Morgunblaðið - 18.07.2006, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.07.2006, Blaðsíða 16
Útimálning Viðarvörn Lakkmálning Þakmálning Gólfmálning Gluggamálning Innimálning Gljástig 3, 7, 20 Verð frá kr. 298 pr.ltr. Gæða málning á frábæru verði Sætúni 4 ⁄ Sími 517 1500 ÍSLANDS MÁLNING Allar Teknos vörur eru framleiddar skv. ISO 9001 gæðastaðli. 40% Sérhönnuð málning fyrir íslenskar aðstæður. Afsláttur af málningarvörum SUMARTILBOÐ Frítt blómaker fylgir ef þú verslar Woodex málningu eða viðarvörn fyrir 10.000.- kr. Húsavík | Ýmislegt forvitnilegt er að sjá og finna í gamla bíla- og tækjahaugnum við sam- gönguminjasafnið á Ystafelli í Köldukinn. Nú nýverið þegar fréttaritari Morgunblaðsins var þar á ferð hitti hann fyrir Hjörvar Gunnarsson, 10 ára gutta frá Húsavík, sem stóðst ekki mátið með að setjast undir stýri gamallar dráttarvélar af FAHR-gerð. En þrátt fyrir að vera allur af vilja gerður gat Hjörvar ekki gangsett traktor- inn sem greinilegt var að hafði ekki verið hreyfður í ansi langan tíma. Hann lét sér því nægja að sitja fyrir á myndinni. Morgunblaðið/Eggert Prufukeyrði FAHR-dráttarvél Undir stýri Akureyri | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 569-1100, Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Þórshafnarhátíðin Kátir dagar er að baki og fóru hátíðahöld vel og friðsamlega fram. Veður var þokkalega gott, þó ekki kæmi sú „bongóblíða“ sem veðurfræð- ingar höfðu spáð. Dagskrá hátíðarinnar var nokkuð hefðbundin; kassabílarallí, úti- markaður, dorgveiðikeppni og krafta- keppni á Skálum á Langanesi. Dansleikir helgarinnar voru vel sóttir og gömul fermingarsystkini komu saman til að rifja upp minningar og gleðjast sam- an. Kátir dagar eru vinsæll tími fyrir hvers konar samfundi og brottfluttir Þórs- hafnarbúar velja gjarnan þann tíma til að heimsækja fornar slóðir svo fjölmennt var í plássinu um helgina.    Hundarnir slógu í gegn | Það sem e.t.v. kom fólki mest á óvart í skemmtidagskrá helgarinnar var dúettinn Hundar í óskil- um, sem fór á kostum í félagsheimilinu Þórsveri á föstudagskvöldið. Þeir gerðu slíka lukku að fagnaðarlátum fólks ætlaði seint að linna. Sviðsframkoma þeirra var óþvinguð, húmorinn hárfínn og tónlistin stórgóð. Tónleikagestir fóru heim alsælir – eða sumir beint á ball á Eyrina – og með strengi í maganum af hlátri. Á miðjum tónleikum var gert hlé og þá tilkynnti Björn Ingimarsson sveitarstjóri hver hefði unnið í samkeppni um nafn á hið nýja sameinaða sveitarfélag; Þórs- hafnar- og Skeggjastaðahrepp, sem nú hefur hlotið nafnið Langanesbyggð. Verðlaunin hlaut Bakkfirðingurinn Hrefna Högnadóttir; grip eftir gullsmið- inn Sigmar Maríusson. Það er líkan af sveitarfélaginu, greipt í silfur, sem situr á litlum blágrýtisstöpli. Á fæti gripsins er á lítilli silfurplötu gerð grein fyrir tilurð gripsins og hver hlaut hann. Að baki svona hátíð liggur alltaf mikil vinna og skipulagning og þeir sem þar standa í eldlínunni hafa unnið mikið og gott verk. Alltaf getur eitthvað óvænt komið upp á sem ekki hefur verið séð fyrir en aðalatriðið er að skemmta sér og njóta þess sem vel er gert en almennur áhugi er fyrir því að Kátir dagar verði árviss við- burður á Þórshöfn. Úr bæjarlífinu ÞÓRSHÖFN LÍNEY SIGURÐARDÓTTIR FRÉTTARITARI Hellissandur | Þótt veðrið