Morgunblaðið - 11.07.2006, Page 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
VERKIÐ Penetreitor eftir Anthony
Neilson vakti mikla athygli þegar
það var sýnt síðasta sumar. Bæði
þótti sýningin áhrifarík og frammi-
staða leikara eftirtektarverð, en ekki
vakti síður athygli að uppfærslan var
unnin í nánu samstarfi við Hugarafl,
hóp fólks með geðsjúkdóma.
„Okkur langaði í upphafi til að
setja saman leikrit okkur til
skemmtunar. Penetreitor varð fyrir
valinu og freistuðum við þess að leita
til Nýsköpunarsjóðs um styrki,“
segir Vignir Rafn Valþórsson, einn
þriggja leikara sýningarinnar, um
tilurð verkefnisins. „Geðsjúkdómar
eru rauður þráður í verkinu og þró-
aðist sýningin út í rannsóknarverk-
efni þar sem við beittum vissum
greiningaraðferðum á umfjöllunar-
efni verksins. Var hluti af ferlinu að
ræða við fólk sem þekkir geð-
sjúkdóma af eigin raun. Það var þá
sem við kynntumst Hugarafli, og
eftir að við áttum fund með þeim
varð ekki aftur snúið. Við áttuðum
okkur strax á að þar væri kominn
hópur fólks sem væri ónýttur visku-
brunnur.“
Ómetanlegt að gera gagn
Elín Ebba Ásmundsdóttir er einn
af forsvarsmönnum Hugarafls:
„Þetta gerist á sama tíma og Hugar-
afl er orðið sýnilegur hópur í sam-
félaginu, sem vill hafa eitthvað fram
að færa. Hópurinn vildi nýta reynslu
geðsjúkra í stað þess að hafa þá í
hlutverki viðtakenda,“ segir Elín
Ebba. „Hugarafl fagnaði því að fá
svona verkefni, og ómetanlegt það
gagn sem meðlimir hópsins hafa haft
af samstarfinu. Geðsjúkir leggja
sjálfir á það áherslu hve mikilvægur
liður í því að ná bata er að geta verið
öðrum að gagni, eins og þau gerðu
með aðkomu sinni að Penetreitor.“
Mikilvægu smáatriðin
Þátttaka Hugarafls í sýningunni
var með þeim hætti að þeir fylgdust
með æfingum og veittu umsögn um
ýmis atriði sýningarinnar: „Leið-
beiningar þeirra dýpkuðu skilning
okkar á persónunum, og oft að þau
bentu okkur á smáatriði sem skipta
sköpum þegar dregin er upp mynd
af einstaklingi með geðsjúkdóm,“
segir Kristín Eysteinsdóttir, leik-
stjóri sýningarinnar. „Að heyra
reynslusögur þeirra fékk okkur líka
til að skilja og finna meðalveg í fram-
vindu sögunnar og hegðun persón-
anna. Þau hjálpuðu okkur ekki að-
eins að móta hegðun geðsjúklingsins
í verkinu, heldur veittu þau ekki síð-
ur innsýn í viðbrögð aðstandenda, og
hvernig venjulegt fólk hegðar sér
þegar það lendir í aðstæðum eins og
lýst er í Penetreitor.“
Úrræði skortir
Talið berst að úrræðum fyrir geð-
sjúka og aðstandendur þeirra: „Það
kom okkur á óvart hve mikið skortir
á fræðslu fyrir aðstandendur geð-
sjúkra. Venjulegt fólk kann ekki að
fást við þær aðstæður sem upp geta
komið í kringum alvarlega veikan
einstakling, og það er vegna skorts á
fræðslu sem slysin gerast,“ segir
Jörundur Ragnarsson, leikari í sýn-
ingunni.
Elín Ebba bætir við að lausnin
sem flestir grípa til sé að fjarlægja
hinn geðsjúka, og koma honum til
læknis: „Við erum svo gjörn á að
henda fólki inn í meðferðarkerfi, en
við vitum samt ekki fyrir víst hvort
meðferðarúrræðin sem til staðar
virka sem skyldi. Þrátt fyrir æ fleiri
sérfræðinga og alls kyns ný lyf virð-
ist geðsjúkum ekkert vera að
fækka.“
Þessu tengt minnist Elín Ebba á
tilraunaverkefni í Finnlandi: „Þar er
bráðateymi kallað til innan sólar-
hrings þegar einhver lendir í alvar-
legri geðrænni krísu. Allir eru kall-
aðir til: ættingjar, vinir, nágrannar
og vinnufélagar. Í sameiningu er
reynt að ná skilningi á aðstæðum,
rætt opinskátt um hlutina og allir
leggja sitt af mörkum til að hjálpa
einstaklingnum að finna lausn á sín-
um vanda, frekar en að skilja hann
eftir í umsjón heilbrigðiskerfisins.
