Morgunblaðið - 11.07.2006, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2006 41
SAMBÍÓ ÁLFABAKKA SAMBÍÓ KRINGLUNNI
NÝJASTA MEISTARA-
VERKIÐ FRÁ PIXAR
SEM ALLIR ERU AÐ
TALA UM.
FRÁ FRAMLEIÐEN-
DUM „THE INCREDI-
BLES“ & „LEITIN AÐ
NEMO“
VINSÆLASTA MYNDIN Í USA 2 VIKUR Í RÖÐ.
eee
Kvikmyndir.is
NÚ ER KOMIÐ
AÐ HENNI AÐ SKORA
eeee
V.J.V, Topp5.is
SÝNDI BÆÐI
MEÐ
ÍSLENSKU OG
ENSKU TALI
K R A F T M E S TA
HASARMYND ÁRSINS
HALTU NIÐRI Í ÞÉR ANDANUM. MÖGNUÐ SPENNA FRÁ BYRJUN TIL ENDA.
DIGITAL
Bíó
SAMBÍÓIN KRINGLUNNI
eee
V.J.V.Topp5.is
STAFRÆNA / DIGITAL BÍÓIÐ Á ÍSLANDI
DIGITAL
Bíó
SAMBÍÓIN KRINGLUNNI
KVIKMYNDIR.IS
THE BREAK UP kl. 3 - 5:45 - 8 - 10:20
THE BREAK UP VIP kl. 4:15 - 8 - 10:20
FAST AND THE FURIOUS 3 kl. 3:30 - 5:45 - 8 - 10:20 B.I. 12.ÁRA.
THE LAKE HOUSE kl. 3:30 - 5:45 - 8 - 10:20
BÍLAR M/- ÍSL TAL. kl. 3 - 5:30 - 8
CARS M/- ENSKU TAL. kl. 3 - 5:30 - 10:20
SLITHER kl. 10:30 B.I. 16.ÁRA.
SHE´S THE MAN kl. 8
THE BREAK UP kl. 3:45 - 6 - 8:15 - 10:30
FAST AND THE FURIOUS 3 kl. 8:15 - 10:30 B.I. 12.ÁRA.
BÍLAR M/- ÍSL TALI kl. 4 - 6:30
CARS M/- ENSKU TALI kl. 3:45 - 9 DIGITAL SÝN.
THE POSEIDON ADVENTURE kl. 6 B.I. 14.ÁRA. DIGITAL SÝN.
A
A
08.07.2006
1
7 1 5 5 2
8 6 8 0 5
4 9 12 13
29
05.07.2006
1 8 26 33 44 46
1024 43
LISTHÁTÍÐIN LungA á Seyð-
isfirði fer af stað í sjöunda sinn á
mánudaginn næstkomandi og er
óhætt að segja
að hátíðin í ár
sé sú stærsta
og glæsileg-
asta til þessa
en hátíðin hef-
ur verið í stöð-
ugum vexti frá
því hún var
haldin í fyrsta
sinn árið 2000.
Aðalheiður
Borgþórs-
dóttir, ferða-
og menningar-
málafulltrúi
Seyðisfjarðarkaupstaðar, hefur ver-
ið framkvæmdastjóri LungA frá
upphafi. Að hennar sögn er markmið
hátíðarinnar að efla áhuga ungs
fólks, á aldrinum 16–25 ára, á listum
og menningu, virkja þau í list-
sköpun, efla ímynd Austurlands-
fjórðungs og að draga framhalds-
skólanemana heim að námi loknu.
„Hvatinn að hátíðinni var fyrst og
fremst sá að það þurfti að gera eitt-
hvað fyrir ungt fólk,“ segir Að-
alheiður. Listahátíðin snýst fyrst og
fremst um svokallaðar listasmiðjur
þar sem ungt fólk fær leiðsögn
reyndra listamanna við listsköpun
sína sem verður síðan afhjúpuð á
uppskerufögnuði sem er jafnframt
lokapunktur listahátíðarinnar. Að-
alheiður segir að þátttakendur í
listasmiðjunni komi víða að og nefnir
hún meðal annars að alls 37 ung-
menni erlendis frá hafi þegar skráð
sig á hátíðina í ár.
Sjö listasmiðjur
Listasmiðjurnar hafa verið margs
konar í gegnum árin og að þessu
sinni verður ýmislegt á boðstólum.
Þarna verður hægt að sækja leiklist-
arsmiðju þar sem leikarinn Víkingur
Kristjánsson mun vinna með grunn-
atriði í leiklist og spuna en viðfangs-
efni smiðjunnar er götumenning.
Trommarinn Arnar Þór Gíslason,
sem trommar meðal annars með
hljómsveitunum Ensími og Dr.
Spock, hefur umsjón með stompi,
eins konar takt-smiðju þar sem til-
raunir eru gerðar með ýmis hljóð-
færi eins og tunnur, stálrörbúta úr
vélsmiðjunni, holræsisrör, hjól-
koppa, járnarusl og hvaðeina sem
mönnum dettur í hug að nota til að
framkalla hljóð. Bjössi trommari í
Mínus mun auk þess aðstoða Arnar
við kennsluna.
Hljóðsmiðja verður í höndum
Curvers Thoroddsens en hann er
eins og flestir vita nánast alfróður
um allt sem við kemur hljóði. Hóp-
urinn hans mun fara ótroðnar slóðir,
kynnast stafrænum upptökuaðferð-
um og semja hljóðverk fyrir uppske-
ruhátíðina. Gospelsmiðjan hlaut
mikið lof á hátíðinni fyrir tveimur
árum og verður gospelið aftur á boð-
stólum í ár. Ed Cohen píanóleikari
og gospelsöngkonan Pat Randolph
frá Bandaríkjunum munu veita leið-
beiningu í ástríðufullum flutningi á
trúarlegum textum með viðeigandi
spuna og innlifun.
