Morgunblaðið - 11.07.2006, Side 44
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚLÍ 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
Opið 8-24 alladaga
í Lágmúla og Smáratorgi
endurskoðun
reikningsskil
skattar / ráðgjöf
www.ey.is
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is
ÞEKKTUR andstæðingur Kárahnjúka-
virkjunar kærði í gær til lögreglu meintar
njósnir starfsmanns ítalska verktakafyrir-
tækisins Impregilo. Talsmaður Impregilo
hafnar því að fyrirtækið stundi njósnir.
Þórhallur Þorsteinsson, formaður Ferða-
félags Fljótsdalshéraðs, fór í Snæfellsskála
sl. föstudag. Þegar hann ók brott sá hann bíl
staðnæmast við skálann og frétti síðar að
ökumaðurinn hefði snarast inn, ekki virt
skálavörðinn viðlits en flett gestabókinni og
ljósmyndað síður í bókinni þar sem þekktir
andstæðingar virkjunarinnar höfðu skrifað
nöfn sín. Hann hefði svo endað á því að rita
nafn sitt og farið án þess að kveðja.
„Ég varð fljótt var við það á leið minni inn
í Hrafnkelsdal að það var bíll á eftir mér, en
hugsaði ekki sérstaklega um það. Ég stopp-
aði á Aðalbóli og sá bílinn þar aftur. Ég
stoppaði þar í 20 mínútur í kaffi og varð var
við að bíllinn var kominn aftur eftir það og
fylgdi mér eftir út Hrafnkelsdal. Þá hafði ég
áttað mig á því að þetta var bíllinn sem ég sá
við Snæfellsskála,“ segir Þórhallur.
Hann segir bílinn hafa haldið sig í 500–
1.000 metra fjarlægð og elt bíl sinn 40 km.
Þórhallur segist að lokum hafa komist í
hvarf og ekið inn að bóndabæ. Þá hafi bíl-
stjórinn sem veitti eftirförina hikað en svo
ekið framhjá á mikilli ferð.
Þórhallur segir að það sé ekki bara eft-
irförin sem hann finni að, hegðun mannsins
í skálanum hafi verið óviðunandi. „Hann
hefði getað boðið góðan daginn og óskað eft-
ir að fá að sjá gestabókina, hann hefði feng-
ið það og fengið að mynda það sem þar stóð.
Það er ekkert þarna sem við erum að fela.
En þessi framkoma var alveg óþolandi.“
Fylgjast ekki með
ferðum mótmælenda
Ómar R. Valdimarsson, talsmaður Imp-
regilo, neitar að starfsmenn Impregilo
stundi njósnir. Hann segir starfsmenn fyr-
irtækisins hvorki hafa þann starfa að elta
umhverfisverndarsinna né hafi þeir á því
áhuga. „Umhverfisverndarsinnum er vel-
komið að mótmæla hvar sem þeir vilja svo
framarlega sem þeir hafa ekki áhrif á fram-
gang verksins. Ef þeir hafa truflandi áhrif á
framkvæmdina vegna þeirra verkþátta sem
okkur hefur verið falið að vinna þá köllum
við í lögreglu til að sjá um þau mál.“
Kærði meint-
ar njósnir
starfsmanns
Impregilo
ÞAÐ er engu líkara en fjöldinn allur af of-
urmennum hafi verið saman kominn í Sam-
bíóunum í Kringlunni í gærkvöldi. Það var þó ekki
þannig því hér var um að ræða forsýningu kvik-
myndarinnar Ofurmennið snýr aftur en öllum sem
horfa vildu var gert skylt að klæðast bol með
merki ofurmennisins og voru bolirnir afhentir við
innganginn í salinn.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ofurmenni á forsýningu
JÓNÍNA Bjartmarz um-
hverfisráðherra til-
kynnti í gær að hún
hygðist gefa kost á sér í
kjöri til varaformanns
Framsóknarflokksins á
flokksþingi um miðjan
ágúst. Hún segir í til-
kynningu að fjöldi fram-
sóknarmanna, flokks-
bundinna jafnt sem
óflokksbundinna, hafi skorað á hana að gefa
kost á sér.