Þetta verkefni hefur borið mikinn
árangur og hefur fækkað nýgreind-
um geðklofasjúklingum, innlögnum
á bráðageðdeildum og notkun geð-
rofslyfa á svæðinu.“
Hæfileikafólk á geðdeild
Elín Ebba segir hópinn vonast til
að Penetreitor ryðji veginn fyrir
önnur verkefni þar sem listamenn
vinna með geðsjúkum. „Í Noregi var
settur á laggirnar styrktarsjóður
fyrir slík tilraunaverkefni og fékk ég
að sjá leiksýningu í Bergen; atvinnu-
leikarar og geðsjúkir unnu saman,“
segir Elín Ebba. „Verkefnið kom
þannig til að tveir nýútskrifaðir leik-
stjórnarnemar gátu hvergi fundið
vinnu og réðu sig til starfa á geð-
deild. Þegar þangað var komið upp-
götvuðu þeir að þar dvaldist hópur af
ungu og hæfileikaríku fólki með
mikla sköpunargáfu, sem fékk ekki
að deila hugsunum sínum með öðr-
um en sálfræðingi eða geðlækni á
viðtalstímum.“
Árangurinn í Noregi segir Elín
ótvíræðan: „Þessum krökkum þóttu
þau loksins vera orðin einhvers virði.
Loksins höfðu þau fengið tækifæri
til að hafa áhrif, nýta styrkleika sína
og vera virkir þátttakendur í sam-
félaginu. Við erum öll manneskjur,
og það sem við eigum sameiginlegt
og drífur okkur áfram er það að við
höfum eitthvað að segja: að við höf-
um hlutverki að gegna. Geðsjúkir
finna oft fyrir því hvað þeir eru
áhrifalausir, og hafa hvorki hlutverk
né hlutdeild í samfélaginu. Þeir hafa
jafnvel ekki áhrif á eigin meðferð.“
Jörundur bendir líka á að verkefni
af þessu tagi geta komið í veg fyrir
að fólk einangrist innan afmarkaðra
hópa: „Oft dveljast geðsjúkir lang-
dvölum á stofnunum, og eignast þá
nær eingöngu vini innan stofn-
anakerfisins.“ Elín Ebba tekur und-
ir: „Það skiptir svo miklu máli að við
getum eignast vini gegnum verkefni
eins og þetta og brjótum niður þá fé-
lagslegu múra sem reistir hafa verið
svo víða um samfélagið.“
Styðja fleiri verkefni
Allur ágóði af sýningum Penetrei-
tor rennur óskiptur í styrktarsjóð
Hugarafls sem ætlað er að hvetja til
samstarfsverkefna af svipuðum
toga. „Við viljum sérstaklega leggja
áherslu á ungt fólk: Í stað þess að
einblína á sjúkdóminn og einkenni
hans viljum við nota listsköpun til að
leyfa hæfileikum þeirra og styrk-
leikum að njóta sín, því lausnin getur
alveg eins leynst þar,“ segir Elín
Ebba. Kristín bætir við: „Við hvetj-
um fólk í öllum listgreinum að brjóta
niður þau mæri sem reist hafa verið
kringum geðsjúka. Samstarf okkar
við Hugarafl hefur verið mjög gef-
andi fyrir alla sem að því hafa komið
og geta verkefni af þessu tagi gert
mikið fyrir listina, og líka fyrir sam-
félagið.“
Geðsjúkir og
leikarar taka
höndum saman
Í kvöld hefjast að nýju sýningar á leikritinu
Penetreitor. Ásgeir Ingvarsson ræddi við
aðstandendur sýningarinnar um sýninguna og
ávinninginn af samstarfi leikara og geðsjúkra.
Penetreitor er sýnd í Sjóminja-
safni Reykjavíkur, Grandagarði 8.
Frekari upplýsingar eru á http://
vermordingjar.blogspot.com og
miðapantanir í síma 699 0913.
Morgunblaðið/Jim Smart
Á myndinni eru þau Elín Ebba Ásmundardóttir frá Hugarafli, Kristín Eysteinsdóttir leikstjóri og einnig allir þrír
leikarar sýningarinnar: Jörundur Ragnarsson, Vignir Rafn Valþórsson og Stefán Hallur Stefánsson.
HÓPUR sem nefnir sig Þremenn-
ingasambandið heldur tónleika í
Listasafni Íslands í kvöld kl. 20.00.
