Morgunblaðið - 11.07.2006, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 11.07.2006, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2006 33 DAGBÓK Taekwondo-íþróttin er í örum vexti hér-lendis og stunduð jafnt af ungum semöldnum. Meistari Sigursteinn Snorrasonfer fyrir Dojang dreka, sem er samband átta taekwondo-deilda á Íslandi: „Í sumar bjóðum við upp á sumarnámskeið fyrir krakka sem komnir eru nokkuð áleiðis í íþrottinni. Hvert námskeið varir í tvær vikur og stunda börn- in, sem koma úr öllum félögum, æfingar undir leið- sögn þjálfara í þrjá til fjóra tíma hvern dag,“ segir Sigurstienn. „Sumrin eru oft rólegur tími hjá al- mennum iðkendum, en þeir sem æfa taekwondo sem keppnisíþrótt eru þeim mun virkari yfir sum- artímann og standa æfingar nú yfir af fullum krafti fyrir erlend keppnismót í sumar og haust.“ Ævaforn kóresk íþrótt Taekwondo er upprunnið í Kóreu og saga íþrótt- arinnar allt að 2000 ára gömul. „Hreyfingarnar sem íþróttin byggist á eru æfafornar og hafa verið kallaðar ýmsum nöfnum í gegnum tíðina en var ekki gefið heitið taekwondo fyrr en árið 1955. Það var síðan ekki fyrr en árið 1987 að iðkun taek- wondo hófst fyrir alvöru hér á landi þegar Banda- ríkjamaðurinn Stephen Leo Hall setti á laggirnar Dojang Dreka,“ útskýrir Sigursteinn. „Árið 1991 var sett á laggirnar taekwondo-deild innan ÍSÍ og farið að keppa með formlegum hætti. Hefur íþróttin síðan notið sívaxandi vinsælda. Starfa nú á landinu öllu tólf félög og má ætla ætla að virkir iðkendur séu allt að 700.“ Sigursteinn segir Taekwondo vera við hæfi allra aldurshópa: „Allsstaðar er tekið vel á móti byrj- endum og geta áhugasamir fundið það dojang sem næst þeim er á síðunni www.Taekwondo.is. Það er ráðlegt að byrjendur heimsæki nokkra klúbba því áherslur geta verið mismunandi milli staða. Sum- staðar er lögð meiri áhersla á sjálfsvörn og ann- arsstaðar er áherslan á ólympískan bardaga. Starf- ræktir eru barnaflokkar, „Old boys“-flokkar þar sem æfingar eru með öðru sniði og áherslum en í keppnisflokkum.“ Agi, styrkur, snerpa og liðleiki Í barnaflokkum er mikil áhersla lögð á að kenna aga: „Hjá fullorðnum iðkendum snýst íþróttin að stærstu leyti um líkamlega þjálfun þar sem unnið er að auknum styrk, snerpu og liðleika. Þeir sem náð hafa svörtu belti teljast vera komnir nokkuð langt í íþróttinni og skiptast í tvo hópa: þá sem eru keppnisíþróttamenn og æfa iðulega oft á dag, og hina sem leggja meiri áherslu á kennslu íþrótt- arinnar og heimspeki,“ segir Sigursteinn. Mikið er lagt upp úr því við æfingar að fyr- irbyggja slys og meiðsli: „Í keppni er notaður hlífð- arbúnaður en öll þjálfun miðar að því að hindra meiðsli. Iðkendum taekwondo er kennd sjálfsvörn, og að beita henni af hófi. Þá er mikil áhersla lögð á teygjur og upphitun á æfingum til að fyrirbyggja meiðsli enn frekar.