léki ekki við Sandarana um helgina tókst Sand- aragleðin með ágætum. Vinir og burt- fluttir Sandarar komu í hópum og skemmtu sér með heimafólki en boðið var upp á fjölbreytt atriði. Við setningu hátíðarinnar var um leið vígt upplýs- inga- og söguskilti við Keflavíkurvörina á Hellissandi. Það var kefsarinn Guð- bjartur Þorvarðarson sem afhjúpaði skiltið en hann sótti sjóinn úr vörinni hér áður fyrr. Um miðjan dag á laugardag var at- höfn í trjágarðinum Tröð og gróðursetti Einar Kristinn Guðfinnsson sjávar- útvegsráðherra þar trjáplöntu og opnaði svæðið sem Opinn skóg, ásamt því að sunginn var fjöldasöngur. Ljósmynd/Hrefna Magnúsdóttir Sandarar skemmtu sér Kvæðamanna-félagið Iðunnkvað við vígslu kirkjunnar í Úthlíð. Sig- urður Sigurðarson orti: Björn í Úthlíð byggja réð bjartan sal og víðan sem auðgar líf og gleður geð og glæðir trúna síðan. Tvö eru hérna túngarð við tákn um guðstrú hlýja hofgarður úr heiðnum sið og háreist kirkjan nýja. Bjarni Valtýr Guð- jónsson orti: Göfugur var goðinn sá Geir sem bjó hér forðum ráð af honum fýsti að fá flesta í merkum orðum. Bjargey Arnórsdóttir: Sagnir enn um goðann Geir geymast Árnesingum; í Biskupstungum búa þeir sem bindast kappa slyngum. Loks Jói í Stapa: Áheyrn drottins víst er væn til varnar syndapínum. Hér má gera bestu bæn með bögu í fjórum línum. Glæst er bygging, gjörv og traust af góðum vilja sprottin; hátt því vil ég hefja raust í húsi þínu drottinn. Af kirkjuvígslu pebl@mbl.is ♦♦♦ Hornafjörður | Fyrir 14 árum var byrjað að bora eftir heitu vatni í landi Hoffells í Nesjum og núna eru menn fullir bjartsýni á að þessi leit beri góðan árangur, segir á vef sveitarfélagsins Hornafjarðar. Þar er haft eftir Þrúðmar Sigurðssyni bónda í Miðfelli, að hann hafi alltaf haft mikla trú á að heitt vatn fyndist þar og nóg væri af því. Nú er búið er að bora niður í 504 metra dýpi þar sem fengist hefur um 60 gráðu heitt vatn sem gefur um 3 sek.lítra af 54° heitu vatni. Núna rennur upp úr þrem hol- um og eru hitastigin 30 gráður, 28 gráður og vænlegasta holan með 54 gráðu heitt vatn. Reiknað er með að halda áfram borun í haust og bora niður á 8–900 metra dýpi. Þrúðmar ætlar að koma heitavatnslögn heim að húsi sínu í haust og nýta vatnið til húshitunar en hann er nú með rafmagns- hitatúbu á vatnskerfinu. Hefur hann í hyggju að tengja heita vatnið inn á vatnshitakerfið sem fyrir er í húsinu en ekki er mikill kostnaður því sam- fara. Opnar það ýmsa möguleika, s.s. að geta nýtt afrennslið frá húsinu. Slíkt verð- ur mikil breyting frá því sem nú er. Morgunblaðið/Sigurður Mar Heitt vatn í landi Hoffells Hvolsvöllur | Ragnar Sigrúnarson hefur opnað sýningu á verkum sínum í galleríi Sögusetursins á Hvolsvelli. Hann er fædd- ur í Reykjavík 30. desember 1980 og lagði stund á ljósmyndun við „The National Col- lege of Photography“ í Pretoriu í S-Afríku og lauk þar námi í nóvember 2005. Þetta er fyrsta einkasýning hans hér á landi. Verkin á sýningunni eru öll ljósmyndir. Þar er um að ræða landslags- og umhverf- ismyndir frá Íslandi og Grænlandi, unnar á stafrænan máta en um leið í anda fyrstu áratuga ljósmyndunar. Sýningin stendur til 10. ágúst næstkomandi og er opin frá kl. 9 til 18 virka daga Ragnar sýnir á Sögusetri Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.