Morgunblaðið - 18.07.2006, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.07.2006, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2006 15 ERLENT 20% afsláttur af öllum vörum í dag Velkomin í nýja og glæsilega verslun á Laugavegi 82 ! Laugavegi 82-101-Reykjavík-Sími: 551 4473 Afgreiðslutími 9 - 18 virka daga 10 - 16 laugardaga Ný og spennandi Laugavegur 82 Sn o rr ab ra u t HverfisgataHverfisgata Laugavegur 4 Skólavörðustígur Njálsgata Fr ak ka st íg u r Grettisgata B ar ó n ss tí g u r Lundúnir. AP, AFP. | Breskir lögreglu- menn sem skutu til bana Brasilíu- mann á lestarstöð í Lundúnum í fyrrasumar, verða ekki sóttir til saka, að því er saksóknarar til- kynntu í gær. Lögreglumennirnir skutu manninn því þeir héldu að hann væri sjálfs- morðsárásarmað- ur sem bæri sprengju á sér. Saksóknarar sögðu „ekki næg- ar sannanir“ til að sækja ein- staka menn til saka vegna dauða mannsins. Hins vegar verður Lundúna- lögreglan kærð í málinu fyrir að brjóta lög um heilbrigði og öryggi. Jean Charles de Menezes, 27 ára rafvirki, var skotinn til bana á neð- anjarðarlestarstöð 22. júlí í fyrra, tveimur vikum eftir hryðjuverka- árásirnar í borginni þar sem 52 létu lífið og degi eftir að reynt var að gera aðra árás. Lögregla hafði fylgst með íbúðablokk í suðurhluta Lundúna þar sem hún taldi að mað- ur sem hún leitaði vegna árásanna daginn áður, byggi. Þeir tóku Menezes í misgripum fyrir hinn grunaða þegar hann kom út úr blokkinni og eltu hann á lestarstöð- ina í Stockwell þar sem þeir skutu hann. Fjölskylda Menezes gagnrýndi niðurstöðuna harkalega en hún hafði lýst því yfir að öll ráð yrðu skoðuð til að hægt yrði að koma þeim sem bæru ábyrgð á dauða hans fyrir dómstóla. „Ég er mjög vonsvikin. Þetta er skammarlegt,“ sagði Patricia da Silva Armani, frænka Menezes. Ekki talið glæpsamlegt brot Stephen O’Doherty, yfirlögfræð- ingur hjá embætti saksóknara, sagði ekki raunhæfar líkur á að ein- staklingar í hópi lögreglumannanna yrðu fundnir sekir um glæpsamlegt athæfi. „Þrátt fyrir að nokkrir ein- staklingar hafi gert mistök við skipulagningu og í samskiptum og afleiðingin af því orðið hinn sorglegi dauði Menezes, tel ég ekki að neinn hafi gerst sekur um glæpsamlegt brot,“ sagði hann. „Lögreglumennirnir tveir sem báru ábyrgð á banaskotunum skutu því þeir héldu að Menezes væri sjálfsmorðsárásarmaður og ef þeir skytu hann ekki myndi hann sprengja upp lestina og drepa fjölda fólks.“ Ekki sóttir til saka fyrir dráp á Bras- ilíumanni Jean Charles de Menezes Grenoble. AFP. | 45 ára gömul frönsk göngukona hékk á hvolfi í tvo og hálfan klukkutíma með annan fót- inn flæktan í lítilli rót eftir að hafa fallið fram af hengiflugi í Ölpunum. Henni var síðan bjargað en björg- unarsveitarmenn áttu erfitt með að komast að henni. Þyrlu var lent nálægt staðnum þar sem konan hékk í rótinni en hún var minna en fjögurra senti- metra löng. Konan var í göngu á Bauges- svæðinu á sunnudagseftirmiðdegi. „Við gátum ekki farið með þyrl- una að klettinum, við vorum hrædd um að vindurinn af þyrluspöðunum myndi feykja henni og hún losna. Við náðum loks að bjarga henni með því að koma ólum á hana,“ sagði Pierre Pelceneur í björg- unarsveit lögreglunnar. Hún var flutt á sjúkrahús en að því frátöldu að henni var mjög brugðið virtist hún ekki hafa slasast alvarlega. Hékk í rót í tvo tíma ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.