Morgunblaðið - 11.07.2006, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2006 35
DAGBÓK
Sölusýning þriðjudaginn 11. júlí
milli kl. 18 og 19 í Öldutúni 8, Hafnarfirði
Glæsileg eign á draumastað í Hafnarfirði, örstutt frá Öldutúnsskóla. Í dag skiptist húsið í
tvær íbúðir en eignin er alls 222,2 fm. Á neðri hæð er ca 75 fm, 3ja herbergja íbúð í útleigu.
Á efri hæð og í risi er 5 herbergja björt og rúmgóð íbúð. Samkvæmt Fasteignamati Ríkisins
er hún 95 fm en raunstærð hennar er mun meiri þar sem risið telst ekki í fermetratölunni.
Húsinu hefur verið vel viðhaldið en stutt er síðan það var klætt að utan og þak einangrað.
Einnig var skipt um alla ofna fyrir stuttu. Nýlegt parket er á gólfum að stórum parti og er
húsið allt hið fallegasta. Stutt er í skóla, íbúðin er miðsvæðis í Hafnarfirði og því þægilegt
að nálgast alla þjónustu og verslanir. Með eigninni fylgir 26 fm bílskúr.
Albert Björn Lúðvígsson
sölumaður, s. 840 4048
Guðrún Árnadóttir
lögg. fasteignasali
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Félagsstarf
Alþjóðahúsið | Viðeyjarferð 13. júlí:
Siglt til Viðeyjar og gengið um eyjuna
með leiðsögn. Hist fyrir utan Alþjóða-
hús kl. 19.30. Komið til baka um kl.
22.30. Allir velkomnir, innflytjendur og
innfæddir. Verð 600 kr. Tilkynnið þátt-
töku í síma 530 9313 eða í helga@a-
hus.is fyrir hádegi á fimmtudag.
Árskógar 4 | Kl. 9.30 bað. Kl. 8–16
handavinna. Kl. 9–16.30. Smíði/
útskurður kl. 9–16.30. Leikfimi kl. 9.
Boccia kl. 10–16 Púttvöllurinn.
Bólstaðarhlíð 43 | Sólheimaferð 20.
júlí kl. 12.30. Kaffiveitingar í Grænu
könnunni. Leiðsögn um staðinn, að-
eins fjögur sæti laus, upplýsingar í
síma 535 2760.
Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa-
vinna, hárgreiðsla, fótaaðgerð, út að
pútta, dagblöðin liggja frammi.
Bólstaðarhlíð 43 | Böðun.
Dalbraut 18–20 | Bridge mánudag kl.
14. Félagsvist þriðjudag kl. 14. Bónus
miðvikudag kl. 14. Heitt á könnunni,
blöðin liggja frammi. Hádegisverður
og síðdegiskaffi. Uppl. um sumarferðir
í síma 588 9533. Allir velkomnir.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Mið-
vikudagur: Göngu-Hrólfar ganga frá
Stangarhyl 4 kl. 10. Veiðivötn – dags-
ferð 16. júlí. Ekið verður um Þjórsárdal
til Hrauneyja, inn á Veiðivatnaveg á
milli Vatnsfells og Þóristinds. Farinn er
hringur um Veiðivatnasvæðið. Uppl.
og skráning í síma 588 2111. Skrifstofa
FEB verður lokuð frá 15. júlí til 7.
ágúst.
Félagsheimilið Gjábakki | Handa-
vinnustofan opin. Þriðjudagsgangan á
sínum stað kl. 14. Síðasti dagur ljóða-
sýningar Hrafns Sæmundssonar. Opið
9–17. Allir velkomnir.
Félagsstarf Gerðubergs | Vegna sum-
arleyfa starfsfólks fellur starfsemi og
þjónusta niður til þriðjud. 15. ágúst.
Sund- og leikfimiæfingar í Breiðholts-
laug, sími 557 5547, eru á mánud. kl.
10.30 og miðv.d. kl. 9.30. Strætis-
vagnar S4, 12 og 17. wwwgerduberg.is.
Hafnarfjörður | Í sumar verður púttað
á Vallavelli á Ásvöllum á laugardögum
frá 10–11.30 og á fimmtudögum frá kl.
14–16. Mætum vel.
Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall, dag-
blöðin, hárgreiðsla. Kl. 10 boccia. Kl. 12
hádegismatur. Kl. 12.15 ferð í Bónus.