Nái Jónína kjöri hyggst hún beita sér fyr-
ir nýrri sókn framsóknarmanna, aukinni
þátttöku og áhrifum kvenna innan flokksins
og auknum samhug og samvinnu flokks-
manna. Telur hún það leiða til sterkari
stöðu Framsóknarflokksins og öflugs sig-
urs flokksins í næstu alþingiskosningum.
Jónína Bjartmarz
Gefur kost
á sér sem
varaformaður
Jónína Bjartmarz
♦♦♦
GEIR Ómars-
son, íbúi í
Krummahól-
um, er orðinn
vanur að
heyra öskrin í
mávum á nótt-
unni þar sem
þeir sveima kringum blokkirnar í
Breiðholti í leit að einhverju æti-
legu. En í gær kynntist hann bíræfni
þeirra svo um munaði.
„Við félagarnir vorum að grilla
hér úti á svölum og ég hafði skellt
fjórum lærissneiðum á grillið. Ég
brá mér innfyrir til að búa til sósuna
og skildi grillið eftir opið. Skyndi-
lega verð ég þess áskynja að máv-
arnir fljúga óvenju nálægt gluggan-
um þannig að ég hleyp út á svalir og
sé þá að tvær lærissneiðar eru
horfnar af grillinu,“ segir Geir og
tekur fram að þeir félagarnir, hann
og Davíð Páll Helgason, hafi ekki
getað annað en skellt upp úr. Hann
tekur þó fram að eftir þetta hafi
hann passað að loka grillinu þegar
hann þurfti að bregða sér frá, því
mávarnir hafi setið á öllum ljósa-
staurum allt í kringum húsið og
fylgst gaumgæfilega með honum.
Bíræfnir
mávar
„ÞETTA er tímamótadómur fyrir íslenskt at-
vinnulíf,“ segir Halldór Jónasson, fulltrúi hjá
Trésmiðafélagi Reykjavíkur, en Félagsdómur
komst í dómi sínum sl. föstudag í máli Trésmiða-
félagsins gegn Sóleyjarbyggð ehf. að þeirri nið-
urstöðu að hið íslenska fyrirtæki bæri ábyrgð á
því að tryggja að erlendum starfsmönnum sem
hingað kæmu til að vinna væru greidd laun í sam-
ræmi við lágmarkskjör í viðkomandi starfsgrein.
Í málinu var upplýst að litháskir starfsmenn
sem komu hingað til lands á vegum tveggja lit-
háskra fyrirtækja til að vinna fyrir Sóleyjar-
byggð ehf. við húsbyggingar fengu greiddar
rúmar 20 þúsund krónur í laun á mánuði. Dóm-
urinn tekur fram að ekki beri að líta á dagpen-
inga eða aðrar greiðslur vegna útlagðs kostnaðar
sem laun.
Í niðurstöðu dómsins er tekið fram að þar sem
Sóleyjarbyggð ehf. hafi ekki gert neitt til að
isstöðu þeirra, því lykilatriði sé að öll fyrirtæki
sitji við sama borð og að ekki sé verið að und-
irbjóða verk á grundvelli launa sem samræmist
ekki íslenskum kjarasamningum.
Hissa á því hvað dómurinn gengur
langt í túlkun samkomulagsins
Að mati Hrafnhildar Stefánsdóttur, yfirlög-
fræðings SA, er fremur óljóst hvað felst ná-
kvæmlega í niðurstöðu dómsins. Segir hún að sér
komi á óvart hvað dómurinn gangi langt í túlkun
sinni á fyrrgreindu samkomulagi ASÍ og SA.
„Við höfum áður sagt að notendafyrirtæki hljóti
að bera ábyrgð ef það sé augljóst að endurgjald
þeirra til leigufyrirtækja nægi ekki fyrir launa-
greiðslum. En þessi dómur gengur hins vegar
lengra, þar sem hann túlkar útlendingasam-
komulagið með nýjum hætti, á þann veg að það
leggi beinar skyldur á herðar notendafyrirtæk-
inu að gera ráðstafanir til að tryggja hinum er-
lendu starfsmönnum launakjör samkvæmt
kjarasamningi.“
tryggja hinum lithásku starfsmönnum launakjör
samkvæmt íslenskum kjarasamningum hafi fyr-
irtækið brotið alvarlega gegn þeim skyldum sem
á því hvíli samkvæmt samkomulagi því sem að-
ilar vinnumarkaðarins, ASÍ og SA, gerðu með
sér í mars 2004 um útlendinga á íslenskum vinnu-
markaði.
