Morgunblaðið - 18.07.2006, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 18.07.2006, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ OFURMENNIÐ virðist njóta tölu- verðra vinsælda hér landi en kvik- myndin Superman Returns rataði beint í toppsæti bíólistans þessa vik- una. Leikstjóri myndarinnar er Brian Singer sem er einna helst þekktur fyrir X-men eitt og tvö og má því segja að hann búi nú yfir góðri reynslu af að yfirfæra teikni- myndasögur á hvíta tjaldið. Súper- mann, sem að þessu sinni er leikinn af nýstirninu Brandon Routh, hefur verið horfinn í fimm ár og þegar hann snýr til baka hefur margt breyst í Metrópólis. Lois Lane, leik- in af Kate Bosworth, er trúlofuð og á fimm ára son og Lex Luthor, leikinn af Kevin Spacey, er sloppinn úr fangelsi. Myndin um sambandsslitin, The Breakup, fer niður í annað sæti en hún segir frá ungri konu sem seg- ir upp kærasta sínum í von um að hann bæti ráð sitt og fari að virða hana meira og sambandið sem þau áttu. Jennifer Aniston og Vince Vaughn leika parið óhamingjusama en Aniston lét nýverið þau orð falla að hún hefði lært heilmikið um sam- band kynjanna eftir leik sinn í myndinni. Pixar-teiknimyndin Cars vermir þriðja sætið aðra vikuna í röð og er greinilegt að íslenskir áhorfendur kunna vel að meta talandi bílana enda virðist myndin höfða til mjög breiðs hóps. Ofurmennið trónir á toppnum David James Súpermann snýr aftur á hvíta tjaldið.                                !" #" $" %" &" '" (" )" *" !+"  C (( -((           Kvikmyndir | Vinsælustu myndirnar á Íslandi MIÐASALA á tónleika Morrissey hefst í dag klukkan 10 en eins og greint var í Morgunblaðinu fyrir helgi verða tónleikarnir haldnir í Laugardagshöll hinn 12. ágúst næstkomandi. Morrissey þarf vart að kynna fyr- ir Íslendingum en hann varð fljót- lega einn af þekktustu en jafnframt umdeildustu poppstjörnum Breta. Hann stofnaði hljómsveitina The Smiths ásamt Johnny Marr í upp- hafi 9. áratugarins og á 5 til 6 árum tókst þeim að byggja upp stóran og dyggan aðdáendahóp. Morrissey er einkar mælskur og hafði sterkar skoðanir á þjóðfélagsmálum og gagnrýndi stjórnvöld harðlega. The Smiths lagði upp laupana á há- tindi ferils síns árið 1987, um það leyti sem síðasta plata hljómsveit- arinnar, Strangeways, here we come, kom út. Morrissey hóf í kjöl- farið sólóferil en fyrsta plata hans, Viva Hate, kom út 1988 og hefur hann síðan sent frá sér þónokkrar plötur. Síðasliðið vor sendi hann frá sér plötuna The Ringleader of the Tormentors sem margir vilja meina að sé með því besta sem Morrissey hefur gert. Miðasala fer fram á midi.is, í verslunum Skífunnar og völdum BT-verslunum. Miðaverð í stæði er 4.500 krónur og 5.500 í stúku auk miðagjalds. Miðasala hafin á Morrissey Morrissey stofnaði The Smiths. Sími - 564 0000Sími - 462 3500 Adam Sandler, Kate Beckinsale og Christopher Walken í fyndnustu gamanmynd ársins! Ef þú ættir fjarstýringu sem gæti stýrt lífi þínu? Hvað myndir þú gera ...? ÓVÆNTASTA, KYNÞOKKA- FYLLSTA OG SKEMMTI- LEGASTA GRÍNMYND ÁRSINS FRÁ HÖFUNDI BRING IT ON The Benchwarmers kl. 6 og 8 B.i. 10 ára Bandidas kl. 6 og 8 B.i. 10 ára FAST AND THE FURIOUS 3 kl. 10 B.i. 12.ára. Click kl. 10 B.i. 10 ára Stick It kl. 5.40, 8 og 10.20 The Benchwarmers kl. 4, 6, 8 og 10 B.i. 10 ára Click kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 10 ára Click LÚXUS kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 10 ára Da Vinci Code kl. 6 og 9 B.i. 14 ára RV kl. 3.50 Rauðhetta/Hoodwinked m. íslensku tali kl. 3.50 Ísöld 2 m. íslensku tali kl. 3.50 Sprenghlægileg grínmynd með Íslandsvini- num Rob Schneider úr Deuce Bigalow og John Heder úr Napoleon Dynamite! Frá leikst jóra Big Daddy og Happy Gilmore kemur sumarsmellurinn í ár! Hluthafafundur Actavis Group hf. Dalshraun 1 w www.actavis.com t +354 535 2300 220 Hafnarfirði @ actavis@actavis.com f +354 535 2301 ©Actavis 2006 Actavis Group hf. Haldinn verður hluthafafundur í Actavis Group hf. 25. júlí 2006 kl. 08.00. Fundurinn verður haldinn á Hótel Nordica, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík. Dagskrá fundarins er svohljóðandi: 1. Tillaga um samþykki hluthafafundar til útgáfu ábyrgðar á skuldabréfum með breytirétti í hlutafé í Actavis Group hf. 2. Tillaga um heimild til handa stjórn félagsins til útgáfu viðbótarhlutafjár í Actavis Group hf., án forgönguréttar núverandi hluthafa. 3. Önnur mál. Hægt er að nálgast tillögurnar sjálfar og nánari skýringar á tillögunum á skrifstofu Actavis Group hf., Reykjavíkurvegi 76-78. Frekari upplýsingar veitir Halldór Kristmannsson í síma 535 2364 og 840 2364 og í netfangi hkristmannsson@actavis.com.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.