Kl. 15 kaffi.
Hraunsel | Moggi og kaffi kl. 9. Brids
kl. 13. Pútt á Hrafnistuvelli kl. 14–16.
Hvassaleiti 56–58 | Böðun fyrir há-
degi. Hádegisverður kl. 11.30. Fótaað-
gerðir sími 588 2320. Hársnyrting
sími 849 8029. Blöðin liggja frammi.
Hæðargarður 31 | Listasmiðjan opin.
Félagsvist mánud. kl. 13.30. Frjáls spil
miðvikudag kl. 13.30. Guðnýjarganga
kl. 10 þriðjudag og fimmtudag. Gönu-
hlaup föstudag kl. 9.30. Út í bláinn
laugardag kl. 10. Púttvöllur opinn.
Leiðsögn í pútti fimmtudag kl. 17.
Sumarferðir 15. júlí og 15. ágúst. Nán-
ari upplýsingar 568 3132.
Norðurbrún 1 og Furugerði 1 | Farið
verður að Flúðum föst. 14. júlí. Hrepp-
hólakirkja verður skoðuð, einnig
Byggðarsafnið í Gröf. Kaffi í Golfskál-
anum. Lagt af stað kl. 12.30 frá Norð-
urbrún og síðan teknir farþegar í Furu-
gerði. Leiðsögumaður er Anna Þrúður.
Skráning í Norðurbrún í síma
568 6960 og í Furugerði í síma
553 6040.
Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og
fótaaðgerðir. Kl. 9–15.30 handavinna.
Kl. 11.45–12.45 hádegisverður. Kl. 13–
16 frjáls spil. Kl. 14.30–15.45 kaffiveit-
ingar.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl.
9–12.30, morgunstund kl. 9.30, hár-
greiðslu- og fótaaðgerðarstofa opin,
leikfimi kl. 10, handmennt almenn kl.
10–14.30, félagsvist kl. 14. Allir vel-
komnir.
Kirkjustarf
Akureyrarkirkja | Morgunsöngur kl. 9.
Bænastund kl. 21.30.
Garðasókn | Opið hús í sumar í Kirkju-
hvoli, Vídalínskirkju á þriðjudögum, kl.
13 til 16. Við spilum lomber, vist og
bridge. Röbbum saman og njótum
samverunnar. Kaffi á könnunni. Vett-
vangsferðir mánaðarlega, auglýstar
að hverju sinni. Akstur fyrir þá sem
vilja, upplýsingar í síma 895 0169. All-
ir velkomnir.
Hallgrímskirkja | Fyrirbænaguðsþjón-
usta alla þriðjudaga kl. 10.30. Beðið
fyrir sjúkum.
Hjallakirkja | Bæna- og kyrrðarstund
er í Hjallakirkju á þriðjudögum kl. 18.
Kristniboðssalurinn | Samkoma verð-
ur í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut
58–60, miðvikudaginn 12. júlí kl. 20.
„Þeir festu orðin í minni …“ Kjartan
Jónsson talar. „Ferskur úr fjöllunum“,
Skúli Svavarsson sér um efni. Allir eru
velkomnir.
sama tíma. Tónleikar á þriðjudagskvöldum.
Sjá nánar á www.lso.is
Norræna húsið | Sumarsýning í anddyri
Norræna hússins til 27. ágúst. Ljósmyndir
frá Austur-Grænlandi eftir danska ljós-
myndarann Ole G. Jensen. Opið virka daga
kl. 9–17. Laugardaga og sunnud. kl. 12–17.
Pakkhúsið í Ólafsvík | Hugrenningar – Mál-
verkasýning Sesselju Tómasdóttur mynd-
listarmanns til 17. júlí. Viðfangsefni sín
sækir hún í Snæfellsjökul og hugsandi and-
lit, sem hún vinnur með akrýl- og olíu-
málningu á striga.
Reykjavíkurborg | Stella Sigurgeirsdóttir
sýnir skilti á 20 stöðum víða um borgina til
28. ágúst.
Safn | Tvær af fremstu myndlistarkonum í
Evrópu; Karin Sander & Ceal Floyer, sýna
nýleg verk sín í bland við eldri, sem eru í
eigu Safns. Sýningin er opin mið-fös kl. 14–
18 og lau–sun kl. 14–17. Safn er til húsa á
Laugavegi 37. Aðgangur er ókeypis. Leið-
sögn á laugardögum. www.safn.is
Skaftfell | Nú stendur yfir sýning bræðr-
anna Sigurðar Guðmundssonar og Krist-
jáns Guðmundsonar í Skaftfelli, menning-
armiðstöð myndlistar á Austurlandi.
