Morgunblaðið - 18.07.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.07.2006, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2006 31 Atvinnuauglýsingar Kranamaður JB Byggingafélag óskar eftir að ráða kranamann á byggingakrana. Upplýsingar gefur Kristján Yngvason í síma 693 7005. Einnig er hægt að sækja um á www.jbb.is. JB Byggingafélag, Bæjarlind 4, s. 544 5333. Raðauglýsingar 569 1100 Nauðungarsala Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Hafnargata 28, fastnr. 216-8564, Seyðisfirði, þingl. eig. Kass ehf., gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf., Reykjagarður hf. og Sýslumaður- inn á Seyðisfirði, þriðjudaginn 25. júlí 2006 kl. 14:00. Miðvangur 5-7,5R, Fljótsdalshérað, fnr. 224-6947, þingl. eig. Kass ehf., gerðarbeiðandi Kaupþing banki hf., mánudaginn 24. júlí 2006 kl. 11:00. Miðvangur 5-7, 5R, Fljótsdalshérað, fnr. 222-7595, þingl. eig. Kass ehf., gerðarbeiðandi Kaupþing banki hf., mánudaginn 24. júlí 2006 kl. 11:15. Skógarlönd 3, 01-01-0, fnr. 217-6161, Fljótsdalshérað, þingl. eig. Kass ehf., gerðarbeiðandi Tryggingamiðstöðin hf., þriðjudaginn 25. júlí 2006 kl. 10:45. Skógarlönd 3, 03-01-0, fnr. 217-6163, Fljótsdalshérað, þingl. eig. Kass ehf., gerðarbeiðandi Tryggingamiðstöðin hf., þriðjudaginn 25. júlí 2006 kl. 11:00. Sýslumaðurinn á Seyðisfirði, 17. júlí 2006. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á skrifstofu embættisins á Bjólfsgötu 7, Seyðisfirði: Síldey NS-25, skipaskr. nr. 2460, þingl. eig. Síldey ehf., gerðarbeið- andi Gildi - lífeyrissjóður, mánudaginn 24. júlí 2006 kl. 14:00. Sýslumaðurinn á Seyðisfirði, 17. júlí 2006. Tilkynningar BORGARTÚN 3 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 411 3000 - MYNDSENDIR 411 3090 Auglýsing um nýtt og breytt deiliskipulag í Reykjavík Í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar tillögur að nýju og breyttu deiliskipulagi í Reykjavík. BYKO reitur, staðgr. 1.138.1. Tillaga að deiliskipulagi fyrir reit sem afmarkast af Hringbraut, Ánanaustum, Sólvallagötu og Framnesvegi. Tillagan gerir ráð fyrir tvílyftum húsum meðfram Framnesvegi og samfelldri húsalengju meðfram Hringbraut og Ánanaustum sem hækkar upp í átt að Sólvallagötu. Byggingarnar mega vera frá tveimur upp í fimm hæða, hæst í norðausturhorni lóðarinnar Sólvallagötu 79 (BYKO lóðin), þar má byggja íbúðabyggð með inngarði allt að 50 íbúðir og flestum bílastæðum í bílageymslum neðan- jarðar. Aðkoma bíla og aðalaðkoma verður frá Sólvallagötu. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Birkimelur, blómatorgið. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Háskólasvæðis vestan Suðurgötu. Breytingin felst í því m.a. að deiliskipulagssvæðið (Háskóli Íslands vestan Suðurgötu) er stækkað til norðurs og ný þjónustulóð, E, afmörkuð á hluta þess svæðis þar sem nú er bygging Blómatorgsins við Birkimel. Lóðin sem er á horni Birkimels og Hringbrautar er ætluð fyrir ýmiss konar þjónustu- starfsemi sem ekki er bílsækin. Byggingu þar er afmarkaður byggingarreitur og á lóðinni er gert ráð fyrir 4 bílastæðum. Aðkoma er frá Birkimel um borgarland. Reynt skal að varðveita sem flest af þeim trjám sem lenda á og við lóð við hönnun mannvirkja á svæðinu. Gert er ráð fyrir tveimur bílastæðum samsíða og meðfram Birkimel. Á svæðinu við strætisvagnabiðstöð er einnig komið fyrir söfnunargámum fyrir blöð og fleira. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Bíldshöfði 2 og 4-6. