Morgunblaðið - 18.07.2006, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.07.2006, Blaðsíða 19
Við hjólum hringveginn ogætlum að vera með smáuppákomur á leiðinni,“segir Gísli Hvanndal Ólafsson. „Stefnan er að stoppa í öll- um stærri kaupstöðum, spila á gítar, syngja og lesa ljóð,“ bætir Dag- bjartur Ingvarsson við. Tilgangur ferðarinnar hjá strák- unum er að kynna SPES-samtökin en þau byggja upp og reka þorp fyr- ir munaðarlaus börn í þróunarlönd- unum og er fyrsta þorp þeirra nú að rísa í borginni Lóme í Afríkuríkinu Tógó. Samtökin leggja áherslu á að SPES sé heimili en ekki stofnun og börnin eiga að haga lífi sínu eins eðlilega og kostur er. „SPES- samtökin voru stofnuð í Frakklandi árið 2000 og Íslandsdeildin var stofnuð í kjölfarið. Njörður P. Njarðvík er einn af þremur frum- kvöðlum SPES og er nú formaður fulltrúaráðs alheimssamtakanna. Við erum hrifnir af þessum sam- tökum, þetta er hugsjónafélag sem hefur að kjörorði; Sá sem bjargar einu barni bjargar mannkyninu. Allt stjórnarstarf er unnið í sjálfboða- vinnu, skrifstofu- og umsýslukostn- aður er enginn og beinn kostnaður er innan við eitt prósent. Þeir sem styrkja SPES vita hvert peningur þeirra fer, á síðu samtakanna má sjá sundurliðuð útgjöld fyrir hvert barn. Skilaboðin frá yfirvöldum í Tógó eru að ef samtökin hefðu ekki byggt þorpið og tekið þessi börn til sín þá væru þau dáin í dag,“ segir Gísli. Þurfum að axla ábyrgð Guðjón Heiðar Valgarðsson, þriðji meðlimurinn, bætir við að þeir séu líka að vekja athygli á því að svona þurfi þetta ekki að vera. „Við þyrft- um ekki að hjóla hringveginn til að vekja athygli á þessu ef misskipt- ingin í heiminum væri ekki svona mikil. Við erum líka að vekja athygli á því að það geta allir lagt sitt af mörkum til að bæta heiminn. Við er- um t.d. ekki íþróttamenn en hjólum samt hringveginn því við getum það.“ Þótt strákarnir fari í þessa ferð til að vekja athygli á SPES-samtök- unum þá ætla þeir líka að nota ferð- ina til að mótmæla stóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar, auk þess sem þeir mótmæla stríði í heiminum, of- beldi og vopnaframleiðslu. Ferðin hefst á Ingólfstorgi í Reykjavík í dag og áætla þeir heim- komu 7. ágúst. „Við byrjum á að fara austur, gefum okkur tíu daga til Kárahnjúka þar sem við stefnum að því að spila við mótmælin 29. júlí,“ segir Gísli. Strákarnir eru allir úr Seljahverf- inu og voru saman í Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti. Guðjón og Dagbjartur skipa saman hljómsveit- ina Palindrome og verða þeir með kassagítara, munnhörpu og tölvu á hringleiðinni til að flytja tónlist. Gísli er ljóðskáld og mun flytja ljóð fyrir áheyrendur. Ekkert mun kosta inn á uppákomur strákanna en á staðnum verður baukur sem gestir geta stungið pening í og rennur upp- hæðin sem safnast öll óskipt til SPES-samtakanna. Auk þess getur fólk lagt pening inn á reikning SPES. Gísli segir að markmiðið sé ekki endilega að safna sem mestum pening heldur líka að vekja athygli á samtökunum og safna fleiri styrkt- arforeldrum. Hringferðin er áramótaheit Hugmyndin að hringferðinni kviknaði hjá þeim vinunum rétt eftir seinustu áramót og varð það síðbúið áramótaheit hjá þeim að fara hana í sumar. Gísli hefur séð um skipulagn- ingu ferðarinnar og jafnvel dregið Guðjón og Dagbjart í líkamsrækt og út að hjóla nokkru sinnum með von um að ná þeim í betra form. En þeg- ar ferðin var ákveðin var Gísli sá eini af þeim sem átti hjól. „Við hjólum ekki mikið dagsdaglega og því er þetta mikil áskorun fyrir okkur,“ segir Guðjón en hann og Dagbjartur voru svo heppnir að útivistarbúðin GÁP skaffaði þeim Mongoose- fjallahjól til ferðarinnar. Aðspurðir hvort þeir kvíði ekki fyrir að hjóla í harðri náttúru Ís- lands svara þeir neitandi. „Við kvíð- um mest fyrir umferðinni, bíl- stjórum sem taka ekki tillit til hjólreiðamanna í vegkantinum,“ segir Dagbjartur. Yfirskrift hjólatúrsins er SPES- björgunarhringur og er merki hans Íslandskort með björgunarhring í miðjunni. „Við getum svo vonandi farið einhvern tímann til Tógó og séð afrakstur þess góða starfs sem sam- tökin vinna í SPES-barnaþorpinu þar,“ segir Gísli og drengirnir brosa hringinn. Morgunblaðið/Kristinn Dagbjartur, Gísli og Guðjón horfa brosandi fram veginn á Ingólfstorgi áð- ur en lagt er af stað í hjóla- og tónleikaferð hringinn í kringum landið. Hjóla hringveginn til styrktar börnum Í dag leggja þrír ungir menn af stað í hjóla- og tón- leikaferð hringinn í kringum landið til að vekja athygli á SPES-samtökunum. Ingveldur Geirsdóttir hitti hjólagarpana