Sýningin er opin daglega frá kl. 14–21.
Þjóðminjasafn Íslands | Sýningin Huldu-
konur í íslenskri myndlist fjallar um ævi og
verk tíu kvenna sem voru nær allar fæddar
á síðari hluta 19. aldar. Þær nutu þeirra for-
réttinda að nema myndlist erlendis á síð-
ustu áratugum 19. aldar og upp úr alda-
mótum.
Í Myndasal eru til sýnis ljósmyndir Marks
Watson og Alfreds Ehrhardt af Íslandi sum-
arið 1938. Af myndum ferðalanganna má
sjá hve ljósmyndin getur verið persónulegt
og margrætt tjáningarform.
Söfn
Árbæjarsafn | Á Árbæjarsafni hefur verið
opnuð sýningin Húsagerð höfuðstaðar,
saga byggingatækninnar í Reykjavík frá
1840–1940.
Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Gljúfra-
steinn er opinn alla daga í sumar kl. 9–17.
Hljóðleiðsögn á íslensku, ensku, þýsku og
sænsku. Margmiðlunarsýning og göngu-
leiðir í nágrenninu. Frekari upplýsingar á
www.gljufrasteinn.is og í 586 8066.
Kotbýli kuklarans | Sýning á Klúku í Bjarn-
arfirði sem er bústaður galdramanns og lit-
ið er inn í hugarheim almúgamanns á 17.
öld og fylgst með hvernig er hægt að gera
morgundaginn lítið eitt bærilegri en gær-
daginn. Opið alla daga kl. 12–18 til 31. ágúst.
Listasafn Árnesinga | List, listiðnaður og
hönnun frá Færeyjum. Verk eftir 32 ein-
staklinga. Ríkey Kristjánsdóttir textílhönn-
uður í hönnunarstofu. Aðgangur ókeypis.
Opið alla daga kl. 11–17 til 31. júlí.
Minjasafnið á Akureyri | Sumarsýning. Ef
þú giftist? Brúðkaupssiðir fyrr og nú. Ef þú
giftist fjallar um brúðkaup og brúðkaups-
siði í gegnum tíðina. Sýningin er unnin í
samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands og er
opin alla daga milli 10 og 17. Til 15. sept.
Perlan | Sögusafnið Perlunni er opið alla
daga kl. 10–18. Hljóðleiðsögn leiðir gesti í
gegnum fjölda leikmynda sem segja sög-
una frá landnámi til 1550. ww.sagamu-
seum.is
Veiðisafnið – Stokkseyri | Skotveiðisafn –
uppstoppuð veiðidýr og veiðitengdir munir,
skotvopn o.fl. Opið 11–18. Sjá nánar á
www.hunting.is
Þjóðmenningarhúsið | Tvær glæsilegar
nýjar sýningar: Íslensk tískuhönnun sem
sýnir fjölbreytnina og sköpunarkraftinn í
tískugeiranum og Í spegli Íslands, um skrif
erlendra manna um Ísland og Íslendinga
fyrr á öldum. Auk þess helstu handrit þjóð-
arinnar í vandaðri umgjörð á handritasýn-
ingunni og Fyrirheitna landið.
Þjóðminjasafn Íslands | Fornleifaupp-
greftir fara nú fram víðs vegar um land og í
Rannsóknarýminu á 2. hæð má sjá úrval
gripa sem fundist hafa á undanförnum ár-
um. Mikil gróska hefur verið í fornleifarann-
sóknum vegna styrkja úr Kristnihátíð-
arsjóði en úthlutana hans nýtur í síðasta
sinn í sumar. Sýningin stendur til 31. júlí.
Vaxmyndasafnið hefur löngum verið sveip-
að ævintýraljóma og í sumar gefst tæki-
færi til að sjá hluta þess á 3. hæð safnsins.
Óskar Halldórsson útgerðarmaður styrkti
íslenska ríkið árið 1971 til að koma safninu
upp í minningu sonar síns Óskars Theodórs
Óskarssonar.
Í Þjóðmminjasafni Íslands er boðið upp á
fjölbreyttar sýningar, fræðslu og þjónustu.