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóðanna að Bíldshöfða 2 og 4 - 6. Tillagan gerir ráð fyrir m.a. að á lóð Bíldshöfða 2 verði heimilt að reka verslun með eldsneyti og þjónustu við ökutæki. Á lóðinni standi þjónustu og verslunarhús á einni hæð. Yfir eldsneytisdælum má reisa skyggni. Heimilt er að reisa allt að 9 metra hátt upplýsingaskilti á lóðinni. Hámarksnýting lóðar er 0,15. Lóðin að Bíldshöfða 2A og Bíldshöfða 6 verða að Bíldshöfða 4-6. Heimilt verður að byggja, á nýjum byggingareit þar sem áður var 2A, allt að 3 hæðir + kjallari. Hámarksnýtingarhlutfall er 0,7. Bílastæði skulu vera að minnsta kosti 1 stæði / 35 m² bygginga og heimilt að hluti þeirra sé innan byggingarreits. Sunnan byggingarreits er heim- ilt að byggja skábraut til aksturs upp á núverandi byggingu á lóða-mörkum. Deiliskipulagið sýnir nýja tengingu af Vesturlandsvegi inn á Bíldshöfða. Við það minnkar lóðin 2A samsvarandi. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Hverfisgata v/Arnarhól. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi við Arnarhól, við Hverfisgötu, vegna bifreiðastæða fyrir leigu-bíla. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að akrein fyrir hægri- beygju af Hverfisgötu í Lækjargötu er tekin undir stæði fyrir leigubíla. Götu og gangstéttarkanti er breytt lítillega, einn ljósastaur er færður til og hellu- lögð gangstétt er stækkuð. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillögurnar liggja frammi í upplýsingaskála skipu- lags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar að Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15, frá 18. júlí til og með 29. ágúst 2006. Einnig má sjá tillögurnar á heimasíðu sviðsins, www.skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hags- muna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við tillögurnar skal skila skriflega eða á netfangið skipulag@rvk.is, til skipulags- og byggingarsviðs (merkt skipulagsfull- trúa) eigi síðar en 29. ágúst 2006. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 18. júlí 2006 Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur Reykjavíkurborg Skipulags- og byggingarsvið MICROSOFT Íslandi afhenti fyrir skömmu Barnaspítala Hringsins 700.000 króna gjöf sem renna á til tækjakaupa eða annarra verkefna Barnaspítalans. Gjöfin er afrakstur styrktarmóts Microsoft í golfi, sem fram fór hjá Golfklúbbnum Leyni á Akranesi hinn 19. maí síðastliðinn. Auk fjárgjafarinnar afhenti Microsoft Ís- landi Barnaspítalanum X-Box-leikja- tölvu og tölvuleiki sem mun án efa stytta sjúklingum Barnaspítalans stundir. Styrktarmót Microsoft Íslandi í golfi var vel sótt og ljóst að margir vildu leggja málefninu lið. Þátttökugjöld runnu óskert til Barnaspítala Hrings- ins, en allur kostnaður við skipulagn- ingu og kynningu mótsins var greiddur af Microsoft Íslandi. Þetta er í fyrsta skiptið sem styrktarmótið er haldið, en stefnt er að því að það verði haldið ár- lega héðan í frá. Það var Elvar Steinn Þorkelsson, framkvæmdastjóri Microsoft Íslandi, sem afhenti starfsfólki Barnaspítala Hringsins gjöfina. „Það er okkur hjá Microsoft Íslandi sönn ánægja að geta lagt okkar af mörkum við að létta undir með starfsfólki Barnaspítalans og sjúk- lingum. Jafnframt þökkum við öllum þeim sem tóku þátt í styrktarmótinu og var einstaklega gaman að sjá hversu mikinn áhuga þeir höfðu á að styrkja gott málefni,“ sagði Elvar við tækifærið. Það var Sigurður Kristjánsson, yfir- læknir bráðamóttöku, sem tók við gjöf- inni fyrir hönd Barnaspítala Hringsins. Hann sagði að hún myndi koma sér vel fyrir starfsemi Barnaspítalans, enda væru kaup á tækjum, viðhald þeirra og endurnýjun kostnaðarsöm og því skipti miklu fyrir stofnunina að fyrirtækin í landinu legðu hönd á plóg til að létta undir með stjórnendum og starfsfólki Barnaspítalans. Microsoft Íslandi afhenti veglega gjöf til Barnaspítala Hringsins Frá afhendingu gjafar Microsoft Íslandi til Barnaspítala Hringsins. Frá vinstri: Elvar Steinn Þorkelsson, framkvæmdastjóri Microsoft Íslandi, Sigurður Krist- jánsson, yfirlæknir bráðamóttöku, Ingileif Sigfúsdóttir, deildarstjóri bráðamót- töku, og Elísabet Halldórsdóttir, deildarstjóri vökudeildar. Gjöfin afrakstur af styrktarmóti Microsoft í golfi á Akranesi NÝVERIÐ varði Torfi Fjalar Jónasson læknir doktorsritgerð sína við læknadeild Háskólans í Lundi í Svíþjóð. Ritgerðin ber heitið „Homocy- steine and Coronary Artery Disease, With Special Reference to Biochemical Effects of Vitamin Therapy.“ Andmælandi var Dr. Herman Nilsson- Ehle, yfirlæknir á Salhgrenska sjúkra- húsinu í Gautaborg og dósent við læknadeild Háskólans í Gauta- borg, en leiðbeinandi var dr. Hans Öhlin, yfirlæknir við háskólasjúkrahúsið í Lundi og dósent við læknadeild Háskólans í Lundi. Ritgerðin fjallar um efnið hómócýstein og samband þess við kransæðasjúkdóma. Hómócýstein er svokölluð amínósýra en náttúran notar margskonar amínósýrur sem byggingareiningar í mismunandi eggjahvítuefnum. Hómócýstein verður til við efnaskipti metíóníns en þá amínósýru fær líkaminn úr eggjahvíturíku fæði. Hómócýstein tekur hins vegar ekki þátt í byggingu eggjahvítuefna. Arfgengir efnaskiptagallar geta valdið of háu magni af hómócýsteini í blóði, en einnig geta B6 vítamín-, B12 vítamín- og fólínsýruskort- ur valdið hækkuðu hómócýsteini. Þá geta ýmsir sjúkdómar eins og verulega skert nýrnastarfsemi valdið of háu magni efnis- ins í blóði. Verulega há gildi af hómócý- steini, eins og sjást við arfgenga efna- skiptagalla, geta leitt til æðakölkunar og myndunar blóðtappa. Rannsóknir hafa sýnt að hækkun hómócýsteins sem ekki tengist efnaskiptagöllum getur aukið áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Rannsóknirnar fjalla m.a. um hvert vægi skertrar nýrnastarfsemi er til hækkunar hómócýsteins í blóði hjá sjúk- lingum með kransæðasjúkdóm og kom í ljós að vægt skert nýrnastarfsemi veldur aðeins hluta af hækkun hómócýsteins. Einnig var athugað hvort sjúklingar með kransæðasjúkdóm og hækkun á hómócý- steini í blóði hefðu teikn um bólgu, aukið oxunarálag eða skerta starfsemi æðaþels og hvort hægt væri að hafa áhrif á þessi teikn með vítamínmeðferð. Hægt var að sýna fram á tvenns konar teikn um aukið oxunarálag hjá sjúklingum með krans- æðasjúkdóm og hækkað magn hómócý- steins í blóði, en þótt vítamínmeðferðin lækkaði gildi hómócýsteins um nær helming hafði það engin áhrif á þessi teikn. Þannig var sýnt fram á samband milli hómócýsteins og bólgu en að vítam- ínmeðferð breyti engu þar um. Dr. Torfi er starfandi hjartalæknir á Landspítala – háskólasjúkrahúsi og hefur einnig móttöku í Læknasetrinu í Mjódd. Hann er giftur Ölmu D. Möller, yfirlækni og doktor í svæfinga- og gjörgæslulækn- ingum, og eiga þau tvö börn. Doktor í læknisfræði FRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.