Mikilvægur áfangi í því að treysta
stöðu íslenskra kjarasamninga
Ingvar Sverrisson, hdl. og lögfræðingur hjá
ASÍ, segir nýfallinn dóm vera mjög mikilvægan
áfanga hvað það varðar að treysta og styrkja
stöðu íslenskra kjarasamninga í ljósi alþjóðavæð-
ingar. Að mati Ingvars hefur dómurinn jákvæð
áhrif fyrir ASÍ í væntanlegum viðræðum sam-
bandsins við hið opinbera í þá veru að í útboðs-
skilmála verði sett mjög skýr og afdráttarlaus
ákvæði um ábyrgð þeirra sem fá úthlutað verk-
um hjá opinberum aðilum. Leggur Ingvar
áherslu á að þetta atriði sé ekki síður mikilvægt
fyrir fyrirtækin í landinu og tryggi samkeppn-
Kveðið á um aukna
ábyrgð notendafyrirtækja
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
„FORELDRAR bera ábyrgð á börn-
um sínum til átján ára aldurs, þannig
að hvort sem börnin eru að fara
þarna með leyfi eða í leyfisleysi er
þáttur foreldra nokkuð stór,“ segir
Rafn M. Jónsson, verkefnisstjóri hjá
Lýðheilsustöð, en undanfarnar tvær
helgar bar töluvert á eftirlitslausum
og ölvuðum unglingum á fjöl-
skylduhátíðunum Færeyskir dagar
og Írskir dagar. Hann segir þörf á
vitundarvakningu í samfélaginu.
Samkvæmt upplýsingum lögreglu
náði aldur drukkinna ungmenna allt
niður í fjórtán ár og segir Tómas
Guðmundsson, einn skipuleggjenda
Írskra daga á Akranesi, dæmi um
unglinga sem stolist hafi út til að
skemmta sér. Meirihlutinn hafi hins
vegar verið á aldrinum 15 til 17 ára,
sem hafi farið í útilegu með leyfi for-
eldra sinna og stóra spurningin eftir
helgina sé því hvar ábyrgð foreldr-
anna liggi. „Vandamálið er náttúr-
lega sú staðreynd að samfélaginu í
heild sinni virðist þykja í lagi að
fimmtán, sextán ára krakkar fari
með leyfi foreldra sinna hingað og
þangað um landið og drekki áfengi í
tvo til þrjá sólarhringa.“
Tómas segir að ungmennin hafi
upp til hópa hegðað sér vel en þó
verði farið yfir þátt þeirra í hátíðinni
og hvernig brugðist verði við að ári
liðnu. Hins vegar eru aðstandendur
ánægðir með hátíðina í heild sinni
þar sem fjöldi fólks naut fjölskyldu-
vænnar dagskrár. Talið er að ríflega
þrjú þúsund manns hafi verið á Írsk-
um dögum.
Segja þörf á vit-
undarvakningu
Unglingadrykkja | 11
FYRSTA 45 MW aflvél Hellis-
heiðarvirkjunar Orkuveitu
Reykjavíkur verður gangsett 1.
september nk. Að sögn Eiríks
Bragasonar, verkefnisstjóra
virkjunarinnar, hafa fram-
kvæmdir gengið eftir áætlun.
Dagsetning lykiláfanga er
óbreytt og þegar seinni vélin í
þessum áfanga fer í gang 1. októ-
ber nk. verður framkvæmdum
lokið við það sem kalla má kjarna
Hellisheiðarvirkjunarinnar.
Alls vinna rúmlega 500 manns
við verkið í dag, þar af eru 70%
Íslendingar. | Miðopna
Aðeins 51 dagur í gang-
setningu fyrstu aflvélar
Morgunblaðið/Eggert