Rithöfundurinn Jón Hallur Stef-
ánsson og Rikke Houd útvarps-
þáttagerðarkona stjórna listasmiðju
sem ber heitið Hljóðfrásagnir. Þátt-
takendur fá í hendurnar hljóðnema
og upptökutæki og reyna fyrir sér í
umhverfisupptökum, vettvangs-
upptökum og viðtölum og þessar
upptökur verða síðan notaðar til að
æfa stafrænar klippingar, hljóð-
vinnslu og hljóðblöndun. Síðan verða
kraftar allra þátttakenda sameinaðir
kringum eitt meginverkefni, heim-
ilda- eða fléttuþátt þar sem mögu-
leikar hljóðfrásagna eru nýttir.
Sérstök listasmiðja mun standa
fyrir ákveðnum vinnubúðum þar
sem listir fjölleikahússins verða
teknar fyrir. Verkefninu lýkur með
því að sett verður upp sýning sem
tvinnuð verður saman við aðrar
listasmiðjur LungA-hátíðarinnar og
allt verður keyrt saman í allsherjar
karnival. Kennarar á Northen Cir-
cus Culture verða Henna, Ole og
Petris sem öll eru útskrifuð úr
Cirkuspilotema skóla Cirkus Cirkör
í Svíþjóð.
Tónlistarveisla
Einnig verður boðið upp á fata-
hönnunarsmiðju í umsjón Ríkeyjar
Kristjánsdóttur en megináhersla
námskeiðsins verður endurnýting
gamalla efna og fatnaðar.
Auk listasmiðjunnar verður ým-
islegt annað á dagskrá LungA og
ber helst að nefna viðamikla tónlist-
arveislu sem haldin verður í Herðu-
breið á laugardeginum 22. júlí, að
lokinni uppskeruhátíðinni. Hljóm-
sveitirnar sem þarna munu stíga á
svið eru Ampop, Ghostigital Fræ,
Benny’s Crespos Gang, Jeff Who?,
Sometime, Bigital Orchestra, Tony
the Pony, Miri og Foreign Monkeys.
Lunga hlaut Eyrarrósina 2006 fyrir
famúrskarandi menningarverkefni á
landsbyggðinni en verndari Eyr-
arrósarinnar er forsetafrú Íslands,
frú Dorrit Moussaieff.
Nánari upplýsingar um hátíðina
má finna á www.lunga.is.
Menning | Listahátíð ungs fólks á Austurlandi er haldin dagana 17.–23. júlí
Curver Thoroddsen
sér um hljóðsmiðju á
Lunga annað árið í röð.
Fræ er ein hljómsveitanna sem spila í Herðubreið á lokakvöldi Lunga.
Listasmiðjur og risatónleikar
ANNAR þátturinn í Rock Star: Su-
pernova fer fram í nótt klukkan 1 en
þátturinn er sýndur beint á Skjá ein-
um. Í síðasta þætti var það Matt sem
datt út eftir að hafa sungið Duran
Duran lagið „Planet Earth“ en þar
áður söng hann „Yellow“ með
Coldplay. Þeir Clarke, Lee og New-
stead voru óánægðir með lagaval
Matts og þrátt fyrir að hann hefði
ekki sungið verst af öllum keppend-
unum, var eins og þeim byði einfald-
lega við tónlistarsmekk stráksins og
því var hann látinn fjúka.
Hurðin skall þó ansi nálægt hælum
Magna og eins og kom fram hjá
þokkadísinni Brooke Burke sem
kynnir þættina, þá var Magni á ein-
hverjum tímapunkti kosningarinnar í
einu af þremur neðstu sætunum.
Mikla umræðu er að finna á spjall-
síðu þáttarins sem finna má á slóð-
inni, www.rockstar.msn.com, þar
sem meðal annars er rætt um
frammistöðu Magna og þar eru ekki
allir á eitt sáttir. Einhver sem kallar
sig WinceWhirlwind segir til dæmis
að Magni verði næstur til að fá reisu-
passann. Í hann vanti allan takt og
svo sé hann ekki nógu áhugaverður
einstaklingur til að vinna hylli Super-
nova. Það er ljóst að mikill fjöldi Ís-
lendinga leggur leið sína á spjallsíðu
þáttarins því holskefla andmæla
hellist yfir WinceWhirlwind í kjölfar-
ið og honum eru svo sannarlega ekki
vandaðar kveðjurnar.
Lagavalið mikilvægt
Eins og fyrr kom fram verður þátt-
urinn sýndur í kvöld klukkan 1 og
samkvæmt áreiðanlegum heimildum
Morgunblaðsins er Magni fyrstur á
svið í nótt. Í síðustu viku valdi hann
að syngja „Satisfaction“ með Rolling
Stones en margir hafa síðan sagt að
það val hafi ekki verið skynsamlegt.
Lagið sé svo frægt í meðförum Jag-
gers og félaga að allir aðrir virki eins
og karaoke-söngvarar þegar þeir
reyni við það. Hvort það reynist
Magna heilladrjúgt að stíga fyrstur á
svið í kvöld kemur í ljós en aðalatriðið
er að hann velji lag sem hentar hon-
um og býður upp á hans eigin túlkun.
Keppendurnir 15 í Rock Star:
Supernova. Nú ætti að hitna í kol-
unum eftir brotthvarf Matts.
Ljósmynd/Danny Moloshok
Nú reynir á Magna að sýna sitt
rétta andlit en hann var gagn-
rýndur síðast fyrir að vera of
Vegas-legur í flutningi sínum.
Magni stígur
fyrstur á svið
Fólk | Annar þáttur Rock Star: Supernova sýndur í nótt