Leikið verður í einum salanna á
neðri hæð safnsins og er gengið inn
frá höggmyndagarðinum við Freyju-
götu. Hópinn skipa Arngunnur
Árnadóttir og Ásta María Kjart-
ansdóttir, sem munu leika dúetta og
einleiksverk fyrir klarinettu og selló,
og Halla Oddný Magnúsdóttir, pí-
anóleikari Þremenningasambands-
ins, sem flytja mun ljóð á milli atriða.
Á efnisskrá verða Invensjón (út-
skrifað fyrir klarinettu og selló) eftir
Johann Sebastian Bach, Hyldýpi
fuglanna fyrir einleiksklarinettu úr
Kvartett fyrir endalok tímans eftir
Olivier Messiaen, Allemande og Co-
urante úr Sellósvítu nr. 2 eftir Jo-
hann Sebastian Bach, Lysting er
sæt að söng eftir Snorra Sigfús Birg-
isson og Invensjón eftir Johann Seb-
astian Bach.
Hópurinn Þremenningasambandið er skipaður tónlistarkonunum Arn-
gunni Árnadóttur og Ástu Maríu Kjartansdóttur, sem munu leika á klarin-
ettu og selló, og Höllu Oddnýju Magnúsdóttur en hún leikur á píanó.
Tónleikar í
Listasafni Einars
Jónssonar
Á SÍÐARI tónleikum laugardags-
ins í Skálholti má segja að vind-
urinn hafi verið í meginhlutverki.
Svo til eingöngu blásturshljóðfæri
komu við sögu, bæði úr málm- og
tréfjölskyldunni.
Fyrst og síðast á dagskránni var
blásarakvintett frá Svíþjóð, Rena-
issance Brass. Eins og nafnið gefur
til kynna flutti kvintettinn aðallega
eldri tónlist, en hún var eftir Gabr-
ieli, Locke og di Lasso. Yfirleitt
var leikur kvintettsins til fyr-
irmyndar, flestir tónar voru tærir
og þægilega ávalir og hljómuðu
ágætlega í ríkulegri endurómun
kirkjunnar.
Lítið en snyrtilega samið verk
eftir Þóru Marteinsdóttur, Ferða-
maðurinn, var líka prýðilega flutt
af kvintettinum; þunglyndislegt
tónmálið var sérstaklega undir-
strikað af drungalegum, nánast
draugalegum básúnuhljómnum og
var útkoman eftirminnileg.
Fjögur flautuverk voru á efnis-
skránni. Eitt var eftir Stephen
Lucky Mosko, margbrotin tónsmíð
sem Berglind María Tómasdóttir
lék á sannfærandi hátt. Berglind
flutti líka In Two Different Places
eftir Önnu Þorvaldsdóttur, en sú
tónlist var einstaklega seiðandi í
einfaldleika sínum og Berglind
María Tómasdóttir spilaði hana af
undursamlegri mýkt sem skapaði
magnaða stemningu. Þau Berglind
og Kolbeinn voru jafnframt með
allt á hreinu í Reve bleu eftir
Diönu Rotaru, en þar var stígandin
svo úthugsuð að hápunkturinn var
óvanalega áhrifamikill.
Sömuleiðis var litrík tónsmíð eft-
ir Úlfar Inga Haraldsson, L’unione
sacra, sem Kolbeinn lék ásamt
Guðrúnu Óskarsdóttur semballeik-
ara, dásamleg áheyrnar. Kolbeinn
hefur glæsilega tækni og ótrúlega
fókuseraðan, merkingarþrunginn
tón; hann kann þá list að láta fín-
legustu blæbrigði segja heila sögu.
Leikur Guðrúnar var líka hnitmið-
aður og rafhljóðin, sem skreyttu
verkin, sköpuðu skemmtilega and-
stæðu við forneskjulegt andrúms-
loft sembalsins. Án efa var verk
Úlfars og flutningurinn á því með
því mergjaðasta á tónleikunum.
Af undursamlegri mýkt
TÓNLIST
Sumartónleikar í Skálholti
Verk eftir Gabrieli, di Lasso, Locke,
Mosko, Diönu Rotaru, Úlfar Inga Haralds-
son, Önnu S. Þorvaldsdóttur og Þóru
Marteinsdóttur. Laugardagur 8. júlí.
Kammertónleikar
Jónas Sen
Morgunblaðið/Þorkell
Verk Þóru Marteinsdóttiur, Ferða-
maðurinn, var prýðilega flutt af
blásarakvintettinum Renaissance
Brass, að mati Jónasar Sen.