Morgunblaðið - 18.07.2006, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.07.2006, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Eldklár hugmynd er lykillinn að lang- þráðri stöðuhækkun. Ef þú trúir af öllu hjarta á það sem þú hefur fram að færa, er þetta borðleggjandi. Einhver heldur að hann sé ástfanginn af einhverjum sem hann ætti ekki að elska. Naut (20. apríl - 20. maí)  Vinir nautsins álíta það fært um hvað sem er og því meira sem það trúir á sjálft sig, því sannara verður álit þeirra. Fjár- festu. Eitt af því sem þú fjárfestir í verð- ur að veruleika. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Ef þú reynir of mikið eru minni líkur á því að þú náir árangri. Það merkir að þú átt að slaka á. Einhleypir takið eftir, ein- staklega heillandi manneskja laðar. Hún virðist svo mikið á sömu bylgjulengd og þú að það hvarflar að þér hvort hún hafi stundað njósnir. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Ef einhver hefur ekki komist mjög langt áleiðis með verkefni eða í þroska skaltu samt ekki telja eftir þér að hrósa. Vertu klappstýra. Bogmaður eða ljón passa ein- staklega vel í félagslíf þitt núna. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Tilfinningagreind ljónsins kemur að góð- um notum núna. Leitaðu að kjarnanum, ekki síst í málum sem viðkoma fjölskyld- unni. Haltu ró þinni og talaðu þig í gegn- um hlutina. Boðskiptin fara forgörðum ef einhver byrjar að hækka raustina. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Táningar eða fólk sem hagar sér eins og unglingar vill leika leiki og undir þér komið að svipta hulunni af blekking- unum. Til þess er leikurinn gerður. Þetta er ein leið til þess að sýna væntumþykju sína. Sendu einhverjum sem þú þekkir ekki bréf, það verður þér til happs. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Hægt er að finna skapandi lausnir sem allir eru sammála með því að tala saman af ró og yfirvegun. Fólk í merki krabbans og bogmannsins blæs þér frumlegustu lausnirnar í brjóst. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Settu þér skýr markmið á starfsferlinum. Bara það eitt leiðir til skjótari árangurs en nokkuð annað. Um leið og þú veist fyr- ir víst hvað þú vilt fá út úr vinnunni færðu það hratt og sársaukalaust. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður gæti beðið yfirmann sinn eða samstarfsfélaga að bera sig á annan hátt til þess að auðvelda honum vinnu sína. Ef þér líkar vinnan ekki enn eftir þær íviln- anir er kominn tími til þess að fara að líta í kringum sig. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Heppnin verður með steingeitinni í dag. Þú nærð ótrúlegum árangri með venju- legum aðferðum. Þeir sem vinna fyrir þig hafa mikið að kenna þér. Ljón og hrútar luma líka á úrræðum sem þú getur nýtt þér. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Ef þér finnst að þú og maki þinn séuð að renna saman í eina stóra persónu er hugsanlegt að þú hafir gefið viðkomandi of greiðan aðgang að þínum innri veru- leika. Haltu hluta af sjálfum þér fyrir þig til þess að viðhalda dulúðinni. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Ástardraumar fela í sér skilaboð. Kannski laðastu að manneskju sem þú segist ekki laðast að þrátt fyrir allt. Ein- hver sem flæktur er í áhættusamt ást- arsamband uppgötvar sjálfsbjarg- arviðleitni sína í kvöld. Stjörnuspá Holiday Mathis Í goðsögunum var gyðjan Venus, sem plánetan er nefnd eftir, sköpuð úr sjáv- arlöðri. Venus er á leið í vatnsmerkið krabba í dag og endurskapar um leið goð- sögnina. Krabbinn lofsyngur hennar kvenlega þokka, aðdráttaraflið og hina stöðugu þörf fyrir aðdáun. Karlar ættu að hafa þetta í huga á meðan Venus er á ferðalagi sínu í Krabbanum. Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 fikta við gald- ur, 4 nötraði, 7 halda til haga, 8 fuglar, 9 skolla, 11 nákomin, 13 geð- vonska, 14 spilið, 15 fjöl, 17 auðlind, 20 sarg, 22 bogin, 23 slitið, 24 bjóða, 25 ræktaða landið. Lóðrétt | 1 undirokun, 2 aki, 3 mjög, 4 viðlag, 5 sálir, 6 birgðir, 10 baun- ir, 12 miskunn, 13 bók- stafur, 15 skinnpoka, 16 rótarskapur, 18 heims- hlutinn, 19 hægt, 20 elska, 21 syrgi. