Morgunblaðið - 18.07.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.07.2006, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Enn gerir ráðherrann rósir. Hann segir að þú sparir ríkinu glás, herra bæjarstjóri, með því að þiggja veltiuggalausa innanfjarðarferju handa lýðnum, á þessari hættulegustu siglingaleið heimsins. Frá því haustið 2003hafa vetnisknúnirstrætisvagnar, sem aka um götur Reykja- víkur og fylltir eru af vetni á vetnisstöð í Árbænum, vakið mikla athygli er- lendra og innlendra blaða- manna. Rekstur vagn- anna, sem er liður í Evrópusambandsverkefn- inu ECTOS, er í höndum fyrirtækisins Íslenskrar nýorku sem er í meiri- hlutaeigu íslenskra orku- fyrirtækja. Upphaflega átti að hætta rekstri vagnanna í lok síðasta árs en nú hefur verk- efnið verið framlengt til janúar 2007. Að sögn Jóns Björns Skúla- sonar, framkvæmdastjóra Ís- lenskrar nýorku, er næsta skref að prófa vetni í fólksbílum og bát- um hér á landi. „Við höfum reynslu af vögnun- um en bílar eru hinsvegar að koma meira inn á markaðinn og frá ýms- um framleiðendum. Við teljum nauðsynlegt að halda áfram að byggja upp þá þekkingu með því að fá hingað flota af hefðbundnum bílum. Samfara því myndum við vilja setja litla vél um borð í bát,“ segir Jón Björn um næstu vetn- isverkefni fyrirtækisins. Framleiðendur áhugasamir „Við teljum að reynslan sem við gætum fengið út úr slíku báta- verkefni gæti orðið gríðarlega mikilvæg í framtíðinni. Það hefur lítil áhersla verið lögð á bátana. Pólitíkusar horfa meira beint út um gluggann hjá sér og sjá meng- unina sem er að kæfa íbúana og vilja leysa þann vanda. En ef mað- ur hugsar um gróðurhúsaáhrifin almennt skiptir náttúrulega engu máli hvar þessi mengun fer út í loftið,“ segir Jón Björn. Bílaframleiðendur eru þegar farnir að huga að vetninu sem orkugjafa og nýverið lýsti General Motors því yfir að árið 2010 ætli fyrirtækið sér að hafa þróað vél- búnað sem geri því kleift að hanna samkeppnishæfa vetnisbíla. Sem lið í þeirri þróun þurfa framleið- endurnir að fá reynslu af notkun vetnisvéla. Framleiðendurnir eru því tilbúnir að leggja til bílaflota til ákveðinna verkefna og fá í stað- inn upplýsingar um reynslu bílanna. Slík verkefni hafa þegar farið af stað í Þýskalandi og Bandaríkjunum og fljótlega bæt- ist Noregur í hópinn. Fjármagn vantar Kostnaðurinn liggur hinsvegar alls ekki allur í bílunum sjálfum heldur einnig í framleiðslu vetn- isins og dreifingu þess. Framleið- endurnir eru ekki endilega tilbún- ir að taka þann kostnað á herðarnar og því liggur mikið fjár- mögnunarstarf fyrir höndum sé vilji til að koma slíku verkefni á koppinn. „Það má segja að við teljum okkur fullvissa um að við getum búið til verkefni að því gefnu að það verði fjármagnað. Eins og alltaf leitum við eftir fé erlendis. Við teljum einnig að innlendir að- ilar verði að koma að fjármögnun. Það liggur ljóst fyrir að hingað til hafa yfir 70% af heildarkostnaði við vetnisverkefni á Íslandi verið fjármögnuð erlendis frá. Það er erfitt að réttlæta að erlendir að- ilar fjármagni vetnisþróun Ís- lands,“ segir Jón Björn um þenn- an hluta starfseminnar. „Hingað til hafa samskipti okk- ar við hið opinbera alltaf verið á jákvæðum nótum. Það liggur samt ljóst fyrir að til þess að taka næstu skref þarf að koma fjármagn frá opinberum aðilum á Íslandi,“ seg- ir Jón Björn er hann er spurður að því hvort tregða sé á fjárveiting- um frá hinu opinbera vegna vetn- isrannsókna. Hann bætir einnig við að upphæðirnar þurfi ekki að vera mjög háar og að ríkið þyrfti ekki að eyða nema hluta þeirra peninga sem það hefur aflað í