Gísla, Guðjón og Dagbjart á kaffihúsi til að ræða tilgang ferðarinnar. ingveldur@mbl.is Heimasíða SPES-samtakanna er www.spes.is. Hægt er að leggja pening inn á reikning SPES: 1151-26-2200 og kennitala: 471100-2930. Góð og fagleg leiðsögn er ein afforsendum þess að ferða-menn njóti heimsóknar sinn- ar til Íslands og að hún verði þeim minnisstæð,“ segir Lára Hanna Ein- arsdóttir, sem er eigandi, umsjón- armaður og ábyrgðarmaður nýrrar heimasíðu þar sem sjálfstætt starf- andi leiðsögumenn eru að kynna þjónustu sína. Um þrjátíu leiðsögumenn eru nú skráðir á síðuna og eru þar að kynna þjónustu sína, en eflaust eiga mun fleiri eftir að bætast í hópinn, að sögn Láru Hönnu, sem sjálf ferðast um landið með ferðamenn á eigin bíl. Veffang nýju síðunnar, sem ennþá er eingöngu á ensku, er www.icel- andguide.is, en til stendur að bæta við leitarmöguleikum, fleiri tungu- málum og öðru, sem kann að auð- velda notkun síðunnar og útbreiðslu hennar. Vilja efla fagmennsku Leiðsögumenn Íslands eru hópur faglærðra leiðsögumanna, sem allir hafa útskrifast frá Leiðsöguskóla Ís- lands og hafa því réttindi sem leið- sögumenn ferðamanna. Markmið hópsins er að efla fagmennsku leið- sögumanna, auka skilning á mik- ilvægi þeirra í íslenskri ferðaþjón- ustu og virðingu meðal ráðamanna og aðila ferðaþjónustunnar. „Leiðsögumenn eru mjög van- metnir sem áhrifavaldar í ferðaþjón- ustunni. Stað- reyndin er sú að þeir eru oftar en ekki ráðgjafar ferðamanna, álitsgjafar og al- mennir leiðbein- endur. Leið- sögumenn benda á kaffihús, veit- ingastaði, versl- anir, sýningar, söfn og allt mögulegt annað sem ferðamenn spyrja um á meðan á veru þeirra hér stendur. Áhrif leið- sögumanna á erlenda ferðamenn ná því langt út fyrir leiðsögnina eina saman. Það er því von okkar að gott samstarf takist með leiðsögumönn- um Iceland Guide og öllum þeim, sem standa að eða koma á einhvern hátt að ferðaþjónustu á Íslandi,“ segir Lára Hanna og bætir við að ef koma þarf tilboðum, skilaboðum eða upplýsingum til hópsins eða ef ein- hver vill panta sér leiðsögumann megi senda tölvupóst á icelandguide@icelandquide.is. Það sama á við ef fyrirtæki í ferðaþjón- ustu eða aðrir óska eftir að skiptast á slóðum við Iceland Guide, falast eftir meðmælum eða auglýsingum á vefsíðu IG. „Hugsunin er sú að leiðsögumenn skrá sig á heimasíðu Iceland Guide sem einstaklingar á eigin ábyrgð. Síðan er hinsvegar ekki ætluð sem atvinnumiðlun að öðru leyti en því að þar hafa faglærðir leiðsögumenn tækifæri til að kynna sig og sína þjónustu. Kaupendur þjónustunnar hafa síðan samband beint við við- komandi leiðsögumann. Iceland Guide er ekki formlegur félags- skapur og lýtur því ekki reglum eða lögum formlegra félaga þótt al- mennt sé talað um „félaga“ í Iceland Guide. Hinsvegar eru flestir félagar Iceland Guide í fagdeild Félags leið- sögumanna og því er hér um hreina viðbót að ræða,“ segir Lára.  FERÐALÖG | Íslenskir leiðsögumenn kynna sig á glænýjum vef Iceland Guide Leiðsögumenn eru áhrifavaldar Leiðsögumenn eru oftar en ekki ráðgjafar og álitsgjafar ferðamanna á leið þeirra um landið. Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@m bl.is TENGLAR ..................................................... www.icelandguide.is Lára Hanna Einarsdóttir AÐ stelast til þess að leggja sig smástund á daginn getur bætt ým- islegt. Lúrar eru ekki bara fyrir smábörn heldur gera líka mikið gagn fyrir fullorðna segir á www.msn.com. Rannsóknir sýna að fullorðnir sem leggja sig einhvern tíma milli kl. 14 og 16 á daginn standa sig betur á prófi og eiga samt ekki í vandræðum með að sofna á kvöldin. NASA fann út að herflugmenn og geimfarar, sem lögðu sig í 40 mínútur seinni- part dags, juku árvekni um 100% og afköst um 34%. Nýleg rannsókn hjá Harvard-háskóla sýnir að há- skólastúdentar sem leggja sig á milli verkefna standa sig betur en þeir sem leggja sig ekki. En það skiptir máli hvernig og hvenær lúrinn er tekinn. Lykil- atriðið er að leggja sig snemma og í stuttan tíma. Helst þegar dagsljós er enn og a.m.k. fimm tímum áður en stefnt er í rúmið um kvöldið, ein- hvern tíma á milli kl. 14 og 16. Ef lúrinn er tekinn seinna mun dægur- sveiflan koma fram og líklega gera þig ruglaða/n í ríminu þegar þú vaknar og koma í veg fyrir að þú sofnir á þínum venjulega háttatíma. Lúrarnir eiga líka að vera styttri en klukkutími, 20 til 30 mínútur er nægur tími fyrir flest fólk.  HEILSA Góður lúr gerir gagn júlí Daglegtlíf  HJÁLPARSTARF | Björgunarhringur fyrir SPES-samtökin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.