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 fannfergi, 8 færni, 9 digra, 10 tíu, 11 síðla, 13 reiða, 15 volks, 18 flesk, 21 kol, 22 messa, 23 ærleg, 24 gustmikil. Lóðrétt: 2 afræð, 3 neita, 4 eldur, 5 gegni, 6 ofns, 7 fata, 12 lok, 14 ell, 15 voma, 16 lustu, 17 skatt, 18 flæmi, 19 efldi, 20 kugg.  Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Tónlist Kaffi Hljómalind | Síbylur, skapandi sum- arhópur hjá Hinu húsinu, leikur stef úr út- varpi, sjónvarpi og kvikmyndum á tónleikum með afrakstri sumarsins 20. júlí kl. 20. Að- gangur er ókeypis. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Á Sum- artónleikum kl. 20.30 í kvöld flytja þeir Þor- björn Björnsson barítón og þýski píanóleik- arinn Jan Czajkowski söngva og aríur. Myndlist 101 gallery | Steinunn Þórarinsdóttir sýnir til 22. júlí. Opið fim., föst., laug. kl. 14–17. Aurum | Helena Ragnarsdóttir sýnir ónefnt akrílverk unnið á pappír. Til 21. júlí. Café Karólína | Sýningin „Hlynur sterkur Hlynur“ (portrett af Hlyni Hallssyni mynd- listarmanni) er til 4. ágúst. Café Mílanó | Reynir Þorgrímsson – Rey- nomatic-myndir, nærmyndir af náttúrunni, einstakar ljósmyndir unnar á striga. DaLí gallerí | Joris Rademaker sýnir rým- isverk til 26. ágúst eða fram yfir menning- arvöku. Opið virka daga og laug.kl. 14–18 . Gallerí BOX | Þórarinn Blöndal, Finnur Arn- ar og Jón Garðar með sýninguna „Far- angur“. Til 27. júlí. Gallerí Humar eða frægð! | Sýning um diskó og pönk í samstarfi við Árbæjarsafn. Myndir og munir frá árunum 1975–1985. Til 31. júlí. Gallerí Úlfur | Eiríkur Árni Sigtryggsson sýnir í júlí. Opið kl. 14–18 alla daga. Gel Gallerí | Ljósmyndasýningin Lífsýni. Þar sýnir Björn M. Sigurjónsson 10 ljósmyndir af lífsýnum. Til 20. júlí. Hafnarborg | Yfirskrift sýningarinnar „hin blíðu hraun“ er frá Jóhannesi Kjarval. Lista- mennirnir tólf sem að sýningunni koma hafa allir sýnt víða og lagt drjúgan skerf til lista- lífsins undanfarin ár. Til 28. ágúst. Hallgrímskirkja | Sumarsýning Listvina- félags Hallgrímskirkju. Ásgerður Búadóttir sýnir í forkirkju. Til 26. ágúst. Handverk og hönnun | Á sumarsýningu er til sýnis hefðbundinn ísl. listiðnaður og nú- tíma hönnun úr fjölbreyttu hráefni eftir 37 aðila. Til 27. ágúst. Aðgangur er ókeypis. Hrafnista, Hafnarfirði | Ósk Guðmunds- dóttir sýnir í Menningarsal til 15. ágúst. Húsið á Eyrarbakka | Sýningin Einfarar í borðstofu Hússins. Á sýningunni er einstakt úrval næfistaverka. Til 31. júlí. Jónas Viðar Gallerí | Snorri Ásmundsson sýnir til 30. júlí. Kaffi Kjós | Ólafur Jónsson, (iló) Berjalandi, Kjós, með málverkasýningu. Opið í sumar, alla daga kl. 12–20. Karólína Restaurant | Joris Rademaker sýnir ný verk Mjúkar línur/ Smooth lines. Kirkjuhvoll Akranesi | Listsýning á verkum eftir 12 nýútskrifaða nema frá Listaháskóla Íslands. Listasetrið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 15–18. Til 13. ágúst. Listasafn ASÍ | Daði Guðbjörnsson, Eiríkur Smith, Hafsteinn Austmann og Kristín Þor- kelsdóttir sýna nýjar vatnslitamyndir. Einnig eru sýndar vatnslitamyndir eftir Svavar Guðnason í eigu Listasafns ASÍ. Opið 13–17. Aðgangur ókeypis. Til 13. ágúst. Listasafn Einars Jónssonar | Opið daglega nema mánudaga kl. 14–17. Höggmyndagarð- urinn við Freyjugötu er alltaf opinn. Listasafnið á Akureyri | Yfirlitssýning Lo- uisu Matthíasdóttir til 20. ágúst. Listasafn Íslands | Sýning á íslenskri lands- lagslist frá upphafi 20. aldar og túlkun þjóð- sagna. Verk úr safneign og Safni Ásgríms Jónssonar. Sýning á íslenskri landslagslist frá upphafi 20. aldar og túlkun þjóðsagna. Leiðsögn á ensku þriðjudaga og föstudaga kl. 12.10 í júlí. Kaffitár í kaffistofu. Ókeypis aðgangur. Opið daglega kl. 11–17, lokað mánudaga. