Morgunblaðið - 18.07.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.07.2006, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING INNKÖLLUN SKULDABRÉFA SPARISJÓÐS MÝRASÝSLU, 1. FLOKKUR 2001 Með vísan til ákvæða 1. skuldabréfaflokks Sparisjóðs Mýrasýslu (SPM 01 1; ISIN IS0000006203), þá mun útgefandi skuldabréfanna, Sparisjóður Mýrasýslu, nýta sér rétt sinn skv. skilmálum bréfanna til að innkalla öll skuldabréf í umræddum flokki. Innköllunin tekur gildi þann 16. október 2006. Skuldin verður greidd í samræmi við skilmála bréfanna. Greiðslustaður skuldabréfanna er hjá Sparisjóði Mýrasýslu, Digranesgötu 2, 310 Borgarnesi. Vísað er að öðru leyti til skilmála bréfanna. Ég skrifaði á dögunum stutt-an pistil um klappsiði, eðaöllu heldur klapp-ósiði, Ís- lendinga á tónleikum og í leikhúsi. Tók ég sérstaklega fyrir þann leiða sið landsmanna að klappa með at- riðum. Þeir eru fleiri, ósiðirnir sem landsmenn eiga til að stunda á menningarviðburðum, og er ekki úr vegi að fjalla betur um þær óskrif- uðu siðareglur sem fylgja hálistum.    Ein algengustu mistök Íslend-inga á klassískum tónleikum eru að klappa milli einstakra hluta í verki. Þó listamaðurinn eða lista- mennirnir geri stutt hlé á milli lag- hluta á ekki að klappa fyrr en verk- inu öllu er lokið. Að trufla verkið með klappi á röngum stað getur truflað listræna upplifun þeirra sem vilja innbyrða verkið í heild sinni, og hjá mörgum tónskáldum skiptir þögnin milli lag- hluta ekki síður máli en tónlistin sjálf. Að sama skapi eru ræskingar, hóstar og snýtingar ekki við hæfi í þögninni milli laghluta. Besta leiðin til að forðast að klappa á röngum tíma er að kaupa prógramm. Þar ætti að koma fram hve mörg verk eru leikin á tónleik- unum og hve margir hlutar eru í hverju verki. Ef prógrammi er ekki til að dreifa er ágætis þumalfingursregla að klappa ekki fyrr en allir aðrir hafa byrjað að klappa. Ef hins vegar allir aðrir klappa á röngum tíma, en þú veist betur, þá er hið besta mál að fitja örlítið upp á nefið og apa ekki eftir þeim ósiðinn.    Á óperusýningu eða ballett ernæsta víst að stjórnandinn ger- ir ráð fyrir stuttu hléi þar sem þykir við hæfi að áhorfendur fagni, s.s. eftir magnaðar aríur eða frækileg- an dans. Það liggur því ekkert á að byrja að klappa fyrir góðri frammistöðu og er góður siður að leyfa síðasta tóninum að deyja út í stað þess að drekkja honum í dynjandi lófataki. Sama gildir á ballettsýningum: Leyfa á dansaranum að klára kúnst- ir sínar en ekki byrja að klappa þeg- ar hann er enn í miðju stökki.    Ég er líklega ekki einn um þaðað þykja Íslendingar klappa of mikið, of lengi og of kröftuglega af of litlu tilefni. Lófatak íslenskra áhorfenda er oft í engu samræmi við það sem borið hefur verið á borð af listamönnunum. Miðlungsgóðir listamenn eru klappaðir upp í tví- og þrígang af litlu tilefni. Jafnvel rís fólk úr sætum fyrir þá. Að sama skapi heyrist aldrei púað á lélega frammistöðu og inni- leg húrra- og bravóhróp heyrast of sjaldan þar sem virkilega vel hefur verið gert. Þetta er ekki nógu gott, því fagn- aðarlæti áhorfenda eru mikilvægt gæðastjórnunaráhald fyrir lista- mennina. Þeim er enginn greiði gerður þegar viðbrögð áhorfenda eru ekki í samræmi við gæði list- arinnar.    Ég er fjarri því útlærður í þess-um fræðum, en ég reyni að fylgja eftirfarandi reglum: Á afleitri sýningu eða tónleikum á ekki að klappa, hafi fólk á annað borð látið sig hafa að sitja út alla dagskrána. Og ef einhver hefur staðið sig sérstaklega illa er sjálf- sagt (og mjög andlega hreinsandi) að púa á viðkomandi. Ef sýning er í besta falli sæmileg þá má klappa stutt í sýningarlok, fyrir kurteisi sakir, þó ekki of lengi. Sama gildir eftir ágætar aríur í óperum eða lög á tónleikum: að klappa rétt hæfilega, s.s. í 5–10 sek- úndur, fyrir því sem vel er gert. Eftir virkilega hrífandi frammi- stöðu er hið besta mál að klappa af mikilli ákefð, og ef listamaðurinn hefur snortið einhvern innri sálar- streng í áhorfandanum, þá er um að gera að hrópa Bravó!, Brava! eða Bravi! eftir atvikum. Að stappa niður fótum eða blístra er prímitíft og ætti ekki að stunda á vettvangi klassískra lista. Það er síðan aðeins ef unnið hefur verið sannkallað listrænt afrek, þar sem allir hafa staðið sig prýðisvel – og þá helst aðeins á frumsýningu – að við hæfi er að rísa úr sætum.    