Þar er safnbúð og kaffihús. Safnið hlaut
sérstaka viðurkenningu í samkeppni um
safn Evrópu árið 2006.
Leiklist
Iðnó | The best of Light Nights í Iðnó – öll
mánudags- og þriðjudagskvöld í júlí og
ágúst. Sýningar hefjast kl. 20.30. Fjöl-
breytt efnisskrá flutt á ensku (að und-
anskildum þjóðlagatextum og rímum),
þjóðsögur færðar í leikbúning, þættir úr Ís-
lendingasögum, dansar og fleira. Nánari
uppl. á www.lightnights.com
Fréttir og tilkynningar
Fjölskylduhjálp Íslands | Tekið á móti mat-
vælum, fatnaði og leikföngum á mið-
vikudögum kl. 13–17. Úthlutun matvæla
sama dag kl. 15–17 að Eskihlíð 2–4 v/
Miklatorg. Þeir sem vilja styðja starfið fjár-
hagslega, geta lagt inn á reikning 101-26-
66090 kt. 660903-2590.
JCI Heimilið | Ljósmyndasamkeppni JCI
Íslands stendur nú yfir. Keppnin er opin öll-
um áhugaljósmyndurum og verða úrslitin
kynnt á Menningarnótt Reykjavíkur 19.
ágúst. Keppnin er árleg, en þemað í ár er
Höfuðborgin í ýmsum myndum. Veitt
verða fern verðlaun frá Ormsson og ljos-
myndari.is. Sjá nánar www.jci.is.
Börn
Garðabær | Golfleikjaskólinn heldur 5 daga
golfnámskeið, mánudag–föstudags fyrir
foreldra og börn, flestar vikur í sumar.
Hægt er að velja milli tímana 17.30–19 eða
19.10–20.40. Upplýsingar og skráning eru
á golf@golfleikjaskolinn.is og í síma 691–
5508. Heimasíða skólans: www.golf-
leikjaskolinn.is
Reykjavíkurborg | Í sumar verða opnir
leikvellir á vegum ÍTR fyrir 2–5 ára börn í
hverfum borgarinnar. Þar er boðið upp á
útivist og leik í öruggu umhverfi. Komu-
gjald er 100 kr. Nánari upplýsingar á
www.itr.is og í síma 411 5000.
Útivist og íþróttir
Viðey | Guðrún Ásmundsdóttir leikkona
fjallar um Ólafíu Jóhannsdóttur, Skúla fóg-
eta og dóttur Guðmundar litunarmanns.
Gestum verður boðið inn í Viðeyjarstofu
sem er sögusviðið í þessar leiðsögn en
gengin verður smá spölur ef vel viðrar.
Lagt af stað með Viðeyjarferjunni í Sunda-
höfn kl. 19.
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að
finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is
Meira á mbl.is
KÓR Grafarvogskirkju fór í söng-
ferð til Finnlands og Eistlands
dagana 9.– 15. júní sl. Með í för
voru söngstjórinn Hörður Braga-
son, sr. Vigfús Þór Árnason sókn-
arprestur, sr. Anna Sigríður Páls-
dóttir og ýmsir fylgifiskar.
Hápunktur fararinnar var að
syngja við finnska guðsþjónustu í
Klettakirkjunni sem er fræg kirkja
í Helsinki. Kirkjan er sprengd inn
í bjarg þannig að veggir kirkj-
unnar eru berir klettar. Séð utan
frá minnir kirkjan helst á fljúg-
andi disk sem sett hefur sig niður í
miðri borginni. Kirkja þessi dreg-
ur að sér ferðamenn víðs vegar úr
heiminum. Kórinn söng íslenska
sálma, þar af einn eftir kórstjór-
ann Hörð Bragason og einn finnsk-
an sálm. Ekki skildu kórfélagar
mikið í boðskap predikunarinnar
þennan sunnudaginn.
Eftir messuna var boðið í kaffi
og síðan söng kórinn klukkustund-
arlanga dagskrá fyrir gesti og
gangandi. Gerður var góður róm-
ur að söngnum.
Tónleikaferð þessi tókst í alla
staði vel. Markverðir staðir voru
skoðaðir á milli þess sem radd-
bönd voru þanin. Ekki sakaði að
veðurguðir voru í sínu blíðasta
skapi.
Kór Grafarvogskirkju söng
í Klettakirkjunni í Helsinki