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Yfirlits- sýning á verkum Guðmundar Einarssonar frá Miðdal. Í samvinnu við Náttúru- fræðistofu Kópavogs. Til 30. júlí. Kjarval – Kraftur heillar þjóðar. Verk í eigu Landsbanka Íslands. Í tilefni af 100 ára af- mæli bankans. Til 30. júlí. Listasafn Reykjanesbæjar | „Tíminn tvinn- aður“. Alþjóðlegi listhópurinn Distill sýnir verk sem spannar sviðið frá tvívíðum hlut- um í skúlptúra og innsetningar. Til 31. júlí. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Sýning á úrvali verka úr safneign Ásmund- arsafns, sem sýnir með hvaða hætti lista- maðurinn notaði mismunandi efni – tré, leir, gifs, stein, brons og aðra málma.Til 31. des. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Sýning á listaverkum sem voru valin vegna úthlut- unar listaverka– verðlaunanna Carnegie Art Award árið 2006. Til 20. ágúst. Erró – Graf- ík. Myndirnar eru frá ýmsum tímabilum í list Errós þær nýjustu frá sl. ári. Til 31. des. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Sýning á verkum úr eigu safnsins þar sem fagurfræði er höfð að leiðarljósi við val verk- anna og hefðbundin listasöguleg viðmið lát- in víkja fyrir samhljómi þeirra. Til 17. sept. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Sýning á völdum skúlptúrum og portettum. Opið dag- lega nema mán. kl. 14–17. Tónleikar á þriðju- dagskvöldum. Sjá nánar á www.lso.is Norræna húsið | Sumarsýning í anddyri Norræna hússins til 27. ágúst. Ljósmyndir frá Austur-Grænlandi eftir danska ljós- myndarann Ole G. Jensen. Óðinshús | Dagrún Matthíasdóttir og Guð- rún Vaka með sýningu til 30. júlí. Reykjavíkurborg | Stella Sigurgeirsdóttir sýnir skilti á 20 stöðum víða um borgina. Safn | Tvær af fremstu myndlistarkonum í Evrópu; Karin Sander & Ceal Floyer, sýna nýleg verk sín í bland við eldri. Aðgangur er ókeypis. Leiðsögn á laugardögum. Salfisksetur Íslands | Ari Svavarsson með sýningu í Listsýningasal til 6. ágúst. Skaftfell | Nú stendur yfir sýning bræðr- anna Sigurðar Guðmundssonar og Kristjáns Guðmundssonar í Skaftfelli. Skriðuklaustur | Bandaríska listakonan Ka- milla Talbot sýnir vatnslitamyndir af ís- lensku landslagi. Skriðuklaustur | Listakonan Ingrid Larssen frá Vesterålen í Norður-Noregi sýnir háls- skart sem hún vinnur úr silki, ull, perlum og fiskroði. Thorvaldsen Bar | Jónína Magnúsdóttir, Ninný, með myndlistarsýninguna Í góðu formi til 11. ágúst. Þjóðminjasafn Íslands | Sýningin Huldukon- ur í íslenskri myndlist fjallar um ævi og verk tíu kvenna sem voru nær allar fæddar á síð- ari hluta 19. aldar. Í Myndasal eru til sýnis ljósmyndir Marks Watson og Alfreds Ehrhardt af Íslandi sum- arið 1938. Söfn Árbæjarsafn | Sýningin Húsagerð höf- uðstaðar, saga byggingatækninnar í Reykja- vík frá 1840–1940. Gamli bærinn í Laufási | Kirkjan í Laufási var byggð 1865. Búsetu má rekja allt aftur til heiðni. Bærinn er nú búinn húsmunum og áhöldum eins og tíðkaðist í kringum alda- mótin 1900. Þjóðlegar veitingar í Gamla Prestshúsinu. 500 kr. inn. Frítt fyrir börn. Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Gljúfra- steinn er opinn alla daga í sumar kl. 9 – 17. Hljóðleiðsögn á íslensku, ensku, þýsku og sænsku. Margmiðlunarsýning og gönguleið- ir í nágrenninu. www.gljufrasteinn.is Iðnaðarsafnið | Á safninu gefur að líta vélar og verkfæri af öllum stærðum og gerðum, framleiðsluvöru o.fl. Opið daglega frá 13–17 til 15. sept. 400 kr. inn, frítt fyrir börn. Kotbýli kuklarans | Sýning á Klúku í Bjarn- arfirði sem er bústaður galdramanns og litið er inn í hugarheim almúgamanns á 17. öld og fylgst með hvernig er hægt að gera morg- undaginn lítið eitt bærilegri en gærdaginn. Opið alla daga kl. 12–18 til 31. ágúst. Landsbókasafn Íslands, Háskólabókasafn | Myrkraverk og misindismenn. Reykjavík í ís- lenskum glæpasögum. Reykjavík hefur löngum verið vinsælasta sögusvið íslenskra glæpasagnahöfunda. Ritað í Voðir. Sýning Gerðar Guðmunds- dóttur. Sumir safna servíettum, aðrir safna Skráning viðburðar í Staður og stund er á heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos Skráning viðburða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.