Til að setja punktinn yfir i-ið erum að gera að færa blóm þeim listamanni eða listamönnum sem eru í sérstöku uppáhaldi. Áhorf- endur eiga þó ekki að drösla blóm- vöndum með sér inn í tónleikasal- inn, og því síður að afhenda þá listamanninum í eigin persónu. Blómvendi og hvers konar gjafir á að skilja eftir í miðasölu og munu starfsmenn sjá um að afhenda þær listamanninum í lok sýningar.    Nú ætlast ég alls ekki til að ís-lenskir listunnendur mæti uppskrúfaðir á menningarviðburði. Að upplifa listina er það sem mestu máli skiptir, en ekki þær fjölmörgu óskrifuðu hefðir og siðareglur sem gilda um hegðun áhorfenda. En hefðirnar hafa ekki orðið til að ástæðulausu og eru oftast til þess gerðar að allir fái notið listarinnar ótruflað. Að klappa eða ekki klappa ’Ef allir aðrir klappaá röngum tíma, en þú veist betur, þá er hið besta mál að fitja örlítið upp á nefið og apa ekki eftir þeim ósiðinn.‘ Reuters Frá Vínaróperuballinu sem haldið var í febrúar. Þar í borg kann fólk örugglega að hegða sér hárrétt á menningarviðburðum. asgeiri@mbl.is AF LISTUM Ásgeir Ingvarsson ÞAÐ þarf ekki að orðlengja að ég forðaði mér von bráðar út af fyrri hluta kvöldtónleikanna í Tjarn- arborg, félagsheimili Ólafsfirðinga, laugardaginn 8. júlí. Bæði var að viðfangsefni Tröllaskagahraðlest- arinnar áttu minna skylt við blús en venjulegt yngra eða eldra rokk, og hitt þó verra að styrkval hljóm- sveitarinnar gerði allsgáðu mið- aldra fólki nánast ókleift að hald- ast lengi við innan dyra. Freistaðist maður ósjálfrátt til að minnast hins fornkveðna að bylur hæst í tómri tunnu. Annað og vandaðra hljóð kom í fjórgengisstrokkinn þegar blúskv- intettinn The Blue Ice Band kvaddi sér hljóðs eftir hlé. Eftir spikhægan 12 takta hljóðfærablús steig söngkonan Zora Young frá Chicago á stokk og strengdi fyrsta djúpbláa heit kvöldsins með Let the Good Times Roll á urrandi sveiflunótum við syngjandi eð- alborið gítarsóló Guðmundar Pét- urssonar og þarnæst vel upplagt einhlaup Davíðs Þórs á Ham- mondið. Tók síðan við hvert safa- ríkt númerið á fætur öðru, þó stýrt væri fram hjá þekktustu standörðunum heldur frekar leitað á yngri mið í námunda við soul. Var merkilegt að upplifa hvernig öll þreyta gufaði upp úr manni sem hendi væri veifað við þennan magnaða söng og hljóðfæraslátt. Ekki var að heyra annað en að bandið væri samæft fram í fing- urgóma og skipað úrvalsmönnum í hverju rúmi. Zara Young hélt uppi sjóðheitri stemmningu með öfl- ugum söng sínum, fjöldahreyfing- arstjórn og hvetjandi frammíköll- um, og þó að heildarstyrkurinn hafi smám saman færzt háskalega nærri Tröllaskagahraðlest- arhæðum undir lokin þegar tempóin tóku að nálgast rétt- arballsrokkhraða (enda átti al- mennur dansleikur að taka við eft- ir miðnætti), var maður löngu áður orðinn sáttur við það. Hér skildu nefnilega gæðin milli feigs og ófeigs. Magnaðir blúskvöðlar Tónlist Tjarnarborg Ýmis rokklög. Oktettinn Tröllaskaga- hraðlestin. / Blús- og soul-lög. Zara Yo- ung söngur; The Blue Ice Band (Guð- mundur Pétursson gítar, Halldór Bragason gítar, Davíð Þór Jónsson Ham- mondorgel, Birgir Baldursson trommur, Róbert Þórhallsson bassi). Bakraddir: Andrea Gylfadóttir og Berglind Björk. Laugardaginn 8. júlí kl. 20. Blúshátíðin á Ólafsfirði Ríkarður Ö. Pálsson ÞORBJÖRN Björnsson barítón og þýski píanóleikarinn Jan Czajkowski munu flytja söngva og aríur eftir Henry Purcell, Charles Ives, Gabriel Fauré, Franz Schubert, W.A. Mozart og Benjamin Britten í kvöld. Tónleik- arnir hefjast klukkan 20.30 og eru um klukkutímalangir. Að sögn Þorbjörns hafa þeir Czaj- kowski unnið saman í Berlín, þar sem Þorbjörn er í söngnámi en sá síð- arnefndi er kennari og undirleikari. „Við unnum saman að ýmsum verk- efnum þar og röðuðum saman þessari dagskrá sem verður flutt,“ segir Þor- björn. „Dagskráin er dálítið ensk og ekki mikið tempó í henni. En við völd- um efni sem okkur þykir skemmti- legt og fallegt og höfðum til viðmið- unar að velja ekki efni sem við höfum verið að vinna að nýlega.