mann. Auk þess að vera mjög fær í
sínu starfi var hann notalegur yfir-
maður, enda bæði hæglátur og ljúf-
mannlegur í fasi og viðmóti þó hann
gæti verið fastur fyrir þegar og ef á
reyndi.
Á löngum starfsferli voru Guð-
mundi falin fjölmörg viðfangsefni til
úrlausnar á sviði fjársýslu ríkisins,
bæði innan stofnunarinnar og utan
hennar. Sem skrifstofustjóri hafði
hann með innri málefni stofnunarinn-
ar að gera og var helsti samstarfs-
maður Halldórs heitins Sigurðssonar,
fv. ríkisendurskoðanda. Meðal annars
gegndi Guðmundur starfi ríkisendur-
skoðanda um nokkurra mánaða skeið
á árinu 1980 í veikindaforföllum Hall-
dórs. Guðmundur annaðist sjálfur eða
hafði umsjón með endurskoðun fjöl-
margra málaflokka á sínum tíma. Má
þar nefna fjárreiður utanríkisþjón-
ustunnar og ársreikninga flestra fyr-
irtækja í eigu ríkisins.
Guðmundur naut virðingar og vin-
áttu fyrrum samstarfsmanna sinna
og geyma þeir góðar minningar um
hann. Ekki er við þetta tækifæri hægt
að láta hjá líða að minnast eftirlifandi
eiginkonu hans, Elísabetar Jónsdótt-
ur, en hún tók ásamt honum jafnan
virkan þátt í félagslífi innan stofnun-
arinnar. Við þau tilefni fór ekki fram
hjá neinum hve mikla virðingu og vin-
áttu þau hjónin auðsýndu jafnan
hvort öðru. Á meðan heilsan leyfði
sýndi Guðmundur sínum gamla
vinnustað og samstarfsfólki ræktar-
semi með því að heimsækja það og
gera sér glaðan dag með því þegar
svo bar undir.
Um leið og ég fyrir hönd fyrrum
samstarfsfólks hans hjá Ríkisendur-
skoðun kveð Guðmund Magnússon
þakka ég honum gifturík störf í þágu
stofnunarinnar. Frú Elísabetu, börn-
um þeirra og fjölskyldu allri er vottuð
dýpsta samúð.
Blessuð sé minning Guðmundar
Magnússonar.
Sigurður Þórðarson
ríkisendurskoðandi.
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við fráfall ástkærrar eiginkonu minnar, dóttur,
móður okkar, tengdamóður og ömmu,
ERNU SIGURBJARGAR RAGNARSDÓTTUR
hárgreiðslumeistara,
Löngufit 24,
210 Garðabæ.
Færum starfsfólki hjúkrunarheimilisins Holts-
búðar sérstakar þakkir.
Guð blessi ykkur öll.
Jón Boði Björnsson,
Jóhanna Eiríksdóttir,
Gréta Boða, Sveinn Gaukur Jónsson,
Guðbjörg Jónsdóttir, Þröstur Gestsson,
Hafdís Jónsdóttir, Björn Leifsson,
Jóhanna Jónsdóttir, Guðmundur Bergmann Jónsson,
og barnabörn.
Þökkum samúð, tryggð og vinarþel við andlát og
útför
ÁGÚSTAR THEÓDÓRS BLÖNDALS
BJÖRNSSONAR.
Elín Sigurbjörg Magnúsdóttir,
Birgir Ágústsson, Hrafnhildur Úlfarsdóttir,
Sverrir Ágústsson, Eva Ósk Ármannsdóttir,
Kristín Ágústsdóttir, Marinó Stefánsson,
Elín Ágústa, Kristrún, Ottó Ingi,
Hrafn, Anna Karen og Börkur.
Þökkum hlýhug og vináttu við andlát og útför
SIGURÐAR SVEINSSONAR
fv. aðalbókara
frá Kolsstöðum
í Dölum.
Eysteinn Sigurðsson, Sigrún Jónsdóttir,
Auður Sigurðardóttir, Vigfús Þorsteinsson,
Hallsteinn Sigurðsson,
Kristinn Helgason,
barnabörn og aðrir aðstandendur.
Elsku eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
GUÐRÚN ÞÓRHALLSDÓTTIR LUDWIG,
sem andaðist þriðjudaginn 4. júlí, verður
jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 14. júlí
kl. 13.00.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en
þeim sem vilja minnast hennar er bent á að leyfa
Krabbameinsfélaginu og hjúkrunarþjónustunni Karitas að njóta þess.
Thomas M. Ludwig,
Margrét Ludwig, Björgvin Jósefsson,
Brandur Thor Ludwig, Anna M. Rögnvaldsdóttir,
Clara Regína Ludwig
og barnabörn.
Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð,
hlýhug og ómetanlega aðstoð við fráfall elskuleg-
rar dóttur okkar, sambýliskonu, systur, mágkonu
og frænku,
GUÐRÚNAR GÍSLADÓTTUR,
Arnarhrauni 11,
220 Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir viljum við færa læknum og
hjúkrunarfólki á deild 11E Landspítalanum Hringbraut og Karitas
heimahjúkrunarþjónustu.
Guðrún M. Jónasdóttir, Gísli Sumarliðason,
Einar B. Pétursson,
Sigrún Erla Gísladóttir, Þorvaldur Svavarsson,
Jón Ari Gíslason,
Arnar Gíslason, Björk Arnbjörnsdóttir
og frændsystkini.