Morgunblaðið - 11.07.2006, Page 30

Morgunblaðið - 11.07.2006, Page 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Atvinnuauglýsingar Vegna aukinna umsvifa í blaðadreifingu óskar Morgunblaðið eftir að ráða fólk á öllum aldri í blaðburð víða á höfuðborgarsvæðinu sem fyrst. Blaðberi hjá Morgunblaðinu fær að meðaltali 31.160 kr. á mánuði fyrir klukkustundarlangan hressandi göngutúr.* Til viðbótar kemur þungaálag og greiðslur fyrir aldreifingar tvisvar í viku. Vinsamlegast hafið samband í síma 569 1440 eða sendið tölvupóst á netfangið bladberi@mbl.is. *Miðað við að 65 eintökum af Morgunblaðinu sé dreift í 30 skipti. Vel launuð líkamsrækt − fyrir fólk á öllum aldri Umboðsmaður Ólafsfirði Morgunblaðið vill ráða umboðsmann á Ólafsfirði. Í starfinu felst dreifing á Morgunblaðinu við komu í bæinn. Nauðsynlegt er að viðkom- andi hafi bíl til umráða. Upplýsingar gefur Örn Þórisson í síma 569 1356 eða í netfangi ornthor@mbl.is. Múrarar, húsasmiðir og verkamenn óskast! Húsaklæðning ehf. óskar eftir að ráða múrara, húsasmiði og verkamenn til framtíðarstarfa. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í viðgerðum, breytingum og viðhaldi fasteigna. Fyrirtækið starfar einnig við nýbyggingar. Áhugasamir sendi upplýsingar á netfangið info@husco.is eða hafi samband við Matthías í s. 897 4224. Raðauglýsingar 569 1100 Uppboð Uppboð Eftirtalin ökutæki verða boðin upp á Hlíðarvegi 16, Hvolsvelli, fimmtudaginn 20. júlí nk. kl. 16.00. YO-456 OB-754 LZ-574 Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki upp- boðshaldara. Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn á Hvolsvelli, 7. júlí 2006. Óska eftir íbúð með húsgögnum 100% skilvís, reglusamur og reyklaus einstaklingur óskar eftir góðri 2-3 herbergja íbúð með húsgögnum á höfuðborgarsvæðinu. Leigutími 8-12 mánuðir. Upplýsingar um íbúð, leigutíma og leigugjald sendist Mbl. merkt "Íbúð-777" fyrir 15. júlí. Húsnæði óskast Hringvegur um Horna- fjarðarfljót í Hornafirði Drög að tillögu að matsáætlun. Vegagerðin auglýsir hér með drög að tillögu að matsáætlun vegna fyrirhugaðra breytinga á Hringvegi um Hornafjarðarfljót í sveitarfélag- inu Hornafirði. Framkvæmdin er 11-18 km löng veglagning, háð veglínum og nær frá Hring- vegi vestan Hornafjarðarfljóts, yfir Hornafjarð- arfljót og að Hringvegi skammt austan Hafnar- vegar sem liggur að Höfn í Hornafirði. Fram- kvæmdin styttir Hringveginn um 10-12 km. Tilgangur framkvæmdar er að bæta samgöng- ur á Suðausturlandi og styrkja byggðalög á Suðaustur- og Austurlandi með bættu vega- sambandi á Hringvegi. Drög að tillögu að matsáætlun eru kynnt á ver- aldarvefnum samkvæmt reglugerð 1123/2005 um mat á umhverfisáhrifum. Tillöguna er hægt að skoða á eftirfarandi heimasíðu: www.vegagerdin.is. Almenningur getur gert athugasemdir við áætlunina og er athuga- semdafrestur til 31. júlí 2006. Athugasemdir er hægt að senda með tölvupósti til ebh@vegagerdin.is eða senda til Vegagerðar- innar, Borgartúni 5-7, 105 Reykjavík. Tilkynningar FRÉTTIR SUMARBÚÐIR í Skálholti, sem kallast Söngur og sögur, eru ætl- aðar börnum 8–13 ára sem búa er- lendis og eiga a.m.k annað foreldrið íslenskt og tala íslensku nógu vel til að njóta dagskrárinnar. Nokkur pláss eru laus og öll börn velkomin. Börnunum verða kynntir ýmsir þættir íslenskrar menningar og kennd íslensk þjóðlög og skemmti- leg nútímalög við leiðsögn tónlist- arkennaranna Heiðrúnar Hákonar- dóttur og Svövu Bernharðsdóttur. Guðrún Ásmundsdóttir leikari seg- ir íslenskar þjóðsögur ásamt Ragn- heiði Lárusdóttur bókmenntafræð- ingi. Þá leiða garðyrkjufræðingar börnin inn í heim íslenskra jurta og þau munu elda þjóðlega rétti með aðstoð Láru Jónsdóttur heim- ilisfræðikennara. Bændabýlið í Skálholti verður heimsótt og farið í sögugöngu um Skálholtsstað. Bern- harður Guðmundsson rektor veitir námskeiðinu forstöðu. Fyrsta nám- skeiðið af þessu tagi fór fram í fyrrasumar og tókst afar vel og hvöttu foreldrar og börn eindregið til þess að þessu starfi yrði haldið áfram. Námskeiðið hefst eftir há- degið mánudaginn 17. júlí og taka aðstandendur þátt í fyrstu atriðum dagskrárinnar. Því lýkur svo með uppskeruhátíð síðdegis á föstudegi þar sem vandamenn eru líka vel- komnir. Söngur og sögur fyrir börn í Skálholti FÉLAG heyrnarlausra vill koma því á framfæri við almenning að um þessar mundir stendur félagið ekki fyrir sölu á neinni vöru. Félaginu hafa borist tilkynningar um að ver- ið sé að selja einhverjar vörur í nafni félagsins í heimahús og biður almenning að hafa í huga að þar eru ekki á ferðinni sölumenn frá fé- laginu. Söfnun á fölskum forsendum Rangt farið með heiti flugvélar á málverki Í FYRIRSÖGN og kynningu grein- ar eftir Snorra Snorrason í Morg- unblaðinu á sunnudag var rangt far- ið með heiti flugvélar á málverki breska málarans W. Hardy. Eins og fram kemur í textanum er um að ræða mynd af DC-8-63 þotu. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.