“ Íþróttir | Tólf taekwondo félög eru starfrækt á Íslandi og tekið vel á móti byrjendum Taekwondo fyrir unga sem aldna  Sigursteinn Snorra- son fæddist í Reykjavík 1975. Hann lauk stúd- entsprófi frá Mennta- skólanum við Sund, íþróttakennaranámi frá KHÍ 2000, og meist- aragráðu frá að- alstöðvum taekwondo í Kóreu 2002. Sig- ursteinn hefur kennt taekwondo frá 1996, bæði á Íslandi og í Kóreu. Hann var þjálfari landsliðs Íslands á árunum 1997-2001 og 2003-2004. Sambýliskona Sigursteins er Magnea Kristín Ómarsdóttir kennari og eiga þau þrjú börn. Jarðgöng – Ábending til sjónvarpsins FRÁ því að maður fór að heyra full- orðna menn ræða um jarðgöng til Vestmannaeyja hefur mér fundist það vera brandari. Fyrir sveitarstjórnarkosning- arnar í maí var í sjónvarpsfréttum rætt við fólk á götu í Vestmanna- eyjum og virtist mikil trú á að jarð- göng til lands væru á næsta leiti, bara ef menn kysu rétt. Nýlega var í blöðum greint frá áframhaldandi undirbúningi að gerð ganganna og þótt þeir aðilar, sem að því standa, telji kostnaðinn nokkrum tugum þúsunda milljóna lægri en einhverjir svartsýnir íslenskir verkfræðingar hef ég ekki séð útreikninga þeirra á hvað mundi kosta fyrir fjölskylduna að skjótast á bílnum á milli lands og Eyja. Eftir að hafa séð ítarlegan fræðsluþátt BBC-sjónvarpsins um gerð Ermarsundsganganna og síðar annan þátt sem fjallaði um rekstr- arerfiðleika fyrirtækisins hef ég oft hugsað um, að mikil þörf sé á að upplýsa Íslendinga um hve um- fangsmikið og flókið verkefni gerð og rekstur slíks mannvirkis er og því tel ég mjög æskilegt að sjónvarp allra landsmanna fái þessa tvo þætti til sýningar. Þegar fólk hefur séð þá er ég viss um að enginn efast um, að besti kosturinn í samgöngumálum Vest- mannaeyinga er ferjuhöfn í Bakka- fjöru. Hins vegar eru jarðgöng upp á Kjalarnes, sem hluti af Sundabraut, með allri sinni umferð, allt annað og hagkvæmara verkefni. Óskar Jóhannsson, Skúlagötu 40a, Rvík. Staðið við loforðin NÝI borgarstjórnarmeirihlutinn gaf það til kynna, eða tilkynnti, að hann ætlaði að láta þrífa betur í borginni. Það hefur verið staðið við það og má sjá víða merki um það. Ég geng á hverjum morgni niður í Fossvog og á bílastæðum sem eru austan við brúna, sem er yfir í Naut- hólsvík, þar eru stæðin hrein og vel þrifin og ánægjulegt að sjá það. Með fram Fossvogslæknum, þegar mað- ur gengur í austurátt, er mikið fuglalíf og margir sem leggja leið sína með fram læknum. Þar var fullt af rusli, m.a. gömul reiðhjóladekk, nú er búið að þrífa það allt. Ég vil koma á framfæri þakklæti fyrir þessar hreinsunaraðgerðir og gaman að sjá hversu þrifalegt er orðið og mikið búið að slá. Það hafa aukist mikið hjólreiðar hjá fólki, það kemur í hópum, 15–20 manns, og það er ekkert pláss fyrir það á hjólreiðabrautinni því hún er svo mjó og mjög óþægilegt fyrir fólk sem er á gangbrautinni þegar svona hópur kemur aftan að því á mikilli ferð. Ég vil vegna þess koma því á framfæri að það er nauðsynlegt að breikka hjólreiðastígana. 190923-4799. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Þungur samgangur. Norður Norður ♠G9 ♥ÁK94 ♦D109843 ♣Á Suður ♠KD1084 ♥53 ♦G62 ♣KDG Suður verður sagnhafi í þremur gröndum. AV hafa ekkert blandað sér í sagnir og vestur kemur út með lauftíu. Hvernig er best að spila? Efniviðurinn í slagi er svo sem næg- ur, en vandinn er þungur samgangur á milli handanna. Segjum að sagnhafi spili fyrst spaða- gosa og yfirdrepi með kóng, sem vörn- in dúkkar, auðvitað. Ef innkoman er notuð til að taka slag á lauf og tígli síð- an spilað, nær vörnin að fríspila laufið. Svo þetta gengur ekki. Og ekki heldur að spila tígli strax á eftir spaðanum. Þá mun vörin spila við blindan og fá á endanum tvo slagi á hjarta til hliðar við toppana þrjá: Norður ♠G9 ♥ÁK94 ♦D109843 ♣Á Vestur Austur ♠Á63 ♠752 ♥G76 ♥D1082 ♦K75 ♦Á ♣10963 ♣87542 Suður ♠KD1084 ♥53 ♦G62 ♣KDG Því er betra að byrja á tíglinum. Segjum að vörnin svari með hjarta. Sagnhafi drepur, spilar spaða heim, notar innkomuna til að taka einn laufs- lag og sækir svo síðari tígulhámanninn. Þetta er skotheld leið í flóknu spili. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be3 e5 7. Rb3 Be6 8. f3 Rbd7 9. Dd2 Be7 10. O-O-O O-O 11. g4 Hc8 12. Kb1 b5 13. g5 Rh5 14. Rd5 Bxd5 15. exd5 Rb6 16. Ra5 Dc7 17. Hg1 g6 18. h4 Rxd5 19. Dxd5 Dxa5 20. c4 Bd8 21. cxb5 Bb6 22. Bd2 Da4 23. b3 Da3 24. Hg4 axb5 25. Bb4 Da7 26. Dxb5 Ha8 27. Hd2 Be3 28. Hc2 Hfb8 29. Dc6 Rf4 30. Bb5 Dd4 31. a3 Kg7 32. Hxf4 Bxf4 33. Bc4 Staðan kom upp í stórmeistara- flokki Fyrsta laugardagsmótsins sem lýkur í dag í Búdapest í Ung- verjalandi. Alþjóðlegi meistarinn Liem Quang Le (2488) frá Víetnam hafði svart gegn heimamanninum Viktor Varadi (2384). 33... Hxb4! 34. Dxa8 hvítur hefði orðið mát eftir 34. axb4 Ha1#. 34... Dd1+ 35. Kb2 Be3! 36. Kc3?! hvítur hefði einnig tapað eftir 36. axb4 Bd4+ 37. Hc3 Dd2+ 38. Kb1 Bxc3 39. Da3 d5 en besta til- raunin í stöðunni var að leika 36. h5 og svara 36...gxh5 með 37. Dd8. 36... Hxc4+! 37. bxc4 Bd4+ 38. Kb3 Db1+ og hvítur gafst upp enda er hrókurinn á c2 að falla í valinn. Svartur á leik. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hlutavelta | Þessar duglegu stúlk- ur, Þórunn Anna 9 ára og Kolbrún Ósk 12 ára söfnuðu munum og seldu á Garðatorgi fyrir kr. 18.331. Verða peningarnir notaðir fyrir börn Barnaspítala Hringsins. Á myndina vantar Ólaf Jökul 5 ára sem einnig tók þátt í söfnuninni. Morgunblaðið/Eyþór BÓKIN Saga biskupsstólanna verður kynnt að Hólum í Hjaltadal í dag, 11. júlí. Óskar Guðmundsson, annar rit- stjóra bókarinnar, kynnir verkið og svarar fyrirspurnum. Kynningin verður í Auðunarstofu og hefst kl. 20. Sagan biskupsstólanna geymir viðamikil skrif um Skálholt og Hóla og er rituð í tilefni af 950 og 900 ára afmæli staðanna. Í ritinu fara fjöl- margir fræðimenn ofan í kjölinn á þessum valdamiklu miðstöðvum trú- ar og menningar. Við kynninguna mun Marta Hall- dórsdóttir syngja við undirleik Arnar Magnússonar, þar sem Örn leikur á langspil og symfón, og að kynningu lokinni verður farið í Hóladómkirkju og þar syngur Marta við orgelleik Arnar. Morgunblaðið/Einar Falur Saga biskupsstólanna kynnt á Hólum UM þessar mundir eru verk Sam- úels Jóhannssonar til sýnis í Rósen- borg möguleikahúsi á Akureyri við Skólastíg 2 (gamli Barnaskóli Ak- ureyrar). Sýningin er opin á opn- unartíma Rósenborgar. Samúel vinnur myndverk sín með akríllit- um, bleki, tússi og vatnslitum. Samúel í Rósenborg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.