“ Þorbjörn er að læra söng í Hochsc- hule für Musik – Hanns Eisler í Berl- ín, þar sem hann hefur numið hjá pró- fessor Scot Weir og Bernd Riedel frá árinu 2002. Hann mun útskrifast eftir ár en var í fríi á síðustu önn og mun vera það áfram þá næstu. „Ég tók mér frí vegna anna,“ segir Þorbjörn, „auk þess sem ég var að skipta um kennara. Ég hef bara verið í einka- tímum eftir það.“ Þorbjörn segist stefna að því að vera áfram í Berlín eftir útskrift og vonast til að geta ein- beitt sér að söngnum. Þorbjörn ólst upp á Egilsstöðum og tók þar þátt í óperuuppfærslum Óperustúdíós Austurlands á Eiðum. Hann hélt samsöngstónleika árið 2004 með Ástríði Öldu Sigurð- ardóttur í Listasafni Sigurjóns Ólafs- sonar en þetta eru fyrstu einsöngs- tónleikar hans hér á landi. Þorbjörn segist þó vera lítið stressaður yfir því, þar sem undirleikari hans, Jan Czaj- kowski, sé mjög fær. Að sögn Þorbjarnar var það að vissu leyti undirrót tónleikanna hversu spenntur Czajkowski var fyrir því að koma til Íslands. „Hann hlakk- ar mikið til að koma hingað til lands og spila.“ Czajkowski er Þjóðverji og er þekktur fyrir túlkun sína á verkum eftir Mozart, Beethoven, Schubert, Schumann og Brahms. Hann er menntaður einleikari og hlaut hæstu einkunn fyrir einleik og sem kennari frá Háskólanum í Karlsruhe og hefur hlotið fjölda annarra verðlauna. Tónlist | Þriðjudagstónleikar í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar Það besta frá Berlín Þorbjörn Björnsson flytur söngva og aríur í kvöld en Jan Czajkowski (t.h.) leikur undir á tónleikunum. Í SÓNÖTU tékkneska tónskáldsins Bohuslav Martinu kennir víðtækra áhrifa. Heyra má þjóðlega, tékkneska tónlist, franskan impressjónisma og djass, en samt er sterkur heild- arsvipur á verkinu, enda formræn uppbygging ákaflega skýr. Tónlistin er lífleg og naut hún sín prýðilega í safaríkri túlkun Freys Sigurjónssonar flautuleikara og Önnu Áslaugar Ragn- arsdóttur píanóleikara í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á sunnudags- kvöldið. Hljómurinn úr flautu Freys var talsvert mýkri og yfirvegaðri en á tón- leikunum á þriðjudagskvöldið; samspil hljóðfæranna tveggja var nákvæmt, og glitrandi píanóleikurinn var ein- staklega skemmtilegur áheyrnar. Hraður, djassskotinn lokaþátturinn var sérlega vel fluttur og var án efa einn af hápunktum kvöldsins. Þrír madrigalar eftir Martinu í flutningi Hlífar Sigurjónsdóttur fiðluleikara og Iwonu Andrzejczak víóluleikara voru líka á margan hátt ágætlega heppnaðir. Hljóðfæraleik- ararnir voru ávallt samtaka, hraðar nótnarunur voru yfirleitt jafnar og nóturnar oftast á sínum stað. Hins vegar virkaði fiðlan dálítið gróf og hefði útkoman orðið mun áhugaverð- ari ef Hlíf hefði nostrað meira við fínni blæbrigði tónlistarinnar. Tríó fyrir flautu, selló og píanó var betra, bæði var flautuleikur Freys sérlega vandaður og píanóleikur Önnu Áslaugar markviss og fullur af þeirri snerpu er tónlistin krefst. Sellóleikarinn Jerzy Andrzejczak var líka með sitt á hreinu. Eins og annað eftir Martinu er tríóið, sem var samið árið 1944, mun aðgengilegra en margt annað sem samið var á þessum tíma, tónmálið er nánast hefðbundið og úrvinnslan fyrirsjáanleg.Vissu- lega er tríóið ekki eitt af stórvirkjum aldarinnar, en lifandi, blæbrigðaríkur flutningurinn gerði tónlistina engu að síður safaríka og var hún ánægju- legur endir á tónleikunum. Safarík tónlist Jónas Sen TÓNLIST Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Hlíf Sigurjónsdóttir, Freyr Sigurjónsson og Iwona og Jerzy Andrzejczak fluttu tón- list eftir Martinu. Sunnudagur 16. júlí. Kammertónleikar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.