formi skatta vegna olíuhækkana til að tryggja frekari vetnisrann- sóknir á landinu. Ísland er einstakt „Ef við ætlum að vera með í þessum leik þurfum við að taka virkan þátt,“ segir Jón Björn og bætir við að fá svæði bjóði upp á jafngóða kosti og Ísland. „Ísland er eini staðurinn sem bifreiða- framleiðandi eins og Daimler Chrysler getur sannanlega sagt að bílarnir þeirra mengi ekki neitt, og þá er meðtalin orkufram- leiðslan. Hér geta menn hoppað beint yfir í grænt samgöngukerfi og þetta hefur vakið mikla athygli erlendis,“ segir Jón Björn að lok- um. Að sögn Baldurs Péturssonar, deildarstjóra í viðskipta- og iðn- aðarráðuneytinu, krefst þróun sem varðar nýja orkugjafa alltaf samstarfs milli einkaaðila og op- inberra aðila. „Starfsskilyrði á þessum vettvangi þurfa að vera samkeppnishæf við það sem er er- lendis. Erlendis koma stjórnvöld að þessu með einhverjum hætti og þannig þarf það einnig að vera hér á landi,“ segir Baldur. Baldur segir einnig að nefnd sem fjalli um aðkomu opinberra aðila að alþjóðlegum vetnisverk- efnum sé starfandi innan ráðu- neytisins og skili niðurstöðum fljótlega. Fréttaskýring | Vetnisorka á Íslandi Vetni mun knýja fólksbíla og báta Stefnt er að áframhaldandi tilraunum með vetni sem eldsneytisgjafa Í Reykjavík er starfrækt ein vetnisstöð fyrir strætisvagna. Alþjóðlegt samstarf einka- aðila og opinberra aðila  Mikill áhugi virðist vera hjá stóru bílafyrirtækjunum að gera tilraunir með vetni sem orku- gjafa. Þegar hafa farið af stað verkefni í Bandaríkjunum og Þýskalandi þar sem framleið- endur leggja fram einkabíla sem knúnir eru af vetni til að fylgjast með notkun þeirra. Vonandi verður slíku verkefni einnig hleypt af stokkunum hér á landi. Slík verkefni eru hinsvegar mjög kostnaðarsöm og þurfa bæði einkaaðilar og opinberir aðilar að láta af höndum fé til þeirra. Eftir Berg Ebba Benediktsson bergur@mbl.is STEYPUVINNAN í tengslum við gerð kápunnar á stíflunni við Kárahnjúka fór aftur gang í gærmorgun, en tafir höfðu orðið á vinnunni vegna steypuskorts á síðustu dögum. Aðspurður segir Ómar R. Valdimars- son, talsmaður Impregilo, erfitt að segja til um það hvort hægt verði að halda fullum dampi við steypu- vinnuna næsta daga. Segir hann það fara eftir því hvort BM Vallá takist að fylla jafnóðum á sements- sílóin á staðnum. Bendir hann á að samkvæmt samningi Impregilo við BM Vallá frá því í febrúar 2005 hafi BM Vallá skuldbundið sig til þess að sílóin við Kárahnjúka skyldu ávallt vera full, en að sögn Ómars hafi hins vegar verið nokkur misbrestur á því að svo væri í sumar og því ítrekað komið upp steypuskortur sem hafi tafið verkið nokkuð. „Það lítur út fyrir að það sé verið að grípa til ein- hverra ráðstafana hjá BM Vallá og við erum að sjálf- sögðu mjög ánægðir með það og vonum að þeir geti spýtt enn meira í lófana. Ef fer sem á horfir mun ástandið leysast á næstu misserum og við erum því varkárnislega bjartsýnir, en það breytir því ekki að gera þarf betur en gert hefur verið hingað til,“ segir Ómar og bætir við að takist ekki að ljúka við að klæða stífluna á tilsettum tíma verður ekki hægt að fylla lónið í september, en slíkt gæti haft í för með sér tafir á orkuafhendingu til álvers í Reyðarfirði. Spurður hvort Impregilo muni sökum þessa krefja BM Vallá um skaðabætur segir Ómar ómögulegt að svara því á þessu stigi málsins. Hann tekur þó fram að lögfræðingar fyrirtækisins muni vissulega skoða málið. Steypuvinna við Kára- hnjúka aftur farin af stað Morgunblaðið/RAX Steypuskortur tafði gerð stíflunnar við Kárahnjúka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.